Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 43
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 43 c MINNINGAR i i ^H l 4 GUNNAR HELGI EINARSSON + Gunnar Helgi Einarsson múr- arameistari fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1936. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt sunnu- dagsins 25. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Sigrún Guðnadóttir, f. 11.4. 1918 og Ein- ar Þórir Steindórs- son, f. 9.10. 1916, d. 19.4. 1991. Systir Gunnars er Guðrún, f. 1.12. 1940. Hálf- systkini Gunnars samfeðra eru: Sigrún, f. 30.6. 1944, Þórlaug, f. 29.1. 1947 og Höskuldur, f. 3.1. 1953. Háifsystir Gunnars sam- mæðra er Margrét Bryndís Árnadóttir, f. 21.9. 1943. Hinn 29. september 1956 kvæntist hann eftirlifandi eigin- Elsku pabbi! Ekki hvarflaði það að mér þegar þú kvaddir okkur feðgana, mig og Gunnar Inga, á Keflavíkurflugvelli 23. júlí að lífs- hlaupi þínu yrði loMð aðeins tveimur dögum síðar. Við vorum á leið í sum- arfrí, ætluðum að hitta Nönnu og Indíönu í Þýskalandi. Þú svo kátur og hress, einmitt eins og þú hafðir verið að undanförnu. Og nú skyndi- lega ert þú farinn! Minningarnar streyma fram hjá okkur hinum. Þó að slíkar stundir séu sárar, þá veita þær tækifæri til að horfa um öxl og hugsa um hluti sem gleymast oft í amstri hversdagsleikans. Ég geri mér nú betur grein fyrir því en áður hvað við vorum í raun tengdir sterk- um böndum, og hvað þú átt í raun- inni mikið í mér. Fyrsta minningin um þig sem kemur upp í hugann er af dekkjaverkstæði á Hverfisgöt- unni. Ungur maður, hamhleypa til verka, vinnur á við tvo. Kraftur og metnaður. Næsta minning: Ungur maður á leið á Melavöllinn. Hleypur við fót. Ég reyni að fylgja honum af öllum mætti, finn að ég má ekki gef- ast upp. Launin eru góður knatt- spyrnuleikur og pulsa og kók í hálf- leik, er það ekki „toppurinn á tilver- unni"? Iþróttir, keppni og mikilvægi þess að standa sig greypast í hug- ann. Ekki voru ferðirnar okkar í Hálogaland síðri: harkan, svitabað- ið, spennan og handboltinn. Yndis- legur tími. Ég spyr sjálfan mig: Hvaða orð gætu lýst þér, pabbi? Eg þarf ekkert að hugsa mig um, þrjú orð koma strax fljúgandi: ósérhlífni, vinnusemi og blíða. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að vera ekki aðeins sonur þinn, heldur einnig vinnufélagi til margra ára. Fyrst í múrverkinu. Ég man snyrtimennskuna og nákvæmn- ina sem þú lagðir svo mikla áherslu á. Þú varðst fyrstur til að kenna mér hvernig unnt var að sameina mikil afköst og gæði. Enn á ný lá leið okk- ar saman í vinnu er þú ákvaðst að leggja múrskeiðina á hilluna og koma til starfa hjá okkur systkinun- um, börnum þínum. Það var mikið gæfuspor og átti sinn þátt í að styrkja enn betur fjölskylduböndin og efla fyrirtækið. Þar fundum við systkinin einu sinni enn hvað þú varst stoltur faðir, og við lærðum hvað það er mikilvægt að eiga stolt- an föður! En þú gafst okkur meira en það. Við systkinin fundum oft til þess hvað þú barst hag annarra fyrir brjósti og við finnum nú af þeim hug sem svo fjöldamargir bera til þín að þú hefur skilað góðu dagsverki. Þá hafa börnin okkar ekki farið á mis við þessi gæði og í þeirra minningu verður þú alltaf góður og gefandi afi. Þegar þið mamma byrjuðuð ykkar búskap kornung beið ykkar hörð lífsbarátta. Til að ná árangri þurfti tvennt: samheldni og dugnað. Hvort tveggja var fyrir hendi, annars hefðu hlutirnir einfaldlega ekki gengið upp. