Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
pN»r0mmi»MriÍ>
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJORI:
RITSTJÓRAR:
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DREIFD
EIGNARAÐILD
FYRIR u.þ.b. ári hófust miklar umræður um endur-
skipulagningu bankakerfisins í kjölfar frétta um að
sænskur banki hefði áhuga á að kaupa umtalsverðan hlut
í Landsbanka íslands. Eftir nokkurra vikna umræður
varð niðurstaðan sú, að öllum meiriháttar aðgerðum var
skotið á frest. Hins vegar voru seldir hlutir bæði í Lands-
banka og Búnaðarbanka svo og innan við helmingur af
hlutafé ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.,
hinum nýja banka, sem reis á grunni nokkurra fjárfest-
ingarsjóða. Niðurstaðan af þeirri hlutafjársölu varð sú, að
sparisjóðirnir og verðbréfafyrirtæki þeirra eignuðust
mjög stóran hlut í FBA og ljóst að hugmyndir voru innan
sparisjóðanna um sameiningu FBA og Kaupþings.
Þegar umræður hófust um einkavæðingu bankanna
urðu margir til þess að hafa uppi varnaðarorð og lýstu
áhyggjum af því, að bankarnir lentu smátt og smátt í
höndum fárra aðila, eins og gjarnan hefur orðið raunin á
öðrum sviðum í íslenzku viðskipta- og athafnalífi, ekki sízt
síðustu árin. í viðtali við Morgunblaðið á sl. sumri lýsti
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, þeirri skoðun sinni, að
einstakir aðilar eða tengdir aðilar ættu ekki að eiga nema
tiltölulega lítinn hlut í banka. Með þeim ummælum tók
forsætisráðherra undir sjónarmið þeirra, sem lagt hafa
áherzlu á dreifða eignaraðild að bönkunum. Aðrir hafa
bent á, að jafnvel þótt tækist að tryggja dreifða eignarað-
ild í upphafi væri hún fljót að þjappast saman eins og
reynslan hefði sýnt í sambandi við hin svokölluðu kenni-
töluviðskipti með hlutabréf í bönkunum.
íslenzkt viðskiptalíf hefur gjörbreytzt á undanförnum
árum. Forystumenn í viðskiptalífi eru nú tilbúnir til að
standa að viðskiptum, sem nema mjög háum fjárhæðum.
Þar er um að ræða upphæðir, sem hingað til hafa ekki
þekkzt í viðskiptum á Islandi. Ein af ástæðunum fyrir því,
að þetta er hægt er sú, að verðbréfafyrirtækin og fyrir-
tæki á borð við FBA hafa opnað nýjar leiðir í viðskiptalíf-
inu. Aðilar í viðskiptum, sem njóta trausts og hafa sýnt,
að þeir hafa burði til að reka umsvifamikil atvinnufyrir-
tæki, hafa nú greiðan aðgang að fjármagni til þess að
auka umsvif sín enn. Þetta kom skýrt í ljós, ekki sízt í
þeim viðskiptum, sem fram fóru, þegar Hagkaupsverzlan-
irnar voru seldar. Þetta er líka að koma í ljós nú, þegar
hlutur í FBA er seldur til nokkurra einkaaðila fyrir um
fimm milljarða króna.
Þegar ljóst var orðið, að sparisjóðirnir höfðu á skömm-
um tíma eignast stóran hlut í FBA var samt sem áður
hægt að benda á, að sparisjóðirnir væru sjálfseignarfyrir-
tæki, sem mjög stór hópur fólks um land allt kæmi að.
Það var því erfitt að færa rök fyrir því, að spádómar
mestu svartsýnismanna hefðu rætzt um að bankarnir
myndu á skömmum tíma lenda í höndum fárra aðila.
Þau viðskipti, sem skýrt var frá í gær, eru hins vegar
annars eðlis. Að vísu hefur ekki verið skýrt nákvæmlega
frá því hverjir þar eiga hlut að máli. I fréttum Morgun-
blaðsins í dag kemur þó fram sterk vísbending um, að þar
séu á ferð nokkrir kunnir athafnamenn, sem hafa mikil
umsvif á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Það skal ekki
lastað út af fyrir sig. Hins vegar sýna þessi viðskipti vel,
að við einkavæðingu bankanna á íslandi geta óvæntir at-
burðir gerzt.
