Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Dagskrá um Hallgrím Pétursson
Sauðárkróki - í tilefni af kristni-
hátíðarári tóku sig saman nokkrir
aðilar í Skagafirði og settu saman
dagskrá um sálmaskáldið sr. Hall-
grím Pétursson og hefur dagskrá-
in verið flutt í fjórum kirkjum í
Skagafjarðarprófastsdæmi í júlí.
Var frumflutningur dagskrárinnar
í Grarfarkirkju á Höfðaströnd en
síðan í Sauðárkrókskirkju og
Hofsstaðakirkju og var endað í
Glaumbæ.
Þéttsetin gestum varð Glaum-
bæjarkirkja vettvangur mjög fróð-
legrar og skemmtilegrar umfjöll-
unar um sr. Hallgrím allt frá því er
hann fæddist, líklega á Gröf á
Höfðaströnd, og til þess er hann
gamall og sjúkur andaðist að Fer-
stiklu á HvaJfjarðarströnd.
Það var „Hallgrímshópurinn",
fjórtán manna blandaður kór undir
Morgunblaðið/Björn Björnsson
SR. Dalla Þórðardóttir, prófastur á Miklabæ, kynnir trúarljóð sr.
Hallgríms ásamt Hallgrímshópnum.
stjórn Sveins Arnar Sæmundsson-
ar, sem hóf dagskrána með því að
syngja einn þekktasta veraldlega
texta sr. Hallgríms „Nú er ég glað-
ur á góðri stund" en síðan flutti sr.
Ólafur Hallgrímsson, sóknarprest-
ur að Mælifelli, mjög skemmtilega
og fróðlega samantekt um sr. Hall-
grím, ævi hans og störf.
Sr. Dalla Þórðardóttir, prófast-
ur á Miklabæ, fjallaði um trúar-
skáldskap sr. Hallgríms og kynnti
texta þá sem sönghópurinn flutti
m.a. úr Passíusálmunum. Sr. Gísli
Gunnarsson, sóknarprestur í
Glaumbæ, þakkaði flytjendum að
lokum mjög ánægjulega kvöld-
stund og þakkaði gestum fyrir
komuna en að samkomunni lokinni
þágu flytjendur og gestir veitingar
á heimili sr. Gísla og frú Þuríðar
Þorbergsdóttur konu hans.
Unglingar
í sjóbaði
Hvammstanga - Mikil veður-
blíða var á Hvammstanga fyr-
ir verslunarmannahelgi. Það
var því ekki að ástæðulausu,
að unglingar í vinnusköla
Húnaþings vestra skoluðu af
sér fyrir helgina. Þau fóru þó
ekki í hefðbundið bað, þeldur
stukku í sjóinn af bryggjunni,
sumir margar ferðir. Að sjó-
baði loknu var farið í sturtu
og seltan skoluð af sér og síð-
an í sundlaugina. Daginn áður
fór hluti hópsins í bað í Mið-
fjarðará og var stokkið f djúp-
an hyl við brúna hjá Laugar-
bakka, vegfarendum til mikill-
ar undrunar. „Þetta er ungt
og leikur sér" eins og máltæk-
ið segir.
Söluskáli Sáms í Hrafnkelsdal
Bensínsala og
ferðamannaversl-
un á Aðalbóli
Vaðbrekku, Jökuldal - Sigurður
Olafsson og Kristrún Pálsdóttir,
bændur á Aðalbóli í Hrafnkelsdal,
hafa opnað bensínstöð og ferða-
mannaverslun ásamt gistingu á Aðal-
bóli. Á bensínstöðinni er selt bensín
og dísilolía frá Esso. Bensínstöð var
á Brú á Jökuldal en henni var lokað í
fyrrahaust og það leit út fyrir að mik-
il vandræði sköpuðust fyrir fólk sem
ferðast um þetta svæði vegna þess
hvað langt væri að sækja bensín þeg-
ar farið er um þessar slóðir.
Sigurður segir að viðbrögð hjá Es-
so hafi verið góð, hann hafi sótt um
þessa þjónustu um miðjan febrúar
síðastliðinn og bensínstöðin hafi ver-
ið opnuð nú um miðjan júlí.
Ekki hefðbundið útlit
Bensínstöðin á Aðalbóli hefur ekki
hefðbundið útlit besínstöðva vegna
þess að tankarnir eru ofanjarðar á
steyptu plani til að minnka mengun-
arhættu. Sigurður og Kristrún opn-
uðu einnig ferðamannaverslunina
Söluskála Sáms á neðri hæð íbúðar-
húss síns þar sem þau selja gos-
drykki og heimabakað brauð, svo
sem kleinur og parta. Einnig kaffi
bæði í bolla á staðnum og handa fólki
í kaffibrúsa sem það hefur með sér.
