Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1999 4# MINNINGAR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON 1 + Guðmundur 01- afsson, bóndi og landpóstur, var fæddur í Jónsnesi í Helgafellssveit 15. desember 1907. Hann lést 24. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ólafs Guðmunds- sonar, landpósts, f. 20.3. 1885, d. 23.4. 1968 og Þorbjargar Kristínar Stefáns- dóttur, f. 25.8. 1881, d. 27.2. 1966. Hann var elstur af sínum systkinum. Þau voru: Stefán Gunnar, f. 17.12. 1909, d. 21.4.1954; Ragnheiður Krist- ín, f. 9.3.1912, d. 20.11.1984 og Siggeir, f. 4.6. 1916, d. 25.9. 1987. Guðmundur kvæntist Val- borgu V. Emilsdóttur, ljósmóð- ur, f. 22.1. 1916, frá Þinghóli í Tálknafirði, árið 1934. Börn þeirra eru: 1) Olafur Kristinn, f. 20.11. 1936, k. Herdís Jóns- dóttir, f. 7.6. 1936. Þeirra börn: Guðmundur, f. 24.4. 1961, k. Ólóf Kristjánsdóttir f. 7.6 1960, þau eiga tvær dætur. Kristjana, f. 27.4. 1965, m. Torfi Þórðar- son, f. 31.1. 1961 þau eiga þrjá syni. Smári, f. 15.5. 1969, k. Erika Frodell, f. 17.2.1965, þau eiga eina dóttur. 2) Kristjana Emilía, f. 23.4.1939, m. Jón Hil- berg Sigurðsson, f. 17.4. 1933. Þeirra börn: Steinar, f. 13.4. 1958, k. Sigríður Jónsdóttir, f. 10.1. 1958, þau eiga tvö börn. Elín, f. 15.8. 1961, m. Hörður Hjartarson, f. 19.2. 1958, þau eiga tvö börn. Valborg 15.8. 1961, m. Magni Rúnar Þor- -+ Nú þegar við kveðjum okkar kærleiksríka föður og tengdaföður er margs að minnast og margs að sakna. Hann ólst upp í foreldrahús- um með sfnum systkinum. Þau bjuggu á fleiri en einum stað. Einn var sá staður sem var honum alla tíð kærari en aðrir, það voru æsku- stöðvar móður hans, Borg í Mikla- holtshreppi. Þar hófu foreldrar hans sambúð og þar bjó hann með þeim í bernsku. Vináttubönd hans við frændfólk sitt á Borg voru sterk og entust til dauðadags. Æska föður okkar var eins og margra af hans kynslóð sem ólust upp í sveitum landsins við hin hefðbundnu störf þar. Ungurnam hann búfræði á Hvanneyri. I framhaldi af því vann hann við plægingar. I starfi sínu við plægingarnar lá leið hans til Tálknafjarðar að bænum Þinghóli og þar kynntist hann móður okkar Valborgu. Foreldrar okkar hófu bú- skap að Dröngum á Skógarströnd árið 1934. Fyrstu árin í félagi við Olaf afa og Kristínu ömmu en tóku svo að fullu við búskapnum árið 1936. Á Dröngum var nóg að starfa en ungu hjónin voru lífsglöð og samhent í búskapnum. Hjónaband þeirra var farsælt og móðir okkar var föður okkar trú stoð og stytta sem studdi hann við hvað eina sem hann tók sér fyrir hendur. Þau voru bæði félagslynd og tóku virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar. Hann var meðhjálpari í Breiðabólsstaðar- kirkju og hún var Ijósmóðir á Skóg- arströnd á meðan þau bjuggu þar. Framsýnn var hann og áræðinn frumkvöðull í búskaparmálum og fljótur að tileinka sér allar nýjung- ar. íþróttir og hestamennska voru líka stór hluti af áhugamálum hans. Faðir okkar tók við póstferðum af Ólafi afa og fór póstferðir í fyrstu á milli Stykkishólms og Staðar í Hrútafirði en árið 1926 voru ferð- irnar styttar og voru eftir það milli Stykkishólms og Búðardals. Fyrstu póstferðina fór hann 16 ára gamall með föður sínum. Ferðir á þessum tímum voru að vetrarlagi oft hinar mestu mannraunir. Farið var á hestum yfir óbrúaðar ár og fjall- vegi. valdsson, f. 28.1. 1959, þau eiga þrjú börn. Sævar, f. 3.11. 1967, k. Gerð- ur Helga Helga- dóttir, f. 8.2. 1964, þau eiga tvo syni. Sjöfh, f. 3.11. 1967, m. Krislján Ey- steinn Harðarson, f. 24.2. 1966, þau eiga tvö börn. Guðmund- ur Hilberg, f. 6.10. 1969. 