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með því hversu samband ykkar styrktist með árunum. Við verðum ævinlega þakklát fyrir þá ást og konu sinni, Málfríði Erlu Lorange, f. 5.7. 1936. Börn þeirra eru: Jóhann Ingi, f. 21.5. 1954, kvæntur Guðfinnu Nönnu Gunnars- dóttur, börn: Gunn- ar Ingi, Steindór Björn, Indíana Nanna og Kristín Erla. 2) Steindór, f. 25.7. 1956, kvæntur Ernu Benedikts- dóttur, þeirra börn: Einar Þór, Gunnar Helgi og Fanney Birna. 3) Aðalheiður Sigrún, f. 4.10. 1958, gift Birni Erlings- syni, börn: Arnar Smári, Tómas og Andrea. Fyrir átti Gunnar Hilniar, Berglindi og Þuríði. Útför Gunnars fór fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. ágiíst. virðingu sem þú sýndir henni. Nú skilar það sér bæði til okkar og hjálpar mömmu til að takast á við þá sáru sorg sem svo snöggur og óvæntur viðskilnaður veldur. Um leið og ég bið algóðan Guð að taka vel á móti þér langar mig til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Eg er stoltur af að hafa átt þig sem föður. Þinn sonur, Jdhann Ingi. Það er svo sárt að kveðja þig, elsku pabbi, þú sem varst alltaf svo hress og glaður. Þú varst okkur öll- um yndislega góður, miklu meira en bara pabbi, þú varst besti vinur og einstakur afi barnanna okkar, þeirra Einars Þórs, Gunnars Helga og Fanneyjar Birnu. Þau nutu þess svo innilega að koma í Bláskógana, þar var alltaf tekið svo vel á móti þeim. Þú gafst þér alltaf tíma til að sinna þeim og þeim þótti mjög vænt um þig. Missir þeirra og söknuður er mikill. Þú varst líka hjartfólginn vinnufé- lagi okkar systkinanna sl. 5 ár, þar fengum við að njóta samveru þinnar alla daga. Fyrir það er ég glaður í hjarta mínu, elsku pabbi. Það er margt sem kemur upp í hugann við þessi erfiðu tímamót í lífi okkar. Hvað þú varst okkur hjálpfús þegar við vorum að endurbyggja Kvista- landið, hvort sem það var við að múra heilu veggina, flísaleggja eða eitthvað annað; notalegu stundirnar þegar þú kíktir í morgunkaffi á laugardögum bara til að hitta okkur og tala um daginn og veginn. Þá er mjög ofarlega í huga þegar þið mamma heimsóttuð okkur í bústað- inn á síðasta ári og við hlustuðum á þig segja okkur frá gömlu dögunum þegar þú varst vinnustrákur í sveit. Þá var mikið hlegið og við skemmt- um okkur konunglega. Þar varst þú hrókur alls fagnaðar. Þá var stór stund hjá allri fjöl- skyldunni að hittast í Bláskógunum á gamlárskvöld. Þá biðu allir spenntir eftir að komast til afa og sprengja. Missir mömmu er mikill, þið voruð svo miklir vinir. Við mun- um standa við hlið hennar alla tíð og styrkja hana. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir okkur. Ég var alla tíð stoltur yfir að eiga þig sem pabba. Guð geymi þig og blessi, elsku pabbi minn. Steindór og Erna. Elsku pabbi minn. Hjarta mitt er kramið af sorg, en er þó yfirfullt af öllum góðu minningunum um þig. Ef ég ætti að setja allt á blað sem mig langar að segja þér þá dygði ekki heil bók, svo ég ætla bara að hafa allar þær góðu minningar fyrir mig. Betri pabba hefði enginn getað fengið. Missir okkar allra er mikill en missir mömmu þó mestur. Hún hefur misst sinn besta vin og lífs- förunaut. Ég lofa þér því að við börnin þín, tengdabörn og afabörn munum gæta hennar og styrkja í hennar miklu sorg alla tíð. Ég sakna þín, elsku pabbi minn, og ég elska þig. Þú verður með okkur alla tíð, það veit ég, og að horfa á mynd- ina af þér hér í vinnunni skælbros- andi mun gefa mér styrk að takast á við söknuðinn. