Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 39
+
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1999
39*
)g þjóðvegir komnir í samt horf
HLAUPVATNIÐ kom úr lóni við sporð Brúarjökuls.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
l1
/8
Hvarínalindir '
Dyngju- m$ik-\Hrúarjökull\
jokull My
íV\| Hlaupið kemur úr
I lónum í Brúarjökli
Morgunblaðið/Golli
MEÐAN hlaupið stóð sem hæst sást vart í Dettífoss,.
svo mikill var straumþunginn.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
KATLARNIR sem jökulvatnið lujóp úr séðir úr lofti.
Morgunblaðið/Eygló Harðardóttir
REGÍNA Hreinsdóttir og Kári Kristjánsson, landverðir í Herðubreiðarlind-
um, virða fyrir sér bekk sem stóð á tjaldstæðinu en barst burt með ánni.
Morgunblaðið/Golli
FJÖLDI fólks var austan við Jökulsárbrúna í Kelduhverfi. Eins og sést á myndinni er farið að seytla yfir
varnargarðinn og örskömmu eftir að myndin var tekin var veginum lokað og vatnið fór að flæða yfir.
hissa hvað menn komu langa leið til
að skoða þetta fram eftir nóttu. Ég
varð var við að bflar kæmu alla leið
frá Egilsstöðum bara til þess að sjá
þetta og þá fóru þeir niður að Detti-
íbssi líka."
Setur að mér hroll þegar
vex í Kreppu
Guðni Oddgeirsson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar á Raufarhöfn,
sagðist hafa frétt um hádegi á
sunnudaginn í útvarpi að „það væri
eitthvað að gerast í Kreppu. Það
setur afltaf að mér háifgerðan hroll
þegar ég frétti að það vaxi í Kreppu
því þá veit ég nokkurn veginn hvað
bíður mín niðri í sveitum. Við vorum
komnir í viðbragðsstöðu niðri í Öx-
arfirði um kvöldmatarleytið og þá
var lögregla líka komin. Um mið-
nættið var veginum lokað. Það hafði
verið beint umferð til okkar eftir að
efri brúin lokaðist og eftir því sem
best er vitað hafði allt sloppið yfir
þegar við lokuðum brúnni. Síðan
gerðist þetta allt mjög hratt. Um 50
metra skarð rofnaði í veginn en við-
gerðir gengu fljótt fyrir sig og hægt
var að hleypa á veginn um klukkan
hálffimm á mánudag að nýju eftir að
sjatnað hafði í ánni."
Auk vegaskemmdanna tók af í
heilu lagi um 40 metra timburbrú á.
stálbitum, sem lá yfir Sandá á Aust-
ursandsvegi í Öxarfirði. Brúna rak í
heilu lagi á haf út og síðan út á Öxar-
fjörð að Kópaskeri þar sem björgun-
arsveitarmenn frá Kópaskeri sóttu
hana á haf út og færðu að landi. Brú-
in liggur nú við bryggju í Kópaskeri
en er ónýt að sögn Guðna.
Þrír bæir vegasambandslausir
Akvarðanir um viðgerðir verða
teknar á næstu dögum en þrír bæir
eru vegasambandslausir; Ærleggjar-
sel I og II og Skógar. „Það er vega-.
sambandslaust við þá og þeir eru ein-
angraðir," sagði Guðni. „Hins vegar
er göngubrú við fiskeldisstöðuna Silf-
urstjörnu í Öxarfirði og jeppaslóð,
sem liggur frá henni heim á þessa
bæi. Þannig að fólkið kemst yfir en
það fara engir flutningar fram."
Hann sagðist ekkert vilja tjá sig í
gær um hvaða áform væru um við-
gerðir í stað brúarinnar en sagði það
til skoðunar hjá tæknimönnum í
Reykjavík.
Áhyggjur af Skjálftavatni
„Einhvern alnæsta dag verður far-
ið í skoðunarferð þarna. Það fóru
girðingar, malarhaugar og það þarf^
að skoða varnargarða en ég held þeir
hafi ekki farið. Það er t.d. varnar-
garður, sem ver Skjálftavatnið í
Kelduhverfi. Menn sáu engin merki
um að hann hefði haggast en ef hann
skyldi gefa sig mundi það valda
mönnum verulegum áhyggjum og
satt að segja var maður farinn að
hafa svolitlar áhyggjur þarna um
nóttina. Þá myndi áin ryðjast í
Skjálftavatnið og væntanlega svipta í
sundur veginum niður í Vestursand í
Kelduhverfi og þá veit maður ekki
hvað er í hættu. Þar er seiðaeldisstöð,
spennistöð og bæir. Menn vilja ekM
hugsa til þess hvað þá gæti gerst."
Guðni hefur verið við vegagerð á
þessum slóðum síðan 1966 og segir
þetta hlaup það langstærsta sem
hann hefur séð. Katlarnir í Brúar-
jökli tæmi sig reglulega án þess að
það þyki í frásögur færandi. „Síðasta
stóra hlaup var 1996, líka um versl-
unarmannahelgi. En ég minnist þess
ekki að vegur hafi orðið fyrir skakka-
föllum á þessum árstíma nema 1996
og núna. 1996 rauf áin veginn á sama
stað í Kelduhverfinu en gerði ekM
mikið meira af sér þá. Þá var Sand-
árbrúin á síðasta snúningi en ég gat
náð í nokkra bfla sem voru hlaðnir af -
stórgrýti þannig að við gátum sturt-
að með stöpli og bjargað henni þá.
Núna var engum vörnum við komið
enda var þetta miklu meira á stutt-
um tíma; fyllan var meiri og þetta
varð miklu dýpra."
Mesta hlaup frá 1903?
„Ég hef heyrt að síðasta svona
stóra hlaup hafi verið 1903. Það sem
styður það er að í hlaupinu 1996 fór
af stað brúarstöpull undan gömlu
Jökulsárbrúnni, sem stendur rétt
ofan við núverandi brú og var smíð-
uð 1907 og stóð þar til 1957. Stöpull-
inn stóð kyrr á sínum stað frá 1907
til 1996; þá fór hann að hallast og,_
núna fór hann á flakk og hreyfði sig
til. Þetta segir manni það að senni-
lega hafi ekki komið svona mikið
hlaup á þeim tíma."
Sigvaldi Arnason, hjá vatnamæl-
ingadeild Orkustofnunar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að stærð
þessa hlaups væri ekki ósvipuð og ár-
ið 1996. Hins vegar væri rennslið
mun meira en í hlaupunum 1996 og
1991 vegna þess hve mikið var í án-
um fyrir. „Það var lfka óvenjulegt að
þetta kemur óvenjuhratt fram núna.
1991 og 1996 voru hlaupin tvo sólar-4
hringa að koma fram en þetta kemur
fram á einum sólarhring. Það þýðir
að þetta kemur fram eins og flóð-
bylgja og mig grunar að hámarks-
vatnsrennsli hafi verið meira en áður
yfir svo stutt tímabil." Sigvaldi sagði
að menn frá Orkustofnun myndu á
næstunni fara að mælum stofnunar-
innar við Jökulsá til að gera við^
skemmdir og til að nálgast gögn.