Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ^ I FRETTIR Sauðfjárafurðir Nefnd skoðar markaðs- málin GUÐNI Ágústsson, Iandbún- aðarráðherra, hefur ákveðið að skipa sérstaka nefnd um markaðsmál sauðfjárafurða með það fyrir augum að sala þeirra erlendis skili sem hæstu verði til bænda. Er skipun nefndarinnar liður í átaki í alþjóðlegri markaðs- færslu og sölu á íslenskum landbúnaðarvörum. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðni að íslenskir bændur fengju nú of lítið fyr- ir útflutning á lambakjöti eða um 150-180 krónur fyrir kíló- ið. Því hafi verið ráðist í að skipa nefnd sem gera eigi út- tekt og meta markaðsmögu- leika og markaðssetningu lambakjöts á mörkuðum er- lendis til að fá sem hæst verð. Horfa til framtíðar í markaðsþróun Á nefndin í starfi sínu m.a. að horfa til þeirra möguleika sem kunna að vera fólgnir í hollustu og hreinleika afurð- arinnar til að sldla bændum viðunandi verði, taka afstöðu til þess hvort það markaðsfyr- irkomulag sem ríkt hefur skili heildinni bestri markaðs- færslu með skilaverð til bænda í huga og horfa til framtíðar um markaðsþróun dilkakjöts með hliðsjón af samkeppni við aðrar búgrein- ar og af þeim ramma sem al- þjóðlegir viðskiptasamningar mynda. Formaður nefndarinnar verður Einar Oddur Krist- jánsson, en í henni sitja einnig aðilar afurðastöðva. Bólusetningar vegna dvalar íslenskra ferðalanga erlendis Margir sleppa þeim vegna kostnaðarins f Margir íslenskir ferðalangar láta ekki bólusetja sig vegna ferða til fjarlægra landa, þar sem mikið er um hættulega -----------------------------------------------------7--------------------------------------------------------------------------------------- smitsjúkdóma. Astæðan er oftast þekking- arskortur, en einnig í mörgum tilvikum kostnaðurinn, sem getur orðið á _______bilinu 7-15 þúsund krónur._______ HELGI Guðbergsson, læknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, segir að vandinn sé meiri en áður vegna aukinna ferðalaga íslendinga á fjarlægar slóðir og langdvala, oft í tengslum við starfsemi íslenskra fyrirtækja á fjarlægum slóðum, eða vinnu íslendinga hjá erlendum fyr- irtækjum. Einnig segir hann að það færist í vöxt að fólk sem þurfi að sýna sér- staka aðgæslu, til dæmis vanfærar konur, foreldrar með ungabörn, og fólk haldið krónískum sjúkdómum, fari í langferðir til landa þar sem hættulegir sjúkdómar eru landlæg- ir. Islendingar hafa dáið úr smitsjúkdómum erlendis Helgi segir að mörg dæmi séu um að íslendingar hafi veikst alvarlega í fjarlægum löndum. „Oft er þetta fólk sem er ekki venjulegir túristar, en er að fara til að dvelja um lengri tíma í útlöndum. Það hefur komið fyrir að íslendingar hafi dáið af smitsjúkdómum í slíkum ferðum, til dæmis úr malaríu eða svæsnum matareitrunum. Ahættan er mest í þeim löndum sem eru næst miðbaug, í Suður- og Suðaustur-Asíu, Afríku og Mið- Ameríku. Minnst er hættan í Vest- Flugleiðir hyggjast færa út kvíarnar í fraktflugi með haustinu Sérstakt frakt- flug til Banda- ríkjanna FLUGLEIÐIR vinna nú að undir- búningi þess að taka í notkun Boeing 757-200-fraktvél sem koma á í stað 737-300-þotu félagsins sem nú annast fraktflug milli íslands og Belgíu. Með 757-þotunni, sem ber meira og hefur lengra flug- drægi, er ætlunin að bæta við Evrópuflugið sérstökum frakt- ferðum milli íslands og Bandaríkj- anna. Undanfarin ár hefur 737-300- fraktþota Flugleiða flogið að næt- urlagi milli Islands og Kölnar í Þýskalandi og Liége í Belgíu og m.a. með samningum við alþjóða flutningafyrirtækið TNT. í ráði er að færa út kvíarnar í fraktflug- inu og hafa forráðamenn félagsins nú fundið fraktvél sem