Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Forvitnilegar bækur
Georges Perec w ort 1 THE MEMORV OF CHILDHOOD
¦ :
a major atldition to tHc Pcicv' rauon ín Riij^is.!i"
Eitthvað
sem ekki
er sagt
W, Or the Memory of Child-
hood, sjálfsævisöguleg skáid-
saga eftir Georges Perec í þýð-
ingu Davids Bellos. Collins Har-
vill gaf út 1988.164 síður. Keypt
í Máli og menningu.
FRANSKI rithöfundurinn Ge-
orges Perec var sérlundaður og
lék sér að hinu ómögulega, til að
mynda að skrifa skáldsögu þar
sem ekki var að finna bókstafinn
e, en hann setti sér að skrifa verk
í sem flestum stílum og stílbrigð-
um og komst býsna langt með
það áður en hann féll frá langt
fyrir aldur fram 1982.
Perec fæddist í París 1936.
Foreldrar hans voru gyðingar en
faðir hans fórst í hernaði 1940 og
móðir hans lenti í klóm nasista
1943 og endaði ævina í
Auschwitz. Drengnum var komið
undan til Grenoble og ólst upp
hjá frændfólki.
Sú bók Perecs sem hér er gerð
að umtalsefni, W, er að hluta
sjálfsævisöguleg, en þó óvenjuleg
ævisaga sem fléttar saman óljósu
ævintýri og ólýsanlegum harm-
leik, en bækur Perecs byggjast
oft á einhverju sem ekki er sagt
og jafnvel ekki gefið í skyn.
W hefst þar sem segir frá
ónefndum manni sem er að reyna
að rekja minningaþráðinn aftur
til uppruna síns, til eyjarinnar W.
Kaflar sem segja frá leit hans og
síðan eynni sem hann leitar að,
skiptast á við kafla þar sem Per-
ec rekur brot úr æsku sinni. Áður
en langt um líður er sagan farin
að segja frá Gaspard Winkler,
daufdumbum pilti sem verður
skipreika undan Góðrarvonar-
höfða. Ungum manni, sem heitir
líka Gaspard Winkler, er fahð að
leita hans og kemst á snoðir um
eyjuna W. Framan af virðist sem
þar sé íþróttahugsjónin í háveg-
um, en annað á eftir að koma á
daginn og smám saman verður
þessi sakleysislega saga sem
fléttast saman við æskuminning-
ar Perecs að ógnvekjandi harm-
leik, íþróttahugsjónin að ólýsan-
legri martröð.
Á kápu bókarinnar er mynd
frá Rue Vilin í París, götunni þar
sem Perec ólst upp og var þaðan
merkilegt útsýni yfir París. í
heimsókn til Parísar fyrir nokkr-
um árum leitaði ég uppi Rue Vil-
in og komst að því að af þeirri
götu er ekkert eftir nema lítill
stúfur; hitt hefur verið lagt undir
almenningsgarð, sem Perec hefði
sjálfsagt þótt viðeigandi.
Árni Matthíasson
Ævi og störf Williams Shakespeares
ÁHRIFAVALDAR í LÍFI
LEIKRITASKÁLDS
Ævi margra leikritaskálda fyrri
alda er sem óskrifað blað fyrir nú-
tímafólki þótt þau hafí samið mörg
merkustu og vinsælustu verk sem
sett eru á fjalirnar enn þann dag í
dag. En að baki goðsögninni er
sönn saga sem margir hafa freistað
að draga fram í dagsljósið.
HANN fann hvorki lækningu
við plágum sem herjuðu á
mannkynið né bjargaði því frá
fátækt og þrældómi. Engu að
síður kusu hlustendur BBC út-
varpsstöðvarinnar leikrita-
skáldið William Shakespeare
göfugasta fulltrúa þess árþús-
unds sem senn rennur sitt skeið
á enda. Ævisagnaritarinn Park
Honan safnaði saman ýmsum
upplýsingum um ævi, störf, ná-
granna og heimabæ skáldsins
og gaf út bókina Shakespeare -
A Life. Honan aflaði sér heim-
ilda víða og með því að skoða
gögn um bæinn Stratford-upon-
Avon þar sem skáldið ólst upp
komst hann meðal annars að
því að hjónaband hans, nítján
ára gamals, og Önnu Hathaway,
sem var sjö árum eldri, þótti
ekki óvenjulegl á 16. öld í þeim
landshluta.
