Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjölmennasta útihátíðin um helgina var Halló Akureyri 1999 Morgunblaðið/Hörður Geirsson MIKILL mannfjöldi var í miðbænum í góðviðrinu á laugardaginn. ÞAÐ var einnig þröng á þingi í sundlaug Akureyrar. Að sögn Gisla Kristins Lórenzsonar, forstöðumanns sundlaugarinnar, komu um 12- 14.000 manns í sund um helgina. Fjöldi fólks í bænum en öflug gæsla TALIÐ er að allt að fjórtán þúsund manns hafi verið staddir á hátíðinni Halló Akureyri um nýliðna verslun- armannahelgi. Þrátt fyrir þennan mannfjölda töldu forsvarsmenn há- tíðarinnar, lögreglan og tjaldsvæða- gæslan að hátíðarhöldin hefðu farið vel fram og flestir hefðu verið komnir til Akureyrar til að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Það skyggði á að ein nauðgun hefur verið kærð til lög- reglu og á fjórða tug fíkniefnamála komu upp um helgina. Á hinn bóginn var ekkert um bílslys og flestir gestir höguðu sér sómasamlega. Skipuiagning góð „Það er mér efst í huga að hingað voru komnir meira en fjórtán þús- und manns til að njóta þeirrar dag- skrár sem við höfðum upp á að bjóða. Flestir þeirra voru einnig að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Það skyggir óneitanlega á að ein nauðg- un hefur verið kærð. Einnig eru fíkniefnamálin fleiri en í fyrra, en það má kannski rekja til góðrar gæslu lögreglunnar," sagði Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Halló Akureyri. Magnús sagði að hann væri ánægður með hvað skipulagning há- tíðarinnar hefði verið góð. „Lögregl- an og aðrir aðilar í gæslu voru allir að vinna mjög gott starf og sú skipu- lagning er alltaf að batna, þeir eru alltaf að læra hvað má betur fara frá einu ári til annars," sagði Magnús. Magnús sagði að eitt gott dæmi um góða gæslu væri að þrátt fyrir auk- inn mannfjölda þá leitaði færri fólk í athvarf hjálparsveitarinnar. „Það er mér einnig ofarlega í huga að hátíðin er að verða hreinræktuð fjölskylduhátíð í augum fólks. Hing- að kemur fólk á öllum aldri til að sækja okkur Akureyringa heim. Auðvitað kemur hingað einnig mikið af unglingum, en við reynum að bjóða upp á góða dagskrá fyrir þá líka svo að þeir geti vonandi farið ánægðir heim,“ sagði Magnús Már. „Að lokum vil ég þakka öllum sjálfboðaliðum og aðilum í heilsu- og löggæslu fyrir gott starf og bæjaryf- irvöldum fyrir skilning á hátíðar- höldunum," sagði Magnús Már. Ein nauðgun kærð til lögreglu Að sögn Ólafs Ásgeirssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns á Akureyri, gekk helgin þokkalega fyrir sig frá sjónarhóli lögreglunnar. „Það er búið að kæra eina nauðgun sem mun hafa átt sér stað á KA-tjaldsvæðinu að- faranótt laugardags. Einnig komu upp á milli 30 og 40 fíkniefnamál um helgina og er það talsvert meira en áður,“ sagði Ólafur. „Umferðin gekk hins vegar mjög vel fyrir sig og enginn árekstur varð. Við tókum aftur á móti á annað hund- rað manns fyrir of hraðan akstur og nítján fyrir meinta ölvun við akstur," sagði Ólafur. Hann gat þess einnig að þeii’ hefðu boðið fólk að blása í önd- unarmæla, bæði á lögreglustöðinni og eins við tjaldsvæðin, til að koma í veg fyrir að fólk væri að leggja af stað á bílnum og enn undir áhrifum áfengis. Ólafur sagði að engin líkamsárás hefði verið kærð en eitthvað var um smá pústra alla helgina. „Við erum ánægðir með okkar þátt, við vorum með marga menn á vakt og vorum mikið á ferðinni. Þannig vorum við sýnilegir allan tímann og það hefur áhrif til hins betra,“ sagði Ólafur. Hann vildi einnig geta þess að gæsla sjálfboðaliða á tjaldsvæðunum þrem- ur hefði verið mjög góð og alveg til fyrirmyndar. „Það er alveg ljóst að svona hátíð- arhöld verða alltaf haldin um versl- unarmannahelgina