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Þín elskandi dóttir, Heiða. Elsku afi. Ég á bágt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Allt er svo tómlegt án þín. Ég lofa þér því, elsku afi, að ég mun gæta ömmu fyrir þig og sjá um að hana skorti ekkert. Þú hefur verið fastur punkt- ur í allri tilveru minni. Ég man bros- andi augu þín, hönd þína sem leið- beindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og hafðir alltaf tíma fyrir mig. Fyrir það þakka ég þér, elsku afi minn, og guði fyrir að hafa gefið mér svona góðan afa. Hvíl í friði, elsku afi, þangað til við hittumst aftur. Þinn Arnar Smári. Elsku afi minn. Mikið lá mér á að komast til þín þegar við komum frá útlöndum sl. föstudag. Mamma vildi ekki leyfa mér að fara til þín fyrr en á laugardeginum, en þá varstu mættur eldsnemma að sækja litlu prinsessuna þína og ég knúsaði þig svo mikið að þú varst nærri dottinn og ég sagði þér hvað ég elskaði þig mikið. Eg átti með þér síðustu stundir þínar og fékk síðasta faðm- lagið þitt um kvöldið áður en þú fórst. Þú varst besti vinur minn. Eg er búin að lofa ömmu að vera góð stelpa og passa hana fyrir þig. Með þér leið mín lá um liljum skrýdda grund. Já, þér muna má ég marga glaða stund; þú ert horfinn heim, ég hvorki græt né styn, en aldrei hef ég átt né eignast betri vin. Þín prinsessa Andrea. Elsku afi minn. Manstu þegar við spiluðum saman dag eftir dag olsen- olsen og ég var alltaf meistarinn og fékk bikar. Og manstu líka eftir öll- um fótboltaleikjunum sem við horfð- um á saman í Bláskógunum. Þú komst til okkar á laugardaginn var og ég og Andrea knúsuðum þig svo mikið og við spjölluðum svo mikið saman. Og nú ertu farinn til Guðs og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Mér þótti svo ofsalega vænt um þig, afi minn. Við ætlum öll að vera svo góð við ömmu og styrkja hana í sorginni. Guð geymi þig. Þinn Tómas (meistarinn.) Elsku afi minn. Nú ertu farinn, farinn á góðan stað eins og þú áttir fyrir hér heima. Þú sem varst alltaf svo góður við okkur strákana og gerðir allt fyrir okkur og studdir okkur þegar við þurftum á því að halda. Þú varst alltaf svo hress og kátur að þegar þú komst í heimsókn og gekkst inn í herbergið mitt, þá lýsti það af ást og umhyggju. Ég veit að þú elskaðir okkur svo heitt og þú munt skipa stóran sess í hjarta mínu að eilífu. Eg mun sakna stundanna þegar við sátum saman við eldhúsborðið og töluðum saman eða þegar við sátum uppi í sófa og horfðum á boltann. Ég gleymi aldrei kvöldinu uppi í bústað þegar þú varst að segja okk- ur sögur af unglingsárum þínum í sveitinni. Þá var hlegið fram undir morgun. Það kvöld borðuðum við humar eins og við gerðum svo oft eftir það, því ég átti svo oft til að gista hjá ykkur og þú varst alltaf til- búinn að grilla uppáhaldsmatinn okkar. Það eina sem ég get huggað mig við eru þessar sælustundir sem ég eyddi með þér og ömmu. Þetta eru þær stundir sem aldrei gleym- ast. Þetta eru aðeins fá af þeim fjöl- mörgu orðum sem mig langaði til að skrifa til þín. Þú varst okkur yndis- legur afi og ég kveð þig með mikl- um söknuði í hjarta. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þinn Einar Þór. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur alltof snemma og þennan sunnudag sem þú fórst ætlaði ég að koma í Bláskógana til að kveðja þig og ömmu áður en ég færi til Spánar en ég átti ekki von á því að þú hefð- ir lagt af stað í þína langferð til Guðs. Mér finnst mjög erfitt að sætta mig við það að þú sért ekki hjá okkur lengur en ég get huggað mig við það að ég á yndislegar minningar um afa minn sem reynd- ist mér svo vel. Manstu þegar þú kenndir mér að fara með bænir og við fórum með þær saman. Ég man alltaf eftir því þegar ég var að fara á barna- heimilið og þú og amma í vinnuna og það var kalt úti. Þá fórst þú alltaf fyrstur út og hitaðir upp bílinn fyrir okkur ömmu svo að okk- ur yrði ekki kalt. Ég minnist þess þegar við fórum saman að versla og þú stýrðir stóru körfunni og ég þeirri litlu. Alltaf þegar ég sofnaði fyrir framan sjónvarpið varst það þú, afi minn, sem hélst á mér inn í rúm og breiddir yfir mig sængina. Manstu þegar við fórum í hverri viku og þú leigðir spóluna Faleon Crest og keyptir nammi fyrir ömmu og mig. Aldrei fannst okkur mömmu vera kominn aðfangadagur fyrr en þú komst og færðir mér pakka og þú fékkst kaffi og koníak og spjallaðir við okkur. Alltaf hefur mér fundist svo gaman að koma £ Bláskógana til ykkar ömmu því þar var alltaf svo glatt á hjalla og marg- ir í heimsókn. Eg veit að ég er afar lánsöm að hafa kynnst þér afi minn og haft þig í 20 ár en auðvitað var ég ekki tilbúin að missa þig og vildi óska að þú værir hér enn. Eg veit að þú verður samt alltaf hjá mér í anda og ég á einnig allar yndislegu minningarnar um þig. Mamma bað mig að stóla kveðju til þín og við þökkum þér fyrir hvað þú réyndist okkur alltaf vel. Nú er komið að kveðjustund, afi minn, en ég veit að við hittumst aftur seinna hress og kát, eins og þér var lagið, í Mmna- ríki og ég vil að þú vitir að mér hef- ur alltaf þótt afskaplega vænt um þig. Ég bið Guð að styrkja og styðja ömmu í sorginni. M gekkst mér við hlið svo er því farið: Sá er eftir lifír deyr þeim sem deyr. En hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þín Kristín Erla. Þegar ég sest niður og minnist tengdaföður míns, Gunnars Helga Einarssonar, koma margar góðar minningar upp í hugann. Helgi var i einstakur maður, ekki gallalaus '* frekar en aðrir en mörgum góðum kostum búinn. Ef einhvern vantaði aðstoð var hann alltaf fyrsti maður á staðinn. Hvort heldur sem þurfti að múra veggi, leggja flísar, laga arin eða jafnvel bara að negla nagla í vegg, - hann kom alltaf. Samband Helga við börn okkar hjóna var mjög sérstakt. Ekki er hægt að hugsa sér betri afa en hann. Arnar Smári skipaði ávallt sérstakan sess í huga afa síns. Frá upphafi var samband þeirra ein- stakiega mikið og náið og ríkti mik- :«£¦ il vinátta á milli þeirra. Oft hringdi Helgi og spurði hvort hann gæti ekki fengið litlu börnin í heimsókn um helgina og helst áttu þau að gista hjá honum, sem og þau gerðu mjög oft. Mjög sérstakt samband var á milli Andreu fjögurra ára dóttur okkar og Helga afa eins og börnin kalla hann. Ekki máttu margir