Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 46
~§16 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BIRNA ANNA SIGVALDADÓTTIR + Birna Anna Sig- valdadóttir fæddist í Hafnar- firði 21. september 1925. Hún lést á sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum 16. júlí síðastliðinn. For- eldrar Birnu voru Guðmunda Svein- björnsdóttir (1899-1981) og Sig- valdi Guðmundsson (1892-1978). Systk- ini: Kristbjörg Odd- ný Ingunn (f. 1927), Hrefna Iðunn (f. 1930), Ólafur Ármann (1931-1993), Guðbjörg Sigrún (f. 1938) og Aðalheiður (f. 1943). Hinn 4. júní 1949 giftist Birna Ragnari Karlssyni geðlækni (f. 13. maí 1924). Börn þeirra eru: 1) Björn Ragnar, tannlæknir, (f. 1949), kvæntur Ragnheiði Mar- gréti Guðmundsdóttur, ís- lenskukennara, (f. 1953)._ Þau eiga tvær dætur, Birnu Oiiiiu, nema, (f. 1975) og Láru Björgu nema, (f. 1977). 2) Karl, mat vælafræðingur, (f. 1955) kvæntur Jóhönnu Þormóðsdótt ur, skrifstofumanni, (f. 1958) Við systurnar vorum vanar að kalla ömmu Birnu og afa Ragnar „ömmu og afa í Ameríku". Þegar við vorum litlar stelpur bjuggum við í Chicago í þrjú ár þar sem pabbi var við nám. Rétt fyrir jólin keyrðum við svo til ömmu og afa í New York þar sem þau voru búsett lengi vel. Keyrslan var löng og ^,strembin og ýmis ráð voru reynd af Tiendi móður okkar í þeim tilgangi að stytta okkur leiðina, eins og að telja jólatré í gluggum húsa og um- ferðarskilti við vegina. Svo komumst við loks á leiðarenda seint um kvöld. Fyrstu morgnarnir hjá ömmu og afa eru mér mjög minnistæðir. Birna Anna, systir mín, og ég sátum við eldhúsborðið og amma gaf okkur Rice Crispies með niðurskornum banana. Mér fannst svo gaman að fylgjast með ömmu skera niður bananann vand- lega og einbeitt á svip. Ég sat stjörf og horfði dolfallin á neglur hennar sem voru langar og vel lakkaðar. Eftir að bananinn var -Jtominn út í leit hún á okkur og brosti en ég sat eftir og starði enn á fínu neglurnar hennar ömmu. löínö ! HÁð'm v/ Fossvogsl<ii*l<jugai»ð Sími, 554 0500 £ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 5655892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralðng reynsla. Sverrir Otsen, útfararstjóri Sverrír Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa íslands Suðurhlið 35 * Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þau eiga tvo syni, Ragnar Kristin, nema, (f. 1982) og Þorgeir, nema, (f. 1989). 3) Ásta Mar- grét, verkfræðing- ur, (f. 1966), gift Ólafi Mar Jósefs- syni, verkfræðingi, (f. 1963). Þau eiga tvær dætur, Asdísi Lilju (f. 1996) og Helenu Lind (f. 1999). Birna gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hún vann almenn skrifstofustörf, lengst af hjá Almennum trygg- ingum þar til hún fluttist til Kanada með manni sínum árið 1952. Hún bjó í Kanada og Bandarfkjunum þar til fjöl- skyldan fluttist heiin til Islands árið 1960. Árið 1970 fluttist Birna aftur til Bandai íkjanna og bjó þar til ársins 1993. Eftir það bjuggu þau hjónin á Is- landi. Útför Birnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þegar systir mín sagði mér að amma okkar væri dáin þá voru það jólamorgnarnir í New York sem komu fyrst upp í hug minn. Amma mín var yndisleg kona og góð vinkona mín. Það var gott að tala við hana. Það skipti ekki máli um hvað við ræddum, hún var áhugasöm og reyndist mér alltaf vel. Ég minnist þess hve sammála við vorum þegar við ræddum sam- an meðan við pússuðum silfrið. Við skiptumst á að þusa og röfla um hitt og þetta, það skipti ekki máli um hvað var rætt, við vorum alltaf jafn sammála. Hún spurði mig um ástarmálin og oftar en ekki átti ég nokkrar hallærissögur handa henni og svo hlógum við saman og gerð- um grín. Hún hafði gaman af því að