Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forsætisráðherra segir vísbendingar um að verðbólgan fari minnkandi GÓÐÆRIÐ er annaðhvort í ökla eða eyra. Gott á urriðasvæðinu URRIÐAVEIÐI í Laxá í Mývatns- sveit hefur verið afar góð í sumar að sögn Hólmfríðar Jónsdóttur á Arn- arvatni, veiðivarðar á svæðinu. Um helgina voru komnir hátt í þrjú þús- und urriðar á land. Hólmfríður sagði veiðina eitthvað lakari heldur en í fyrra, en hún væri samt langt yfír meðaiveiði og það væri mikill fiskur á svæðinu og gott ástand á honum. „Það hefur ekki borið á slýi í ánni, en hún er grænleit. Ástandið er mjög gott og fiskurinn vænn eins og í fyrra. Það vantar þó þessa allra stærstu í aflann, nokkrir 7 punda eru stærstir, en 2 til 5 punda eru al- gengastir. Það eru hefðbundnar flugur sem eru að gefa, straumflug- urnar og púpurnar með kúluhaus- ana," bætti Hólmfríður við. Enn bíða menn eftir að Gljúfurá í Borgarfirði lifni. í helgarbyrjun voru aðeins komnir 79 laxar úr ánni og menn sem voru að veiðum sáu lítið af fiski. í fyrra var aflabrestur í ánni og kenndu menn um vatnsleysi, en í allt sumar hefur vatnsmagn verið ákjósanlegt. Piskifræðingar töldu forsendur fyrir veiðibata í sumar vera fyrir hendi, en laxinn hefur lát- ið bíða eftir sér. Miðá á réttu róli Miðá í Dölum tók vel við sér í fyrra og byrjar einnig vel í ár. I gær voru komnir milli 25 og 30 laxar á land og hátt í 300 bleikjur. Besti tíminn í Miðá er að fara í hönd og því óhætt að segja að vel gangi. Þó hefur dofnað þar vestra síðustu daga, enda heitt og bjart veður með minnkandi vatni að undanförnu. DANIEL Jónsson úr Mosfellsbæ gerði það gott í Þingvallavatni fyrir skömmu. Hann var að veið- um í landi Nesja og fékk þá fínan afla, m.a. 7 punda bleikju. rimlagluggaMía 25mm og 50mm meö og án boröa Margir litir Frábært verö gluggatjold fení 14, "33 5333 33 5334 Aðalfundur Norrænu bændasamtakanna Alþj óðaviðskipti með landbún- aðarvörur DAGANA 4.-5. ágúst verður aðal- fundur Norrænu bændasamtakanna hald- inn á Akureyri en slíkur fundur var síðast haldinn hér á landi fyrir tíu árum. Guðmundur Stefánsson hefur haft veg og vanda af undirbúningi fundarins. „Á fundinum verða rædd ýmis mál. Sum varða beinlínis starfsemi Norrænu bændasamtak- anna en önnur starfsum- hverfi norrænna bænda almennt. Hæst ber um- fjöllun um næstu samn- inga um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarvörur en þær fara fram innan WTO, Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar. I WTO samningunum er samið um reglur og takmarkanir á stuðningi við landbúnað í aðildar- löndunum en þær reglur sem nú gilda voru ákveðnar í Úrúgvæ- samningnum sem tók gildi árið 1995." Guðmundur segir að um næstu áramót hefjist ný samningalota og Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að í þeim verði ekki bara rætt um frekari hömlur á stuðningi og óheft frelsi til við- skipta, heldur verði einnig tekið tillit til sérstöðu landbúnaðar á norðlægum slóðum. Þá hefur einnig verið lögð áhersla á rétt þjóða til að banna eða takmarka innfiutning á búvörum sem inni- halda óæskileg efni s.s. hormóna og önnur vaxtarhvetjandi efni, genblönduð matvæli og fleiri at- riði er lúta að heilnæmi fæðu, dýravernd og svo frv. Þó ekki sé eining innan Norðurlandannna