Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nybylavegi 12, simi 554 4433 Taktu þátt í Stjörnustríðsleik á mbl.is. og kynntu þér allt um nýju Stjörnustríðsmyndina á stórglæsilegum Stjörnustríðsvef. Svörin finnur þú í Stjörnustríðsblaðinu. Þú getur unnið: Ferð fyrir tvo til London með Samvinnuferðum Landsýn Miða á kvikmyndina Star Wars tölvuleik • Star Wars kvikmyndatónlist m Star Wars bol eða húfu frá Skífunni Á næstunni verður frumsýnd stórmyndin Stjörnustríð - fyrsti hluti: Ógnvaldurinn. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Liam Neeson, Ewan McGregor, Natalie Portman, Jake Lloyd og lan McDiarmid. Samvinnuferðir Landsýn Fjórar nýjar spurningar koma f hverri viku á mbl.is. Geymið Stjðmustrfðsblaðíð! Þorir þú? ^mbl.is —At-LTJ*^ EITTH\#K£> A/ÝTT- S-K-l-F-A-N Skógareldar í nágrenni Stokkhólms Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MIKLIR þurrkar í Svíþjóð undan- farnar vikur hafa leitt tÖ stórfelldra skógarelda, einkum í kringum út- hverfi Stokkhólms, en engin íbúðar- svæði eru í hættu eins og er. Eins manns er saknað. I gær brann á þremur stöðum og virtust eldarnir illviðráðanlegir. Þrír rússneskir sendiráðsmenn í skógarferð með hópi barna voru stöðvaðir í gær þar sem grunur var um að óvarleg hegðan við glóðirnar hefði valdið nýjum bruna. Sænska veðurstofan hefur ráð- lagt bæjarfélögum á mestu þurrka- svæðunum að setja á tímabundið bann við að kveikja eld. Allt bendir þó til að það fari að rigna í lok vik- unnar en óvíst er hvort það dugir til að væta skraufþurran gróðurinn svo um munar. Tah'ð er að samtals hafi 400 hekt- arar skóglendis brunnið og mun það hafa mikil áhrifa á gróður og dýralíf þessara svæða. Skógfræðingar segja þó að brunarnir geti haft góð áhrif á skóginn. Það sé í raun óeðli- legt ástand að skógarsvæði brenni aldrei. Neftóbaksþurr gróður Mjög lítið hefur verið um úrkomu í Mið- og Suður-Svíþjóð allan júlí- mánuð. Veðurstofan fylgist með þurrki og flokkar svæði í fimm stig eftir hversu mikill þurrkurinn er. Það þurrasta er „neftóbaksþurrt" en í ár hefur sjötta flokknum verið bætt vip, sem er þá þurrara en nef- tóbak. I þeim flokki teljast nú svæði á Gotlandi og austurströnd Svíþjóð- ar í kringum Stokkhólm. Um leið er brunahættan gífurleg og ekki þarf nema lítinn neista til að allt fari í bál og brand. Megnið af slökkviliði Stokkhólms hefur barist við eldana undanfarna sólarhringa ásamt liðstyrk frá hernum, samtals um 200 manns. Brunnið hefur við þjóðgarðinn í Tyrsta og við griðland í Nacka. Tekist er á við eldinn með því að ryðja belti í skóginn til að hindra útbreiðsluna, fara með slöngur inn í hann til að slökkva eldana og eins fljúga herþyrlur með vatn í risa- stórum sekkjum yfir eldana og kasta því yfir. Einn af þeim sem mun sakna skógarins við Nacka er Ingvar Carlsson, fyrrverandi forsætisráð- herra Svía, en hann hefur búið í Nacka, úthverfi Stokkhólms, síðan 1962. I viðtali við Expressen segist hann fylgjast með eldinum með sorg í hjarta því þar eigi hann mörg spor. Það hafi ævinlega verið sér hjálp á erfiðum stundum að ganga um skóginn og hugsa málið. Það taki skóginn langan tíma að ná sér aftur, svo hann muni tæplega lifa það að sjá svæðin aftur gróin. Lögreglan hefur fylgst með skóg- arsvæðum með því að fljúga yfir í þyrlum og taka mannaferðir upp á myndband. Þrír rússneskir sendi- ráðsmenn urðu fyrir barðinu á því, þegar kviknaði í skógarrjóðri, þar sem þeir voru með hóp barna að glóðarsteikja. Mennirnir reyndu að slökkva eldinn en héldu síðan á brott. Þeir voru þá stöðvaðir af lög- reglunni og sóru fyrir allt en lög- reglan segist hafa framferði þeirra á myndbandi. Þeir sem valda bruna geta átt von á háum sektum og allt að sex mánaða fangelsi. Gott að brennur Þó ýmsa hrylli við viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem blasir við í kjölfar hinna víðtæku bruna, benda skógfræðingar á að skógurinn hafi í raun gott af að brenna. Hér áður fyrr hafi skógar brunnið af eðlileg- um ástæðum á um 30 ára fresti, en undanfarna öld hafi brunavarnará- tak fækkað skógarbrunum svo mjög að miklir brunar verði varla nema einu sinni á öld. Um leið hafi verið skapaðar óeðlilegar aðstæður í skóginum. Sjaldan verður bruni í þéttum laufskógum, en oftar brennur í furuskógum. Það er ungviður og fúaviður, sem brennur best; en stór og gömul tré sleppa oft. I kjólfar bruna þykknar börkur furutrjá og veitir betri vörn og furufræin festa frekar rætur. „Ef furur gætu sjálfar kveikt í, gerðu þær það," segir Lars Östlund skógfræðingur í viðtali við Svenska Dagbladetz » Stórir biar » Ódýrtr bÉar - Dytir tritar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.