hvísla að mér leyndarmálum sem ekki allir máttu heyra. Hún hafði gaman af því að láta mig hlæja þeg- ar ég var döpur. Ef mér leið illa þá var gott að setjast við eldhúsborðið á Snorrabrautinni. Hún tók fram brauð, uppáhaldskexið mitt og und- anrennu. Svo smurði hún rólega og vandlega og á meðan fylgdist ég með fínu nýlökkuðu nöglunum. Allt í einu leið mér betur, eiginlega leið mér eins og lítilli stelpu í heimsókn um jól. Því skal ég óttast eigi þinn engill fylgir mér ogþóttídagégdeyi þá djörfung samt ég ber til þín, ó, Guð, að gull í mund mér geymi þessa morgunstund. (Björn Halldórsson.) Á gamlárskvöld þegar klukkan sló tólf og fjölskyldan stóð úti á tröppum undir sprengjum og blys- um fannst mér alltaf skemmtilegast að fara inn í stofu til ömmu þar sem hún sat ein inni í hlýjunni því hún var svo hrædd við sprengjurnar. ÚTFARARSTOFA OSWALDS sími 5513485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN Þar sat hún falleg og glerfín í glæsilegum kjól með keip um herð- arnar og beið eftir okkur. Síðasta gamlárskvöld kom ég til hennar inn í stofu og óskaði henni gleðilegs árs. Hún tók um vangann minn og horfði í augun mín og sagði að ég væri stelpan sín því við værum svo líkar. Um daginn fór ég £ heimsókn til hennar á Snorrabrautina til að kveðja hana því hún var að fara í sína síðustu Ameríkuheimsókn. Eg kyssti hana bless og faðmaði hana að mér. Rétt áður en ég hljóp út í bfl tók hún um vangann minn og sagði við mig að ég væri stelpan sín. Ég mun aldrei gleyma þessari kveðjustund og ég mun aldrei gleyma ömmu minni. Guð geymi hana að eilífu. Lára Björg Björnsdóttir. Fyrstu æviárin átti ég frænku í Ameríku. Frænkan var goðsagna- persóna í barnshuganum. Ég heyrði talað um hana og skoðaði myndir af henni. Hún átti tvo stráka. Annar var ári yngri en ég. Hann var minn. Bræður mínir máttu eiga stóra bróður hans. Sum- arið 1958 beið ég spennt eftir að fjölskyldan í Ameríku kæmi til ís- lands. Ég varð ekki fyrir vonbrigð- um. Frænka gaf mér hárskraut í síða hárið og krullaði sléttan ennis- toppinn. Hún naut þess að dekra við litlu frænkuna og litla frænkan naut athyglinnar sem þessi for- framaða kona veitti henni. Birna var elsta systir móður minnar og hálfu öðru ári eldri. Mflli þeirra voru sterk systrabönd. þær sváfu saman í herbergi fram að giftingu og fyrstu hjúskaparárin deildu þær íbúð í húsi foreldra sinna ásamt eiginmönnum og son- um. þegar ég kom í heiminn var Birna flutt til Kanada þar sem Ragnar, eiginmaður hennar, var við nám. Þaðan fluttu þau tfl Banda- ríkjanna árið 1957. Þrátt fyrir fjar- lægð héldust systraböndin og þeg- ar Birna fluttist til íslands, ásamt eiginmanni og sonum, urðum við börnin þeirra heimagangar á heim- ilum systranna. Birna var glæsileg og metnaðar- full kona. Hún vildi menntast og fyrir áhrif móður sinnar gekk hún í Kvennaskólann í Reykjavík. Þar hlaut hún góða almenna menntun. Síðan lá leiðin í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Menntun og uppeldi Birnu var henni veganesti út í lífið sem hún hélt áfram að þróa. Innan fjölskyldunnar skipaði hún sess sem sælkerakokkur. Hún flutti heim frá Bandaríkjunum árið 1960 með nýjungar í matargerð sem breyttu mataræði allrar stórfjöl- skyldunnar. Fram til þess tíma var lambakjöt og fiskur matreiddur á hefðbundinn hátt, kryddaður með salti og pipar. Birna bætti við framandi kryddi og nýjum aðferð- um við matreiðslu. Þar að auki kenndi hún systrum sínum að elda ljúffengan mat úr nautakjöti, kjúklingum og kalkún. Vorið 1966 eignaðist Birna langþráða dóttur. Þá var ég 11 ára gömul og bauðst til að passa barnið. Birna þáði það þó að ekki hafi verið þörf fyrir krafta mína fyrsta sumarið. Ég fékk að skipta