hentug þykir fyrir slíkt og er af gerðinni 757-200 og sérstaklega ætluð til fraktflugs. Verður hún leigð frá Ástralíu. Er sú þota sömu gerðar og flestar þotur Flugleiða í dag en félagið stefnir að því að vera eingöngu með þotur af gerðunum 757-200 og -300 í rekstri næstu árin og skiptir 737-þotunum út fyrir þær smám saman. Nærri tvö ár eru eftir af leigutíma 737-300-frakt- vélarinnar hjá Flugleiðum og er nú verið að leita að öðrum verk- efnum fyrir hana. Fraktferðir milli Bandaríkjanna og Belgíu Hugmyndin er að taka upp sér- stakt fraktflug milli íslands og Bandaríkjanna. Yrði það einnig í samstarfi við TNT og er ætlunin að fara fimm ferðir í viku. Verður þá boðið sérstakt fraktflug frá næsta hausti milli Bandaríkjanna og Belgíu með viðkomu á íslandi. Fluginu til Kölnar verður hætt. Til þessa hefur félagið flutt frakt eftir því sem unnt hefur verið með far- þegaþotum sínum á Ameríkuleið- unum. Er hugmyndin að komið verði til New York að morgni dags með t.d. fisk frá íslandi og komið á ný til íslands að kvöldlagi og fljúga eftir það til Belgíu að næturlagi eins og verið hefur. ur-Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Japan. Hún er líka breytileg eftir landshlutum í stórum löndum, til dæmis í Kína og Rússlandi," segir Helgi. Helgi segir að í Austur-Evrópu sé hættan minni en víðast annars stað- ar, og ekki sé nauðsynlegt að fara í bólusetningar vegna stuttra ferða til borga þar. Hann segir að algengast sé að fólk veikist vegna þess að það hafi ekki fengið ráðleggingar um hvern- ig það eigi að verja sig gegn sjúk- dómum, eða ekki farið eftir ráðlegg- ingum sem það hafi fengið. ,Að fylgja þeim ráðum sem eiga við á hverjum stað er í raun mikilvægara heldur en bólusetningarnar. Bólu- setningin er samt einföld og tiltölu- lega ódýr aðferð til að verjast alvar- legum sjúkr'ómum." Nokkrar meginreglur segir Helgi að gildi hvert sem farið er, utan vestrænna landa. „Það verður alltaf að fara varlega varðandi mat og drykk. Aldrei á að borða mat sem ekki hefur verið soðinn eða steiktur, og ekki drekka vatn eða aðra drykki sem er einhver hætta á að geti verið mengaðir. Þýðingar- mest er að borða ekki mat sem er seldur úti á götu, hrásalat á veit- ingastöðum og ís úr ísvögnum eða ísbúðum, drekka ekki kranavatn og nota ekki klaka." Helgi segir að lítill vandi sé að venja sig á þessar öryggisreglur. I sumum löndum þurfi þó að sýna sérstaka aðgætni. „Það er til dæmis ekki alls staðar óhætt að drekka vatn úr flöskum nema menn hafi Helgi Guðbergsson fengið það á tryggum stað. Á Ind- landi er til dæmis 40% flöskuvatns mengað." Oft verið að endurnýja barnabólusetningar Algengustu bólusetningarnar fyrir ferðamenn, og aðra sem hyggja á dvöl í löndum utan hins vestræna heims, eru endurnýjanir á bólusetningu gegn mænusótt, stífkrampa og barnaveiki, sem börnum eru að jafnaði gefnar hér á landi, og gegn lifrarbólgu a og taugaveiki. „Oft erum við að gefa fólki bólu- setningar sem það hefur vanrækt að endurnýja. Það er mælt með því að bólusetningar við mænusótt, stíf- krampa og barnaveiki séu endur- nýjaðar á tíu ára fresti, en það er ekki rekinn mikinn áróður fyrir því, og flestir gera það því ekki. Vörn- inni gegn mænusótt er til dæmis oft orðið ábótavant, sérstaklega í full- orðnu fólki." Helgi segir að kostnaðurinn við bólusetningu sé breytilegur eftir því hver áfangastaðurinn er, og mis- munandi sé einnig hvað menn kjósa að verja sig gegn mörgum sjúkdóm- um. „Algengustu bólusetningarnar eru allt frá því að vera ókeypis, eins og mænusóttarbólusetning, og upp í það að kosta 3.500 krónur skammt- urinn. Það er algengt að þeir sem eru að fara til