Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JrJ STEINÞOR ÁRNASON •>• + Steinþ<5r Árna- son prentari var fæddur í Reykjavík 24. maí 1938. Hann lést á heimili sínu 24. jiílí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga, dóttir hjón- anna Guðrúnar Friðriksdóttur og Jdns Hjartarsonar, bæði ættuð úr Húnaþingi og bjuggu alllengi / Vatnsdal, og Arni, sonur hjónanna Stefaníu Stefáns- dóttur, systur Magnúsar skálds (Orn Arnarson) og Steinþórs bónda í Miðfjarðarnesseli í Norður-Múiasýslu Árnasonar. Árni var verkstjdrihjá Olíufé- laginu hf. Helga og Arni eignuð- ust þrjá syni, Jdn Gunnar, f. 15. maí 1931,. d. 21. aprfl 1989, var kvæntur Önnu Borg Thorlacius, og Svavar, f. 29. apríl 1939, d. 2. febrúar 1982, var kvæntur Ing- unni Ólafsdóttur sem er látin. Hinn 24. rnaí 1958 kvæntist Steinþdr Ingu Ástu Ólafsddttur, ddttur Ólafs Péturssonar, bónda á Ökrum í Mosfellssveit, og Oddnýjar Helgaddttur. Þau Að liðnum öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hvermlu gleðistundum spyrjum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega loMð: Hversvegna ekki einn dag enn aðeins einn dag? _^. (Halldóra B. Björnsdóttir) Hásumar, blágresið í Miðdal í full- um blóma og þú, elsku pabbi minn, búinn að kveðja. Það eru bara sjö mánuðir liðnir frá því þú greindist með krabbamein. Mér finnst eins og oft áður lífið ekki vera sanngjarnt. Þú barðist fyrir lífi þínu, varst ekki tilbúinn að kveðja svona snemma. Sárast er að það var svo margt sem þú áttir ógert og lang- aðir til að gera. Þegar við grétum saman i vor eftir ein vonbrigðin og ég sagði hve mér fyndist erfitt að horfa á þig svona þjáðan, þá sagðir þú mér að hætta þessu væli - hvort ég ætlaði aldrei að fullorðnast, komin á fimm- tugsaldur. Þú að hughreysta, sagðir >að alit yrði í lagi þú værir svo heppinn að eiga hana mömmu, hún væri svo góð kona og að við allar systurnar svona góðar við þig og lítið „vesen" á okkur. Það varst þú sem alltaf varst svo góður, ég held vart að hægt sé að hugsa sér betri pabba. Ég man varla eftir því að þú hafir byrst þig neitt, það var ákveðin festa og regla á hlut- unum, en það gleymdist ekki að hrósa manni, hughreysta og svo fylgdi auð- vitað stríðni og eitthvað af þínum kalda húmor, sem var samt hlýr. Ég á eftir að sakna þess að ekki sé hringt í mig og spurt: „Æ, var ég að vekja þig - ætlar þú að elda „grjónó" í hádeg- inu?" eða „Er eitthvað að, ég hef ekki heyrt í þér í tvo daga?" ^ Börnum mínum og fjölskyldu haf- ið þið mamma alltaf reynst frábær- lega. Alltaf boðin og búin að passa hús, börn og hund um lengri eða skemmri tíma. „Hann afi verður svo góður engill," sagði litla dóttir mín. Það var alltaf regla á svefni og ró í húsinu eftir að þið höfðuð dvalið í Sveighúsi 7. Elsku mamma, þinn missir er eignuðust þrjár dætur. Þær eru 1) Ingunn, f. 12.8. 1958, hjúkrunar- fræðingur, gift Marteini Gunnars- syni tannsmíða- meistara, og eiga þau Gunnar, Stein- þór Arna og Önnu Sesse^'u. 2) Helga, f. 3.12. 1959, garð- yrkjufræðingur, gift Bjarna Asgeirs- syni skrúðgarð- yrkjumeistara, _ og eiga þau Ingu Astu, Laufeyju og Sóleyju Þöll. 3) Oddný, f. 31.5. 1965, leikskóla- stjóri á Bifröst, gift Ólafi M. Einarssyni nema á Bifröst, og eiga þau Einar og Stefaníu. Steinþór ólst upp í Reykjavík. Hann hdf nám í Prentsmiðjunni Eddu og tdk sveinsprdf í setn- ingu 5. júlí 1959 frá Iðnskdlan- um í Reykjavík. Hann starfaði lengst af í Prentsmiðjunni Eddu, nokkur ár hjá Hagprenti og nú síðustu ár í Prentsmiðj- unni Odda. Útför Steinþdrs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mestur. Þú sérð á eftir pabba eftir 40 ára hjónaband. Ég held ég geti sagt að hjónaband ykkar var gæfu- ríkt og saman gátuð þið alltaf notið líðandi stundar. Mig langar fyrir hönd okkar fjölskyldunnar