Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Arleg sumarferð eldri borgara í Langholtssókn á vegum Bæjarleiðabílstjóra og Kvenfélags Langholtssóknar verð- ur farin í dag kl. 13 frá safnaðar- heimilinu. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Sejjakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Vídalínskirlga. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhugun og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðar- kirkju. Leiðbeinendur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. Frábær fyrirtæki . Verktakafyrirtæki á hjólum. Flytjanleg twert sem er. Sami eigandi um áraraðir. 4 menn í vinnu. Föst viðskiptasambönd. Næg atvinna. Blússandi tekjur. Þarf ekki sérmenntun, aðeins fyrirhyggju og dugnað. Skyndibitastaður á frábærum stað — aðeins opinn til kl. 21. Lokaður á sunnudögum. Mikil og gefandi velta. Góðar innréttingar. Góður hagnaður samkv. reikningum. Skipti á fasteign í góðri leigu kemur til greina. Það er ekki oft sem við fáum svona arðsöm fyrirtæki í sölu og hvers vegna eru menn þá að selja? Því svörum við á skrifstofunni. 3. Tölvufyrirtæki til sölu með eitt þekktasta merkið á markaðnum. Ótrú- legir stækkunarmöguleikar og mikil veltuaukning. Góð skrifstofu-, verslunar- og þjónustuaðstaða. Frábær viðbót við stærra tölvufyrir- tæki. Sami eigandi í áratug. 4. Eitt snyrtilegasta og besttækjum búið innrömmunarfyrirtæki borgar- innartil sölu. Mikið úrval af fallegum römmum. Innrammar og plastar. Næg verkefni, svo þú getur unnið eins og þér sýnist og þénað meira og meira og meira. 5. Þekkt skipasala til sölu með rnikið af góðum samböndum. Einnig góð bílasala, þekkt fasteignasala og kvótasala. 6. Þekkt vélsmiðja í eigin húsnæði til sölu. Þjónustar mikið sjávarútveg- inn og mörg stór verkefni fylgja með. Vel tækjum búin og hefur 15 manns í vinnu, marga sérhæfða. Sérhæfir sig í ryðfríu stáli og nýsmíði. Margir stórir fastir viðskiptavinir. 7. Höfum kaupanda að 300 fm húsnæði með góðum innkeyrsludyrum fyrir mjög þrifalegan rekstur. 8. Höfum einnig góðar heildverslanir á skrá hjá okkur, litlar og stórar. 9. Aldrei meira úrval af frábærum fyrirtækjum á söluskrá og við aldrei hressari, enda nýkomnir úr sumarfríi, sólbrúnir og fullir af orku. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. LiV,iililMWtETiTWl SUÐURVE Rl SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIRÞORGRÍMSSON. Útsalan heldur áfram 15% aukaafsláttur Tískuverslun • Kringlunni 8-12 •Sími 5533300 I DAG VELVAKAflDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Rússneskir sjó- menn beittir mannréttinda- brotum á íslandi? ÉG SKAMMAST mín fyr- ir að vera íslendingur hvað varðar áhöfnina á Odinskova. Skipið er búið að vera hér við bryggju síðan í febrúar og kernst ekki á sjó vegna vélarbil- unar. Áhöfnin hefur ekki fengið laun síðan í febrúar og allir eru þeir fjölskyldu- menn sem hafa ekki komið til heimalands síns í 13 mánuði. Eg er dálítið kunnug áhöfninni og eru þetta mestu prúðmenni og mjög kurteisir. Hér er ein lítil dæmisaga. Einn úr áhöfninni fékk skeyti út á sjó eftir tvo og hálfan mán- uð með þær sorglegu frétt- ir að konan hans væri látr in. Þetta eru verstu fréttir sem hægt er að fá einhvers staðar fjarri heimalandi sínu og komast ekki heim. Úgerðin neitaði að borga ferðina til Litháen svo að maðurinn hefur ekki séð leiði konu sinnar og á þar af leiðandi mjóg erfitt með að sætta sig við andlát hennar. Hann á einn 15 ára gamlan son sem hann hefur ekki séð í 13 mánuði. Ég spyr: Er ekki kominn tími til að íslensk stjórn- völd grípi hér inn í og hjálpi áhófninni á Odin- skova að ná fram rétti sín- um því það er íslendingur sem rekur skipið og hefur komið fram við áhöfnina einsogþræla? Kæru íslendingar, hjálpum þesum mönnum að ná fram rétti sínum. Bryndís E. Garðarsd. Ósmekkleg skopmynd EG VIL koma á framfæri hneykslun minni á skop- mynd eftir Sigmund sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 28. júlí. Á myndinni gerir hann m.a. grín á mjög ósmekklegan hátt að Ingibjörgu Sól- rúnu borgarstjóra. Finnst mér Sigmund ganga þarna of langt og sýna Ingibjörgu og öðrum kon- um lítilsvirðingu. Vil ég hvetja aðrar konur tíl að láta í ljós vanþóknun sína á svona myndum. 