Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rokkstjarnan Mick Jagger birtist óvænt á Isafírði ,Maður mjög líkur jy songvaran- um fræga" ÁRRISULIR ísfirðingar ráku margir hverjir upp stór augu þeg- ar þeir urðu varir við útlending einn, enskumælandi, sem oneitan- lega líktist rokkstjörnunni og aðal- söngvara hljdmsveitarinnar Roll- ing Stones á ferð um bæinn ásamt föruneyti á sunnudagsmorgun. Aðrir sem honum mættu töku þó ekki eftir neinu sérstöku enda áttu bæjarbúar allra si'st von á að hitta Mick Jagger á förnum vegi á Isa- firði. Söngvarinn í fylgd fímm manna hjólaði, eins og ekkert væri, um götur bæjarins, og (<í ku nokkrir einna helst eftir þvi' að þeir væru ekki á fjallahjóluni eins og aðrir útlendingar heldur á gamaldags reiðhjólum með lítill körfu framan á. Útlendingarnir komu m.a. við í Neðstakaupstað þar sem þeir fengu sér að borða, keyptu nokkrar bækur í Bókhlöð- unni og komu við á Byggðasafn- inu. Sagan um manninn sem líktist Mick Jagger spurðist þó ftiótt út og leið ekki á löngu þar til helstu aðdáendur Rolling Stones gátu staðfest að þarna væri á ferðinni enginn annar en rokkarinn frægi. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður á ísafirði og mikill aðdá- andi liljómsveif arinitai- lýsir þvi svo í samtali við Morgunblaðið, að hann hafi fengið upphringingu snemma dags, þar sem hann hefði verið spurður að því hvort gæti verið að Mick Jagger væri staddur í bænum. „Alltjént væri maður við Bókhlöðuna sem iiktist mjög söngvaranum fræga," átti maður- inn á hinuni enda línunnar að hafa sagt. „Eg ákvað að athuga hvort þessar sögusagnir væru sannar," Ljósmynd/Árný Herbertsdóttir MICK Jagger á ísafírði ásanif Ólafí Helga Kjartanssyni. segir Ólafur Helgi, „og þegar ég ók Silfurgötuna komu Jagger og félagar hans hjólandi á móti mér." Ólafur Helgi hitti síðan goðið skammt frá útvarpshúsinu og átti þar stutt en ánægjulegt spjall við hann. Mick Jagger kom með íslands- flugi til ísafjarðar á laugardag og á milli þess sem hanii hjólaði um bæinn og sigldi um Isafjarðardjúp og Hornstrandir hafðist hann við í stórrí snekkju, i' eigu i'talsks auð- kýfíngs, skammt frá höfninni. Jagger og félagar notuðu daginn í gær til þess að fara í útsýnisflug yfír landið, en síðla dags komu þeir aftur til ísafjarðar og sigldu á brott með snekkjunni seinna um kvöldið. Jagger kom m.a. við á Byggða- safninu á ísafírði á sunnudag og sýndi þar að sögn Jóns Sigurpáls- sonar safnvarðar mikinn áhuga á jarðhitasvæðum og virkni eldfjalla. „Hann er ósköp geðugur og hroka- laus náungi," segir Jón m.a., en Jagger eyddi dágóðum tíma á safninu. Seinna um daginn hélt Jagger ásamt föruneyti út í snekkjuna, þaðan sem siglt var á stórum hraðbáti m.a. til Lónafjarð- ar, en aðdáendum hans til mikilla vonbrigða mætti hann ekki á krár bæjarins um kvöldið, eins og hann hafði reyndar lýst yfir í fréttavið- tali / Sjónvarpinu sama kvöld. Að sögn þeirra sem til þekkja hefur sjaldan eða aldrei verið eins fjöl- mennt á skemmtistöðum bæjarins um verslunarmannahelgi og þetta sunnudagskvöld. A mánudag og fram á þriðju- dagsmorgun ferðuðust Jagger og félagar um Hornstrandir undir leiðsögn Snorra Grímssonar Ieið- sögumamis á ísafirði. „Við sigldum á snekkjunni norður i' Hornvík að- faranótt mánudags og vorum kom- in þangað um morguninn," segir Snorri við Morgunblaðið en veðrið var reyndar ekki upp á sitt besta, fremur lágskýjað og þoka í um 200 metra hæð. Því var horfið frá þ'eim áformum að fara á Hornbjarg en þess í stað ftíru rokkarinn og föru- neyti í land í