Þegar á þetta er litið er ljóst, að ríkisstjórninni er veru-
legur vandi á höndum. Það er yfirlýst stefna hennar að
selja það sem eftir er af FBA á þessu ári. Það er augljós-
lega að því stefnt að selja viðskiptabankana á næstu miss-
erum. Þegar horft er til þeirrar samþjöppunar, sem orðin
er í matvöruverzlun í Reykjavík og er að verða í vaxandi
mæli í sjávarútveginum, eins og átökin um yfirráð yfir
Skagstrendingi hf. eru nýjasta dæmið um, fer ekki á milli
mála, að almenningur í landinu mun spyrja hversu langt
megi ganga án þess að samþjöppun áhrifa og eignarhalds
verði komin út yfir öll eðlileg mörk.
Það verður því að stíga næstu skref af mikilli varkárni.
Ríkisstjórnin verður að finna Ieiðir á braut einkavæðing-
ar, sem verða til þess að þeim markmiðum verði náð, sem
forsætisráðherra lýsti svo skýrt í viðtali við Morgunblaðið
fyrir ári um dreifða eignaraðild að bankakerfinu.
Hlaupið í Kreppu gengið yfir o^
BRÚIN yfir Kreppu var umflotin en stóð af sér hlaupið.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Enn er vegasam-
bandslaust við þrjá
bæi í Öxarfírði
Ovæntir vatnavextir urðu í Kreppu og Jök-
ulsá á Fjöllum um helgina. Talsverðar
skemmdir urðu á samgöngumannvirki.
Vegasambandslaust varð við þrjá bæi í Öx-
arfírði. Brúna við Sandá tók af í heilu lagi og
rak á haf út. Hún liggur núna bundin við
bryggju á Kópaskeri. Pétur Gunnarsson
ræddi við þá sem urðu vitni að hamförunum.
Hlaupið í Kreppu olli gríð-
arlegum vatnavöxtum í
Jökulsá á Fjöllum og hlut-
ust af talsverðar skemmd-
ir; brúna yfir Sandá í Öxarfirði tók af
í heilu lagi svo vegasambandslaust er
við þrjá bæi í Öxarfirði. Þjóðvegur-
inn við Jökulsárbrúna í Öxarfirði
rofnaði svo og hringvegurinn við
Grímsstaði á Fjöllum. Þá urðu
skemmdir á flugvelli í Kverkfjöllum
og göngubrú, tjaldstæðum og há-
lendisvegum á nokkurra kílómetra
kafla á svokallaðri eystri leið inn að
Krepputungu frá Möðrudal.
Einnig skemmdust mælar vatna-
mælingamanna við Grímsstaði.
Vegasamband er hvarvetna komið á
að nýju nema við bæina þrjá. Hlaup-
ið gekk yfír á skemmri tíma en
dæmi eru um og elstu menn segjast
ekki muna eftir jafnmiklu hámarks-
rennsli í ánni og nú. Guðni Odd-
geirsson, rekstrarstjóri Vegagerð-
arinnar á Raufarhöfn, segist jafnvel
tejja að leita þurfi aftur til 1903 til
að fmna jafnstórt hlaup í ánni.
Talsvert var af ferðamönnum í
Herðubreiðarlindum þegar fólk fór
að verða vart við vatnavextina um
klukkan 11 á sunnudaginn, að sögn
Eyglóar Harðardóttur, landvarðar í
Herðubreiðarlindum. „Þá var vaðið
við Lindarhraun að verða ófært og
farið að flæða yfir sandana. Um
klukkan tvö náði áin að brjóta sér
leið til okkar og um hálfsjö um kvöld-
ið var komið beljandi fljót yfir annað
hópatjaldstæðið og göngubrú frá sal-
ernishúsinu hafði skolast í burtu."
Eygló sagði að tjaldstæðin hefðu
verið full af íslenskum ferðamönn-
um, sem í fyrstu virtu fyrir sér um-
merki flóðsins en bjuggu sig síðan
til brottferðar. Að sögn Eyglóar var
aldrei hætta á ferðum en ferðamenn
aðstoðuðu landverði við að moka að
varnargörðum til að styrkja þá áður
en flóðið náði hámarki.
