Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 48
3is MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR, Sunnubraut 2, Grindavfk, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík mánudaginn 2. ágúst sl. Halldór Ingvason, Helga Emilsdóttir, Bragi Ingvason, Bylgja Guðmundsdóttir, börn og bamabörn. OLAF OLSEN + Okkar ástkæra systir og frænka, MARÍA SVEINSDÓTTIR, Víðigrund 8, Sauðárkróki, andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks sunnudaginn 1. ágúst. Þórarinn Sveinsson, María Þórarinsdóttir, Margrét Björk Andrésdóttir. + Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, VIGNIR GARÐARSSON, Heiðarbraut 4, Sandgerði, lést sunnudaginn 1. ágúst. Jarðarför auglýst síðar. Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir, Hulda I. Pálsdóttir, Garðar Páll Vignisson, Ingibjörg Ósk Vignisdóttir, Ólafur Haukur Vignisson, Ágústa Hrönn Vignisdóttir, Vigdís Hulda Vignisdóttir, Vignir Hrannar Vignisson. íris Ólafsdóttir, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Árni Kolbeins, Erlendur Einarsson, + w Ástkær móðir okkar og systir, ERLA A. HANNESDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 6. ágúst kl. 13.30. Unni Jonsen, Hannes Toftevág, Geir Toftevág, Sigríður H. Hannesdóttir, Sveinn Hannesson, Þórdís Bára Hannesdóttir, Randi Antonsdóttir. + ~* Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, sem lést föstudaginn 23. júlí verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Ásmundur Guðmundsson, Eyþór Guðmundsson, Þórdís Sigurðardóttír, Arinbjörn Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Sambýismaður minn, bróðir, mágur og föðurbróðir, BJÖRGVIN SIGVALDASON, fyrrverandi bóndi Hákonarstöðum, Jökuldal, Lagarfelli 9, Fellabæ, lést á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum fimmtudaginn 29. júlf. Útförin ferfram frá Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 14.00. Ásdís M. Kjerúlf, Ragnar I. Sígvaldason, Birna S. Jóhannsdóttir, Þórður Sigvaldason, Sigrún M. Júlíusdóttir, og fjölskyldur + OIaf01senfædd- ist í Reykjavík 27. júní 1924. Hann varð bráðkvaddur í sumarhúsi sínu, 25. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingiríðar Lýðsdóttur, f. 29. maí 1888, frá Hjalla- nesi í Landssveit, d. 9. september 1974, og Jentofts Gerhard Hagelund Olsen, f. 22. apríl 1877, frá Tromse í Noregi, d. 16. desember 1958. Systkini Olafs: Sigríður Kar- olúiíi, f. 13. apríl 1914, d. 6. júní 1959; Kristinn, f. 24. júní 1917; Olafía, f. 17. nóvember 1918, d. 14. apríl 1993; Gerhard, f. 16. janúar 1922, d. 4. júlí 1989; Erna, f. 3. september 1926; Al- freð, f. 10. september 1930; Kristín, f. 25.júníl932. Hinn 29. maí 1953 kvæntist Olaf eftirlif- andi eiginkonu sinni Lilju Enoksdóttur, fyrrverandi forstöðu- manni, f. 7. septem- ber 1928. Foreldrar Lilju voru Enok Helgason verkamað- ur og Petrína Kjart- ansdóttir hjúkrunar- kona. Börn Olafs og Lilju eru: 1) Sigrún, f. 4. maí 1954, maki Þórir Barðdal. 2) Linda, f. 31. ágúst 1958, maki Jónas Sveinsson. Börn hennar eru Brjánn, f. 3. maí 1982, Hallur f. 10. mars 1987, ísak, f. 31. maí 1995, Styrmir, f. 17. mars 1997. 3) Edda, f. 2. okt. 1959, maki Gunn- ar H. Gunnarsson, börn þeirra eru: Ólafur Örn, f. 26. ágúst 1982, Kristín Hrönn, f. 5. október 1988, Lilja Björg, f. 17. október 1992, Bergþóra Sól, f. 12. febrúar 1998. 4) Kjartan, f. 30. mars 1961. Fyrir átti Olaf, dótturina Ernu, f. 21. nóvember 1952, maki Gunnar Guðnason. Börn þeirra eru Val- ur, f. 17. aprfl 1970, Örn, f. 30. ágúst 1977, Kristín, f. 22. apríl 1979, Guðni, f. 15. desember 1984. Olaí' helgaði fluginu alla si'na starfskrafta. Hann lauk atvinnu- fiugmannsprófi frá flugskóla í Southampton í Englandi 1947 og fékk flugstjóraréttindi í Banda- ríkjunum árið 1953. Hann var meðal frumkvöðlanna hjá Loft- leiðum og flaug þar í áratugi og síðan hjá Flugleiðum. Fyrstu ár- in flaug Olaf vélum af gerðunum Stinson, Grumman, Catalina og fl., síðar DC-3, DC-4 og DC-6 Canadair CL44-vélunum. Síðustu árin sín sem flugstjóri flaug hann DC-8 og