Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 50
IfeO MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 ¦i MINNINGAR t ÁRNI KRISTINN KRISTJÁNSSON frá Voðmúlastöðum, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðviku-daginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Voð-múlastaðakapellu, Austur-Landeyjum, föstu-daginn 6. ágúst kl. 14.00. \ 4 Aðstandendur. + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður míns og mágs, KRISTJÁNS G. HALLDÓRSSONAR KJARTANSSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. ágústkl. 15.00. Iðunn Björnsdóttir, Edda Birna K. Kjartansson, Magnús Gústafsson, Birna M. Gústafsson, Halldór K. Kjartansson, Björn K. Kjartansson, Áslaug H. Kjartansson, Björn Björnsson. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GUNNLAUGS E. BRIEM fv. ráðuneytisstjóra, fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík föstu- daginn 6. ágúst kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, eru vinsamlegast beðnir um að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð i Kópavogi njóta þess. Guðrún Briem, Þráinn Þórhallsson, Garðar Briem, Hrafnhildur Egilsdóttir Briem, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu hlý- hug og samúð við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS HALLDÓRSSONAR, Teigagerði 5. Guð blessi ykkur öll. Margrét Eyjólfsdóttir, Kristfn Jónsdóttir, Grímur Valdimarsson, Hjördís Hulda Jónsdóttir, Kristján Agústsson, Gyða Jónsdóttir, Guðmundur Ingason, barnabörn og barnabamabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUNNHILDAR B. BJÖRNSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 15. júlí og var jarðsungin fimmtudaginn 22. júlí sl. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Björn G. Bjömsson, Þóra Jónsdóttir, Björn Þór Björnsson, fvar Björnsson, Steingrímur J. Þórðarson ÞORARINN MAGNÚSSON + Þórarinn Magn- ússon fæddist á Akureyri 1. desem- ber 1943. Hann lést 5. jiílí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerár- kirkju 12. júlí. Elsku bróðir, okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum, og þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur, og gerðir fyrir okkur. Þú ert sá sem fyrstur fer úr stóra systkina- hópnum, og nú er komið stórt skarð í hópinn, sem alla tíð hefur verið samheldinn. Þú varst næstyngsti Ijósgeislinn sem kom í fjölskylduna. Minningarnar eru margar, og margt að þakka fyrir, þú varst alltaf tilbúinn að koma og hjálpa ef á lá, og það munaði um þann mikla drifkraft sem í þér var. Margar og ógleym- anlegar voru samveru- stundirnar, bæði á þínu eigin heimili og í Sunnu, einnig í sumar- bústöðunum fyrir vest- an. Þessar stundir verða okkur huggun og styrkur í minningunni. „Nú skiljum við ekki hvað fram hefur komið en seinna munum við skilja það" (Jóh. 13,7). Við munum heldur ekki gleyma þeirri hetjulegu baráttu sem þú háðir við þann illvíga sjúkdóm sem vann sigur að lokum. Elsku Bergrós, við viljum sér- staklega þakka þér hversu mikil og stór stoð þú varst honum þennan erfiða tíma, og vottum þér og börn- um, tengdabörnum og afabörnum dýpstu samúð, og biðjum Guð að blessa ykkur öll og styrlqa í sökn- uðinum. Nú horfinn ertu héðan, vinur kær, og hvíld hjá Drottni Jesú sál þín fær. I himindýrð og Herra þínum nær. Núhvíl. Og nú er loksins endað ævistríð, hver unnin þraut og runnin sælli tíð. Til himins tók þig Herrans mundin blíð, þarhvfl. Þú dvelur nú í Drottins Paradís, á degi hans í ljóma upp þú ris, sú heilög stund er Herrans börnum vís. Núhvfl. Þér Drottinn sjálfur gefi góða nótt, í gröf á meðan hold þitt sefur rótt. Senn kemur hann. Við hittumst aftur fljótt. Þighvfl. (S.G.J.) Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Frá systkinunum. GUÐRUN GÍSLADÓTTIR + Guðrún Gísla- dóttir fæddist á líóli á Bfldudal 29. mars 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 18. júli síðast- Iiðinn og fór útför hennar fram frá Hrunakirkju 24. júlí. í hafi speglast himinn blár. Sinn himinn á hvert daggartár. I hverju blómi sefur sál. Hvert sandkorn á sitt leyndarmál. (DavíðStef.) Þetta ljóð Davíðs Stefánssonar finnst mér minna á mágkonu mína, Guðrúnu Gísladóttur frá Fossi í Arnarfirði. Hún var dóttir hjónanna Gísla Finnssonar og Maríu Petrínu Finnbogadóttur á Fossi í Arnar- firði. Þar ólst hún upp og sleit barnsskónum. Hún var eins og smalastúlkan í ævintýrinu er hún á unglingsárum gætti fjár fóður síns um fjalllendið að baki byggðarinn- ar. Þar hafði hún fyrir augum stór- fenglegt