Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forseti Islands gestur á > hundraðasta Islendingadeginum í Mountain „HÉR er búið að reisa einskonar Árbæjarsafn íslenska landnámsins í Bandaríkjunum," sagði forseti Islands um safnið í Icelandic State Park. I bjálkahúsinu bjuggu stundum 15 manns. Þúsundir manna hylltu Island FERÐALAGI forseta Islands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, um byggðir Vestur-íslendinga lauk um síðustu helgi á hundraðasta ís- lendingadeginum í bænum Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Rúmlega sjö þús- und gestir frá ýmsum fylkjum tóku þátt í hátíðahöldunum en íbúar Mountain eru aðeins um eitt hund- rað og fimmtíu. Dagskráin hófst á laugardaginn með mikilli skrúðgöngu eftir einu malbikuðu götu bæjarins en þús- undir manna höfðu safnast saman meðfram götunni til að hylla for- setann. „Hér höfum við orðið vitni að kraftaverki að mínum dómi. Að sjá göturnar troðfyllast af fólki sem kemur langt að til þess að hylla Is- land er mikil upplifun," sagði for- setinn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Við höfum tölu- vert mikið verk að vinna á íslandi að átta okkur á þessum krafti og þessari miklu sögulegu og menn- ingarlegu auðlegð sem býr í þessu samfélagi. Þetta er mikil upplifun fyrir mig." Gert kleift að heimsækja Island Á þéttskipaðri dagskrá þessa helgi voru hestasýningar, víkinga- sýningar, dansleikir, tónleikar, leikrit og guðsþjónustur svo eitt- hvað sé nefnt. Forsetinn afhenti af- komendum landnemanna í Mountain eintak af íslendingasög- unum í enskri þýðingu og íslenska fánann í viðaröskju sem var gjöf frá Vesturfarasafninu á Hofsósi. í ræðu sinni bauð forsetinn Vestur- íslendingum upp á þjónustu emb- ættis síns og íslensku þjóðarinnar til að auðvelda þeim kynnin við ís- landnútímans. „Ég mun reyna að beita áhrifum mínum í samvinnu við marga á ís- landi til að greiða fyrir því að fyrir- tæki, samtök, stofnanir, söfn, ætt- fræðiþjónustur og aðrir taki saman höndum til þess að gera þessum þúsundum frænda okkar í Kanada og Bandaríkjunum kleift að upplifa heimsókn til íslands," sagði forset- inn í samtali við blaðamann að ræðuhöldum loknum. „Slíkt getur orðið veigamikill þáttur í ferðaþjónustu á íslandi, sérstaklega á landsbyggðinni. Hér hef ég til dæmis hitt marga Vestur- íslendinga sem eiga ættir að rekja í Múlasýslu og Dalasýslu og vilja gjarna heimsækja land forfeðr- anna. Það að fá árlega í heimsókn einhver hundruð manna frá vestur- íslensku byggðunum getur verið mikil hvatning fyrir staðbundna ferðamannaþjónustu í þessum byggðum." Tekið þátt í skrúðgöngu í 100 ár í skrúðgöngunni var hundrað ára kona, Petrína Guðrún Gests- son, sem hefur tekið þátt í hverjum einasta íslendingadegi í Mountain frá upphafi því foreldrar hennar fóru með hana þangað sem ung- barn. „Ég varð nú bara dálítið feimin," sagði þessi hundrað ára kona eftir að forsetinn hafði gefið sig á tal við hana á elliheimilinu Borg. íslenska hefur verið hennar aðal tungumál alla ævi þósvo að húh hafi aldrei komið til íslands. „Ég átti aldrei peninga til að fara til Islands þótt ég hefði gjarna vilj- að sjá landið. En það gerir svo sem ekkert til." Hún segir hverjum sem spyr að hún sé Islendingur þótt hún hafi fæðst í Bandaríkjunum. „Eg skammast