dagar líða, án þess að þau hittust, þar til þau voru farin að spyrja hvort um annað og hvort þau gætu ekki farið að hittast. Helgi var miMll spilamaður og var óþreytandi við að spila við barna- börnin og á Tómas sonur okkar margar góðar minningar um Ól- sen-Olsen mót sem þeir félagarnir ^- settu upp og alla spilagaldrana, sem Helgi afi kunni. Annað sam- eiginlegt áhugamál áttu þeir félag- arnir, sem var handbolti og fót- bolti. Oft sátu þeir saman og horfðu á leiki í sjónvarpinu og mátti ekki á milli sjá hvor væri spenntari. Ef einhverra hluta vegna Tómas og Helgi afi gátu ekki horft á sjónvarpið saman, þá mátti bóka að annar hringdi í hinn til að ræða gang leiksins. Sjálfur fór ég ekki varhluta af (£, hjálpsemi Helga. Hjálp hans við húsbyggingu okkar á sínum tíma var ómetanleg og alla tíð var hann reiðubúinn að koma og rétta fram hjálparhönd eða gefa góð ráð. Helgi var höfðingi heim að sækja. Þegar þau Malla buðu til veislu, þá var ekkert til sparað og var Helga mjög umhugað að allir fengju nóg. Alltaf á Þorláksmessu, eftir jólagjafa- kaupin, var fjölskyldunni boðið í Bláskóga til Möllu og Helga og var þá boðið upp á heimabakaðar skonsur og hangikjöt ásamt fleiru og var þá oft glatt á hjalla. Fjöl- skylduboðin á gamlárskvöld voru ávallt sérstaklega glæsileg og þá var minn maður í essinu sínu, mikill í *" matur, góð vín og mikið af blysum og flugeldum, sem hann hafði keypt fyrir barnabörnin því honum fannst að jói og áramót væru fyrst og fremst hátíð barnanna. Ég kveð Helga með söknuði og bið Guð að blessa minninguna um góðan dreng. Björn Erlingsson. GARÐAR SÆBERG ÓLAFSSON SCHRAM + Garðar Sæberg Ólafsson Schram fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1932. Hann lést á heimili sínu 19. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 27. júlí. Garðar Schram kennari við Myllubakkaskóla, blakspilari, göngumaður um ísland og vinur minn til margra ára - er látinn. Við vorum jafn gamlir. Hann kom oft til mín í bókasafnið. Hann var alæta á bækur. Því tók ég mikið mark á dómum hans um rithöfunda og verk þeirra. Hann las mikið, sérílagi er- íend skáldrit. Síðan komst ég að því að hann hafði gengið um allt ísland og var mjög glöggur á nöfn og landslag. Svo kom blakspilarinn: óviðjafnanlegur í sturtu og kærði sig kollóttan um tap í leikjum. Þekking hans á landafræði var langt fyrir ofan meðallag. Arin, sem Ólafur Jónsson var skólastjóri í Myllubakkaskóla, var Garðar yfir- ' kennari. Þeir náðu vel saman. Fáir vissu, að Garðar var óborganlegur húmoristi og æringi. Hann bar veik- indi sín ekki á torg né var hann van- ur að kvarta. Eigi að síður gat hann í fárra vina hópi kveðið fast að orði. Margir munu sakna hans, þar á meðal nemendur hans úr sérdeild- inni. Við þá kom hann fram sem jafningja sína. Garðar var Reykvíkingur að ætt og uppruna, einn fimm bræðra. Faðir hans lifir enn. Garðar lauk kennaraprófi 1956. Stundaði |^ kennslu á Vestfjörðum og Reykja- vík en kom síðan á Suðurnes: fyrst í Hafnir en síðan í Keflavík. Kona hans er Þóra Gunnarsdóttir. þau eignuðust tvö börn: Gunnar lög- reglumann og Stefaníu húsmóður. Við Elísabet vottum aðstandendum öllum djúpa samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa. I* Hilmar Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.