Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 24
i-
24 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐID
ERLENT
Umdeild sálgreining Hill-
ary Clinton á bónda sínum
YFIRLYSINGAR Hfflary Clinton,
eiginkonu Bills Clintons Bandaríkja-
forseta, þess efnis að hún teldi fram-
hjáhald forsetans tengjast sálrænu of-
beldi sem hann hefði orðið fyrir í
æsku hafa vakið mikla athygli vestur í
Bandaríkjunum. Fréttaskýrendur eru
ekki á eitt sáttir um hvort forsetafrúin
hafi gert rétt í því að ræða opinber-
lega um málið en hitt telja þeir öruggt
að tímaritið nýja, Talk, sem fékk Hill-
ary til að fjalla um framhjáhald Clint-
ons, njóti góðs af athyglinni.
Að sögn Joes Lockharts, tals-
manns Hvíta hússins, er forsetinn „í
meginatriðum" sammála skoðunum
Hillary, en Lockhart þurfti að svara
fjölda spurninga um viðtal Talk við
forsetafrúna á daglegum fundi sín-
um með fréttamönnum á mánudag.
Sagði Lockhart ennfremur að forset-
inn væri fyllilega sáttur við þá
ákvörðun konu sinnar að ræða um
málið opinberlega.
Lockhart svaraði ekki beint þeirri
spurningu hvort forsetinn teldi sjálf-
ur að hann hefði mátt þola andlegt
ofbeldi í æsku en sagði að Clinton
tryði því að hann hefði, líkt og annað
fólk, mátt ganga í gegnum erfið tíma-
bil með fjölskyldu sinni. Þegar Lock-
hart var spurður hvort Clinton teldi
sig geta afsakað framhjáhald sitt
með því að vísa í erfiða æsku svaraði
talsmaðurinn: „Nei, forsetinn telur
sig bera ábyrgð á eigin gjörðum."
í viðtalinu í Talk ræddi Hillary um
það sem hún kallaði „veikleika" eig-
inmanns síns og viðurkenndi hún að
reynt hefði á hjónaband þeirra vegna
framhjáhalds Clintons í gegnum tíð-
ina. En HiIIary sagðist ekki hafa uppi
nein áform „að ganga bara á dyr".
,Allar fjölskyldur þurfa að takast
á við erfiðleika," sagði Clinton í sam-
tali við Talk. „Og fjölskyldur þurfa
að takast á við vandamálin. Þú geng-
ur ekki bara á dyr þegar þú elskar
einhvern - þú reynir að veita mann-
eskjunni aðstoð."
Erfitt fyrir sveinbarn að lenda
milli tveggja kvenna
Menn hafa lengi vitað að æska Bills
Clintons var ekki auðveld. Stjúpfaðir
hans, Roger Clinton, var grimmlynd-
ur áfengissjúklingur sem átti það til
að hóta Virginíu, móður forsetans,
ofbeldi. Hillary Clinton gaf hins veg-
ar í skyn að spenna í samskiptum
móður forsetans og ömmu hefði
skaddað Clinton andlega.
Sagði HiIIary að áhrif áfengissýki
stjúpfóðursins hefðu ekki verið nema
hluti vandans, enda var Clinton afar
ungur þegar þeir atburðir áttu sér
stað. „Það var afar stirt á milli móður
hans og ömmu," sagði hún. Virginía
Kelley, móðir forsetans, hefur áður
sagt frá því í sjálfsævisögu sinni,
Leading with My Heart, að hún hafi
deilt hart við móður sína um uppeldið
á Clinton. Toguðust þær meira að
segja einu sinni á um barnið.
„Sálfræðingur sagði mér eitt sinn
að fyrir sveinbarn væri sú reynsla,
að lenda mitt á milli í deilum tveggja
Ummæli Hillary Clinton, eiginkonu Bills
Clintons Bandaríkjaforseta, um hjónaband
þeirra í viðtali við nýtt tímarit, Talk, hafa
vakið mikla athygli í Bandaríkjunum.
—y,------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
I grein Davíðs Loga Sigurðssonar kemur
fram að þar gefí forsetafrúin í skyn að
framhjáhald forsetans megi útskýra með
tilvísun í erfiða æsku hans.
kvenna, með þeim erfiðari sem hægt
væri að hugsa sér. Barnið fyndi
ávallt hjá sér þörf til að gera báðum
til geðs," sagði Hillary Clinton.
Samband Clinton-hjóna virðist
hafa farið batnandi að undanförnu og
forsetafrúin segist í viðtalinu við Taík
vænta þess að Clinton verði henni
trúr í framtíðinni, jafnvel þótt gera
megi ráð fyrir að hún verði mikið að
heiman í aðdraganda þingkosninga í
New York-ríki á næsta ári, en allt
bendir til að Hfflary muni þar sækjast
eftir útnefningu Demókrataflokksins.
Hún sagði að vitaskuld hefði fram-
hjáhald Clintons valdið henni sárs-
auka. „Það hefur verið mikill sársauki
og mikil reiði," sagði hún. „En ég hef
verið við hlið hans hálfa ævina. Sam-
band okkar er emfaldlega svo náið að
það stendur af sér öll vandkvæði."
