Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Netverk og Skíma gera samning HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Netverk og Skíma, dótturfyrirtæki Landssímans, hafa gert samning um að Skíma gerist endursöluaðiii MarStar hugbúnaðarins á íslandi, eins og fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Netverki. Samningurinn gildir til eins árs og hefur Skíma einkarétt á endursölu búnaðarins. Skíma mun jafnframt sjá um að aug- lýsa búnaðinn og dreifa honum til farsímanotenda samhliða öðrum vör- um sínum. „Viðskipti Netverks og Skímu hafa verið einkar ánægjuleg á síð- ustu mánuðum. Starfsmenn Skímu hafa gegnt lykilhlutverki sem þjón- ustuaðili við þróun MarStar búnað- arins og komu að frumkeyrslu póst- þjónustubúnaðarins. Þetta sam- komulag setur samskipti fyrirtækj- anna tveggja í fastari skorður og er ég þess viss að það mun verða báð- um til framdráttar," segir Pétur Jónsson, svæðisstjóri Netverks, í fréttatilkynningunni. „Skíma hefur um skeið unnið náið með Netverki. Við sjáum mikla möguleika í MarStar búnaðinum og hann er mjög mikilvægur fyrir við- skiptavini okkar á sviði gagnasam- skipta um fjarskiptakerfið," segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri Skímu, í fréttatilkynningunni. Þróa hugbúnað fyrir takmarkaða bandbreidd Fram kemur í fréttatilkynning- unni að verulegur hluti starfsemi Skímu felist í sérhæfðari nettenging- um og hönnun á margmiðlunarefni fyrir Netið. Þar kemur einnig fram að Netverk stefni að því að þróa hugbúnað til að bæta aðgang not- enda með takmarkaða bandbreidd að tölvunetum. Eignarhaldsfélag í Lúxemborg kaupir 26,5% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulifsins Markaðsvirði bréfanna rúmir 5 milljarðar króna EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Orca S.A., sem skráð er í Lúxemborg, hefur keypt hlutabréf í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins að nafnverði um 1,8 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verð- bréfaþings íslands. Orea S.A. keypti hlutabréf að nafhverði kr. 1.503.000.000 af Scandinavian Hold- ings S.A., fyrirtæki í eigu Kaup- þings og sparisjóðanna, en það hafði stofnað sérstakt eignarhaldsfélag um hlutabréf sín í FBA Orca S.A. keypti auk þess hlutabréf að nafn- verði 300 milljónir króna en ekki kemur fram hver seljandinn að þeim var. Eftir viðskiptin ræður Orca S.A yfir 26,5% af heildar- hlutafé FBA en eignarhlutur Scandinavian Holding í FBA er enginn. Markaðsvirði FBA tœpir 20 milljarðar Gestur Jónsson lögmaður er í for- svari fyrir fyrir þá fjárfesta sem standa að Orca S.A. I samtali við Morgunblaðið sagði Gestur allt um- fram það sem fram kemur í opin- berri tiikynningu til Verðbréfaþings vera trúnaðarmál. Gengi hlutabréfa í FBA lækkaði um 2,4% á Verðbréfaþingi íslands í gær og var lokagengi félagsins 2,86. Kaupverð Orca er ekki gefið upg en miðað við verð hlutabréfa á VÞÍ er markaðsvirði hlutarins 5.154 millj- ónir króna og markaðsvirði FBA 19.448 milljómr króna. Hlutabréf í FBA voru seld á genginu 1,4 þegar ríkið seldi 49% hlut sinn í bankanum fjárfestingu Orca en ekki kemur síðastliðið haust. fram hver seljandi þess hlutafjár er. Einkavæðingaráform FBA ganga hægt að mati Kaupþings Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Kaupþings og fram- kvæmdastjóri Scandinavian Hold- ing, segir söluverð trúnaðarmál. „Við fengum gott verð fyrir okkar hlut en þessi fjárfesting hefur gefið okkur góða ávöxtun frá því við keyptum undir lok síðasta árs. Aform um einkavæðingu FBA hafa ekki gengið jafnhratt fyrir sig og við væntum og meðal annars þess vegna var þessi ákvórðun tekin." Að mati Hreiðars Más væri hins vegar skynsamlegast að sameina Kaupþing og FBA. „Samlegðaráhrif af rekstri Kaupþings og FBA eru umtalsverð og sú skoðun okkar hef- ur ekki breyst þrátt fyrir þessa sölu, enda teljum við að það yrði mikill styrkur fyrir íslenskt hagkerfi að sameina krafta þessara tveggja framsæknu banka," segir Hreiðar Már. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að fjárfesta aftur í FBA en ef Kaupþing fengi gott tilboð kæmi það til greina." Að sögn Hreiðars Más mun Scandinavian Holding verða rekið áfram sem eignarhaldsfélag spari- sjóðanna en engar ákvarðanir hafa verið teknar um fjárfestingar í kjöl- far viðskiptanna. Hreiðar Már segir Kaupþing í Lúxemborg hafa haft milligöngu um 300 milljóna króna Fjármálaeftirlitið bíður upplýsinga um Orca „Okkur er kunnugt um að þessi viðskipti hafa átt sér stað en við höf- um ekki upplýsingar um það ennþá hverjir eigendur Orca eru. Það er okkar mat að við eigum að fá þær upplýsingar en svo ber okkur að gæta trúnaðar um þær," segir Páll G. Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins. Samkvæmt lögum um Mna- stofnanir, aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, og með vísan til laga um viðskiptabanka og sparisjóði ber eigendum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í lánastofnun að tilkynna um það til Fjármálaeftir- litsins. „Astæða þess er að Fjár- málaeftirlitinu er ætlað að meta hvort eigendur séu hæfir til að eiga stóran hlut í þeim fyrirtækjum sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með, auk þess sem það er að öðru leyti nauðsynlegt í eftirlitinu að búa yfir þessari vitneskju," segir Páll. Lýsir trausti á bankanum Að sögn Þorsteins Ólafssonar, stjórnarformanns FBA, hafði stjórn bankans ekki borist tilkynning um það í gær hvaða fjárfestar stæðu að Orca S.A. „Það eina sem hægt er að segja um málið er að það lýsir miklu trausti á bankanum að það sé áhugasamur hópur fjárfesta sem hefur áhuga á því að taka yfir hlut sparisjóðanna. Það eru út af fyrir sig góð tíðindi," sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki telja að kaup Orca S.A. á bréfum í FBA gætu haft áhrif á einkavæðingu bankans og í því sambandi skipti ekki máli hvaða fjárfestar stæðu að Orca S.A. „Frekar ætti þetta að styðja einkavæðinguna enn frekar og að því verki verði lokið sem hafið var í fyrra með góðum árangri. Verðmæti bankans fyrir rfkið hefur aukist verulega, eða rúmlega tvöfaldast á tæpu einu ári, þannig að þetta er einungis traustsyfirlýsing og sýnir það að menn hafa mikla trú á þess- um banka," sagði Þorsteinn. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem ásamt sjáv- arútvegsráðherra fer með 51% hlut ríkisins í FBA sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér væri ekki kunnugt um hverjir stæðu að kaup- unum á hlutabréfunum í FBA og eigendaskiptin hefðu ekki áhrif á fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í bankanum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir því að hluturinn yrði seldur á þessu ári og fjárlög gerðu ráð fyrir sölutekjum af bankanum á árinu. Hins vegar hefði ekki verið ákveðið hvaða leið yrði farin við söluna. „Við höfum lýst tvennu yfir. Ann- ars vegar að við ætlum að selja allan bankann og við höfum sagt að við ætlum að gera það á þessu ári. Svo er hitt að í útboðslýsingunni við söl- una síðast stendur að við munum selja síðari hlutann með svipuðum hætti og fyrri hlutann," sagði hann. Stálsmiðjan hf. og Slippstöðin hf. sameinast Verður stærsta málmiðn- aðarfyrirtæki landsins ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Stálsmiðjuna í Reykjavfk og Slipp- stöðina á Akureyri frá 31. ágúst NY SPARPERA SEM KVEIKIR OG SLEKKUR DUUiX tl 1 1ESSEQI1 SOLUSTAÐIR UM ALLT LAND næstkomandi og var samkomulag þess efnis undirritað af stjórnarfor- mönnum félaganna í gær. Nýtt sameinað félag mun verða stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins, með um 280 starfsmenn, en ákvörð- un um sameiningu er tekin með fyrirvara um samþykki hluthafa- funda félaganna sem boðaðir verða á næstunni. Hluthafar í Stálsmiðjunni hf. munu eignast 54% hlut í hinu nýja félagi og hluthafar í Slippstöðinni 46% hlut. Áður en til sameiningar kemur mun Slippfélagið í Reykja- vfk hf., sem er stærsti hluthafmn í Stálsmiðjunni, kaupa 30% hlut í Slippstöðinni á Akureyri og verður Slippfélagið þar með stærsti hlut- hafinn í nýju sameinuðu félagi, með samtals 31% hlut. Aðrir í hópi stærstu hluthafa hins nýja félags eru Málning hf., Marel hf. og Burðarás hf. með tæplega 10% hlut hvert félag og OMuverslun íslands hf. með um 5,7% hlut. Sameining til sóknar Á