Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 45
H MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1999 M MINNINGAR i GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR + Guðmunda Ágústsdóttir fæddist á bænum Kálfadal í Austur- Húnavatnssýslu 12. apríl 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Bjarnadóttir, f. 16. ágúst 1874, d. 15. september 1932, og (Hannes) Agúst Sig- fússon, f. 8. október 1864, d. 9. septem- ber 1944. Alsvsf kini hennar eru Hólmfríður, f. 1897, Stefán, f. 1899, Pétur, f. 1902, Ingvar, f. 1906, Hannes, f. 1912 og Svein- björg, f. 1914, en hún er ein systkinanna á lífi. Kornungri var Guðmundu komið í fóstur til hjónanna Bjargar Jósefínu Sigurðardótt- Elsku amma mín. Þær eru marg- ar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég sest niður og skrifa þessa litlu kveðju til þín. Hjá mér varstu alltaf amma á Skúló. Þegar ég var lítil stelpa kom ég oft með pabba í heimsókn til þín og þá var ætíð kátt á hjalla. Ég fékk að máta alla spariskóna þína, lék mér að dúkkunum, þar sem hin rússneska Lena var í uppáhaldi, og svo bakaðirðu staflana af pönnukök- um og öðru góðgæti handa okkur. Eftir því sem ég varð eldri þróuð- ust heimsóknirnar út í spjall yfir kaffibolla og kandís þar sem margt bar á góma. Við töluðum um fortíð og framtíð, menntun, ferðalög og jafnvel ástina. Mér fannst ég geta sagt þér allt og hjá þér var gott að leita ráða. Þú varst alltaf svo raun- sæ og þegar lífið virtist flókið og óskiljanlegt sást þú hlutina eins og þeir raunverulega voru. Það var æv- inlega stutt í brosið og hláturinn og þú áttir auðvelt með að sjá skoplegu hliðar tilverunnar. Þú hafðir upplifað svo margt gegnum tíðina, bæði gleði og sorg, og hafðir mikla lífsreynslu sem þú miðlaðir til mín, sem var að stíga fyrstu skrefin á lífsbrautinni. Mér fannst ég ávallt ríkari eftir heim- sóknirnar til þín og á eftir að sakna þeirra mikið. Síðasta mánuðinn sem þú lifðir vorum við saman á Hrafnistu - ég sem starfsmaður, þú sem vistmaður - og þykir mér afar vænt um að hafa fengið tækifæri að vera með þér þann tíma. Elsku amma mín. Ég kveð þig með miklum söknuði en trúi því að þér líði betur þar sem þú ert nú - laus við sársauka og þreytu, umvaf- in kærleik og hlýju. Eg mun ætíð varðveita minninguna um þig í hjarta mér og gleðjast yfir þeim samverustundum sem við áttum saman. Lena Rós. Guðmunda frænka, föðursystir mín, er látin í hárri elli og södd líf- daga. Henni auðnaðist að ná 91 árs aldri án þess að tapa mikið andleg- um krafti sínum, þótt líkaminn væri töluvert farinn að gefa sig. Nú er Sveinbjörg systir hennar á Hvammstanga ein eftir af sjö systk- inum, en þau voru: Hólmfríður, Stefán, Pétur, Ingvar, Hannes og Sveinbjörg. Foreldrar þeirra voru hjónin (Hannes) Ágúst Sigfússon og Sigurlaug Bjarnadóttir, en þau voru alla tíð í húsmennsku í Blöndudal og víðar í Húnavatnssýslum, þótt ættir þeirra lægju í Skagafjarðardölum og þurftu að koma flestum börnum sínum fyrir hjá öðrum. Guðmunda ólst upp hjá Eyþóri Benediktssyni á Hamri í Svína- vatnshreppi og konu hans Björgu Jósefínu Sigurðardóttur og hlaut hún þar gott veganesti og eignaðist fjölskyldu sem var henni kær. Rúm- ur, f. 13. desember 1865, d. 27. mars 1942, og Eyþórs Árna Benediktsson- ar, f. 23. júní 1868, d. 31. maí 1959, en þau bjuggu að Hamri í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu. Uppeldissystk- ini hennar eru Jón, f. 1895, Guðrún Hólm- fríður, f. 1897, Bene- dikt, f. 1902, Jóninna Jórunn, f. 1905, Mar- grét Sigríður, f. 1909, og Björg Karit- as, f. 1911, en hún er ein systkin- anna á lífi, búsett í Kaupmanna- höfn. Arið 1932 giftist Guðmunda Guðmundi Ásgeiri Björnssyni, f. 10. desember 1906, d. 3. septem- ber 1976, frá Efstu-Grund, Vest- ur-Eyjafjöllum. Börn þeirra eru: 1) Asmundur, menntaskólakenn- lega fermd veiktist hún af erfiðum lungnasjúkdómi, en fékk bót á Víf- ilsstöðum þar sem hún dvaldi