að þakka ykkur, kæra starfsfólk krabbameins- deildar 11E og starfsfólk Heima- hlynningar, fyrir einstaka nærgætni, hlýju og umhyggju. Jóhanna Sigur- bergsdóttir, sérstakar þakkir. Elsku pabbi, ég kveð þig með sorg í hjarta og bið þess og veit að þín elskulega móðir, faðir og bræður taki á móti þér með útbreiddan faðminn. Þín dóttir Ingunn. Það eru margar hugsanir og minningar sem fljúga í gegnum hug- ann í dag þegar ég kveð tengdaföður minn og vin, Steinþór Arnason, eftir tuttugu og fimm ára samveru. Hluti af þeim þroska sem menn öðlast með árunum læra þeir af þeim sem eldri og reyndari eru og vissulega átti Steini sinn þátt í því er mig varðar. Hann var fyrir mér ákaflega hreinskilinn og ákveðinn maður með mótaðar skoðanir sem hann trúði á, staðfastur og samkvæmur sjálfum sér. Heimili þeirra Ingu var látlaust en hlýlegt og notalegt rétt eins og sumarhús þeirra. Með árunum urðum við Steini ekki aðeins tengdafaðir og tengda- sonur heldur þróaðist með okkur góð vinátta. Ekki skorti okkur áhugamálin. Við fórum saman á skíði en síðar létum við gamla drauma rætast og ferðuðumst sam- an á vélsleðum og fjórhjólum upp um fjöll og jökla. Steini var mikiíl áhugamaður um íþróttir, stundaði körfubolta á yngri árum, badmint- on, knattspyrnu og skotveiðar upp til fjalla. Hann stundaði þessi áhugamál sín í hópi góðra vina til dæmis í TBR og á rjúpnaveiðum í Haukadal og hélst þessi vinátta til æviloka. Hann hafði mikinn áhuga á knattspyrnu, fylgdist með leikjum í sjónvarpi og þá oft heima hjá okkur > Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfuSborgarsvæSinu. Þarstarfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúlleg þjónutta um byggir á langri reyntlu Utforarstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlí5 2-Fossvogi-Sími 5511266 Ingunni. Dóttursynirnir, Gunnar og Steinþór Arni, létu afa sinn vita ef sýna átti einhvern stórleikinn í beinni útsendingu. Um 1980 festu Inga og Steini kaup á sumarhúsi í landi bókagerð- armanna í Miðdal við Laugarvatn. Allt frá byrjun hefur sumarbústað- urinn verið eins og þeirra annað heimili og mikið stundaður. Oft var þröng á þingi í Lyngholti þegar dæt- urnar, tengdasynir og barnabörn komu saman, til dæmis á páskum og um verslunarmannahelgar. Þarna var Steini sannarlega í húsbónda- hlutverkinu, stýrði og stjórnaði okk- ur tengdasonunum til ýmissa verka, til dæmis að hlúa að gróðri eða sjá um grillið. Á árum áður breytti Steini stundum um umhverfi og tók að sér starf umsjónarmanns í Mið- dal. Þar naut hann kyrrðarinnar og náttúrunnar fjarri skarkala höfuð- borgarinnar. Stundum fengu elstu barnabörnin, Gunnar og Inga Asta, að vera hjá afa sínum í sveitinni. Að mörgu leyti var samband Steina og Ingu mjög náið og aldrei heyrði ég styggðaryrði þeirra á milli. Einnig var samband Steina við dætur sínar sérstaklega náið. Eg hef alltaf sagt við Ingunni að börnin okkar væru mjög lánsöm að eiga slíkan afa og ömmu. Þegar mikið var að gera hjá Ingu fyrir jólin í blómabúðinni sá Steini um heimilið, þreif og skreytti. Síðan við Ingunn giftum okkur höfum við haft það fyrir sið að bjóða foreldrum okkar að eyða með okkur áramótun- um en því miður er farið að fækka við matarborðið þar sem afarnir eru báðir fallnir frá. Ekki hvarflaði ann- að að mér um síðustu áramót, þegar við skáluðum eins og alltaf fyrir heilsunni en að við myndum gera slíkt hið sama um aldamótin en af því verður því miður ekki. Inga mín, Guð gefi þér styrk í sorginni. Þegar fram líða stundir munu fallegar minningar koma í stað sársaukans. Marteinn Gunnarsson. Elsku afi Steini er dáinn. Ég minnist hans sem manns sem alltaf nennti að leika, lesa, eða stríða okkur krökk- unum. Hann var alltaf svo hress og fjörugur og ég sakna hans mjög mik- ið. Ég man hvað það