fréttamannafundi sem haldinn var í gær í tilefni af sameiningunni kom fram að markmiðið sé að skapa öflugt málmiðnaðarfyrirtæki sem sé í stakk búið að sækja fram á sviði stóriðju og skipaþjónustu og reiðubúið að standast samkeppni við erlenda keppinauta. Einnig kom fram að sameining fari fram í kjöl- far víðtækrar endurskipulagningar í báðum félögum. „Ekki eru nema þrjú til fjögur ár síðan bæðLþessi félög voru endurreist eftir erfið rekstrarár en í dag standa þessi fyrirtæki bæði mjög vel og hafa bæði verið rekin með hagnaði und- anfarin ár," sagði Hjörleifur Jak- obsson, stjórnarformaður Slipp- stöðvarinnar, á fundinum. „Þetta er því sameining til sóknar en ekki til komin vegna þess að félögin hafi verið neydd til að sameinast. Við teljum að góðir möguleikar séu fyr- ir fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem til verður við sameiningu fé- laganna og að það muni verða leið- andi fyrirtæki í málmiðnaði á ís- landi." Að sögn Valgeirs Hallvarðssonar, stjórnarformanns Stálsmiðjunnar, hafa viðræður milli stjórnenda fé- laganna staðið yfir um nokkurra mánuða skeið. „Eftir að könnunar- viðræður höfðu farið fram leituðum við til FBA um að gera ítarlegar út- tektir á báðum fyrirtækjum og nið- urstöður þeirra leiddu í ljós að sam- eining var mjög álitlegur kostur. Við sjáum fyrir okkur veruleg sam- legðaráhrif í kjölfar sameiningar, að unnt verði að nýta fjármuni betur og þannig stuðla að aukinni arðsemi hlutafjár og auknu atvinnuöryggi fyrir starfsmenn," sagði Valgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Hið nýja fyrirtæki mun hafa starfsemi bæði í Reykjavík og á Akureyri og segir Valgeir að sam- tenging tölvukerfa félaganna á Akureyri og í Reykjavík muni verða til þess að hægt verði að sam- ræma starfsemi hins nýja félags á þessum stöðum. Hann segir að- spurður að sameiningin muni ekki hafa áhrif á starfsemi Skipasmiðj- unnar hf., sem Slippstöðin og Stál- smiðjan eiga sameiginlega um 80% hlut í. Skipasmiðjan var sérstak- Morgunblaðið/Golli VALGEIR Hallvarðsson, stjórnarformaður Stálsmiðjunnar, og Hjör- leifur Jakobsson, stjdrnarformaður Slippstöðvarinnar, handsala sam- komulagið um borð í nýrri Hríseyjarferju sem er í smíðum hjá Stálsmiðjunni, Milli þeirra stendur Svanbjörn Thoroddsen hjá FBA. lega stofnuð í tengslum við smíði á skipi fyrir Landhelgisgæsluna en framkvæmdir hafa ekki getað haf- ist sökum þess að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur haft málið til skoðunar. Markaðsvirði um 700 milljónir króna Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hefur haft umsjón með samruna fé- laganna og annast ráðgjöf í því sambandi. „Okkar vinna fólst fyrst og fremst í því að benda á ýmsa kosti samruna og hugsanlegan ávinning sem samruni hefði í för með sér," segir Svanbjörn Thoroddsen hjá FBA. „Ljóst er að fjölmargir möguleikar eru á að hagræða í rekstri og munu stjórn- endur félaganna fara yfir þá á næstunni. Þessir möguleikar varða bæði hina eiginlegu starfsemi fyrir- tækjanna en ekki síður sameiginleg sóknarfæri sem blasa við þegar gengið hefur verið frá sameiningu." Hann segir að miðað við núverandi gengi hlutabréfa í Stálsmiðjunni ætti markaðsvirði hins nýja félags að vera u.þ.b. 700 milljónir króna en líklegt sé að í kjölfar sameining- ar muni markaðsvirðið hækka. FBA mun eiga um 2,3% hlut í hinu nýja félagi. Sameiningin á sér stað undir kennitölu Stálsmiðjunnar og mun hið sameiginlega félag verða skráð á Vaxtarlista Verðbréfaþings ís- lands, eins og Stálsmiðjan hingað til. Hið nýja félag verður eitt stærsta iðnfyrirtækið á hlutabréfa- markaði hérlendis en samanlögð velta fyrirtækjanna á síðasta ári var um 1.600 milljómr króna og samanlagður hagnaður um 43 millj- ónir. Á fundinum kom fram að markaðshlutdeild hins nýja fyrir- tækis í skipaþjónustu hér á landi, þ.e. viðhaldi og nýsmíði, sé um 50% miðað við núverandi stöðu. Nafh hins nýja félags hefur enn ekki verið ákveðið en stjórnendur fyrirtækjanna hafa ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsmanna um nafn og eru verð- laun í boði fyrir bestu tillöguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.