á litlu stúlkunni, gefa henni pela og aka vagninum út í garð. Birna var þolinmóð og kenndi mér að hugsa um ungbarn. EYVINDAR ARNASONAR Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Næstu tvö sumur var ég í launaðri vist hjá Birnu og lærði heimilis- störf, hreinlæti og að hugsa um barn. Hún keypti fallegustu kerruna í bænum svo barnapían gæti spókað sig ummeð barnið í almennilegri kerru. I dag undrast ég hve vel hún treysti mér fyrir augasteininum sínum. Líklega vildi ég sýnast traustsins verð vegna þess að mér þótti gaman að vera með Birnu. Hún var falleg, hlý, hafði ákveðnar skoðanir og bjó til góðan mat. Birna var unglingur á stríðsárunum. Helsta skemmtun ungs fólks í Reykjavík stríðsár- anna var að horfa á bandarískar Hollywoodkvikmyndir. Kvik- myndastjörnur voru fyrirmyndir ungra stúlkna og þær reyndu að líkjast þeim í útliti. Birna var eng- in undantekning. Hún var falleg frá náttúrunnar hendi, en lengi má gott bæta. Birna eyddi töluverðum tíma í að verða enn fallegri og hélt þeirri venju fram á síðasta dag. Hún var mjög smekkleg og hafði auga fyrir fallegum fötum og skartgripum. Sem unglingsstúlka hafði ég áhyggjur af því að ég væri horuð og með Ijótt nef. Það skipti máli fyrir mig að Birna sagði mér að vera ánægð með útlitið. Ég væri hæfi- lega grönn miðað við aldur og hefði nefið hennar. Þetta var dæmigert fyrir Birnu. Hún hrósaði börnum og styrkti jákvæða sjálfsmynd þeirra. Þetta kom sér vel fyrir börnin hennar og barnabörn. Hún var metnaðargjörn fyrir þeirra hönd og stolt af þeim þegar vel gekk. Birna og Ragnar fluttu aftur til Bandaríkjanna árið 1970 ásamt tveimur yngri börnum sínum. Eldri sonurinn varð eftir á íslandi þar sem hann stundaði háskólanám. Birna og Ragnar eyddu saman ævi- kvöldinu á Islandi en heimsóttu börn sín og fjölskyldur þeirra til Bandaríkjanna árlega. I vor fögn- uðu þau fæðingu yngsta barna- barnsins og í byrjun júlí fór Birna til Bandaríkjanna að sjá litlu dóttur- dótturina. Það varð hennar hinsta för. Eftir vikudvöl veiktist Birna skyndilega og lést sólarhring seinna. Ég votta Ragnari, Birni, Karli, Ástu Margréti og fjölskyldum þeirra og systrum Birnu innilega samúð. Guð geymi Birnu Önnu Sig- valdadóttur. Margrét Ásgeirsdóttir. Amma mín var falleg kona. Hún hafði yndi af öllu því sem fallegt er. Hún naut þess að hlusta á fallega tónlist og voru óperur eftirlæti hennar. Þegar ég hugsa um stofuna hjá ömmu þá heyri ég tónlistaróm- inn úr fóninum hennar. Pavarotti var í allra mesta uppáhaldi hjá henni og löngu áður en ég hafði vit á nokkru slíku vissi ég samt að maðurinn með kringlótta andlitið og breiða brosið í mikla skegginu sem var utan á öllum plötunum hennar ömmu hét Pavarrotti og var besti söngvari í öllum heiminum. Komin með aðeins meira vit áttaði ég mig á því að heilan ævintýraheim var að finna inni á baðherberginu hennar ömmu. Hún átti óteljandi flöskur og krukkur með vellyktandi vökvum og kremum og svo ótrúlega marga varaliti og annað glansandi dót í alls konar litum og stálumst við Lára systir oft tfl að hnýsast í fegr- unardótið hennar ömmu. Svo kom reyndar að því að við þurftum ekki lengur að stelast og hnýsast því hún sýndi okkur þetta allt saman með glöðu geði. Hún kenndi okkur hvern- ig ætti að fara með öll þessi undra- efni og aðstoðaði okkur við að koma upp okkar eigin safni okkur til ómældrar ánægju. Amma var líka alltaf glerfín og óaðfinnanleg til fara. Hún hafði gaman af fallegum fötum og þegar við systurnar fórum sjálfar að spá í slíkt var amma Birna aftur mikill haukur í horni og sat oft með okkur inni í svefnherbergi hjá sér og sýndi okkur öll skemmtilegheitin sem leyndust í fataskápnum þar. Hún vissi allt um föt og