Hlaupið 1996 ekkert
í líkingu við þetta
Eygló var í Herðubreiðarlindum í
hlaupinu 1996 og sagði að það hefði
ekki verið neitt í líkingu við þetta.
Flaumurinn nú skolaði í burtu hálf-
um flugvellinum við Kverkfjöll, svo
ekki er hægt að lenda á honum;
vatnið bar í burtu bekki og borð á
tjaldstæðum, auk göngubrúarinnar.
I gær voru vegagerðarmenn
komnir inn að Herðubreiðarlindum
að skoða ummerki og vegaskemmd-
ir og hefla vegi. Áin var eins og við
er að búast á þessum árstíma og
Eygló sagði að vaðið yfir Lindá væri
í svipuðu horfi og verið hefði.
Töluvert sér á gróðri eftir hlaup-
ið, Eygló sagði að hvönnin væri mik-
ið til farin og mikið af sandi og vikri
hefði borist með hlaupvatninu
þannig að það var svart yfir að líta í
Herðubreiðarlindum í gær.
Bragi Benediktsson á Grímsstöð-
um, sem býr örskammt frá Jökulsár-
brúnni yfir þjóðveg númer 1, frétti
um hádegið á sunnudag að hlaup
væri komið í Jökulsá. „Fljótlega fór
maður að frétta að þetta væri heldur
meira en vanalega. í fyrstu hafði ég
ekki áhyggjur, því áin hleypur með
reglulegu millibili, á um það bil
tveggja ára fresti. Varnargarðurinn
við Jökulsárbrúna, sem á að passa
upp á veginn, hefur alltaf dugað þá
þrjá sólarhringa sem flóðin hafa yfir-
leitt staðið. En nú virtist þetta koma
miklu meira í einu og svipað vatns-
magn og kemur venjulega á þremur
sólarhringum kom nú á rúmum sól-
arhring. Gjáin sem opnast úr lóninu
hefur opnast meira en venjulega og
hleypt þessu fljótar fram, þess vegna
eru skemmdir meiri en vanalega."
Ljóst að garðurinn myndi bresta
„Um kaffileytið á sunnudag var ég
kallaður niður að Jökulsá og um átta-
leytið var Ijóst að garðurinn myndi
bresta. Þá vorum við að gera ráðstaf-
anir fram á síðustu stundu til að
koma þeim yfir, sem þarna voru á
staðnum, því garðurinn er bara í 100
metra fjarlægð og þegar garðurinn
brast skall vatnið strax á veginum og
skemmdi hann. Ég var austan megin
við ána og tók á móti umferðinni
þeim megin en lögreglan á Húsavík
sá um umferð að vestanverðu."
Bragi segist hafa beint umferðinni
strax um Óxarfjörð og klukkutíma
akstur að brúnni þar og síðan fyrir
Tjörnes og áfram hringveginn og
segir að tekist hafi að koma flestum
bílum þangað sem þeir ætluðu áður
en vegurinn við þá brú rofnaði upp úr
miðnætti. „Þetta tafði umferð sáralít-
ið miðað við aðstæður," segir Bragi.
„Um eittleytið aðfaranótt mánu-
dags fór að fjara aftur og um sex-
leytið var áin komið í farveginn að
nýju. Þá fórum við strax að koma
umferðinni framhjá og vorum ekki
nema hálftíma til klukkutíma að
laga slóð fram hjá vegarskemmdun-
um við Grímsstaði þannig að um
sjöleytið um morguninn fóru bílar
að komast framhjá. Fullnaðarvið-
gerð var hins vegar ekki lokið fyrr
en um tvöleytið á mánudag. Vegur-
inn er nánast orðinn eins og hann á
að vera á þessum um það bil 100
metra kafla sem fór í burtu."
Vatnamælingatæki skemmdust
Bragi segir að mikið grjót hafi
borist með hlaupvatninu. „Eg sé að
hún hefur grafið sig í kletta við Jök-
ulsárbrú og sópað í burtu klöppum.
Vatnamælingahús er þarna og hún
sópaði burtu öllum tengingum milli
árinnar og vatnamælingahússins og
gróf sig inn í klettana, sem vatna-
mælingahúsið stendur á," sagði
Bragi.
Bragi sagði að talsverður fjöldi
fólks hefði gert sér leið til að virða
fyrir sér hamfarirnar. „Ég var alveg