Einnig selja þau handunna muni sem
þau framleiða sjálf á trésmíðaverk-
stæði sínu svo sem ostabakka og
höld fyrir tveggja lítra gosflöskur úr
plasti.
Sigurður og Kristrún reka einnig
bændagistingu í gamla húsinu á Að-
albóli þar sem boðið er upp á allt frá
svefnpokaplássi til uppbúinna rúma
með aðgangi að eldhúsi. Gistingin er
vel í sveit sett fyrir veiðimenn sem
geta fengið þar gistingu nálægt mjög
góðum veiðisvæðum. Stutt er í veiði-
svæði hreindýra, heiðagæsa sem
fljúga þúsundum saman á haustin yf-
ir öræfunum inn af Aðalbóli. Einnig
eru afbragðs góð rjúpnalönd í
göngufæri frá bænum.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
SIGURÐUR Ólafsson og Sindri Sigurðsson við afgreiðsluborðið í Sölu-
skála Sáms á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.
SINDRI Sigurðsson dælir olfu á bíl við nýjii bensfnstöðina á Aðalbóii.
Eins og sjá má hafa tankarnir annað yfirbragð en fólk á almennt að
venjast, og frá veginum líkjasi þeir meira geimstöð en bensínstöð.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
JÓN GUNNAR með skjalið frá
hreppsnefnd Mýrdalshrepps.
Verðlauna-
garður í Vík
Gaman
að sýna
garðinn
Fagradal - Helga Þorbergsdóttir,
oddviti Mýrdalshrepps, veitti Jóni
Gunnari Jónssyni viðurkenningar-
skjal fyrir fallegan og vel hirtan
garð að Hjalla í Vík í Mýrdal. Jón
hafði garðinn til sýnis þann dag af
þessu tilefni.
Jón Gunnar flutti til Víkur fyrir
ellefu árum og undanfarin ár hefur
hann lagt mikla vinnu í garðinn,
m.a. hefur hann flutt þangað mikið
af fallegum steinum eins og jaspis,
bergkristal, kvars, silfurberg,
hrafntinnu og steinrunnið tré.
Hann hefur einnig hoggið út og
málað á steina, meðal annars and-
litsmyndir.
Jón Gunnar segir að til hans sé
alltaf að koma fólk og skoða garð-
inn, bæði litlir og stórir ferða-
mannahópar. Hann segist hafa
gaman af að taka á móti fólki og
sýna því garðinn sinn.
Hafnardagur á
Sauðárkróki
Sauðárkróki - Á undanförnum ár-
um hefur sú venja skapast á Sauð-
árkróki að halda hafnardag rétt
um eða eftir miðjan júlí. Hefur
þessi dagur átt si'vaxandi vinsæld-
um að fagna og er hann var hald-
inn nú nýlega kom meiri fjöldi
fólks á hafnarsvæðið og tók þátt
í dagskrárliðum en áður hefur
verið enda veður betra en oft áð-
ur.
Dagskráin hófst með dorgveiði-
keppni af bryggjunni og voru
veitt vegleg verðlaun fyrir
stærsta kolann, stærsta marhnút-
inn en enginn þorskur veiddist að
þessu sinni svo að þau verðlaun
gengu ekki út þó að veiðarnar
væru stundaðar af verulegu
kappi. Voru keppendum, svo og
öðrum, bornir svaladrykkir með-
an á keppni stóð og veitti ekki af
enda kappið mikið.
Ómar Unason skipstjóri bauð
upp á sjóstangaveiði og fór all-
margar klukkuti'maferðir þar sem
menn drógu rfgaþorska enda virð-
ist nægur færafiskur í firðinum.
Um kvöldið var síðan bryggjuball
þar sem Hörður Olafsson og fé-
lagar léku fyrir dansi og tóku
bæði börn og fullorðnir sporið á
fánum skreyttri bryggjunni enda
margir á faraldsfæti og fjöldi
ferðamanna í bænum.
I boði hafnarstjórnar var öllum
boðið upp á grillaðar pylsur og
pepsf en á miðnætti var síðan
glæsileg flugeldasýning sem loka-
punktur hátíðarinnar.
Að sögn Brynjars Pálssonar,
formanns hafnarstjórnar, voru
hinir fjölmörgu gestir mjög
ánægðir með daginn og sagði
Brynjar hafnarstjórn ákveðna í
því að viðhalda þeirri venju og
hefð sem skapast hefði með árleg-
um hafnardegi á Sauðárkróki.
kmm ¦'¦rí m J
WG H ^P ¦P^^^^fc'
gg»»BÍ?'3/ f^2;"¦
'""'¦*í s !'¦ ",
l 3 -•¦ i • ¦ '
• m i - ¦
¦ :,¦ S| má ...
Morgunblaðið/Björn Björnsson
MENN röðuðu sér á bryggju-
kantinn og dorguðu af kappi.
GRILLUÐU pylsurnar voru vin-
sælar hjá börnum og fullorðnum.