Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 42
Í42 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Áður óbirt og óflutt Hið bernska ævintýri sem þjóðin féll fyrir á leiksviðum um land allt um áratuga skeið hefur ekki lengur sömu áhrifog áður. Idag verður tilkynnt um niðurstöður úr leikritasamkeppni Þjóðleikhússins sem efnt var til í vor í til- efni af 50 ára afmæli leikhússins á næsta ári. Að sögn dómnefndar var mikil þátttaka í keppninni, alls bárust um 40 leikrit fullrar lengdar og verður þremur þeirra veitt viðurkenning, fyrsta, annað og þriðja sæti, og fylgja peninga- verðlaun hverju sæti. Það verður fróðlegt að heyra hverjir hafa orðið fyrir valinu í samkeppni Þjóðleikhússins og hvort fram á völlinn stíga nýir óþekktir höfundar eða hvort hlutskörpust hafa orðið þekkt og viðurkennd leikritaskáld. Keppn- in var öllum VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson opin og því má gera ráð fyrir að gæðum verkanna inn- byrðis hafi verið dálítið misskipt, fjöldinn segir ekki alla söguna, því reglurnar voru næsta ein- faldar; verkið mátti ekki hafa birst opinberlega áður svo hugs- anlega hafa einhverjir dustað rykið af gömlum handritum í sínum fórum og dubbað þau upp í sparifötin á nýjan leik og att þeim fram undir dulnefni. Kannski í annað eða þriðja sinn. Hugtakið „gamalt leikrit" verður reyndar afstætt í þessu samhengi, leikrit sem hvergi hef- ur heyrst eða sést áður hlýtur á vissan hátt að vera nýtt ef það er tekið til handargagns og æft til sýningar, þó deila megi um hvar draga eigi slík mörk. Ef óvænt fyndist áður óbirt og óflutt leikrit eftir Strindberg væri það þá nýtt leikrit? Var Wozzek nýtt leikrit þegar það birtist fyrst nær hálfri öld eftir dauða Biichners. Miðast ferskleiMnn við lífsmark höfund- arins? Ef höfundurinn er á lífi er þá verkið nýtt þá loksins það kemur fram þó liðin séu kannski 30-40 ár frá ritunartíma þess? Séu þrír eða fjórir áratugir liðnir frá dauða höfundarins og fram kemur leikrit sem hann lauk við daginn fyrir andlátið er það þá gamalt leikrit? Eru þó bæði leik- ritin í þessu dæmi jafngömul. Kannski er lykilatriði hér hvort áhorfendum er kunnugt um rit- unartíma verksins. Var tekið fram í skilyrðum Þjóðleik- hússsamkeppninnar að höfund- urinn yrði að vera á lífi. Gæti hugsast að verðlaunaleikritið sé áður óbirt og óflutt leikrit eftir Matthías Jochumsson. Hversu langt kæmist Skugga-Sveinn í leikritasamkeppni í dag? Eða fengist þetta sígilda leikrit kannski hvergi leikið ef það hefði komið fram um daginn. Er Skugga-Sveinn kannski bara „sí- gildur" vegna hins sögulega sam- hengis? Engum virðist lengur detta í hug að sviðsetja Skugga- Svein nema þá ef hægt væri að búa til úr því einhvers konar barnaleikrit. Hið sama á við um Nýársnóttina. Þessi tvö vinsæl- ustu leikrit þjóðarinnar langt fram yfir miðja öldina eru orðin svo sígild að ekki er hægt að sýna þau. Hvers konar klassík er það eiginlega? Eða Gullna hliðið? Vafalaust þarf að nálgast þau á nýjan hátt því þjóðin hefur for- framast svo í leiklistinni að eng- inn getur lengur látið sem hann taki þessi verk alvarlega. Hið bernska ævintýri sem þjóðin féll fyrir á leiksviðum um land allt um áratuga skeið hefur ekki lengur sömu áhrif og áður. Skoð- anakannanir segja þó þjóðina enn trúa á álfa og huldufólk en útilegumenn hafa dáið út með öllu í vitund þjóðarinnar. Alfatrú- in byggist að sögn á því að láta álfana njóta vafans meðan ekki kemur fram rannsókn sem sýnir endanlega fram á að tilvist þeirra sé einber hjátrú. Nýársnóttin nýtur greinilega ekki vafans lengur því það leikrit hefur ekki verið sviðsett nokkurs staðar á landinu í aldarfjórðung eða svo. Ekki einu sinni af áhugaleikfé- lagi í tilvistarkreppu. Enda er það sitthvað að láta óskOgreinda álfa njóta vafans um tilvist sína eða fara í leikhús og horfa á „ást- sælustu leikara þjóðarinnar" leika álfa. Hvernig