Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 29 ERLENT Öcalan hvet- ur PKK til afvopnunar Istanbúl. Reuters. ABDULLAH Öcalan, leiðtogi skæruliðahreyfingar Verkamanna- flokks Kúrda (PKK), hvatti í gær liðsmenn sína til að hætta vopnaðri baráttu sinni við tyrknesk stjórn- völd fyrir sjálfstæðu Kúrdistan í suðurhluta landsins. Ekki er enn ljóst hvernig PKK mun taka áskor- un Ocalans, sem nú situr í fanga- klefa á Imrali-eyju, og eru næstu dægur talin munu sýna hve mikil áhrif hann hefur innan hreyfingar- innar. Á meðan réttarhöldin yfir Öcal- an - þar sem hann var dæmdur til lífláts - stóðu sem hæst bauðst hann til að láta liðsmenn PKK gefa sig fram ef lífi hans yrði þyrmt. Hins vegar sagði hann þá ekkert um það hvort vopnaðri baráttu PKKyrðihætt. I yfirlýsingu Öcalans sem lög- menn hans lásu upp á blaðamanna- fundi í Istanbúl í gær, sagðist hann hvetja liðsmenn PKK til að leggja niður vopn og draga vopnaðar sveitir sínar frá svæðum utan Tyrklands fyrir 1. september 1999. Dauðadómurinn sem kveðinn var upp yfir Öcalan bíður nú með- ferðar hjá áfrýjunardómstóli í Tyrklandi og ef niðurstaða dóms- ins verður samhljóða niðurstöðu hins sérstaka herréttar er dæmdi Öcalan til dauða er fyrirséð að tyrkneska þingið verði að skera úr um hvort dómnum verði fullnægt eða ekki. Þá hefur dómnum einnig verið áfrýjað til Mannréttindadóm- stóls Evrópu og er talið að dóms- niðurstöðu verði ekki fullnægt fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. Spurningin er nú hvort skæru- liðaleiðtoginn hafi enn nægileg áhrif innan PKK til að fá liðsmenn hreyfingarinnar ofan af því að berjast fyrir málstað sínum. Hefur hreyfingin stutt Öcalan til þessa þótt talið sé að yfirlýsingar hans um friðarvilja og sáttfýsi hafi vald- ið miklum deilum innan PKK. „Að sjálfsögðu er hægt að líta á þetta sem prófstein á styrk [Öcal- ans] innan hreyfingarinnar," sagði lögmaður hans, Mahmut Sakar. „Hann er í einangrun núna og því ómögulegt að staðfesta hvað hon- um og PKK fer á milli." Kærir breska knattspyrnusam- bandið fyrir brot á jafnréttislögum London. Reuters. RACHEL Anderson, sem er umboðsmaður tuga brezkra at- vinnumanna í knattspyrnu og eini kvenmaðurinn í því fagi, var ekki boðið til árlegs hátíð- arkvöldverðar brezka knatt- spyrnusambandsins (PFA). Nú er hún farin í mál. Málaferli hófust við dómstól í Lundúnum í gær, þar sem kæra Andersons var tekin fyrir, en hún byggist á brezkum jafn- réttislögum. Dómurinn verður nú að skera úr um hvort hátíð- arkvöldverðir PFA hafi árin 1997 og 1998 verið opinberar eða einkasamkomur. Lögmaður Anderson heldur þvi fram að boðin hafi verið op- inber þar sem aðgöngumiðar hafí verið seldir almenningi, og að ákvörðun stjórnar PFA um að neita Anderson um miða brjóti í bága við brezku jafn- réttislögin. Einkasamkvæmi eru undanþegin þeirri löggjöf. Anderson er eina konan sem hefur starfsleyfi FIFA sem um- boðsmaður atvinnuknatt- spyrnumanna. Talsmaður hennar segir að hún hafi ákveð- ið að kæra til að reyna að þvinga knattspyrnusambandið til að breyta þeirri stefnu sinni að halda konum úti. „Knatt- spyrna er ekki bara karlamál nú á dögum. Rachel hefur sann- að það. Kate Hoey, nýi íþrótta- málaráðherrann, hefur sannað það. Hún [Anderson] er aðeins að reyna að sanna að við höfum sagt skilið við gömlu tímana," sagði talsmaðurinn. Framkvæmdastjóri PFA, Gordon Taylor, segir meðlimi félagsins hafa ákveðið að bjóða aðeins karlmönnum í því skyni að hámarka fjölda atvinnuleik- manna á hinum árlega hátíðar- kvöldverði. „Þetta er ekki boð fyrir umboðsmenn. Það er ætl- að leikmönnum og gestum." Segir hann þessa stefnu nauð- synlega vegna þess að sé einni konu boðið geti leikmennirnir farið að gera kröfu um að eigin- konur þeirra og vinkonur fái að koma líka, og þá geti ekki eins margir leikmenn komizt. Því sé úr vöndu að ráða. Agúst Háþrýstidæla, WAP: 100 bör Veró áöur: 21.200,- BYGGINGAVORUTILBOÐ MÁNAÐARINS ^ist . ¦tH Volke glersteinn. 2 flokkur 19xl9cm. Verð áður: 8.898,- m2 Stanley málband: 5 metra, 2 geröir Verð áður: 1.444,- 100XA5X188- Hltabrúsl, ryðfrítt stál: 1 Iftri Verð áður: 2.790,- 203 ÞolþakmálnlngMltr.Allirlitir Verð áður: 3.334,- VeluxþakgíugÉ^ 55x78 tH 94X160 Þarf að endurnýja raflögnina? \m Gerum verðtilboð Smáverkaþjónusta | rffl RAFLAGNIR ÍSLANDS i| Skipholti 29*105 Reykjavík* Þjónustudeild sími 511 1122. Virkir dagar Laugard. Sunnud. Bralddln-Verslun 8-18 10-16 Stml: 515 4001 Brelddln-Tlmbursala 8-18 10-14 Stmi: 515 4100 (LokaO 12-13) Broiddln-Hóif&Gólf 8-18 10-16 Slmi: 515 4030 Hrlngbraut 8-18 10-16 11-15 Slml: 562 9400 Virklr dagar Laugard. Hafnarfjöraur Slmi: 555 4411 8-18 9-13 Suðurnaa Slmi: 421 7000 8-18 9-13 Akureyrl Slml: 461 2780 8-18 10-14 www.byko.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.