um öll þessi atriði þá hafa þau sameiginlegan skilning á að land- búnaður er þess eðlis að ekki er unnt að leggja hann á markaðs- lega mælistiku eingóngu. Taka þarf tillit til annarra gilda einnig." -Hvaða fyrirlesarar verða á aðalfundinum? „NBC hefur fengið þrjá fyrir- lesara sem allir eru með alþjóð- legan bakgrunn á sviði viðskipta- mála til að fjalla um WTO. Rud- olf Strohmeier er aðstoðarráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neyti Evrópusambandsins. Hann er lögfræðingur og starf hans felst m.a. í eftirliti og mati, sam- skiptum við Evrópuþingið, gerð fjárhagsáætlana og umsjón með alþjóðlegum málum varðandi landbúnað. Þá kemur hingað tO lands hag- og lögfræðingurinn Raul Damien Shanahan sem er ráðgjafi í þeirri deild WTO sem annast landbúnaðarvörur. Shanahan starfar sem ritari WTO-nefndar um landbúnað sem fylgist með því hvern- ig aðildarlöndin að Urúgvæ-samningnum standa að lagasetning- um heima fyrir. Að ™*mm&'~ lokum er það Pekka Juhani Huhtaniemi, sendiherra Finn- lands í Genf. Hann er stjórn- málafræðingur og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan finnska stjórnkerfisins á liðnum árum. Hann var m.a. yfirmaður ráðuneytis Erkki Liikanen og talsmaður norræna samstarfs- hópsins í landbúnaðarhluta Úrúgvæ-viðræðnanna. Guðmundur Stefánsson ?Guðmundur Stefánsson er fæddur í Reykjavík árið 1951. Hann lauk námi í landbúnaðar- hagfræði frá Norska landbún- aðarháskólanum í Ási í Noregi árið 1979. Hann starfaði hjá Stéttarsambandi bænda og Framleiðsluráði landbúnaðar- ins til ársins 1986. Hann var framkvæmdastjóri fóðurverk- smiðjunnar ístess og Laxár á Akureyri til ársins 1997. Guðmundur gerðist þá hag- fræðingur bændasamtakanna uns hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra Lánasjóðs land- búnaðarins í apríl sl. Eiginkona hans er Hafdís Jónsdóttir, grafískur hönnuður, og eiga þau tvo syni, Þórarin Ægi og Stefán Hrannar. Aðeins ein kona hefur setið í stjórn bændasam- takanna Á fundinum verða einnig ýmis innri mál til umræðu og m.a. verður fjallað um matvörustefnu á Norðurlöndunum, gOdi aðildar að bændasamtökum og sérstak- ur dagskrárliður verður um stöðu kvenna í norrænum land- búnaði." -Hvernig er staða kvenna í landbúnaði hér á landi? „Út á við hefur landbúnaður verið karlagrein sem endur- speglast t.d. í því að í stjórn Bændasamtakanna hefur bara einu sinni verið kona. Þá eru karlar yfirleitt í meirihluta í öllu félagsstarfi, stjómum og stjórn- unarstöðum. Þetta gefur þó ekki rétta mynd af þátttöku kvenna í greininni sjálfri því mjóg víða eru konur virkir þátttakendur í búskap. - Hvert er hlutverk Norrænu bændasamtakanna NBC? „Þetta eru samtök bænda á Norðurlöndunum fimm og eru sameiginlegur vettvangur þeirra til að ræða ýmis mál er varða samstarf, sérstöðu og samstöðu bænda um sín mál. Þau voru stofnuð árið 1934 og íslendingar gerðust þátttakendur """"^- í samtökunum árið 1950." Guðmundur segir að aðil- ar að Islandsdeildínni séu Bændasamtök íslands, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði. Löndin skiptast á um for- mennsku í samtökunum og sl. tvö ár hefur Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna, verið formaður NTC og Guðmundur Stefánsson aðalritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.