Hún sagði hins vegar að ávallt væri
nauðsynlegt að halda vöku sinni. „Ég
hélt að þetta hefði verið úr sögunni
fyrir tíu árum," sagði Hfflary. „Ég
hélt að hann hefði náð að ráða bug á
vandamálum sínum. Ég hélt hann
hefði komist að rótum vandans. En
hann kafaði ekki nógu djúpt eða vann
ekki nógu ötullega í sínum málum."
„Úthugsað leikbragð"
að gera málin upp núna?
Lucinda Franks, blaðamaðurinn
sem tók viðtalið við Hillary Clinton,
sagði á sunnudag að það hefði tekið
sig fimm mánuði að fá forsetafrúna
til að fallast á að gera upp framhjá-
haldsmál forsetans. Beitti Franks
óspart þeim rökum að það myndi
styrkja Clinton í væntanlegri kosn-
ingabaráttu í New York-ríki að
leggja spilin á borðið núna og gera
málið upp. Sagði Martha Berry, tals-
maður Hillary Clinton, að forseta-
frúin hefði samþykkt að ræða um
hjónaband sitt við Franks því hún
væri „manneskja sem hún þekkti
fyrir og líkaði vel við".
Á hinn bóginn hafa bæði
demókratar og repúblikanar lýst
miklum efasemdum með þá ákvörð-
un Hillary Clinton að ræða svo opin-
skátt um framhjáhald forsetans.
Segja þeir að hafi hún viljað af-
greiða málið nú, áður en baráttan
um öldungadeildarþingsætið í New
York hefst fyrir alvöru - en líklegt
er talið að þar muni þau Clinton og
Rudy Giuliani, borgarstjóri í New
York, etja kappi - hafi það verið
mistök.
„Ef hún vildi gera þetta til að af-
greiða málið, held égeinfaldlega ekki
að það muni takast. Ég held hún hafi
miklu frekar rifjað málið upp alveg að
óþörfu," sagði Louise Slaughter,
demókrati frá New York.
Repúblikaninn Vito Fossella,
þingmaður í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings, kallaði viðtalið hins vegar
„úthugsað leikbragð" og sagði þetta
gefa henni „einstakt tækifæri til að
stjórna umræðunni í kosningabarátt-
unni".
Þreytt á því að vera misskilin?
Sögðu ýmsir fréttaskýrendur að
Clinton hefði talið að ef hún ræddi
ekki um framhjáhald forsetans nú
myndi málið koma upp á yfirborðið
seinna og skaða framboð hennar.
Ónefnd vinkona hennar sagði þetta
viðtal „frelsa" forsetafrúna, nú geti
hún neitað að ræða um kvennamál
forsetans og sagt að hún hefði engu
við Talk-viðtalið að bæta.
Repúblikaninn Rich Galen gaf í
skyn að markmið Hillary væri að
afla sér samúðar. „Hún er hin
særða forsetafrú - hún veit að hún
vinnur helst fylgi út á þá ímynd,"
sagði Galen með vanþóknun. „Vand-
ræði forsetans eru ekki lengur til-
komin vegna samsæris hægri-
manna, þau eru ömmu að kenna,"
sagði Galen og vísaði þar í yfirlýs-
ingar Hillary frá því í fyrra, þess
efnis að málareksturinn gegn Clint-
on hefði verið eitt allsherjar sam-
særi.
Lucinda Franks sagði hins vegar
að forsetafrúin hefði á endanum
samþykkt að láta taka við sig viðtal
„því hún var þreytt á því að vera
misskilin".
Sjálf kvaðst Franks telja að Hill-
ary hefði staðið við hlið eiginmanns
síns í gegnum alla orrahríðina vegna
Lewinsky-mála forsetans gegn því
að hann veitti henni „algjöran stuðn-
ing" í væntanlegu þingframboði
hennar.
Reuters
Tímaritið Talk fer vel af stað
FYRSTA tölublað Talk, sem
vakið hefur mikla athygli í
Bandaríkjunum vegna áhuga-
verðs viðtals við Hillary Clinton,
kom í búðir í dag en það skartar
djarfri mynd af Óskarverðlauna-
leikkonunni Gwyneth Paltrow á
forsíðu, auk myndar af forseta-
frúni. Jafnframt getur þar að
líta mynd af George W. Bush,
líklegum frambjóðanda
Repúblikanaflokksins í forseta-
kosningum á næsta ári.
Forsetafrúin hefur fram að
þessu ekki viljað (já sig um
framhjáhald Clintons, sem næst-
um var vísað úr embætti af
Bandaríkjaþingi síðastliðið
haust fyrir að hafa sagt ósatt til
um samband sitt við Monicu
Lewúisky við yfirheyrslur. Þyk-
ir það því rós í hnappagat Tinu
Brown, ritstióra Talk, að hafa
fengið Hillary til að samþykkja
að láta taka við sig slfkt viðtal.