um þriggja ára skeið og var það henni erfið lífsreynsla vegna ungs aldurs og þess að svo margir áttu ekki aft- urkvæmt þaðan. Skömmu eftir dvölina þar kynnt- ist hún manni sínum, Guðmundi Á. Björnssyni frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum, sem hún giftist árið 1932 og eignuðust þau þrjá syni, tví- burana Eyþór og Arinbjörn, f. 1932, og Ásmund sem fæddur er 1945. Guðmundu var mjög umhugað um að þeir öðluðust starfsréttindi í ein- hverri grein og hvatti þá til þess þótt kjörin væru kröpp eins og yfir- leitt hjá alþýðufólki. Eyþór lærði málaraiðn en Arinbjörn rennismíði, en Ásmundur fór í langskólanám og er kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Arinbjörn fluttist með fjölskyldu sína til Ástralíu 1971, þegar fjöldi íslendinga fór héðan í von um betri afkomu þar og e.t.v. af einhverri ævintýraþrá. Kona hans er Ragnheiður Jónsdóttir. Þau hjón búa þar enn og Guðmundur Oliver sonur þeirra, en dóttirin Kristjana er flutt heim. Eyþór er kvæntur Þórdísi Sigurðardóttur hjúkrunar- fræðingi. Þau eiga fjögur börn, Grétar stjórnmálafræðing, Sigurð málarameistara, Guðrúnu háskóla- nema og Guðmund háskólanema. Ásmundur var giftur Svövu Guð- mundsdóttur sálfræðingi og er dótt- ir þeirra Lena Rós læknanemi. Allt þetta fólk var Guðmundu ákaflega hugleikið og bar hún hag þess mjög fyrir brjósti, allt fram á síðasta dag. Á Vífilsstöðum lærði Guðmunda að tefla, og hefur án efa verið sleip í þeirri íþrótt, enda greind kona, og kenndi hún sonum sínum öllum mannganginn og rúmlega það, og lögðu þeir allir taflmennsku fyrir sig einhvern tíma, Arinbjörn náði að komast í landslið íslands og var þar um árabil, Eyþór tók ekki mikið þátt í keppni, en var að áliti föður míns engu síðri en tvíburabróðirinn og Ásmundur fékkst mest við skák sem barn og unglingur og varð einu sinni Reykjavíkurmeistari. Þau hjónin Guðmundur og Guð- munda voru mjög samhent um fiesta hluti og hygg ég að sambúð þeirra hafi verið mjög farsæl, enda veit ég að Guðmunda hlakkaði til endurfundanna við hann, en hann lést árið 1976. Þau voru verkafólk í bestu meiningu þess orðs, unnu bæði lengst af hjá Sláturfélagi Suð- urlands, og unnu sínum Sósíalista- flokki vel og dyggilega og voru mik- ið hugsjónafólk um það að jafna kjör fólksins í landinu og eru mér í barnsminni rimmurnar sem áttu sér oft stað milli föður míns og þeirra, en hann var mikill andstæðingur þeirra í þeim efnum og mikið reynt til að snúa honum, án árangurs. Guðmunda var ef tii vill duglegust systkinanna í að viðhalda tengslum þeirra á meðal en sum þeirra þekkt- ari, f. 20. september 1945, ddttir hans er Lena Rós, læknanemi, f. 1976, sambýlismaður hennar er Ólafur Eiríksson, lögfræðingur, f. 1973. 2) Eyþór Jósep, málara- meistari, f. 22. mní 1932, kvænt- ur Þórdísi Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 1939. Börn þeirra eru: Grétar Þór, háskóia- kennari, f. 1959, kvæntur Láru Garðarsdóttur, f. 1961; Sigurð- ur, málarameistari, f. 1965, kvæntur Jórunni Arnbjörgu Magnadóttur, f. 1962; Guðrún Hulda, mannfræðinemi, f. 1974, og Guðmundur Björn, nemi í hótelfræðum, f. 1975. 3) Arin- björn, rennismiður, f. 22. maí 1932, kvæntur Ragnheiði Jóns- dóttur, f. 1939, en þau eru búsett í Ástralíu. Börn þeirra eru: Kri- stjana Guðrún, ritari, f. 1961, og Guðmundur Oliver, vélvirki, f. 1962, kvæntur Amanda Jayne, f. 1967. Samhliða húsmóðurstörfum stundaði Guðmunda ýmis störf, en lengst starfaði hún hjá Slátur- félagi Suðurlands. Útför Guðmundu Ágústsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. ust varla fyrr en á fullorðinsaldri þar sem þau ólust ekki upp saman og hittust lítið. Hún var mjög glað- vær og kröftug kona og héldu þau hjón á fyrri árum oft miklar veislur fyrir vini og vandamenn þar sem allir sungu og dönsuðu og glaðværð- in ein ríkti. Eg þakka frænku minni sam- fylgdina og kveð hana sátt vitandi það að hvíldin var það sem hún þráði. Ásdís