á annars að leika álf svo mark sé takandi á því? Hvenær er álfur yfirleitt vel leikinn? Eða dvergur? Leikrit er á sinn hátt ávallt nýtt í huga okkar þegar það er frumsýnt, en það skiptir sköpum fyrir afstöðu okkar tíl þess og hvert tillegg þess er til samtíðar okkar, hvort við vitum að það var ritað í ár eða fyrir einni öld. Áður óbirt og óflutt leikrit - en sannanlega eitt hundrað ára gamalt - er fyrst og fremst sögulega forvitniiegt í dag, en ef okkur er ókunnugt um ritunar- tímann fellur hinn sögulegi rammi brott og innihald verksins getur haft mun sterkari tilvísun í okkar samtíma en ella. Þannig mætti hugsa sér að Brúðuheimili Henriks Ibsens myndi geta vald- ið umræðum og deilum ef það hefði „fundist" um daginn og enginn vissi aldur þess; einnig mætti hugsa sér að Vorið vaknar eftir Frank Wedekind sem Borgarleikhúsið sýnir næsta vet- ur myndi vekja okkur til sterkari umhugsunar um unglinga á kyn- þroskastigi ef okkur væri ókunn- ugt um að verkið er ríflega ald- argamalt. Á sinn hátt eru þessar vanga- veltur eilíft viðfangsefni þeirra sem fást við að sviðsetja og túlka sígild leikrit. Höfuðskylda þeirra sem við slíkt fást er að sýna í hverju hið sígilda eðli verksins er fólgið með því að finna á því túlkunarflöt sem höfðað getur til áhorfenda samtímans. Hver upp- setning þarf að færa sönnur á hið sígilda í verkinu. Sígilt leikrit í þessum skilningi lýtur því öðr- um lögmálum en sígilt bók- menntaverk að því leyti að lestur texta verksins nægir ekki til að staðfesta sígilt eðli þess. Sögu- legt gildi leikrits getur verið óumdeilanlegt þó sviðshæfi þess sé löngu útbrunnið. Algengt er að heyra sagt um hin sígildu leikrit heimsins að tilfinningaleg átök persónanna séu eilíf og haf- in yfir tíma og rúm, en þó er lík- lega nær lagi að segja að dramatísk bygging ákveðinna klassískra leikrita sé með þeim hætti að hún falli betur að okkar tíma en annarra verka. Þannig detta klassísk verk leiklistarsög- unnar inn og út af leiksviðum veraldarinnar eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Og bíða síns tíma að nýju þess á milli. GUÐRUN O. MELAX + Guðrún Ó. Melax fæddist í Haganesi í Fyótum í Skagafirði 15. september 1904. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 26. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Olafur Jóns- son, f. 17. mars 1868 í Kjósarsýslu, d. 7. júlí 1948 í Haganesi, og kona hans, Jórunn Stef- ánsdóttir, f. 25. júlí 1879 í Haganesi, d. 4. september 1968. Hinn 18. nóvember 1928 gift- ist Guðrún sr. Stanley Melax (fæddur Guðmundsson) sem var prestur á Barði í FJjótum frá 1920-1931. Þau fluttu að Breiðabólstað í Vesturhópi vor- ið 1931, þar sem sr. Stanley var prestur í 29 ár, til 1960. Fluttust Tengdamóðir mín, Guðrún Melax, er látin hátt á nítugasta og fimmta aldursári. Hún hlaut hægt andlát. Guðrún Ólafsdóttir fæddist og ólst upp í Haganesi í Fljótum, elst sex systkina. Haganes var þá ein af betri jörðum norðanlands. Mikil umsvif í búrekstri, margt heima- fólk og góð efni í garði á þeirra tíma mælikvarða. Guðrún hlaut enda gott uppeldi og ágæta mennt- un. Hún var send kornung til Akureyrar til tónlistarnáms og gerðist að því loknu organisti við Barðskirkju. Ung að árum fór hún til náms við Hússtjórnarskólann á Blönduósi og að námi þar loknu fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík, sem hún lauk einnig við. Haldbetri og meiri menntun munu fáar konur hafa hlotið á þeirri tíð. Enn er til ýmislegt af því sem Guðrún hafði meðferðis heim að námsárum lokn- um, m.a. matreiðslubækur og fleira, sem hún skrifaði upp eftir kennurum sínum og er það bæði fróðleg og fögur lesning, því Guð- rún skrifaði mjög fallega og hafði skýra rithönd. Fyrir henni lá að verða húsmóðir á stóru sveitaheim- ili og prestsfrú og gestagangur mikill. Nýttist henni þá vel námið því hún var fyrirmyndar húsmóðir, einstaklega veitul og gestrisin. Það