Áhrif heimahaganna
í rannsókninm studdist Hon-
an meðal annars við skjöl og
aðrar heimildir um það um-
hverfi sem Shakespeare ólst
upp í í Stratford. Með því móti
tókst honum að finna raunveru-
legar heimildir fyrir mörgu því
sem kemur fram í leikritum
hans. Honan færir meðal ann-
ars rök fyrir því að áin Avon
hafi haft mikil áhrif á
Shakespeare á unga aldri sem
voru áhrifum Thames fljót.sins
seinna meir mun yfirsterkari.
Móðir hans, Mary, var stdr-
kostleg kona og ævi hennar og
fjölskyldan hafði eflaust tölu-
verð áhrif á skáldið. En verk
hans voru ekki alltaf byggð á
eigin reynslu heldur virðist sem
hann hafi átt auðvelt með að
ímynda sér fjarlægar slóðir og
forna menn en á þeim tíma var
erfiðleikum bundið að ferðast.
Nefna má sérstaklega hvað
honum tekst vel að lýsa því þeg-
ar elskendur horfa hvor á ann-
an við undirleik sjávarfallanna í
54. sonnettunni án þess að hafa
nokkru sinni augum litið svo til-
komumikil sjávarföll í Lancas-
hire.
Leikhúsið og Iífið
Ljóst er að líl' skáldsins hafði
mikil áhrif á leikritin og öll
verk hans. Árin sem Shakespe-
are dvaldi í London reynir Hon-
an hins vegar ekki að tengja í
jafn miklum mæli við starfið,
vegna þess að honum virðist
samkvæmt heimildum sínuin að
stórborgarlífið hafi haft minni
áhrif á hug hans en flestir t.elja.
Honan kemst hins vegar að
þeirri niðurstöðu í bókinni að
aðgangur að virtu leikhúslífi
London þessa tíma hafi verið
grýttur og erfiður og því ekki á
allra færi en Shakespeare bjó
vel að því að hafa verið í skóla
sem stjórnað var af manni,
fæddum í höfuðborginni.
Fræðimenn hafa lengi reynt
ÞESSI mynd af
William Shakespe-
are var á titilblaði
heildarútgáfu leik-
rita hans frá árinu
1626, tíu árum eft-
ir að hann Iést.
Forvitnilegar bækur
aflj
||:; W H
i ¦*á t ^^¦fl i
LaJP / JB 1 ii |i Kfff ¦A f
weSt il Él 1 W ***'• '^í
i'Lw -''^H
Ljótur
heimur
Hotel Sarajevo Skáldsaga. Höf-
undur: Jack Kersh. 240 bls. Turtle
Point Press, New York, 1997. Ey-
mundsson. 1.795
krónur.
f KVIKMYNDINNI Ástfanginn Shakespeare leikur Joseph Fiennes
er í ritkreppu þar til hann verður ástfanginn.
að fylla í eyður lífshlaups
Shakespeares í von um að finna
áhrifavald megnugri en hugs-
anir hans, frjdtt ímyndunarafl
og tilfinningar. Honan aðhyllist
helst þá kenningu að unglings-
árin hafi verið helstu mótunar-
ár Shakespeares, þá var hann
leikari, tónlistarmaður og að-
stoðarkennari í rómversk-kaþ-
ólskum skóla.
I riti Meredith Skura,
Shakespeare the Actor er þessu
einnig haldið fram og að þörfin
fyrir að gleðja aðra og leiklist-
aráhugi hans hafi orðið til þess
að hann fór sjálfur að skrifa
leikrit. Þó hafi strangt uppeldi
og ákveðnar leiðbeiningar í
heimavistarskólanum sem hann
gekk í orsakað það snúna orða-
lag og smámunasemi sem Hon-
an telur greinanlegt í fyrstu
verkum hans.
Var Shakespeare
ástfanginn?