051035-4539. Stuðningur við skrif ÉG VIL lýsa yfir stuðn- ingi mínum við skrif sem hafa verið um bygginga- framkvæmdir í Laugar- dalnum. Finnst mér það algjört glapræði að vera að byggja þarna. Það þarf ekki að þétta byggðina í Laugardalnum, það þarf að stækka Húsdýra- og fjölskyldugarðinn en ekki að þétta byggðina í Laug- ardalnum. Við það eykst umferðin og mengunin verður meiri. Vil ég hvetja fólk til að koma skoðun sinni um þetta mál á framfæri. Ragnheiður. Tapað/fundið Myndavél týndist MYNDAVÉL Canon Prima týndist 15. júlí sl. annaðhvort við Völvuleiði eða á Reyðarfirði. Ef ein- hver hefur fundið hana vinsamlega sendið hana þá til: Hlínar Gunnars- dóttur, Arahólum 2, 111 Reykjavík. Dýrahald Þakklæti fyrir kisu HAFT var samband við Velvakanda og hann beð- inn um að koma á fram- færi þakklæti til Margrét- ar á Hlíðarvegi sem tók að sér að hugsa um kisu sem hafði verið týnd og lét réttan eiganda vita um kisuna. Sendir eigandi kisunnar henni sitt besta þakklæti. Páfagaukur týndist frá Efstasundi PÁFAGAUKUR týndist frá Efstasundi 66. Hann er blár að lit, mjög gæfur, heitir Hrekkur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 695 4018. SKAK i'insjtiii Margei Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á opnu móti í Ljubljana í Slóveníu í sumar. A. Kogan (2.505), ísrael, hafði hvítt og átti leik gegn heimamanninum V. JakovUevic (2295) Hvítur hefur náð að opna h-línuna gegn svarta kóngnum og lagði nú til glæsilegrar og rökréttrar atlögu: 19. Rf5H - gxfð 20. exf5 - exf5 21. Rd5 - Dd8 22. Bd4 - He5 23. Bxe5 - dxe5 24. RÍ6+ - Kf8 25. Dh8+! - Bxh8 26. Hxh8+ - Kg7 27. Hxd8 - Rxf6 28. gxf6+ - Kxf6 29. He8 og svartur gafst upp. HOGNI HREKKVISI cfnni ufarv2nard^þ$n<V3fl,námri£/tcd. Víkverji skrifar... ENN einu sinni er verslunar- mannahelgi að baki með öllu tilheyrandi. Ekki er annað að sjá en umferðin hafi gengið vel fyrir sig ,og útihátíðir virðast einnig hafa far- ið vel og skikkanlega fram sam- kvæmt fréttum. Nokkur fíkniefna- mál setja þó blett á þær sem vitan- lega er síæmt en hvarvetna þarf vitaskuld að berjast gegn þeim vá- gesti hvort sem það er á útihátíðum eða öðrum stöðum. Ástæða er til að fagna því að umferðin gekk stórslysalaust. Hún var mjög mikil í ákveðnum lands- hlutum og þar reynir á ökumenn að sýna þolinmæði þegar hægt gengur, tillitssemi þegar eitthvað bjátar á hjá hinum (það kemur aídrei neitt fyrir mig!) og hafa bíl- inn í lagi þannig að sem minnst hætta sé á því að menn rati í ógöngur. Þetta er annars merkilegur siður að þeysa úr þéttbýlinu um þessa helgi og fara í þéttbýli annars stað- ar. Helst þar sem flestir eru. Vera í fjöldanum og taka þátt í sem æsi- legastri hátíð. Þannig er það að minnsta kosti hjá mörgum ung- lingnum. Og merkilegt var að heyra og næsta ógnvekjandi þegar ung- lingarnir lýstu því hversu mikið helgin kostar. Þar voru nefndar töl- ur á bilinu 30 til 100 þúsund. Ekki ódýr helgi það. Aðrir sem eru á ferð reyna að fara um rólegri slóðir, gjarnan til fjalla og enn aðrir kjósa að vera um kyrrt, segja að þar sé rólegast þessa helgi. Víkverji getur tekið undir öll sjónarmið hvað þetta varðar, hann hefur hagað sér eftir aðstæðum heima fyrir hverju sinni og hefur örlitla reynslu af hinum ýmsu tilbrigðum þess hvernig menn verja helginni. Það er allt breytilegt eftir aldursskeiðum og því hvað fjölskyldan vill. Aðalatrið- ið er að menn dundi sér við það sem þeir helst hafa ánægju af og uni glaðir við sitt. EKKI er Víkverja alveg ljóst hvort landafræðin var ekki á hreinu hjá fréttamönnum ríkisfjöl- miðla eða hvort ákveðn staðhæfing þeirra í fréttum um helgina síðustu var staðreynd. Þeir sögðu sem sé að samgöngur hefðu rofnað milli Norðausturlands og Austurlands þegar Kreppa flæddi niður um allar sveitir og rauf vegi og tók af brýr. Víkverja rekur minni til að hægt sé að aka meðfram stöndinni allt frá Kópaskeri, norður um Sléttu, með viðkomu á Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkagerði og Vopnafirði og síðan um Hellisheiði eða upp á Möðru- dalsöræfin og þaðan til Austur- lands. Ekki er því alveg ljóst hvar samgöngur rofnuðu milli áður- nefndra landshluta nema þær kunna hins vegar að hafa rofnað milli vestari og eystri hluta Norð- austurlands. Menn þurfa með öðr- um orðum að vera nákvæmari í svona lýsingum. xxx ILOKIN þykir Víkverja rétt að koma með áminningu til öku- manna: Reynið að draga sem mest úr lausagangi bfla. Það er hreinn óvani og óþarfi að láta bflvélina ganga, t.d. meðan beðið er eftir því að einhver skreppi úr bílnum og inn í búð eða annað í stutt erindi. Þetta er óþarfa mengun og óþarfa hávaði. Ekki síst í íbúðahverfum og ekki síst að næturlagi. Það er argasti dónaskapur að stöðva bílinn í fbúðahverfi. og láta samt vélina ganga og jafnvel útvarpið líka með hávaða meðan skroppið er inn í nokkrar mínútur. Svona hugsunar- leysi er óþarft. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.