var alltaf gam- an að koma heim til ömmu og afa í Samtúni. Það voru alltaf dregnar fram pönnukökur, vöfflur eða annað góðgæti. Og meðan við sátum og drukkum spjallaði afi við okkur um skólann, lífið og tilveruna. Hann var duglegur að segja okkur til, kannski stundum svolítið strang- ur, en það var greinilegt að hann vildi okkur krökkunum mjög vel. Ég man sérstaklega vel eftir sum- arbústaðarferðunum til afa. Þegar þangað var komið var afi duglegur við að setja okkur fyrir hin ýmsu verkefni eins og t.d. að vinna í garð- inum eða taka til í bústaðnum. Hann lagði mikla áherslu á að við myndum læra að vinna. Á kvöldin áður en við fórum að sofa las afi fyrir okkur sög- ur um álfa eða tröll, hann hafði mjög gaman af því að segja okkur svona sögur og hann var mjög skemmti- legur sögumaður. Það er skrítið að hugsa til þess að hann sé ekki með okkur lengur held- ur einhvers staðar annars staðar þar sem við öllum eigum vonandi eftir að hittast seinna. Guð blessi og varðveiti minningu þína, elsku afi, þú munt lifa í minn- ingum okkar alla tíð. Inga Ásta Bjarnadóttir. Eftir sjö mánaða harða baráttu við krabbameinið, þar sem allt var gert sem umhyggja og læknavísind- in búa yfir, er komið að hinni erfiðu kveðjustund hjá fjölskyldunni sem allt gerði til að linna þjáningu og halda voninni eins lengi og hægt var og reyndi að lifa sem eðlilegustu lífi sem lengst. Aldrei framar verður hringt: Stebbi, komdu á bílasölu. Aldrei framar horfa vinirnir á handbolta- eða fótboltaleik í sjónvarpinu saman; ef ekki undir sama þaki, þá í gegnum síma og fyrir kom að dómarinn hafði ekki hundsvit á því sem var að gerast (eða hlaut að vera hálfblindur). Sástu þetta maður? Margra góðra stunda er að minnast með Steina og Ingu, hjá þeim eða okkur eða í sumarbú- staðnum „Lyngholti" við Laugar- vatn. Oft var mikið hlegið að minn- ingunum um árin þegar þeir fóru ýmist fjórir eða fimm félagarnir sam- an „á rjúpu" í Dalina og þeir nutu þess að vera úti í náttúrunni lausir við stress og „raus í kerlingunum". Við eigum eftir að sakna Steina mikið, því það var ekki nema þau hjónin væru erlendis sem það leið lengra en vika án þess að við heyrð- umst eða sæjumst. Við Stebbi sendum Ingu, Ingunni, Helgu, Oddnýju, fjölskyldunni og tengdafjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, svo og öllum vinunum sem nú sakna góðs félaga sem í sínum erfiðu veikindum kvart- aði aldrei en fann innilega til með öllu unga fólkinu á legudeild 11 E á Landspítalanum sem ýmist tapaði eða sigraði í sinni baráttu. Hver dagur skiptir sköpum böls og gleði því skilur enginn dauðans miklu völd en þar sem áður yndi dagsins réði er autt og tómt við harmsins rökkurtjöld. Þar skynjum við í táralausum trega þá trú sem ræður okkar von og þrá og sýnist horfin heillum allra vega sú hugarmynd er fyr við treystum á. Að kvöldi voru hallir dagsins hrundar og húmið lokar útsýn fram á veg þó sjáum við að örlög einnar stundar þau eiga meira vald en þú og ég. A meðan döpur dægrin litum breyta og dimmir að í hugans þagnarborg skal þreyttur andi lífs og vonar leita í ljósi því sem býr í dýpstu sorg. Að harmsins boði horfna gleðistundin við hljóða kyrrð í tómi sorgarlags í nýrri mynd er minningunni bundin og merkt í svip og línur þessa dags. (Sveinbjörn Beinteinsson.) Karen Karlsson. Þegar einhver nákominn hverfur af leið er eins og votti fyrir eigin- girni samfara þeim sára missi sem við verðum fyrir. Hvers vegna gat sá hinn sami ekki dvalið ögn í viðbót og við þar með notið hans lengur? Slík eigingirni er eðlileg og hjálpar til við að sættast á endalokin. Það sefar sorg í hjarta þegar hinum þjáða er líkn að linni þraut. Þannig var einnig komið hjá ævivini mínum Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auð- veld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. sem