Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 59
 '-* MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 59 i I i ILfWl Dagbók lögreglunnar í Reykjavík verslunarmannahelgina Fátt fólk í borginni en erill talsverður TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni um helgina en bókanir í dagbók voru alis um 730, auk mjög mikillar vinnu við ýmislegt eftirlit. Lögreglan var með sérstakt eftirlit á ómerktum bílum til að stugga við þjófum. Aðeins voru 5 innbrot í hús um helgina þar af 3 í íbúðarhúsnæði en nokkur innbrot voru í bíla. Þá voru lögreglumenn vakandi fyrir fíkniefnameðferð og fundust fíkni- efni í nokkrum bifreiðum sem stöðv- aðar voru í eftirliti. Fátt fólk var í miðborginni að- faranótt laugardags, talið vera um 700 manns þegar flest var á milli kl. 3 og 5. Ölvun var ekki mikil, ástand- ið þokkalegt og unglingar ekki áberandi. Einn maður var handtek- inn fyrir líkamsárás og 3 vegna ölv- unar. Þrír menn voru fluttir á slysa- deild vegna átaka milli manna. Nokkur veitingahús nýttu sér heim- ild til að hafa opið eftir kl. 3. Svipaður fjöldi og líkt ástand var í miðborginni aðfaranótt sunnudags og var fólk að tínast að langt fram eftir nóttu. Fimm manns voru hand- teknir vegna ýmissa mála. Uppúr hádegi á mánudag var margt fólk komið í Fjölskyldugarðinn í Laug- ardal og þar í kring og naut veður- blíðunnar í ríkum mæli. Umferðin Mikil vinna var hjá lógreglu við að greiða fyrir umferð og hafa eftir- lit með henni í nágrenni borgarinn- ar um helgina. Umferðin gekk yfir- leitt mjög vel og hegðun ökumanna góð. Þó voru 56 skráðir fyrir of hraðan akstur, þar af tveir sem voru á yfir 140 km hraða á Suður- landsvegi aðfaranótt þriðjudags. 27 voru grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Bifreið var ekið á barn í Reyrengi á föstudag. Barnið hafði staðið aftan við bifreiðina þegar henni var ekið afturábak. Barnið hlaut áverka á höfuð og víðar og var flutt á slysa- deild. Ekið var á mann á reiðhjóli á Einarsnesi á laugardag. Maðurinn var ekki talinn mikið slasaður og var fluttur á slysadeild. Líkamsmeiðingar og slys Fjórir menn réðust á mann á Laugavegi aðfaranótt sunnudags. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á höfði og kvið. Arásar- mennirnir voru handteknir stuttu síðar og fannst amfetamín á einum þeirra. Köttur réðst á barn í Stóragerði á sunnudag. Barnið var klórað í and- liti og með bitför á hálsi. Það fékk að fara heim eftir skoðun á slysa- deild. Kona sem var á leið niður Esjuna síðdegis á mánudag missteig sig illa og gat sig ekki hreyft. Björgunarsveitir fóru á fjór- um jeppum, sóttu konuna og fluttu á slysadeild. Innbrot og þjófnaðir Á laugardag var tilkynnt um inn- brot í leikhús í Mosfellsbæ. Þar var stolið hljómtækjum. Á laugardagskvöld kom maður á lögreglustöðina og tilkynnti að tveir nafngreindir menn hefðu stolið frá sér nokkrum tugum þúsunda króna. Annar mannanna var fljótlega handtekinn. Síðar um helgina til- kynnti annar maður um þjófnað á veski með verulegri^ peningaupp- hæð á veitingastað. Á laugardags- kvóld fór þjófavarnakerfi í gang í verslun í austurborginni. I ljós kom að ung stúlka hafði verið á salerni þegar versluninni var lokað og kerf- ið sett á. Næturverðir handtóku tvo menn í hraðbanka í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Þeir höfðu ætlað að taka út peninga en bank- inn hafnað kortinu og ekki skilað því aftur. Mennirnir höfðu reiðst og farið að sparka í bankann. Snemma á mánudagsmorgun var tilkynnt um mann sem hafði brotist inn í hús við Suðurgötu, ruðst þar inn í íbúð, brotið og bramlað og valdið tals- verðum skemmdum. Kona hafði flú- ið úr íbúðinni og út í næsta hús. Maðurinn var handtekinn eftir nokkur átök. Síðdegis var tilkynnt um innbrot í íbúð í Hamrahverfi. Þaðan var stolið peningaskáp og skartgripum. Þá var tilkynnt um innbrot í íbúð í Mýrahverfi. Þaðan var stolið ýms- um verðmætum tækjum. Annað Lögreglan var kölluð í íbúð í aust- urbænum síðdegis á föstudag en þar hafði verið farið inn og eyðilögð ýmis verðmæt tæki. Astæðan mun vera deila milli manns og konu um Utsala Skólatöskur, pennaveski, stílabækur, pocketbækur, ferðabæklingar o.fl. fjf LARUSAR BLÓNDAL %%$?£** fjármál og er maðurinn grunaður um verknaðinn. Lögreglumenn á eftirlitsferð í Holtaseli sáu bifreið með opinn glugga. Við athugun kom í ljós seðlaveski inni í bifreiðinni. Lög- reglumennirnir tóku seðlaveskið, lokuðu glugganum og læstu bifreið- inni. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um tvær ungar stúlkur sem hefðu vaðið upp undir hendur í sjónum við Eiðsgranda. Þær voru reknar heim til sín. Bifreið var stöðvuð í almennu eftirliti síðdegis á mánudag og fannst nokkuð af landa í „sölu- pakkningum" í bifreiðinni. ELDASKALINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Persónulega eldhúsið llwwH.S vS'WWtw^Ss^ «.™W Að Hfa með slieftiinm - Englaraddir í Tékklamti - Föndur fyrfe- alla - tambalundir nteð humrí á grlilift - Stenslar^ i tteimilíd Til tannlæknis í fyrsta^ skipti - Hjmi elnlilsintí KUKKUD Kappá mniii TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI NÓATÚN 17 T S. 511 4747 FILA adidas iii FiveSeasons KlLMANOCK* casall LUHTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.