að dvelja í til dæmis Afríku eða Suður-Ameríku í hálft til eitt ár, borgi 10-15 þúsund krónur. Þeir sem eru að fara í skemmri ferðalög borga oft 2-7.000, og er það breytilegt eftir því hvað þeir velja að taka mikið, hvað þeir ætla að vera lengi og svo framvegis. Sumir setja þennan kostnað fyrir sig, og taka færri bólusetningar en ella, vegna þess að þeir telja sig ekki hafa efni á þeim, eða vilja heldur verja peningunum í annað." Bólusetning er trygging Helgi segir að bólusetningar- kostnaðurinn vaxi mönnum í augum meðal annars vegna þess að annar ferðakostnaður hefur farið mjög lækkandi. „Ef menn eru til dæmis að fá ferðir til Kenýa fyrir 26.000, eins og stóð til boða í fyrra, þá skella menn sér bara, og eru ekki tilbúnir að borga 7.000, eða um fjórðung ferðakostnaðarins, fyrir bólusetningar. En það má líta á bólusetningarnar sem tryggingar. Þegar menn tryggja eignir sínar reikna þeir ekki beinlínis með því að það gerist neitt, en þeir vita að ef eitthvað gerist er mjög slæmt að hafa ekki trygginguna." Helgi segir að stundum verði hann þess var að fólk sé hrætt við bólusetningar, og telji bóluefnin varasöm. „En bóluefnin sem er verið að nota nú til dags eru ekki með litlum aukaverkunum. Bólu- efnin hafa tekið miklum framför- um, þau endast miklu lengur en áð- ur og hafa minni óþægindi í för með sér." Helgi segir að flestar bólusetn- inganna sé hægt að fá á heilsu- gæslustöðvum. Hann segir að best sé að fá bólusetningarnar um 3-6 vikum fyrir ferðalag, því þær þurfi tíma til að ná upp ónæmi. Upplýsingar um bólusetningar og aðrar heilbrigðisupplýsingar fyrir ferðamenn, er að finna á vef Land- læknisembættisins, www.landlaekn- ir.is/sottv.htm, og einnig mælir Helgi með vef á vegum bandarískra heilbrigðisyfirvalda, Center for Disease Control and Prevention, www.cdc.gov/travel. Endurbætur á Borgarfjarðarvegi um Vatnsskarð eystra Skipulagsstóóri fellst á vegaframkvæmdir SKIPULAGSSTOFNUN hefur nú lokið athugun á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Borgarfjarðarveg um Vatnsskarð eystra og fellst skipulagsstjóri rík- isins á þær endurbætur sem ráð- gerðar eru. í fréttatilkynningu frá Skipu- lagsstofnun segir að lagning nýs 6,6 km langs vegarkafla á Borgar- fjarðarvegi nr. 94 hafi verið kynnt í frummatsskýrslu. Mun sá vegur ná frá efsta hluta Vatnsskarðs á Aust- ur-Héraði niður í Njarðvík utan við Innri-Hvannagilsá í Borgarfjarðar- hreppi. Verður vegurinn lagður malarslitlagi og stálræsi sett í Njarðvíkurá og Innri-Hvannagilsá í stað einbreiðra brúa. Áætlað er að vegaframkvæmd þessi verði unnin í tveimur áföng- um. Mun það vera ætlunin að bjóða út fyrri áfangann, sem er 4,6 km vegarkafli yfir Vatnsskarð að Ytri-Hríshöfða, sumarið 1999 og á framkvæmdum að ljúka haustið 2000. Ovíst er hins vegar hvenær ráðist verður í seinni áfangann sem er 2 km langur vegarkafli frá Ytri-Hríshöfða niður í Njarðvík. Heildarkostnaður við framkvæmd- irnar er áætlaður um 90 milljónir króna. Niðurstaða skipulagsstjóra rík- isins er sú að fallast beri á hinar fyrirhuguðu framkvæmdir, enda sé þörf á endurbótum á Borgar- fjarðarvegi um Vatnsskarð eystra til að hægt sé að uppfyOa kröfur um samgöngubætur og umferðar- öryggi. Kemur jafnframt fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinn- ar lúti einkum að raski á landi og gróðri þar sem nýr vegur víki frá núverandi vegi. Er vegalagningin því háð því skilyrði að samráð verði haft við Náttúruvernd ríkis- ins, Skógrækt ríkisins og veiði- Umhverfisáhrifamat Héraðsflói Njarðvík málastjóra um tilhögun fram- kvæmda við frágang að þeim lokn- t-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.