og þá er alveg spurning hvort ekki sé betra að halda þær á svæði eins og Akureyri þar sem öflug lög- og sjúkragæsla er þó fyrir hendi,“ sagði Ölafur að Iokum. Mikið að gera á slysadeild FSA Birna Sigurjónsdóttir hjá Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri sagði að nóg hefði verið að gera hjá þeim alla helgina á slysadeildinni en vakt- irnar hefðu þó verið vel mannaðar. „Til okkar leituðu fjórar stúlkur vegna nauðgunar,“ sagði Birna. Hún sagði að einnig hefði verið mikið um pústra en ekkert af því hefði þó verið mjög alvarlegt, að hennar sögn. „Mér fannst hins vegar áberandi meira um eiturlyf eða aðra vímu- gjafa. Við urðum vör við að hingað kom fólk sem var ansi illa haldið og undir áhrifum einhvers konar vímu- gjafa, það var mun meira en síðustu ár,“ sagði Birna. Hún sagði þó að í heildina hefði helgin gengið alveg þokkalega vel fyrir sig. Fleiri gestir en áður á tjaldsvæðunum Að sögn Ásgeirs Indriðasonar, skátafélaginu Klakki, þá var um- gengni góð í flestum tilfellum á tjald- svæðinu inni í Kjarnaskógi. „Hingað komu um 2.800 manns, bæði börn og fullorðnir, og eru þá þeir ótaldir sem eingöngu gistu í eina nótt,“ sagði Ás- geir. Að sögn Ásgeirs voru heldur færri fyrir ári og nú var meira um yngri hópa. „Það var eitthvað aðeins um hávaða í því fólki sem kom í stór- um hópum en það var ekld til neinna stórra vandræða,“ sagði Ásgeir. Svala Stefánsdóttir hjá íþróttafé- laginu Þór sagði að allt hefði gengið mjög vel hjá þeim. „Það voru tveir smávægilegir pústrar og er það þá eiginlega upp talið,“ sagði Svala. Á tjaldsvæði Þórs voru um 1.100 manns, sem er nær helmingi meira en í fyrra. „Gæslan hjá okkur var mjög góð og því ekki mikið um læti. Hins vegar varð ég svolítið vör við að sumir borguðu sig bæði inn á Þórssvæðið og KA-svæðið. Þeir skemmtu sér þá á KA-svæðinu en komu hingað til að sofa í friði,“ sagði Svala. Hlynur Jóhannesson hjá íþróttafé- laginu KA sagði að helgin hefði að mestu leyti gengið mjög vel fyrir sig á þeirra svæði. „Það kom því miður upp eitt nauðgunarmál hjá okkur. Við vorum reyndar búnir að hafa af- skipti af þeirri stúlku fyrr um kvöldið en hún afþakkaði þá aðstoð okkar,“ sagði Hlynur. Að öðru leyti sagði hann að gæslan hefði gengið vel. Á svæðinu voru um 3-4.000 manns og er það mikil aukn- ing frá síðasta ári. „Erfiðasta kvöldið var laugardagskvöldið en þá var mjög stór dansleikur hér í KÁ-heim- ilinu. Það urðu smá pústrar en samt gekk þetta allt saman ótrúlega vel og í raun vonum framar," sagði Hlynur. Listasafnið á Akureyri Fyrirlestur um Charlie Thorson GENE Walz, höfundur bókaiánnar um Cartoon Charlie, heldur fyrir- lestur í kvöld, 4. ágúst, kl. 21. Hann mun þar fjalla um ævi og störf Vest- ur-íslendingsins Charlie Thorson í máli og myndum. Charlie er þekkt- ur fyrir að hafa skapað frægar teiknimyndafígúrur fyrir Walt Disn- ey, en þær voru þó aldrei kenndar við hann. Charlie Thorson (Karl Þórsson) fluttist til Kanada árið 1887 og hóf að teikna myndir fyrir tilstuðlan besta vinar síns, Friðriks Sveinsson- ar, og birtist fyrsta teikning hans á forsíðu Heimskringlu 4. mars 1909. Hann hóf 44 ára gamall störf hjá Walt Disney. Af teiknimyndafígúr- um sem hann er talinn hafa skapað, má nefna Kalla kanínu og Mjallhvíti. Þess má geta að talið er að unnusta Charlie, Kristín Sölvadóttir, hafi verið fyrimyndin að Mjallhvíti. Gene Walz er rithöfundur og kvikmyndaframleiðandi auk þess sem hann er prófessor í kvikmynda- fræðum við Háskólann í Manitoba í Kanada. Hann hefur nýlega hlotið verðlaun fyrir bók sína um Charlie Thorson. ---------------- Norrænu bænda- samtökin funda á Akureyri AÐALFUNDUR Norrænu bænda- samtakanna, NBC, er haldinn á