Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 54
* 54 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tíðindalaust frá VestQörðum? NÝR sjávarútvegs- ráðherra hefir nú lokið yfirferð sinni um Vest- firði og telur að at- vinnuástand þar sé nú öllu betra en hann hafði búist við af frétt- um fjölmiðla. Það veit ekki á gott, að nýr ráð- herra skuli sleginn slíkri blindu á stað- reyndir. Botnfiskveið- ar á Vestfjörðum eru nú aðallega bundnar við smábáta, ýmist á aflahámarki eða sókn- ardögum, nú 23 á ári, og mun mörgum þykja erfitt úthaldið, þegar ekki má vinna nema 23 daga á ári og leggja þarf allt til. Einkennandi við smábátaútgerð er að hún verð- ur ekki stunduð samkvæmt núgild- andi lögum nema hluta ársins, þeg- ar vel viðrar. Er nokkur ástæða til að stjómvöld séu að takmarka þannig atvinnufrelsi manna, þvert á ákvæði stjómarskrárinnar um atvinnufrelsi? Stjórnunargleði Sjávarútvegsráðuneytisins minnir aðeins á sovéska stjórnunarhætti, sem komið hafa Sovétríkjunum á vonarvöl. Sextán ára reynzla af kvótakerfinu sýnir að það er nú langt komið með að leggja margar byggðir landsins í auðn, ekki að- eins á Vestfjörðum heldur víðsveg- ar um allt land. Fræknasti sigurvegari Alþingis- kosninganna 8. maí, Guðjón A. Kri- stjánsson, hefir lagt landsmönnum til haldgóðar upplýsingar í blaða- grein í Mbl. 13. júlí sl. bls. 40, um togaraútgerð á Vest- fjörðum á kvótatíma- bilinu, sem hófst 1984. Þá voru 12 togarar gerðir út frá Vest- fjörðum, sem lögðu afla sinn á land til vinnslu þar, með kvóta, sem nú reiknast 29.699 tonn. Eftir að Sléttanesið, áður á Þingeyri, hefir nú ver- ið selt með 1.188 tonna úthlutuðum kvóta, hafa 9 þessara togara verið seldir frá Vest- 0nundur fjörðum alls með Ásgeirsson 24.842 tonna kvóta, eða 83,6% af afla þess- Kvótakerfi Sextán ára reynzla af kvótakerfinu sýnir, segir 0nundur As- geirsson, að það er nú langt komið með að leggja margar byggðir landsins í auðn. ara skipa, sem annars hefðu farið til vinnslu þar. Það var ekki von að ráðherrann sæi þessi skip fyrir vestan, því að þau eru öll horfin þaðan. Eftir eru þrír togarar: Páll Pálsson, Hnífsdal, 3.280 t., Bessi, Súðavík, 1.144 t. og Framnes, áður á Þingeyri, 433 t. alls 4.857 tonna úthlutaðir kvótar eða 16,4%. Ráð- herrann segir atvinnuástandið gott fyrir vestan? Eftir lagabreytinguna 1990 er heimilt að selja kvóta sjálfstætt, án skips. Þetta nefnist nú „frjálst framsal" á kvótum. Umráð með kvótum Básafells hf, á Isafirði og Skagstrendings hf. á Skagaströnd eru nú ekki lengur í höndum heimamanna, og má því búast við að þessir kvótar hverfi úr þessum byggðarlögum fljótlega, kannske næstu daga. Allt hefir þetta gerst undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem tekið hefir að sé að fram- kvæma eiginhagsmunastefnu Framsóknarflokksins í fiskveiðun- um, en framsóknarmenn hafa grætt mest á kvótasölunum fram til þessa. Ummæli þessa nýja ráð- herra benda ekki til þess, að nein breyting sé væntanleg hjá Sjálf- stæðisflokknum. Þeir eru ánægðir með að moka framsóknarflórinn. Eignarkvótar voru í upphafi seldir á minna en 250 kr/kg, en seljast nú á yfir 800 kr/kg. Núvirði brottseldra eignakvóta frá Vest- fjörðum reiknast þannig 24.842 tonn x 800.000 kr/tonn eða 19,9 milljarðar. Árlegir leigukvótar, þ.e. það verð sem þessir árlega úthlut- uðu gjafakvótar seljast á nú miðað við gangverð 120 kr/kg, nemur nú 2.981 milljónum króna. Þetta telur Sjálfstæðisflokkurinn nú eðlileg viðskipti, en skrattinn situr á fjós- bitanum og hlær. I Rússlandi eru menn nú farnir að leita að glæpon- unum, sem komust yfir eignir Sov- étsins sálaða fyrir lítið eða ekkert. Ekkert slíkt gerist hér, því að ís- lenzka sovétið lifir nefnilega enn góðu lífi, og það undir vernd Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar. Það er engin gagnbylting sýnileg hér. Höfundur er fv. forstjóri Oh's. Baráttan um útivistarsvæðin heldur áfram greiddi Gœðavara Gjafavara - matar- oij kaífislell. Allir verðflokkar. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gidnni Versace. V'VV-1 VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Pantaðu núna * 555 2866 Kays - Argos - Panduro B.Magnússon Fax 565 2866 • bm@vortex.is FYRIRÆTLANIR meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykja- víkur um að leyft verði að byggja tvö stórhýsi á 36.000 fermetra svæði austast í Laugar- dal hafa mætt vaxandi andstöðu að undan- fömu. Þessar áætlanir skjóta skökku við á tímum vakningar í um- hverfismálum meðal al- mennings og ganga vafalítið þvert á vilja meirihluta borgarbúa. Enn sem komið er ’ rti fi ir daufheyrist meirihluti a / R-listans í Reykjavík Magnusson við öllum ábendingum og mótmæl- verandi um gegn þessum byggingaráform- um. Vonandi sér vinstri meirihlut- inn í borginni að sér í þessu máli svo að forðast megi alvarlegt skipulags- klúður í Laugardal, sem seint yrði fyrirgefið. Frá því að undirritaður kom til starfa í borgarstjóm Reykjavíkur íýrir níu ámm hefur hann beitt sér fyrir vemdun og varðveislu útivist- arsvæða á höfuðborgarsvæðinu og að skammtímahagsmunir einstakra sveitarfélaga víki fyrir heildarhags- munum og langtímasjónarmiðum. Á áranum 1992-1993 voru uppi áætl- anir um að leggja mikilvæg útivist- arsvæði, sem að mestu leyti lágu ut- an yfirráðasvæðis Reykvíkinga, undir sértæka starfsemi eða bygg- ingarframkvæmdir. Ástæða er til þess að rifja þessi mál upp nú, þeg- ar baráttan fýrir vemdun Laugar- dalsins stendur sem hæst. Baráttan um útivistarsvæðið í Fossvogsdal Sumarið 1993 var deilt um hug- myndir um gerð golfvallar á 14-15 hektara svæði í austurhluta Foss- vogsdals. Fáir kjörnir fulltrúar Reykvíkinga tóku einarða afstöðu í þessu máli, sem kann að skýrast af því, að meirihluti þessa svæðis er í landi Kópavogs. Und- irritaður beitti sér mjög gegn þessum fyr- irætlunum, jafnt innan borgarstjómar sem ut- an. Afstöðu minni til þessa máls er m.a. lýst í Morgunblaðsgrein frá 24. júlí 1993 undir heit- inu „Utivist í Foss- vogsdal". Meirihluti skipulags- nefndar Reykjavíkur gerði ekki upp á milli tillögu um almennt úti- vistarsvæði í austur- hluta Fossvogsdals og tillögu um golfvöll, en Guðrún Jónsdóttir, þá- fulltrúi Nýs vettvangs, atkvæði gegn þehri sam- Umhverfismál Baráttan um útivistar- svæðin í Fossvogsdal og á Seltjarnarnesi, segir Olafur F. Magn- ússon, heldur áfram í Laugardalnum. þykkt og lýsti sig alfarið á móti golf- vallarhugmyndinni. Borgarráð sam- þykkti síðan samhljóða tillögu skipulagsnefndar um deiliskipulag í Fossvogsdal. Áður hafði umhverfis- málaráð mælt með golfvallarhug- myndinni án mótatkvæða. Meintir andstæðingar golfvallai-hugmynd- arinnar í borgarráði og umhverfis- málaráði létu sér nægja hjásetu og bókun um að þeim litist betur á til- lögu um almennt útivistarsvæði en tillögu um golfvöll í Fossvogsdal. Það kom því í hlut íbúa í Foss- vogsdal að stöðva þessar fyrirætl- anir og 3.500 manns tóku þátt í und- irskriftasöfnun samtakanna „Líf í Fossvogsdal" gegn golfvallargerð í dalnum. Mótmælin skiluðu tilætluð- um árangri. Baráttan um vestursvæði Seltjarnarness Árið 1992 fór bæjarstjórinn á Sel- tjarnarnesi, Sigurgeir Sigurðsson, fyrir þeim sem vildu ganga á úti- vistarsvæðið vestast á Seltjarnar- nesi og leggja þar land undir stór- tækar byggingarframkvæmdir. Rætt var um allt að 96 húsa byggð á þessu svæði! Þessi framkvæmd hefði vissulega veitt miklu fé í bæj- arsjóð Seltjarnamess, en fórnar- kostnaðurinn var of mikill. Um þessar fyrirætlanir vil ég endurtaka stíhað?* Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst Fermitex losar stiflur í frárennslispípum, salernum og vöskum. Skaðlaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Rjótvirk og sótthreinsandi. Fœst í flestum byggingavöru- verslunum og bensínstö^vum ESSO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.