landslag, Arn- arfjörðinn. Hann gat verið spegilsléttur er hann speglaði sína svipmiklu útverði, fjöll- in umhverfis. Sjórinn gat líka verið mikilúð- legur og ægilegur. Guðrún sá hka það smáa. Hún sá himininn í daggarperlunni, hún skynjaði sál blómsins og leyndarmál sand- kornsins. Einfaldast um það að segja: Hún var náttúrubarn fram í fingurgóma. Þótt Guðrún hefði hið stórfeng- lega og fagra umhverfi í heimahög- um vildi hún sjá meira af heiminum. Hún fór austur í Skagafjörð, settist á skólabekk í húsmæðraskólanum á Löngumýri meðal verðandi hús- mæðra. Þetta varð upphafið að meiri útþrá því næst lá leið hennar suður yfir heiðar. Guðrún stansaði lítt í höfuðstaðn- um því örlögin greiddu götu hennar austur fyrir fjall sem kallað er. Nú blasti við Suðurlandsundirlendið, sléttan mikla, allt frá Hellisheiði austur um Eyjafjöll. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnsiu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamiegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðailínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, ERNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Ránargötu 28, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Kristjánsson, Halldóra Emilsdóttir, Theodóra Emilsdóttir, Guðriður Ama Sigurðardóttir, + rw Innilegar þakkir til allra, sem sýndu hlýhug og Láifc^H vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, ^SÖW" VILBERGS JÚLÍUSSONAR K"**>J| fyrrverandi skólastjóra. É ,*>*£ Sérstakar þakkir flytjum við hafnfirsku skáta-félögunum Hraunbúum og St. Georgsgildi. Guð blessi ykkur öll. i ,- 0 Pálfna Guðnadóttir og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, STEINGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR skálds og leikkonu, Sporðagrunni 7. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba- meinsfélags fslands og heimahjúkrunar heilsu- verndarstöðvarinnar fyrir frábæra umönnun og alúð. Hjördfs Guðmundsdóttir, Droplaug Guðmundsdóttir. Sléttan sú býr yfir mörgum afdöl- um og í einn þeirra lá nú leið henn- ar. Þar bjuggu Hrunamenn, kennd- ir við höfuðbólið Hruna, hina fornu nafngift frá þeim tíma er landnemar námu Hreppana. Friðsamt fólk og skyldulið er lagði mjög upp úr sterkum ættarböndum. Þetta er reyndar útúrdúr en hann er saga sem er alltaf ný. Já, leið Guðrúnar lá í Hruna- mannahreppinn á bæ sem heitir Laugar. Þar hafði sama ætt búið rúm hundrað ár, en þegar þetta var bræður tveir ásamt móður sinni, þeir Magnús og Einar Kristinn Ein- arssynir. Þau Guðrún og Einar felldu hugi saman og giftust 12. október 1956. Þá hófst nýr kafli í búsetu á Laugum. Mjög ólíkar að- stæður blöstu nú við augum vest- firsku stúlkunnar. Hafið víðs fjarri, fjölhn lágu með sínar mjúku línur og gróður upp á efstu brúnir. Henni duldist ekki að hér væri gott undir bú, enda gáfu örnefni það til kynna: Smalaskáli, Selflatir, Stekkjartún. Hafist var handa við túnrækt og uppbyggingu íbúðar- húss og gripahúsa enda staðið á föstum grunni. Þau Einar og Guðrún tóku fljót- lega fósturson, Sólberg Viðarsson. Síðan komu óskabörnin Gísli Þor- geir og Ingibjörg Guðrún. Mikil gæfa ríkjandi, vordagar, blóma- skeið. Ég sagði í upphafi að Guðrún gaf gaum að því veikbyggða. Þess urð- um við, ég og fjölskylda mín, aðnjót- andi er erfiðleikar steðjuðu að. Það gleymist ekki. Margt mætti tína til um þann eiginleika mágkonu minn- ar. Það er svo að við leggjum ekki lín- urnar, afmörkum ekki brautina sem halda skal. Margs konar aðstæður spila þar inn í. Flestir eru svo að þeir ætla sér stóra hluti, en tíminn er naumur og mat okkar kannski ekki alls kostar rétt því lífið býður upp á marga möguleika. Erfiðleikar steðja að okkur öllum. Guðrún var sterk í lokabaráttunni. Hún átti líka fram- tíðarsýn, trúartraust. Hún stóð mað- an stætt var. Við hana á hóðið: Bognar aldrei, _ brotnar í bylnum stóra seinast. (Stephan G. Steph.) Já, Guðrún er horfin sjónum. Hún átti að ég held tvo staði. Þann sem hún byggði upp með fjölskyldu sinni, þar sem hún sá árangur erf- iðis síns og sinna. Það sem hún gaf á garða ánna sinna, gaf kúnum sín- um mjölhárið og hestunum hafra- skammtinn sinn, skilaði sér svo margfaldlega. Hinn staðurinn er æskustöðvarnar. Hann sleppir ekki svo auðveldlega Arnarfjörðurinn. Kannski öðlast hún nýjan Arnar- fjörð handan við tjaldið mikla. Við hjónin vottum þér, Guðrún, virðingu og þökk fyrir uppbyggj- andi samverustundir og ykkur að- standendum hennar dýpstu samúð. Ingimundur Einarsson. I V I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.