Margir halda því fram að rit-
höfundar „semji" í raun ekki
verk sín heldur skrifi um líf sitt
og með því að lesa leikrit
Shakespeares sé mögulegt að
skoða I íf hans og kynnast hon-
um persónulega. Kvikmynda-
handrit Toms Stoppards og
Marc Norman af „Shakespeare
in Love" eða Ástfanginn
Shakespeare, er fékk
Oskarsverðlaun sem besta
myndin fyrr á þessu ári, notfær-
ir sér að nokkru leyti þessa goð-
sögn. í handritinu er gengið út
frá því að Shakespeare hafi lif-
að og hrærst í verkum sínum,
varla átt líf utan leikhússins og
fengið innblástur sinn þaðan.
Handritið er að litlu leyti byggt
á heimildum heldur Iíkt og
mörg leikrita Shakespeares
sjálfs er ofin sannfærandi saga
um persónur og atburði þess
tíma.
Honan efast hins vegar um að
leikhúsið hafi verið jafn stór
hluti af hversdagslegu lífi
skáldsins og ráða má af mynd-
inni Ástfanginn Shakespeare.
Hann vill jafnvel ganga svo
langt að færa afmælisdag
Shakespeares til 22. apríl í stað
þess 23. eins og flestir tejja.
Iioniim finnst draunverulegt og
of ijóðrænt að Shakespeare hafi
látist á degi heilags Georgs líkt
og Júiíus Cesar á afmælisdegi
símim. Fleiri fræðimenn hafa
velt þessu fyrir sér og margir
eru sammála um að dagur
heilags Georgs sé hvorki fæð-
ingar- né dánardagur hans, því
það var aldrei skráð og því
ágiskun ein.
Enginn veit nákvæmlega
hvað orsakaði dauða Shakespe-
ares en sagan hermir að hann
hafi fengið háan hita eftir að
hafa sýkst af völdum óhreins
drykkjarvatns. Honan telur að
taugaveiki hafi dregið hann til
dauða er hann hafði drukkið
daunillt lækjarvatnið sem rann
frá heimili hans í Stratford út í
spegilslétta Avon ána í bænum
Stratford á hans bernskuslóð-
um, þar sem hann eyddi síðustu
árum ævi sinnar.
ALMA er
fjórtán ára.
Hún hefur
aldrei skihð
stríðið. En hún
er óbeinn þátt-
takandi í því -
hún er fórnar-
lamb. Hún hef-
ur hreiðrað um
sig, ásamt jafn-
öldrum sínum, í
yfirgefnu hót-
eli; Hótel Sara-
jevo. Hún býr
til sögur í hug-
anum til að
stytta sér
stundir. Hún
leikur sér með
dúkkuna sína.
skáldið sem Henni var einu
sinni nauðgað.
Hún saknar í
raun einskis nema þess að geta
farið í sturtu. Og fær ekki lengur
ís eða pitsu, bara kartöflur eða
köld hrísgrjón. Og hún hefur
þurft að grafa vinkonu sína í holu
í garðinum.
Hótelið er athvarf - vin í eyði-
mörk - en um leið fangelsi og
kirkjugarður. Hótelbúarnir eru
saklaus börn í fyrstu en herðast
við hremmingarnar. Fólk breyt-
ist í stríði. Hláturinn hættir og
jafnvel gráturinn Mka. Lífið öðl-
ast nýja merkingu þegar berjast
þarf fyrir því. Það fær Alma að
reyna. Saga hennar er þroska-
saga. Hún er bara barn í fyrstu
en fullorðnast alltof fljótt. Heim-
ur hennar hrynur hvað eftir ann-
að og hún verður að finna leið til
að brotna ekki saman. Kannski
er best að hugsa ekki neitt. Og
sakna einskis.
Sagan er átakanleg, en hlaðin
æskuþrótti og draumum. Hún
lýsir ljótum og andstyggilegum
veruleika en er þó full af fegurð
sem ætti að vera erfitt að koma
auga á í miðju stríði. Þetta er
áhrifamikil bók sem kennir okkur
margt um lífið. Það skiptir engu
hvar stríðið er, eða um hvað er
barist - stríð er alltaf stríð. Og
bitnar á þeim sem ekki eiga það
skilið. Ölmu dreymir um að geta
klappað saman lófunum og þá
væri stríðið búið, rétt eins og
hver annar leikur. Eg vildi bara
að hún gæti það.
Silja Björk Baldursdóttir