Rekavík og þaðan var haldið til Reykjafjarðar, þar sem hópurinn fckk sér sundsprett í heitri sundlaug. Snorri kveður hópinn hafa verið ánægðan með ferðina og segir að Jagger og fé- lagar hafi sérstaklcga verið hrifnir af ferðinni til Rekavíkur, þar sem refir voru að sniglast í kringum þá. „Fyrir mig var skemmtilegast að sjá svipinn á fóikinu, því það var steinhissa á því hvað refirnir voru gæfir," segir Snorri að síð- ustu. íbúðalánasjóður greiðir 118 milljönir kr. vegna vaxtabóta sem fóru til sjóðsins 2.800 einstakling- ar fá vaxtabætur sínar að fullu IBUÐALANASJOÐUR greiðir 3.426 einstaklingum samanlagt 118,4 milljónir króna vegna vaxta- bóta sem ráðstafað var til sjóðsins vegna gjaldfallinna afborgana íbúðalána. Þá hefur verið skulda- jafnað inn á gjaldfallnar afborganir 2.990 einstaklinga rúmlega 161 milljón króna en samanlagt fékk íbúðalánasjóður tæpar 280 milljónir króna til ráðstöfunar vegna þessa. í frétt frá íbúðalánasjóði kemur fram að sjóðurinn hafi sent upplýs- ingar til ríkissjóðs um gjaldfallnar afborganir húsnæðislána í byrjun júlí í samræmi við reglugerð nr. 64/1999. Tekið hafi verið mið af dag- setningunni 30. júní og með þá til- vísun hafi ríkissjóður sent greiðslu vaxtabóta til íbúðalánasjóðs þann 30. júh'. Fengu vaxtabætur 5.800 einstaklinga Guðmundur Bjarnason, forstjóri íbúðalánasjóðs, sagði að sjóðurinn hefði fengið vaxtabætur 5.800 ein- staklinga og endurgreiða hefði þurft um 3.400 þeirra aftur. Þar af fengju 2.800 einstaklingar að fullu þær vaxtabætur sem teknar hefðu verið af þeim. Það stafaði af því að teknar hefðu verið vaxtabætur vegna seinasta gjalddaga og menn hefðu verið búnir að greiða hann í júlímánuði. Guðmundur sagðist aðspurður telja eðlilegt að endurskoða reglur í þessum efnum í ljósi reynslunnar nú og þess háa hlutfalls sem vaxta- bætur hefðu verið teknar af þótt lánin væru komin í skil. Hins vegar væri þetta í fyrsta skipti sem skuldajafnað væri vaxtabótum á móti gjaldföllnum afborgunum íbúðalána. „Við renndum alveg blint í sjóinn. Við höfðum í raun ekki hugmynd um það hve margir væru að greiða svona á fyrstu dðgum eft- ir eindaga en það sýnir sig að það er ansi hátt hlutfall sem dregur þetta í meira en hálfan mánuð, kannski mánuð til einn og hálfan," sagði Guðmundur. Hann sagði að lögin og reglu- gerðin segðu að skuldajafna skyldi á móti gjaldföllnum afborgunum og vöxtum og hann teldi að skoða yrði hvort ekki væri ástæða til að rýmka þessi ákvæði. Hann hefði rætt við fjármálaráðuneytið í gær í ljósi þessarar reynslu og hann teldi að farið yrði yfir reglurnar í þessum; efnum í framhaldinu. -----------0+0--------- Bfll með sjö ára dreng fer fram af fjallsbrún SJO ára drengur var einn í bifreið sem rann niður fjallshlíð og fram af hárri fjallsbrún suður af Húsavíkur- fjalli á föstudag. Endaði bíllinn síð- an í miðri hlíðinni. Drengurinn meiddist lítið en bfllinn er talinn gjörónýtur. Foreldrar drengsins höfðu lagt bflnum á vegslóða en drengurinn komist inn í bílinn og telrið hann úr gír eða handbremsu, með fyrrgreindum afleiðingum, að sögn lögreglunnar á Húsavík. Tekinn með tæpt kfló af hassi TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli gerði upptækt tæpt kíló af hassi sem fannst við líkamsleit á manni sem var að koma til landsins frá Kaupmannahöfn sl. laugardags- kvöld. Tollgæslan var með hund til fíkni- efnaleitar við störf sín. Maðurinn, sem bar fíkniefnin á sér innan- klæða, játaði í yfirheyrslum hjá yf- irvöldum að eiga efnið. Honum var sleppt úr haldi síðar um kvöldið en