3) Unnsteinn, f. 5.5.1945, k. Hildi- gerður Skaftadótt- ir, f. 10.7. 1944, þeirra börn: Elvar Örn, f. 12.8. 1964, k. Elínborg Ólafsdóttir, f. 10.1. 1964, þau eiga þrjú börn. íris Dóra, f. 26.3. 1966, m. Hilmar Stefánsson, f. 8.9. 1967, þau eiga tvö börn. Selma, f. 24.9. 1971, m. Pétur Magnús- son, f. 9.3. 1968, þau eiga eina dóttur. 4) Rósa Vestfjörð, f. 25.6. 1947, m. Kári Þórðarson, f. 1.2. 1945. Þeirra synir: Þórð- ur, f. 17.5. 1965, k. Unnur Huld Sævarsdóttir, f. 27.5. 1963, þau eiga þrjú börn. Ólafur, f. 5.3. 1968, k. Margrét Káraddttir, f. 23.2. 1964, þau eiga þrjú börn. Alexander Vestfjörð, f. 25.6. 1975, k. Árný Elva Ásgríms- dóttir, f. 7.2. 1980. Kristín Björk, f. 15.3. 1953, m. 5) Frið- björn Örn Steingrímsson, f. 27.4. 1952. Þeirra synir: Ragn- ar, f. 7.7. 1973, k. Auður Aðal- steinsdóttir, f. 16.10.1972. Arn- ar Steinn, f. 29.12. 1977 og Sig- urvin, f. 15.2.1982. Útför Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Árið 1945 eignaðist faðir okkar bíl og þá léttust ferðirnar mikið og þurfti þá aðeins að nota hestana þegar ekki var bílfært en það var oft á vetrum á þessum árum. Gest- kvæmt var á Dröngum. Þar var póstafgreiðsla og oft annaðist póst- urinn ýmiss konar smáinnkaup fyrir sveitungana. Það þótti aldrei nema sjálfsagt að gera fólki greiða. Stærri aðdrættir komu með áætlun- arbát frá Stykkishólmi og var skip- að upp á Dröngum. Þangað var flutningurinn sóttur á vagnhestum. Eftir að bfllinn kom til sögunnar urðu póstferðirnar vikulegar og þá urðu þær nokkurskonar áætlunar- ferðir þar sem fólk gat fengið tæki- færi til að skreppa í kaupstað og út- rétta. Miklar framfarir voru gerðar á Dröngum í búskapartíð foreldra okkar. Nýtt, stórt íbúðarhús var byggt og sömuleiðis útihús. Tún voru sléttuð og mýrar og móar breyttust í grösug tún. Ekki var beðið eftir því að rafveitan kæmi í sveitina heldur var keypt rafstöð og rafmagn leitt í 811 hús. Það var ekki eftir skaplyndi föður okkar að bíða eftir því að aðrir gerðu hlutina. Það var okkur systkinunum góð- ur skóli að alast upp á kærleiksríku og athafnasömu heimili þar sem aldrei var til umræðu að gefast upp við neitt og það þótti ekki gott að geyma til morguns það sem hægt var að gera þann daginn. Alltaf var glaðværð og gamansemi á taktein- um. Á þessum árum átti gamla mál- tækið við: „Bóndi er bústólpi, bú er landsstólpi." Foreldrar okkar bjuggu á Dröngum til ársins 1968 þegar þau fluttu í Kópavog á Borg- arholtsbraut 27. Eftir að þau fluttu í Kópavog lærði faðir okkar að hand- binda bækur og vann við það hjá Bókasafni Kópavogs á meðan aldur leyfði. Þótt oft blési á móti hin síðari ár hjá föður okkar vegna veikinda sem hann þurfti að þola þá hélt hann alltaf sínu glaða og góða viðmóti. Hann miðlaði okkur, og öllum sem hann umgekkst, af hlýju sinni og æðruleysi til hinstu stundar. Allaf stóð móðir okkar við hlið hans og studdi hann og hjúkraði í veikindum hans. Það mátti með sanni segja að hún var hans hægri hönd og styrka stoð enda mátti hann varla af henni sjá. Við erum þakklát fyrir að hafa eignast svo kærleiksríka foreldra og tengdaforeldra og börnin okkar og barnabörnin hafa notið þess að um- gangast þau og eiga þau að. Faðir okkar kvaddi með sama friði og æðruleysi og hann hafði sýnt okkur í öllu sínu lífi. Við dánar- beð hans kom þetta Ijóð í hugann: Kyrrlátt leggst næturhúmið yfir og umvefur sjúkrabeð örmagna öldungs slitróttur andardráttur sjúklingsins hljóðnar í fólnandi nóttinni bænir aðstandenda berast til hæða sól rennur upp í austri hvfld. Nú að leiðarlokum viijum við þakka fyrir allar stundir sem við áttum með honum. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem hjúkruðu honum og önnuðust hann í veikind- um hans. Nú lætur þú Drottinn þjón þinn í friði fara. Guð styrki þig elsku mamma. Börn og tengdabörn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Egveiteinn að aldri deyr dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Guðmundur Ólafsson frá Dröng- um var drengur góður. Það var mitt mikla lán að leiðir okkar Guðmundar lágu saman í starfi á Bókasafni Kópavogs árið 1976. Hann var þar bókbindari og tók mér af sinni alkunnu góðvild og göfuglyndi. Ég var yfirmaður hans en hálfum mannsaldri yngri. Aldrei lét hann mig gjalda aldursmunar; þvert á móti þóttist ég eiga í honum góðan og tryggan trúnaðarvin. Við ræddum margt og mikið og vorum síður en svo sammála um allt. Þolin- mæði hans gagnvart ungæðislegu skoðanagaspri mínu var nær tak- markalaus og oft síðan hef ég dáðst að umburðarlyndi hans. Æðruleysi og htillæti var Guðmundi í blóð bor- ið enda mikilmenni. Örlögin höfðu knúið hann til að hverfa frá búskap að Dröngum og flytjast í Kópavog- inn. Þangað kominn lærði hann að binda inn bækur og starfaði við það á Bókasafninu og hélt því áfram heima hjá sér eftir að hann hætti þar vegna aldurs. Guðmundur var hrókur fagnaðar í hópi starfsfélaga og lagði ávallt gott til málanna. Hann var ungur í anda og fram- farasinni mikill; trúr uppruna sínum og sannkristinn sjálfstæðismaður. Guðmundur Ólafsson var gull af manni. Er ég kveð nú Guðmund, vin minn, leyfi ég mér að taka mér í munn orð Jóns Ögmundssonar Hólabiskups er hann ku hafa haft um ísleif biskup Gissurarson: „Þá kemur mér hann í hug, er eg heyri góðs manns getið. Hann reyndi eg svo að öllum hlutum." Við hjónin vottum fjölskyldu og vinum Guð- mundar samúð okkar. Guð blessi minningu Guðmundar Olafssonar frá Dröngum. Hrafn A. Harðarson. Það er margs að minnast þegar við kveðjum afa okkar. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja afa og ömmu á Borgó eins og við kölluð- um þau. Afi sat oft inni á skrifstofu að binda inn bækur. Hann strauk þær mjúkum höndum og lagði mikla alúð í að gera þær sem fallegastar. Hann var listamaður í höndunum og bækurnar voru mjög vel gerðar sem hann lét frá sér. Hendurnar hans voru stórar og hlýjar og við munum alltaf minnast þess hversu notalegt það var þegar hann hlýjaði okkur með þeim þegar okkur var kalt. Afi hafði yndi af hestum og það voru margar myndirnar af hestunum hans uppi á vegg. Einnig hafði afi mjög gaman af að sitja úti í garðin- um þar sem amma var alltaf að nostra eitthvað. Við mættum alltaf hlýju og skilningi hjá afa og hafði hann alltaf tíma til að ræða um alla mögulega og ómögulega hluti eða til að tefla eina skák eða tvær. Hann var hnyttinn í tilsvörum og kom oft með athugasemdir sem maður átti ekki von á. Þó maður kæmi óvænt í heimsókn til afa og ömmu var eins og þau ættu von á okkur og fengum við alltaf góðar móttökur. Þá voru bornar kræsingar á borð eða við fengum ný jarðarber úr garðinum hennar ömmu. Það verða góðar minningar sem við og börnin okkar eigum um elskulegan afa og langafa og erum við þakklát fyrir hversu lengi við fengum notið samvistar við hann. Guðmundur, Kristiana, Smári og fjólskyldur. Nú er hann horfinn á braut, kraftmikilli baráttu hans lokið. Eft- ir standa minningarnar, bjartar og góðar. Afi var virðulegur maður, hann geislaði ætíð af lífsþrótti og htýju og var alltaf hrókur alls fagnaðar. Þegar horft er til baka koma margar myndir upp í hugann og eru sumar þeirra sterkari en aðrar: Afi með glettnisglampa í augum og gamanyrði á vör, hvort sem hann sat teinréttur í húsbóndastólnum sínum eða á steini úti