Hannesdóttir. Kæra vinkona. Ég kveð þig með söknuði en jafnframt með ljúfum hugsunum um allar þær góðu sam- verustundir sem við áttum saman undanfarin 16 ár. Þó að aldursmun- urinn væri 50 ár þá skipti það litlu máli varðandi vináttu okkar. Ég gleymi seint okkar fyrstu kynnum þegar þú bankaðir á dyrnar hjá mér í kjallaranum við Skúlagötuna og bauðst mér í kaffi og vöfflur. Þá var ég nýflutt til borgarinnar og þekkti ekki marga en þú tókst mig strax upp á arma þína og voru þessar fyrstu stundir upphafið að traustri vináttu á milli okkar. Það eru ófáar stundirnar sem við sátum saman og ræddum um lífið og tilveruna. Þú miðlaðir mér af reynslu þinni en naust þess jafn- framt að fylgjast með breyttum tímum í gegnum það sem ég tók mér fyrir hendur. Við ræddum einnig oft um það hve allt hefði breyst og hve staða konunnar væri orðin önnur nú en var þegar þú varst á mínum aldri. Þegar ég var að segja þér frá einhverju sem hafði gerst í vinnunni hjá mér eða bara frá einhverju skemmtilegu atviki sem ég hafði upplifað þá sagðir þú alltaf: „Skrifaðu þetta niður, þú átt eftir að hafa gaman að rifja þetta upp eftir 50 ár." Ég held reyndar að þú hafir ekki skrifað neitt niður af öllum sögunum sem þú sagðir mér - heldur áttirðu þær ljóslifandi í minningunni til síðasta dags. Okkar síðasta samverustund var fyrir rúmlega hálfum mánuði þegar ég kom í heimsókn til þín á DAS til að segja þér frá því að nú væri ég að fara að gifta mig. Þú gladdist með mér yfir þessum tímamótum og rifj- aðir þá um leið upp brúðkaup ykkar Guðmundar. Kæra Munda - ég sakna þín en veit að þú ert hvfldinni fegin. Ég er ríkari af að hafa fengið að þekkja þig og eiga þig fyrir vinkonu öll þessi ár. Eg vona að sú mynd, sem við drógum upp saman af því hvern- ig verður tekið á móti þér hinum megin, megi rætast því þú brostir við tilhugsunina um að hitta Guð- mund þinn aftur og geta gengið með honum bein í baki inn í eilífð- ina. Sonum þínum og fjölskyldum þeirra sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Ragnheiður Björk. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að kvöldi sunnudagsins 1. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Stefánsson, Stefán Björnsson, Helga Björnsdóttir, Sveinn Björnsson, Örn Björnsson, Jón Bjömsson, Þórdís Björnsdóttir, Gyða Guðbjörnsdóttir, Stefán Ágústsson, Þórdís Vilhjálmsdóttir, Svana Júlíusdóttir, Stefán Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Þinghólsbraut 43, Kópavogi, lést á Landspítalanum að kvöldi laugardagsins 31.JÚIÍ. Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Rakel Svandís Sigurðardóttir, Ástvaldur Guðmundsson, Sigurður Þórisson, Hólmfríður S. Jónsdóttir, Stefanía Ósk Þórisdóttir, Friðleifur Kristjánsson, Vilhjálmur Þór Þórisson, Diljá Tegeder, Guðbjörg Ástvaldsdóttir, Þyri Berglind Ástvaldsdóttir, John Lettow, Júlíana Ýr Ástvaldsdóttir og barnabarnabörn. t It- Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN GUÐLAUGSSON, Kambsvegi 29, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 30. júlí, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Ingibjörg Ágústsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Grétar Kjartansson, Jakob Þorsteinsson, Birna Magnúsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Hallur Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, sambýliskona, amma og langamma, DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 2. ágúst. Jón Norðfjörð, Þóra E. Þorleifsdóttir, Jón N. Pálsson, Kristján J. Sigurðsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæra LÁRA S. VALDEMARSDÓTTIR FLYGENRING, frá Felli, Tunguvegi 14, Reykjavík, lést að kvöldi föstudagsins 30. júlí á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ólafur Haukur Flygenríng, Ingibjörg Flygenring, Páll Guðjónsson, Ásthildur Flygenring, Friðrik Garðarsson, barnabörn og langömmubam. !*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.