mín ekkert fyrir það." Á sunnudeginum messuðu séra Bragi Skúlason og séra Olafur Skúlason biskup en þeir þjónuðu báðir í íslensku kirkjunum í Norð- ur-Dakóta fyrir nokkrum árum. Á mánudagsmorgun var af- hjúpað endurgert minnismerki um K.N. við Þingvallakirkju sem stendur skammt fyrir utan Mountain. Þar hélt forsetinn ræðu og rifjaði upp að K.N. hefði tekið eftir því að fólk nennti ekki að lesa Morgunblaðið/JEG ÓLAPUR Ragnar og Dalla, dóttir hans, settust niður og spjölluðu við Petrínu Guðrúnu Gcstsson sem hefur tekið þátt í hverri einustu skrúð- göngu á Islendingadaginn í' 100 ár. MAGNÚS „Mike" Olafson, Ólafur Ragnar og Kristín Geir HaU skoð- uðu minnismerki um K.N., en K.N. bjó á heimili hennar. MÆÐGURNAR Sif Guðmundsdóttir og Elsa Bjartmars frá Höfn í Hornafirði voru í bændaferð og hittu fyrir (ilviljun vestur-íslenska frænku sína Kristfnu Herman í Mountain. löng Ijóð. Því hefði hann vanið sig á að semja aðeins fyrsta og síðasta erindi Ijóðanna, líkt og klerkarnir sem láta söfnuðinn syngja fyrsta og síðasta erindi sálmanna. Björn Olgeirsson þekkti K.N. vel á sínum yngri árum. „Hann var dá- lítið öðruvísi en flestir aðrir," sagði Björn, „en hann drakk ekki eins mikið og sagan segir. Hann fór ein- staka sinnum í bæinn og varð býsna hýr. Svo gekk hann til baka og fór þá að yrkja. Hann var mikill húmoristi og samdi mörg skemmti- legljóð." Heppin að hitta forsetann Magnús „Mike" Olafson var gestgjafi forsetans í Mountain og sagði hann að heimsóknin hefði heppnast einstaklega vel. „Við er- um stolt af því að fá þjóðhöfðingja íslands til okkar." Sherrie Olafson, átján ára barnabarn Magnúsar, fylgdist með hátíðahöldunum af hrifningu og hún fékk líka að taka í hönd forset- ans. „Ég er mjög heppin að fá að hitta hann því fyrir tíu árum hitti ég Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún heimsótti Gimli," sagði Sherrie. „Ég mun sjálfsagt aldrei hitta forseta Bandaríkjanna en það er líka allt í lagi. Hjá okkar fjol- skyldu snýst allt um það að vera íslendingar og afi er duglegur að halda í ýmsa siði og venjur. Mig langar til að læra íslensku og afi er búinn að kenna mér nokkur orð." Heimsókn forseta lauk svo í Icelandic State Park þar sem kom- ið hefur verið upp miklu safni um landnemana. „Ég verð að játa það að ég hafði takmarkaða þekkingu á landnámi íslendinga í Norður-Dakóta eins og sjálfsagt flestir heima á íslandi en hér er hreinlega búið að reisa Árbæjarsafn íslenska landnáms- ins," sagði forsetinn eftir að hafa skoðað safnið í Icelandic State Park. „Þetta safn og þetta svæði er tilvalinn áfangastaður fyrir íslend- inga sem vilja kynna sér sögu land- námsins í Vesturheimi. Þetta er lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég vona að heimsókn mín hafi orðið til þess að aukið þeim kraft til að efla arfleifðina. Þessi samskipti eru mikilvæg fyrir okk- ur, ekki aðeins vegna þess að þetta er hluti af okkar sögu, heldur líka hagsmunanna vegna. Það er mikil- vægt að við vitum af þvi að hér er mikill fjöldi fólks sem ber mikinn hlýhug til íslands. Mountain getur auðveldlega orðið miðstöð Vestur- íslendinga í Bandaríkjunum líkt og Gimli er fyrir Kanadamenn. Hér í sveitinni finnur maður ræturnar betur en í stórborgunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.