Akureyri í dag, miðvikudag, og á morgun, fimmtudag, en slíkur fund- ur var síðast haldinn hér á landi haustið 1989. Gert er ráð fyrir að yfir 100 þátttakendur sæki ráðstefnuna en þar af koma um 80 frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Á fundinum verða ýmis innri mál samtakanna til umræðu. Þá verður séstakur dagskrárliður um stöðu kvenna í norrænum Iandbúnaði þai’ sem fyrirlesarar frá hverju þátttöku- Iandi munu flytja erindi og gera grein fyrir stöðu kvenna, hver í sínu landi. Aðalefni fundarins verður þó „miniráðstefna“ þar sem rætt verður um undirbúning næstu WTO-samn- inga sem hefjast um næstu áramót. Á fundinum verða einnig veitt menn- ingarverðlaun NBC. Löndin innan NBC skipta með mér sér forystuhlutverkinu á tveggja ára fresti og núverandi for- seti NBC er Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands, og aðalritari Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnað- arins. V Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra SKRIFSTOFUSTARF Á skrifstofu Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra er laust til umsóknar framtíðarstarf sem felst m.a. í: * útreikningi atvinnuleysisbóta * að miðla upplýsingum og gögnum til úthlutunamefndar * almennum skrifstofustörfum o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur Æskilegt er að umsækjendur hafi góða tölvukunnáttu, reynslu af skrifstofustörfum, hæfni til mannlegra samskipta og góða skipu- lagshæfileika. Laun em skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, Skipagötu 14, 600 Akureyri, fyrir 13. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Helena Þ. Karlsdóttir, í síma 460-5100. Tæplega 40 fíkniefnamál komu upp á Akureyri um helgina Svipaður fjöldi mála og allt árið í fyrra LÖGREGLAN á Akureyri hafði af- skipti af tæplega 40 fíkniefnamálum í bænum um verslunarmannahelg- ina, sem er svipaður fjöldi mála og upp kom allt árið í fyrra. Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi á rann- sóknardeild lögreglunnar á Akur- eyri, sagði að að minnsta kosti 60 að- ilar yrðu kærðir vegna þessara tæp- Iega 40 mála sem upp komu. Daníel sagði að lögreglan hefði fyrir utan þessi mál fengið upplýs- ingar um mikla neyslu til viðbótar og um söluaðila sem ekki tókst að hafa upp á vegna hins mikla mannfjölda í bænum. „Fíkniefnin sem við tókum úr umferð eru harðari en við eigum að venjast hér og það má segja að við höfum tekið alla fíkniefnaflóruna, marijúana, hass, amfetamín, kókaín, e-töflur og LSD. Það var mikið talað um neyslu á e-töflum og að töluvert af þeim hafi verið í umferð. Nokkir aðilar voru fluttir á slysadeild FSA DANÍEL með fíkniefni og tól sem tekin voru úr umferð í bænum um helgina. illa á sig komnir af e-töfluáti og einnig var stúlka flutt á FSA vegna LSD-notkunar.“ Daníel sagði að lögreglan hefði verið með öflugt eftirlit og komist yf- ir stærri skammta og harðari efni en áður. Hann nefndi sem dæmi að einn aðili hefði verið tekinn með 11 grömm af kókaíni, 15 grömm af hassi og 4 e-töflur, annar aðili hefði verið tekinn með 10 grömm af amfetamíni og 16 grömm af hassi og sá þriðji með 8 e-töflur. Þá sagði Daníel að unnið væri að rannsókn máls frá því um helgi, þar sem maður hafi gefið 16 ára stúlku e- töflu og eitthvað fleira í þeim til- gangi að misnota hana kynferðis- lega. Stúlkan hafi þó sloppið með skrekkinn en verið í hópi þeirra sem fluttir voru á slysadeild FSA. Ekki urðu alvarlegar líkamsmeið- ingar í bænum um helgina en þó komu upp beinbrot og skrámur og þá er í rannsókn, að sögn Daníels, hvort gangstéttarhellu var kastað í höfuð manns eða hvort hann var bar- inn með einni slíkri um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.