kvaddur er í dag, hinztu kveðju. Oft hefur verið vík milli vina, eins og einmitt núna, en á hartnær fjöru- tíu ára vináttu og kunningsskap féll aldrei skuggi. Það segir meira en mörg orð um þennan mæta mann. Þegar við kvöddumst, í lok apríl sl., var nokkuð ljóst að hverju stefndi, en æðruleysi og óbilandi kjarkur, án þess að sýta, einkenndi þann sterka persónuleika sem Steinþór hafði að geyma, allt þar til yfir lauk. Honum leiddust lofræður og því verður sneitt hjá slíku í fáeinum kveðjuorðum. Margs er að minnast eftir langa samleið. Fyrstu árin, með börn, síð- ar unglinga, á sama reki, fórum við öll saman ýmsar ógleymanlegar ferðir á vit náttúru landsins. Fyrir hugskotssjónum líða myndir og ljúf- ar minningar frá slíkum stundum, í sumarsnjókomu í Kverkfjöllum, við kertaljós í Draugagili hjá Skugga- kvísl, á brúnni horfnu yfir Ófæru- foss í Eldgjá, við Djúpavatn, á ísi- lögðu Hafravatni, í Bláfjöllum, Galtalæk, Hestvíkinni og Lyngholti, svo nokkuð sé nefnt. Barnaafmæli, matarboð og gistingar treystu vin- áttuböndin. Síðar, þegar barnabörn- in komu, tók við afahlutverkið sem hann hafði sérstaka unun af að sinna. Steinþór var Valsari og tals- vert í fótbolta á yngri árum. Hann fylgdist grannt með í knattspyrn- unni, bæði heima og erlendis, og hafði yndi af badminton sem hann lék allt fram til síðustu áramóta er vágesturinn kvaddi dyra og tók af ráðin. Um árabil fór hann vestur í Dali til rjúpna ásamt félögunum en síð- ustu árin voru snjósleðaferðir með Ingu þeim báðum til ánægju og lífs- fyllingar. Starfsvettvangurinn var í iðninni, lengst af í prentsmiðjunni Eddu en síðustu árin hjá Odda. Vinnusamur og áreiðanlegur, vel liðinn af öllum samverkamönnum sem sakna nú vinar í stað. Mestur er söknuðurinn hjá Ingu Astu, lífsförunautnum trygga, sem hjúkraði honum heima síðustu vikurnar með góðri aðstoð heimahlynningar og dætranna. Með þessum fátæklegu orðum þökkum við fjölskyldan tryggð og vináttu liðinna ára og biðjum þess að allar góðar vættir megi styðja og styrkja Ingu Astu og fjölskylduna á erfiðum stundum. Minningin um góðan dreng og fágætan fjölskyldu- föður léttir þann tregafulla róður. Jdn Steinddrsson, Dili, Austur-Tímor. Laugardaginn 24. júlí sl. rann upp bjartur og fagur sumardagur. Þenn- an dag barst okkur sumarhúsaeig- endum í Miðdal sú harmafregn að félagi okkar, Steinþór Árnason, væri látinn, aðeins 61 árs að aldri. Fregn- in kom okkur ekki á óvart. Steinþór hafði barist við illvígan sjúkdóm um nokkurra mánaða skeið. Við Steinþór kynntumst fljótlega eftir að þau Inga, eiginkona hans, keyptu sér sumarhús í landi okkar prentara í Miðdal í Laugardal. Leið- ir okkar Steinþórs fléttuðust saman í félagslegu samstarfi, bæði fyrir stéttarfélagið okkar, Félag bóka- gerðarmanna, og Miðdalsfélagið, fé- lag sumarhúsaeigenda innan FBM. Við Steinþór vorum eftirlitsmenn með orlofshúsum FBM ásamt fleiri félögum, þar sem við skiptumst á störfum. Síðar unnum við árum saman stjórnarstörf fyrir Miðdalsfé- lagið og var Steinþór formaður fé- lagsins um skeið. I störfum sínum var Steinþór ávallt mjög snyrtilegur. Hann var hress og skemmtilegur í viðmóti. Steinþór var vel vaxinn maður og iðkaði íþróttir, m.a. badminton. Hann hafði mikinn áhuga á vélknún- um tækjum og minnist ég hans koma brunandi á fjórhjóli eða á vélsleða að vetrarlagi. Oft tók hann mig með á sleðanum og var mér stundum um og ó. Ungur gekk Steinþór að eiga eft- irlifandi konu sína, Ingu Astu Ólafs- dóttur. Þau yoru mjög samhent í lífi og starfi. Ég vil votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Jdn Otti Jdnsson. • Fleirí minningargreinar um Steinþór Árnason bíða birtíngar og munu birtast { blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.