Brown er vel þekkt í banda-
rískum útgáfuheimi, hefur m.a.
þól.t standa sig vel sem ritstjóri
Vanity Fair og The JVew Yor-
ker, og með fyrsta tölublaði
Talk tókst henni enn á ný að slá
við öðrum glanstímaritaritstiór-
um.
I fyrsta tölublaði Tulk eru,
auk viðtalsins við Clinton, grein-
ar eftir leikritaskáldið Tom
Stoppard; Richard Butler, fyrr-
verandi vopnaeftírlitsmann Sa-
meinuðu þjóðanna í írak; rit-
gerð um John F. Kennedy yngra
og sviplegt fráfall hans, eigin-
konu hans og mágkonu; auk um-
fjöllunar um leikkonuna Gwy-
neth Paltrow og George W.
Bush, ríkisstjóra i Texas.
Hefur tekist framar vonum að
vekja athygli á útgáfii tímarits-
ins, sem Miramax-kvikmynda-
fyrirtækið og Hearst-blaðaút-
gáfan eiga í sameiningu. Segja
menn að ítök Miramax, sem er
dótturfyrirtæki Walt Disney, í
kvikmyndaheiminum og áhrif
Hearst í fjölmiðlaheiminum
muni auka líkurnar á því að
Talk gangi vel.
Raunar hafa menn áhyggjur
af hringamyndun í rekstri fjöl-
miðla og skemmtanamiðla í
Bandaríkjunum og benda á að
það geti varia verið tilvujun að
Paltrow er samningsbundin
Miramax-kvikmyndafyrirtæk-
inu, sem er annar eiganda Talk.
En spurningin sem leikur á
allra vörum er sú hvort Brown
getí tryggt áframhaldandi vel-
gengni, eða hvort erfitt verði fyr-
ir ritstiörann að tryggja jafn-
mikla umfjöllun og auglýsingu,
og þar með útbreiðslu, og tókst
með viðtalinu við Hillary Clinton.
P£££
STUTT
Galdrafár
í Tansaníu
REIÐIR íbúar þorpa í suður-
hluta Tansaníu hafa myrt
meira en þrjú hundruð og
fimmtíu manns á undanförnum
átján mánuðum en allir hinna
látnu áttu það sameiginlegt að
hafa verið sakaðir um að
stunda galdra. Þýðir þetta að
rekja má að jafnaði tuttugu og
eitt morð á mánuði til hjátrúar
og hindurvitna. Höfðu hinir
látnu gjarnan verið sakaðir um
að ráða fólki bana með göldr-
um, eða um að hafa hneppt
aðra þorpsbúa í álög þannig að
þeir máttu þola uppskerubrest
eða ólán í viðskiptum.
Einstæð móð-
ir hefur betur
EINSTÆÐRI breskri móður,
sem rekin var úr starfi eftir að
hún neitaði að vinna sextán
klukkustunda langa vakt á
Heathrow-flugvelli, var í gær
úthlutað skaðabótum, sem
nema um þreföldum árslaun-
um, fyrir rétti í London. Úr-
skurðaði sérstakur dómstóll
að South African Airways-
flugfélagið hefði gerst sekt um
„algerlega óviðunandi hegð-
un", þegar það krafðist þess af
hinni fertugu, einstæðu móður
að vinna svo langan vinnudag.
Kína fær enga
aðstoð frá
Interpol
ALÞJÓÐALÖGREGLAN
Interpol neitaði í gær að verða
við beiðni kínverskra yfirvalda
um hjálp við að koma höndum
yfir Li Hongzhi, leiðtoga Falun
Gong-hreyfingarinnar, sem bú-
settur er í Bandaríkjunum, en
stjórnvöld í Peking bönnuðu
nýlega starfsemi Falun Gong.
Sögðu talsmenn Interpol að
beiðnin væri af pólitískum rót-
um runninn og lögreglan gæti
því ekki orðið við henni.
Habibie stað-
festir kosn-
ingaúrslit
B.J. HABIBIE, forseti
Indónesíu, staðfesti í gær úr-
slit þingkosninganna sem fram
fóru 7. júní síðastliðinn og eru
þar með engar hindranir leng-
ur í veginum fyrir því að for-
setakosningar verði haldnar í
landinu í nóvember. Stjórn-
málaleiðtogar fögnuðu mjög
ákvörðun Habibies og sögðu
hana einu leiðina til að koma í
veg fyrir pólitískt uppnám og
binda enda á langt óvissutíma-
bil við stjórnun landsins, sem
m.a. hafði haft slæm áhrif á
fjármálamarkaði í Jakarta.
Vopnafrum-
varp samþykkt
LAGAFRUMVARP, sem
bannar dreifingu upplýsinga
um vopn, sem telja má hugsuð
til gereyðingar, bíður nú undir-
skriftar Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta en lögin voru sam-
þykkt í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings á mánudag. Gætu
þeir sem gerast brotlegir við
lögin átt von á allt að tuttugu
ára fangelsisdómi.