í náttúrunni, potandi stafnum sínum í áttina að kátum krakkahópnum sem hljóp í kring. Önnur er af afa einbeittum og yfirveguðum við að binda inn bækurnar sem bera þess glöggt vitni hversu mikill hagleiksmaður hann var. Svo eru það heimsóknirn- ar góðu til þeirra afa og ömmu, skemmtilegt spjalhð en fyrst og fremst notaleg nærvera þeirra. Því hann afi var aldeilis ekki einn með hana ömmu við hlið sér, eins nota- leg og hún nú er, ósérhlífin og traust. Já, minningarnar um afa eru margar og góðar og munum við varðveita þær alltaf. Guð geymi þig, elsku afi. Elvar, Dóra og Selma. Kæri afi. Enn falla höfðingjar og mikilmenni. Nú ertu farinn frá okk- ur. Ljúfar eru minningar okkar bræðranna um þig og minnumst við þess er við töluðum saman, að sögur þínar voru okkar ávallt sem stór ævintýri. Að koma inn í vinnuher- bergi þitt á Borgarholtsbrautinni, þar sem þú varst að binda inn bæk- ur, var eins og að koma inn í annan heim. Skrifborðið þitt var hlaðið bókum og framandi verkfærum. Svo mikill friður og ró ríkti þar inni, og öryggt var handbragð þitt er þú raulaðir fyrir munni þér. Þar inni var eins og tíminn stæði kyrr og átt- um við til að dotta í sófanum þínum og er við vöknuðum varst þú farinn fram, drakkst kaffi hjá ömmu og beiðst eftir að komast að og fá blundinn þinn. Á veggjunum í vinnuherberginu þínu héngu ýmsar gamlar myndir og er þar minnis- stæðust mynd af uppáhaldshestHf þínum, Skjóna, sem reyndist þér alltaf svo traustur en jafnframt stríðinn. Það var þér mikUvægt að umgangast öll dýr með virðingu og fékkstu það ríkulega launað frá þeim aftur. Þú hafðir mjög gaman af að tefla við okkur og kenndir okkur bræðr- um mannganginn. Minnumst við þess að við mátuðum þig til skiptis og skildum ekkert í því hvað tafl- mennska lá vel fyrir okkur og fannst okkur, eftir hól þitt, tafl í rauninni léttur leikur en annað konw svo í ljós síðar. Þú varst lítið fyrir^ að tala um póstferðir þínar, nema ef tU vUl á seinni árum, og nú getum við ekki annað en hugsað um hvílík afrek þú og aðrir póstar unnuð á þessum tíma, er maður sér veður- barðar og grónar vörður uppi á heiðum, en þú komst fyrir mikla guðsnáð alheiU frá þeim ferðum. Þú sóttir eftirlifandi eiginkonu þína, Valborgu Emilsdóttur (Boggu ömmu), að Þinghólum í Tálknafirði og saman stofnuðuð þið bú að Dröngum á Skógarströnd. Seinni árin bjugguð þið svo í Kópavogi en eftirlétuð börnum og afkomendum þeirra jarðarskika að Dröngum, þar sem nú hefur byggst upp sumarbú^- staðaland og þar hafa skapast mikU ættarjarðartengsl sem eru okkur svo mikUvæg. Við bræður minn- umst þess ekki ljóst er þið amma bjugguð á Drðngum en margar sög- ur höfum við heyrt af búskap ykkar, samheldni og glaðværð og sérstak- lega hve gott var að heimsækja ykkur, því að þar var ekki í kot vís- að. Ula dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engfl þinn vöggur hans að vaka hjá, \f vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú, taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann besta barnið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svoégmegisættogrótt sofa dauðans löngu nótt. (PállÓlafsson) Við bræður kveðjum þig í dag með söknuði en minning þín er ljós í lífi okkar. Kæra amma, guð geymi þig og varðveiti. Þórður, Ólafur og Alexander. 'ifT • F/eíri minningargreinar um Guðmund Ótafsson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- lfnubil og hæfilega línulengd - eða 2.20^ slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK__________ Hamarshöföi 4, 112 Reykjavlk strni: 587 1960, fax: 587 1986 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.