tísku, fylgdist vel með og kunni ávallt skil á nýjustu straumum og stefnum í þeim efnum. Hún var líka alltaf svo örlát við okkur systurnar og var sí- fellt að gefa okkur eitthvað sem til féll úr safni hennar. Við systurnar höfum það eftir systkinum ömmu að hún hafi verið svo mikil glæsipía á sínum yngri ár- um að eftir því hafi verið tekið á götum borgarinnar. Vonbiðlarnir voru víst margir en hún leit ekki við nokkrum þeirra fyrr en afi Ragnar kom til sögunnar. Það fór aldrei á milli mála hversu náin og samrýnd amma og afi voru. Þau voru sem eitt og máttu vart hvort af öðru sjá. Þau eignuðust pabba fyrst, svo Kalla og loks Astu Margréti og voru þau aldrei feimin við að sýna hversu ánægð þau voru og stolt af börnunum sínum. Þau áttu heima í Ameríku stóran hluta ævi sinnar. Fyrst var afi þar við nám og svo starfaði hann þar. Amma bjó fjölskyldunni fallegt heimili og sinnti börnunum þrem- ur. Þeim fannst gott að búa í Am- eríku og fundu sig vel heima þar. Við fjölskyldan heimsóttum þau oft þangað og árin þrjú sem við bjugg- um sjálf í Ameríku þegar við Lára vorum litlar þá fórum við alltaf til þeirra um jólin og á sumrin. Það var alltaf svo gott að vera hjá ömmu og afa, amma var svo góð við okkur systurnar og stjanaði við okkur frá því að við vöknuðum á morgnana þangað til við fórum að sofa á kvöldin. Að amma skyldi hafa haldið heimfli í Ameríku nær alla tíð setti svip sinn á allt heimilishaldið og þar með talið eldhúsið hennar. Hún átti öll eldhúsáhöld sem hægt var að hugsa sér og mörg sem maður hefði aldrei getað ímyndað sér að væru til. Auk þess átti hún mörg eintök af hverju, Mka þessum óhugsandi hlut- um og var amma alltaf að lauma hinu og þessu að mér í búið. Það var gaman að tala við ömmu Birnu. Hún sagði okkur oft sögur frá því að þau systkinin voru ung og bjuggu öll í húsinu sem langafi byggði á Snorrabrautinni. Hún hafði einstaklega gott minni og gat rifjað upp ótrúlegustu smáatriði sem gerðu frásagnir hannar svo lif- andi og skemmtilegar. Eins fylgdist hún afar vel með öllu því sem var að gerast á líðandi stundu, hún las öll blöð og missti nær aldrei af fréttum. Amma var líka ákveðin og ekki hrædd við að segja hug sinn. Hún hafði skemmtilegan og lúmsk- an húmor sem gat jafnvel verið hárbeittur og oft hvíslaði hún at- hugasemdum í éyra okkar systra sem enginn annar mátti heyra, en komu okkur til að skellihlæja og hló hún þá með okkur. Það er svo skrýtið hvernig maður heldur stundum að ekkert muni nokkurn tímann breytast og að allt verði bara alltaf eins og það er. I barnslegri trú er hægt að fljóta þannig áfram þangað til eitthvað gerist sem minnir mann á að ekkert er sjálfsagt og manni ber að vera þakklátur fyrir allt það góða sem maður hefur. Ég er heppin að hafa átt hana ömmu, sem var svo yndis- leg og mér þótti svo vænt um, svona lengi að. Þau afi fóru tfl Ameríku nú í byrjun júlí til að heimsækja Kalla og Astu Margréti, systkini pabba, sem eiga heima þar ásamt fjöl- skyldum sínum. Þar veiktist amma snögglega og dó. Eg fór og kvaddi ömmu og afa kvöldið áður en þau fóru. Einkenni- legt hvernig allt breytist í einni svipan. Nú er stundin við eldhús- borðið með ömmu þetta kvöld, orðin að stund sem ég mun aldrei gleyma. Síðasta stundin með ömmu. Eldhús- áhöldin sem hún sendi mig heim með, ósköp venjulegir hlutir, eru nú orðmr að dýrgripum. Eg bið algóðan Guð að vaka yfir afa Ragnari og allri fjölskyldunni. Ég bið hann einnig að vaka yfir elsku ömmu minni Birnu og blessa minningu hennar. Birna Anna Björnsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Birnu Önnu Sigvaldadðttur fo/ða birtingar og munu birtaat í blaðinu nsestu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.