DC-10. Eftir að hann lét af störfum sem flug- stjóri starfaði hann áfram fyrir Flugleiðir til 67 ára aldurs. Alls starfaði Olaf í 44 ár hjá Loftleið- um og Flugleiðum. Utför Olafs fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Okkar fyrstu kynni voru fyrir um það bO 17 árum þegar ég kom í fyrsta skipti á Þingholtsbrautina, þar tók á móti mér rólegur og yfir- vegaður maður með pípu í annarri hendi og bauð mig velkominn. Þarna hitti ég mann sem átti eftir að vera mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Nú, þegar hann hefur lokið hlutverki sínu hér í efnisheimi, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum öðlingsmanni. Þegar litið er til baka koma margar skemmtilegar minningar um tengdapabba fram í hugann. Hann hafði lent í mörgum ævintýrum á fiugferðum sínum um heiminn og þegar hann byrjaði að segja frá, þá gat hann haldið endalaust áfram. En allar þessar minningar einkenn- ast af þeim mannkostum sem Oli bjó yfir, en við sem umgengumst hann daglega höfðum tilhneigingu til að líta á sem sjálfsagðan hlut. Hann bjó nefnilega yfir kostum sem mikil þörf er fyrir í dag. Hann var heiðarlegur og hafði ekki þörf fyrir að hagræða eða breyta því sem var satt og rétt, heldur sagði frá hlutun- um eins og þeir voru. Stundvísi var honum svo eðlislæg, hann kom alltaf á þeirri stundu sem hann sagðist ætla að koma og hann skipu- lagði sinn dag frá morgni til kvölds. Hann vildi öllum vel og dæmdi aldrei fólk eftir útlit eða umfangi, hann talaði alltaf vel um fólk, nema, þá sem fóru illa með dýrin, þá gat hann orðið hvass og gat ekki dulið fyrirlitningu sína. Hjálpsemi var honum í blóð borin og oft þurfti ekki að biðja um aðstoð hans, hann var búinn að gera ráð- stafanir og alltaf reiðubúinn að veita hjálp þeim sem til hans leit- uðu. Þessir eiginleikar gerðu hann einstaklega traustan og góðan vin. Oli talaði stundum um að yfir hon- um væri einhver verndandi hönd sem leiðbeindi honum. Nokkrum sinnum á flugferðum sínum um heiminn lenti hann í hættulegum aðstæðum þar sem hugboð og rétt viðbrögð skiptu sköpum um líf og limi hundraða einstaklinga, þá sagð- ist hann hafa fundið fyrir einhverri leiðsögn og vernd. Allir þessir þætt- ir skópu persónuleika sem var í senn sérstaklega friðsæll og þægi- leg nærvera, hann var ekki bara tengdafaðir minn heldur líka góður vinur sem ég á eftir að sakna. Eg veit hins vegar að Oli var tilbúinn að fara til annarra starfa og vil ég þakka honum hjartanlega fyrir samveruna og óska honum góðrar ferðar um leið og ég óska Lilju, börnum og barnabörnum blessunar Guðs. Þórir Barðdal. Vegur er undir, - vegur er yfir og vegur á alla hlið. Við augunum blasir endalaust rúm, en ekkert að miða við. Yfir er heiður og alskír himinn, en undir er skýjahaf, sem byltist og veltist í bólstrum og öldum, er bólgna eða færast í kaf. Allt sindrar og sveipast í dýrð er sólin leikur sér við ljósbrot í skýjum, en litirnir bregða á leik um hið auða svið, - þau ský, er lífinu sjálfu sýna þá svörtu hlið. Flugstjórinn Olaf Olsen varði nær öllum starfsferli sínum á lofts- ins leiðum. Á jörðu niðri, og með- fram krefjandi störfum, daðraði Kristján Guðlaugsson, sem árin 1953-1973 var stjórnarformaður Loftleiða hf., við skáldskapargyðj- una eins og framangreint erindi úr einu af hans merku kvæðum ber glöggt vitni. Kvæðið heitir Flug. Oli hóf störf hjá Loftleiðum hf. lýðveldisárið 1944, nánar tiltekið þann 1. september, rétt tæpu hálfu ári eftir stofnun félagsins. Þá voru flugmenn Loftleiða þrír talsins: Al- freð Elíasspn, Kristinn Olsen og Sigurður Olafsson. Aðrir starfs- menn báru einfaldlega titilinn að- stoðarmenn og var Oli einn þeirra en hinir voru: Dagfinnur Stefáns- son, Gerhard Olsen og Richard Tómasson. Skömmu síðar bættist í hópinn fyrsti flugvirki félagsins, Halldór Sigurjónsson. Þessi sveit ungra manna fluttist beinlínis bú- ferlum í sjóflugskýlið í Vatnagörð- um þar sem verið var að setja sam- an aðra flugvél Loftleiða af gerðinni Stinson Reliant. Þar hafði ítalski flugmarskálkurinn Balbo aðstöðu