Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 70
MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Fráleitt prinsinn á bauninni ÞESSI rússneski her- maður vflar ekki allt fyrir sér og brosir kvalafullu brosi í átt að ljósmyndaranum þegar félagar hans mölva steinsteypu- klump á brjóstholi hans þar sem hann liggur væntanlega ekki í þægilegri stell- ingu á gaddabekk einum ógurlegum. Tiltækið er liður í hátíðarhöldum sem haldin eru ár hvert á öðrum degi ágúst- mánaðar þar sem hermenn sýna hæfni sína á ýmsum sviðum í Mar’ina Gorka sem er 65 km frá borginni Minsk. Eiginleikar sem engin önnur sólarvörn státar af PRODERM er fyrsta sólarvörnin sem skráð er af heilbrigðisyfirvöldum ESB sem læknisfræöileg sólarvörn. Feríiaskrilslofa sluúenla v/Hringdraul V Windows, Word og Excel V Windows 95/98 V Outíook, tímareiða og póstur V Word ritvinnsla V Word fyrir lengra komna V Excei töflureiknirinn V Excel framhaldsnámskeið V PowerPoint glærugerð V Internetíð V Vefsíðugerð V Access gagnagrunnurinn V Vefsfðugerð fyrir kennara V Námsefnisgerö fyrirkennara V Netumsjón í skólum V Námskelð fyrlr 9-15 ára I V Námskeið fyrir 9-15 ára II V Windows NT netumsjón V Fjarnám Námskeið í allt sumar! T ölvunámsketö Itarlegar upplýsingar á vefnum 77 námskeið í boði á tímabilinu júní til ágúst (sjá lista til hliðar). http://www.tv.is/skoli/ Tilboð og fréttir í Netklúbbi TV Skráðu þig í netklúbbinn okkar og fáðu send reglulega tilboð, fréttir og hagnýt ráð um tölvunotkun. http://www.tv.is/netklubbur/ Yfir 3000 manns sóttu námskeið hjá okkur 1998 Námskeiðspunktar veita aukinn afslátt 30 daga símaþjónusta innifalin Góð staðsetning næg bflastæði Skiptistöð strætisvagna rétt hjá Höfum boðið námskeið fyrir böm og unglinga í 11 ár, lengur en nokkur annar Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 • Reykjavík • sími 520 9000 m o £ £ £ ERLENDAR oooooo Helgi Páll Helgason fjallar um tónlistina úr kvikmyndinni Notting Hill. Hugljúft með rómantísku ívafí EIN af stóru sumarmyndunum í ár er kvikmyndin Notting Hill, en hún segir frá því hvernig breskur meðaljón og heimsfræg bandarísk leikkona hittast í London og verða ástfangin. Tónlistin úr myndinni er ekki af verri endanum og meðal flytjenda má finna stór nöfn eins og Shania Twain, Elvis Costello og fletri þekkta. Flest lögin á diskinum eru róleg með rómantísku ívafi að undan- skildu gamla rokklaginu „Gimmie Some Lovin“ sem flutt er af Spencer Davis Group. Eitt það besta sem diskurinn hefur upp á að bjóða er hugljúft lag sem kallast „When You Say Nothing At All“ og er flutt af Ronan Keating. Góður söngur, skemmtilegt undh-spil og vel saminn texti gera það að einni helstu ástæðunni fyrir því að eigna sér þennan disk. Sveitasöngkonan ofurfagra Shania Twain fylgir því fast á eftir með lagi sínu „You’ve Got A Way“ sem er hér í skemmtilega endur- hljóðblönduðum búningi. Lagið er einstaklega rólegt og þægilegt og sýnir hversu góða söngrödd Shania hefur, enda á hún gríðarlegum vin- sældum að fagna. Elvis Costello á líka ágætis lag sem heitir einfald- lega „She“ og ætti að vera öllum sem séð hafa myndina minnisstætt þar sem það kom fyrir oftar en einu sinni í henni, meðal annars í byrjun. Tvö lög sem ekki var að finna í myndinni fylgja síðan í kaupbæti, en það eru „Born to Cry“ með Is- landsvinunum í Pulp og ,Ain’t No Sunshine" í flutningi Lighthouse Family, en það lag má að vísu einnig finna á diskinum í heldur meira gamaldags flutningi Bill Withers sem eflaust er eldri upp- taka. Báðar útgáfurnar eru ágætar en þó féll sú fyrmefnda betur í kramið hjá mér, þökk sé skemmti- legri takti og flóknara undirspili. Flest lögin eru frekar nýleg en það eru þrjú eldri lög á diskinum. Tvö þeirra hef ég þegar nefnt og það þriðja er „How Can You Mend A Broken Heart“ með A1 Green sem er gamalt blúslag eins og nafnið gefur sterklega til kynna. Hljómsveitirnar 98 Degrees og Another Level eiga einnig hvor sitt lagið á diskinum, bæði þokkaleg en hvorugt sérlega grípandi. Að lokum má ekki gleyma að nefna tvö stef sem voru sérstaklega samin fyrir myndina. Öll þessi lög mynda fjöl- breytta heild sem á ágætlega við þema myndarinnar, en það er í hnotskurn að ástin geti verið nógu sterk til þess að brúa þá félagslega gjá sem liggur á milli aðalpersón- anna. Það verður að viðurkennast að ég hafði enga tröllatrú á diskinum þeg- ar ég fékk hann í hendur en hann kom mér skemmtilega á óvart. Samt er rétt að ítreka að hann á varla er- indi til annarra en þeirra sem kunna að meta ljúfa og rólega tónlist. Olivia Newton-John aftur á ferð BRESKA söng- og leikkonan Olivia Newton-John er eflaust þekktust fyrir túlkun sína á Sandy í kvikmyndinni Grease þar sem hún lék á móti John Travolta. Hún hefur nú haldið sig til hlés um skeið enda átt við erfið veikindi að stríða. Hún segir að líkami hennar hafí verið sáttur við hvfldina, sem hún tók sér árið 1992 eftir að hafa unnið bug á bijóstakrabba- meini, en andinn ekki. „Ég vaknaði á nóttunni með lög í höfðinu," segir hún og úr þess- um andvökunóttum varð svo breiðskífa sem kom út árið 1994 og ber heitið „Ferð einn- ar konu“. Nú fylgir hún breiðskífu sinni eftir með tónleikaferð sem hófst um síðustu helgi og segist hún vera mjög ham- ingjusöm og að hún sé þakklát fyrir sérhvem dag. Á tónleik- unum á ferð sinni flytur hún ýmislegt fleira en lögin af nýj- ustu breiðskífu sinni, þar á meðal lög frá „Grease“-tíma- bilinu og syrpu af lögum sem hún helgar minningu Johns Denver, Karen Carpenter og Lindu McCartney, „fólki sem tapaði baráttunni sem ég sigr- aði“, eins og hún orðar það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.