mál hans verður sent áfram til við- eigandi meðferðar. Á norðurleið með fíkniefni TVEIR menn hafa verið hand- teknir í tengslum við fund lögregl- unnar á Sauðárkróki á fíkniefnum í bfl í Varmahlíð. Bíll mannanna var stöðvaður þegar hann var á leið norður síðastliðinn fimmtudag. Annar þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus sl. laugardag en hinn er ennþá í gæslu Iögreglu. I bílnum fannst eitthvert magn af kókaíni og amfetamíni og um 200 grömm af hassi. Til stendur að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem er nú í haldi lög- reglunnar. Málið er ekki að fullu upplýst. EIGNARSKATTSFRJÁLS BRÉF þín ávöxtun "^k )/ BÚNAÐARBANKINN V VERÐBRÉF - byjjir á trauiti Skipverjar Odincova vekja athygli á launakröfum sínum Vilja fá Eimskip til að þrýsta á útgerðina SKIPVERJAR af skipinu Odincova, sem ekki hafa fengið laun sín greidd frá því snemma á árinu og segjast eiga inni um 10 milljónir hjá Sæ- mundi Arelíussyni útgerðarmanni, vöktu í gær athygli á málstað sínum með því að ræða við embættismenn í dómsmálaráðuneytinu. Einnig sett- ust þeir inn í afgreiðslu Eimskips um tíma síðdegis i gær og óskuðu lið- sinnis félagsins en fyrirtækið hefur þjónustað fiskveiðiskipið Erlu sem er í eigu sömu aðila. Fjórtán skipverjar eru á Odincova, flestir frá Lettlandi, og segir Genna- diy skipstjóri að skipshöfnin hafi ekki fengið laun frá því í febrúar og skipið legið bundið við bryggju. Pór skips- höfnin fram á það við Eimskip í gær að ekki yrði losaður farmur úr fisk- veiðiskipinu Erlu í Argentia á Nýfundnalandi fyrr en tryggt væri að laun skipverja á Odincova yrðu greidd en sama útgerð gerir út bæði skipin. Skipstjórinn sagði eðlilegt að fá Eimskip til að beita útgerðina þrýstingi, fyrirtækin ættu í viðskipt> um og Éimskip gæti lagt skipverjum lið með því að neita að þjónusta út- gerðina. Sagði hann skipverja ekki fara úr byggingunni fyrr en stuðn- ingur við þá yrði tryggður. Þeir yfir- gáfu þó afgreiðslu Eimskips við Póst- hússtræti í Reykjavik rétt eftir lokun eftir að hafa rætt málin við fulltrúa fyrirtækisins. Ábyrgðin ekki Eimskips Guðný Káradóttir, kynningar- stjóri Eimskips, tjáði Morgunblaðinu Morgunblaðið/Ásdís HLUTI skipverja Odincova hélt í aðalstöðvar Eimskips í gær og vildi fá fyrirtækið til að beita útgerðina þvingunum og þrýsta á hana að greiða laun. að Eimskip annaðist ýmsa þjónustu við útgerðir, m.a. í Færeyjum, Nýfundnalandi og víðar og hefði fyr- irtækið verið beðið að losa Erlu í Ar- gentia. Hún sagði Eimskip á engan hátt aðila að deilumáli skipverja Od- incova og útgerðarinnar en sagði að losun yrði ekki hafin fyrr en ljóst yrði að staðið yrði löglega að öllum málum. Hún sagði Eimskip enga ábyrgð bera á Iaunakröfum skip- verja hvorki á Odincova né Erlu. Eimskip hefði lagt áherslu á það við útgerðina að hún leysti launamál skipverja sinna. Borgþór Kjærnested, fulltrúi Al- þjóðaflutningaverkamannasam- bandsins, hefur ásamt Jónasi Garð- arssyni hjá Sjómannafélagi Reykja- víkur aðstoðað skipverja við að leit- ast við að fá laun sín greidd. Sagði Borgþór að skipverjar Erlu hefðu neitað að losa skipið í gær og reyna ætti að fá það kyrrsett í dag. Skipverjar Odincova hafa fengið ýmsa aðstoð hérlendis og hafa þeim m.a borist matarsendingar og annað. Gennadíy skipstjóri sagði að útgerð- armaðurinn hefði þó hvorki sýnt lit í að greiða skipverjum laun né að- stoða þá við að leita læknis eða á neinn annan hátt allan þann tíma sem þeir hafa orðið að dvelja í skip- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.