ellefu árum áður. Hið opinbera eft- irlit með flugmálum var þá með þeim hætti, að eftirlitsmaður flug- véla, hinn góðkunni Axel Kristjáns- son, forstjóri Rafha, tók í vænginn á flugvélunum og hristi hann af alefli og sagði síðan eitthvað á þessa leið: - Ætli maður verði ekki að álíta að allt sé í lagi hér - eru ekki allir bolt- ar á sínum stað, piltar? Ég hef ekk- ert vit á flugvélum, strákar, en ég veit að þið vandið ykkur, því það eruð þið sem eigið að fljúga vélinni. í þessum fámenna hópi í sjóskýl- inu kom fljótlega í ljós hvaða mann Oli hafði að geyma. Hann var áhugasamur og dugmikill um fram- gang hins unga flugfélags og bar hag þess mjög fyrir brjósti. Þarna tók flugáhuginn sér líka bólfestu í brjósti hans. I þessu sögufræga sjó- flugskýli var starfað af dug og djörfung fyrir flugið og áttu Loft- leiðir hf. síðar meir eftir að kasta dýrðarljóma á atvinnusögu íslands. Reyndar höfðu þeir bræður Oli og Gerhard verið kvaddir til „ábyrgð- arstarfa" í fluginu löngu fyrr og þá sem „aðstoðarflugmenn" hjá Kristni Olsen. Það var þegar Kiddi, stóri bróðir, hafði forgöngu um að þeir bræður klömbruðu saman ein- hverju sem mun hafa líkst flugvél í laginu og var með hjól undan barna- vagni. Þannig hugðust þessir smá- strákar úr Olsen-fjölskyldunni á Þormóðsstöðum, við jaðar Vatns- mýrarinnar, láta rætast þann draum að verða flugmenn. Þeir gerðu drauminn að veruleika af eig- in rammleik með dugnaði, elju og útsjónarsemi. Tveir urðu flugstjór- ar, Kristinn og Óli, og Gerhard og Alfreð urðu flugvélstjórar. Síðast en ekki síst áttu þeir trausta bakhjarla þar sem voru systur þeirra fjórar og sterk og ræktarsöm móðir, Ingiríður Lýðs- dóttir ættuð frá Hjallanesi í Land- sveit. Það er einsdæmi í íslenskri flugsögu að fjórir bræður skuli hafa orðið flugliðar. Það var ennfremur lán Loftleiða að þeir bræður skyldu veljast í raðir félagsins, ekki síst sá heiðursmaður sem við kveðjum hér í dag. Það var vitaskuld algjör upplifun fyrir ungan mann eins og Ola að starfa fyrstu ár Loftleiða í sjóskýl- inu sögufræga. En ævintýri og tækifæri flugsins biðu skammt und- an og fljótlega kominn tími til fljúga úr Vatnagarðahreiðrinu. Fyrsta verkefnið var aðstoðarmannsstarf í síldarleitarbækistöð Loftleiða við Miklavatn en þar fékk Oli að ftjúga með eins og það er kallað á flug- máli. Stefnan var tekin á ævistarfið og yeganestið var harla gott. Oli hleypti heimdraganum og hélt til Englands þar sem hann lagði stund á flugnám við Air Service Training Hamble flugskólann í Southampton frá októbermánuði 1946 fram í maí 1947 og lauk þaðan atvinnuflugmannsprófi. Það sama ár öðlaðist hann íslenskt flugskír- teini númer 67 og hjá Loftleiðum beið hans flugmannsstarf á Stinson Reliant og Grumman Goose. Hann varð flugstjóri einu ári síðar. Frá byrjun flugferilsins og þar til Oli lét af flugstjórastörfum hjá Flugleiðum hf. árið 1982 flaug hann öllum flug- vélagerðum Loftleiða og Flugleiða nema tveimur: Boeing 727 og Fokker F-27. Þannig sat Óli styrk- um höndum við stjórnvölinn á mörgum og ólíkum flugvélum: Stin- son Reliant, Grumman Goose, Ca- talina PBY-5A, Douglas DC-3, Dou- glas DC-4, Douglas DC-6, Canadair CL-44, Douglas DC-8 og Douglas DC-10. r Það segir meira en mörg orð um Óla að honum skyldi hafa þótt vænst um gamla, góða Grumman Goose flugbátinn af öllum þeim níu flugvélagerðum sem hann fór hönd- um um. Stærðir flugvélanna voru ekkert sérstakt áhugamál eins og sést á því að Grumman Goose var hans eftirlætisflugvél þrátt fyrir að hápunktur flugstjóraferilsins hafi vissulega verið vinstra sætið á Dqu- glas DC-10, fyrstu breiðþotu ís- lendinga. Oli undi sér ætíð best í rómantíkinni á tímum sjóflugvél- anna og sannast sagna var eftirlæt- isflugvélin hans bæði skemmtileg og lipur í alla staði og þá sérstak- lega í meðförum á sjó. I raun og veru þarf þetta ekki að koma á óvart því hann átti sterkt kyn til sjósóknara og hvers kyns veiði- garpa. Faðir Óla, Jentoft Gerhard Haglund Olsen, var norskur beykir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.