var ekki aðeins matargerðarlistin og rausnarskapurinn við gesti og gangandi, sem hún hafði með sér sem veganesti, heldur var hún einnig afburðagóð hannyrðakona og öll verk léku henni í höndum. Þá bjó Guðrún einnig yfir þeim sjald- gæfa hæfileika að geta gert mikið úr litlu og hefur það sjálfsagt oft komið sér vel því bú þeirra prests- hjónanna mun aldrei hafa verið ýkja stórt og prestslaunin ekki há. Hún var hins vegar einstaklega nýtin manneskja, hélt vel á öllu, sem henni var trúað fyrir og hafði gott fjármálavit. Hélst þetta í hendur við mikinn rausnarskap og gjafmildi jafnt við nákomna sem alls óskylda er þurftu á hjálp að halda. Guðrún giftist ung prestinum á Barði í Fljótum, Stanley Guð- mundssyni, sem tók sér ættarnafn- ið Melax. Á Barði fæddist elsti son- ur þeirra en árið 1931 fluttust þau hjónin ásamt með nánasta vensla- fólki að Breiðabólstað í Vestur- Hópi þar sem séra Stanley tók við prestsskap. Á Breiðabólstað fædd- ust þeim önnur fjögur börn hvar af eiginkona mín er yngst. Einnig ólst upp á heimili þeirra hjóna Halldór Björnsson, sem var þeim fósturson- ur og ákaflega trygglyndur. Hann vann hjá þeim Stanley og Guðrúnu á meðan þau bjuggu á Breiðaból- stað, fluttist með þeim suður til Reykjavíkur þegar Stanley lét af prestsskap eftir 30 ára samfellda þjónustu á Breiðabólstað og var þeim ávallt mikil hjálparhella þótt hann byggi ekki lengur undir sama þau þá til Reykja- víkur í Ljósheima 4. Eftir lát eigin- manns, 20. júní 1969, bjó Guðrún ein á sama stað til 1993, er hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavfk sem var heimili hennar f sex og hálft ár. Börn þeirra eru þessi: Bragi, f. 1.9. 1929, búsettur í Kópavogi; Haukur, f. 24.2. 1932, búsett- ur í Calgary í Kanada; Guðrún, f. 26.6. 1933, búsett í Kópavogi; Jórunn, f. 9.12. 1935, búsett í Reykjavík; og Björk, f. 19.8. 1941, búsett í Reykjavík. Barnabörnin eru 17, barnabarnabörnin 20. Útför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. þaki. Halldór lést fyrir nokkrum árum. Búskapur þeirra hjóna á Breiða- bólstað var ekki mikill að vöxtum, a.m.k. ekki hin síðari ár, en umsvif- in á heimilinu eigi að síður mikil. Margvísleg félagsmálastörf fylgdu gjarna sveitaprestum og svo var um séra Stanley. Auk prestskapar- ins gegndi hann mörgum öðrum trúnaðarstörfum, var m.a. oddviti meðan hann þjónaði á Barði. Þá var gestagangur mikill, ekki síst á Breiðabólstað, þessu forn- fræga höfuðbóli þar sem lög voru fyrst færð í letur á íslandi og aldrei var þar svo haldin kirkjuleg athöfn að ekki væri öllum kirkjugestum boðið til stofu upp á veitingar, sem prestshjónin höfðu allan veg og vanda af. Hugtakið „risna" var þá ekki orðið til og varð prestsfrúin sjálf að annast allan matartilbúning og framreiðslu og taka allar góð- gerðir úr eigin búi. Margan svang- an munninn hefur hún Guðrún mettað. Þegar prestsskap séra Stanleys lauk árið 1960 fluttust þau hjónin ásamt yngstu dóttur sinni til Reykjavíkur og keyptu stóra og rúmgóða íbúð við Ljósheima þar sem þau bjuggu síðan. Stanley tók þá aftur til við skriftir, en hann hafði ritað nokkrar smásögur á sín- um yngri árum, m.a. til að afla sér fjár til náms, en hann var af fátæk- um kominn og barðist sjálfur áfram að mestu óstuddur. Bætti hann á þessum árum nokkrum sögum við safnið og birtist t.d. ein þeirra í sýnisbók um íslenskar smásögur, sem gefin var út skömmu eftir dauða hans en nokkrar bækur með smásögum eftir hann höfðu áður komið út. Guðrún hóf hins vegar störf utan heimilis og vann m.a. mörg ár við saumaskap á sauma- stofu þar sem meðfædd handlagni hennar og góð verkkunnátta komu sér vel. Eftir að Stanley andaðist árið 1969 bjó Guðrún áfram í Ljós- heimum þangað til árið 1993 að hún fluttist á Hrafnistu. Ég kynntist þeim hjónum, séra Stanley og Guðrúnu, ekki fyrr en nokkru eftir að þau fluttust til Reykjavíkur þegar ég kom á heim- ili þeirra í fylgd yngstu dótturinn- ar, sem síðar átti eftir að verða eig- inkona mín. Þau hjónin tóku mér opnum örmum og vildu allt fyrir mig gera, ekki síst Guðrún. Hún lét sér mjög annt um hag allra barn- anna sinna, maka þeirra og afkom- enda og rétti þeim oft hjálpandi hönd ef hún taldi þess við þurfa. Hún var ávallt hýr í viðmóti og glaðleg, vingjarnleg og góðgjörn og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Sá eitthvað gott í öllum. Guðrún var einstaklega félags- lynd og hafði gaman af að vera með fólki og innan um fólk. Þá hafði hún mikla unun af því að ferðast, þessi kona, sem mestalla sína ævi hafði búið við einangrun í afskekktum sveitum. Hún sló aldrei hendinni á móti því gæfist kostur á að fara í ferð, hvort heldur sem það var langt eða skammt, og vflaði aldrei fyrir sér neina erfiðleika í því sam- bandi. Komin hátt á áttræðisaldur ferðaðist hún með okkur hjónunum yfir hálfan hnöttinn og þótti lítið mál en hafði þó með sér heim nokkra steinmola úr Klettafjöllun- um svona rétt til minningar. Um ní- rætt brá hún sér með eldri borgur- um í Þórsmerkurferð því þangað langaði hana að komast. Nú er hún lögð upp í sína síðustu langferð, vel út hvíld eftir langan nætursvefn, og kemur þar að leiðarlokum. Guðrún Melax varð langlíf þó ekki væri hún alltaf heilsuhraust. Hún hélt andlegum kröftum sínum óskertum fram á síðustu ár en und- ir það síðasta var farið að bera nokkuð á minnistapi eins og eðhlegt hlýtur að vera um svo háaldraða konu. Hins vegar þekkti hún alltaf sína nánustu og var sér til fulls meðvitandi um umhverfi sitt. Lík- amsstyrk sínum hafði hún hins veg- ar tapað mikið upp á síðkastið og síðustu hérvistardagana var óðum af henni að draga þó ekki kenndi hún neinna þjáninga. Hún sofnaði á eðlilegum tíma sunnudagskvöldið 25. júní en vaknaði ekki aftur. Klukkan sjö morguninn eftir leið hún á brott. Að lifa og deyja, það er lífsins saga. Gömul kona, sem lifað hafði langa ævi, hefur kvatt lífið. Hún fékk friðsælan dauðdaga, þökk sé Guði fyrir það. Henni fylgja kveðj- ur og þakkir. Um hana lifa áfram góðar minningar. Sighvatur Björgvinsson. Eldurerbestur með ýta sonum og sólar sýn, heilyndi sitt, ef maður hafa náir, án við löst að lifa. (Hávamál) Með örfáum orðum langar mig að minnast ömmu minnar er kvatt hefur þennan heim að lokinni langri og farsælli lífsgöngu. Eg man eftir henni ekki síðar en ég kom til sjálfs mín, um tveggja ára aldur. Um þær mundir mun ég hafa verið gestur á heimili afa og ömmu stöku sinnum og sú bernskuminning sem hefur lifað með mér og er líklega fyrsta minning sem ég hef af sjálfum mér er frá heimili þeirra hjóna. Ég minnist þess að ég sat fyrir framan dyrnar að kontór afa míns, sem þá var enn lífs, og stritaðist við að komast inn um dyrnar að þessu dularfulla herbergi. Þá birtist ein- hver hönd og leiðir mig burt frá þessum stað og inn í annan þar sem bíður mikið gnægtaborð. Sú hönd sem mig leiddi þangað var líklega fyrsta hlýja höndin sem ég fékk notið. Hugmyndir mínar um ömmu hafa æ síðan verið tengdar þessari minningu með einum eða öðrum hætti. Hún var sú kona sem gaf af sjálfri sér það besta sem hún átti og fyrir það ber að þakka að leiðarlok- um. Séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi orti minningarljóð um móðurömmu ömmu minnar er hét Guðrún Kortsdóttir. Oft er sagt að menn vitji nafns síns. I þessu til- viki er ég ekki í vafa um að svo hafi verið því sú lyndiseinkunn sem lýst er í kvæði séra Friðriks er sem bautasteinn um ævi ömmu minnar: Ávallt ör þín hönd, öðrum bjargir vann, skjól og skjöidur varst þeirra er skelfdi raun, tárin þrauta þung þerra tókst þér vel. Fúsustáþaðeitt öðrum líkn að tjá. Börnþínbindakrans blítt á leiðí þitt, þar er þökkin best þekkast blóm í sveig. Þar er rósin rauð ríkafkærleiksgnótt, „gleym mér ei" þar er undið táradógg. Þinn Kári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.