Morgunblaðið - 21.08.1999, Síða 1
187. TBL. 87. ÁRG.
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Átökin í Dagest-
an breiðast út
Rússar gera 37 sprengjuárásir á stöðv-
ar skæruliða á einum sólarhring
Makatsjkala, Moskvu. AFP, Reuters.
ÁTÖK milli uppreisnarmanna aðskilnaðarsinnaðra múslíma og rúss-
neskra stjómarhermanna í sjálfstjómarlýðveldinu Dagestan breiddust í
gær út til norðurhluta þessa syðsta héraðs rússneska sambandsríkisins,
þegar rússneski herinn kom sér íyrir með þungavopn víðar um héraðið
til að mæta árásum sem óttast er að skæruliðar muni freista að beina
gegn óbreyttum borgurum.
Reuters
Liðsmenn tyrkneska hersins unnu að björgunarstörfum f einu úthverfa Istanbúl í gær.
Qttast að allt að fjörutíu þúsund manns hafí farist í Tyrklandi
„Skelfílega“ margir
enn týndir í rústunum
Reuters
Leiddur af
leikvelli
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í
fijáisíþróttum yar sett við hátíð-
lega athöfn á Ólympíuleikvangin-
um í Sevilla á Spáni í gær.
Á myndinni má sjá hvar maður
í gervi Giraldillas, íukkudýrs
mótsins, er ieiddur af leikvelli en
maðurinn hafði teiknað pólitfskan
áróður - þar sem þess var krafist
að baskneskum föngum í spænsk-
um fangelsum yrði leyft að af-
piána dóma sfna f Baskaiandi - á
búning Giraldillas.
Álitleg
launa-
hækkun
Harare. AFP.
ROBERT Mugabe, forseti
Zimbabve, skammtaði sér og
ríkisstjórn sinni nýlega álitlega
launahækkun þrátt fyrir að
efnahagsástand í landinu hafi
vart verið verra í nítján ára
stjórnartíð Mugabes en einmitt
núna. Greindu fjölmiðlar í
Zimbabve frá því í gær að
Mugabe hefði fýrirskipað að
laun hans og ráðherra hans
skyldu fara í fimmtíu þúsund
Zimbabve-dollara á mánuði,
hækkun sem nemur 182%.
Haft var eftir Chen Chimu-
tengwende, ráðherra upplýs-
ingamála, í dagblaðinu Daily
News í gær að hækkunin væri
réttlætanleg enda hefðu laun
ráðherra í Zimbabve verið með
því lægsta sem þekktist í þess-
um heimshluta.
Talsmaður verkalýðsfélag-
anna í landinu kvaðst hins vegar
gjörsamlega orðlaus yfir
aðgerðum Mugabes forseta.
Leyniskyttur Tsjetsjníu-megin
landamæranna skutu í gær einn
rússneskan hermann til bana og
særðu annan nærri bænum Kizlyar í
Norður-Dagestan, eftir því sem tals-
maður innanríkisráðuneytisins í
Makatsjkala, höfuðstað Dagestans,
greindi frá.
Rússar svöruðu með því að gera
37 sprengjuárásir með þyrlum og
herþotum á stöðvar skæruliða. Þetta
eru þyngstu loftárásirnar sem Rúss-
ar hafa gripið til frá því þeir hófu
herförina gegn uppreisnarmönnum
hinn 7. ágúst sl. Hermt var að 20
skæruliðar hefðu fallið í árásum
gærdagsins. Að minnsta kosti 40
rússneskir hermenn hafa fallið frá
því átökin hófust og á að gizka 500
skæruliðar.
Tölur um þetta eru hins vegar
nokkuð á reiki og skæruliðar neita
alfarið þeim staðhæfingum rúss-
neskra stjórnvalda að mikið mann-
fall hafi átt sér stað í röðum skæru-
liðanna.
Minnir Kremlveija
á Tsjetsjníu-hrakfarirnar
Fram að þessu hafa átökin aðal-
lega verið um nokkur fjallaþorp í
Botlikh- og Tsumadin-sýslum í Suð-
vestm-Dagestan, en loftárásir gær-
dagsins náðu einnig til staða í Tsjet-
sjníu þar sem Rússar telja að skæru-
liðar hafi komið sér upp bækistöðv-
um til innrása í Dagestan. Þessi
framvinda átakanna hefur aukið á
áhyggjur manna í Moskvu um að
ófriðurinn muni breiðast meira út og
fari að minna óhugnanlega mikið á
hrakfarastríðið í Tsjetsjníu sem háð
var á árunum 1994-1996 og lyktaði
með niðurlægjandi ósigri Rússa og
viðvarandi óstöðugleika á svæðinu.
Moskvu, Berlín. AFP, Reuters.
FULLTRÚAR rússneskra stjóm-
valda hótuðu því í gær að Rússar
myndu flytja friðargæsluliða sína í
Kosovo úr héraðinu og sögðust ekki
vilja að rússneskar hersveitir tækju
þátt í aðgerðum KFOR, friðar-
gæslusveita Atlantshafsbandalags-
ins (NATO), þar sem þeim væri illa
stjómað.
„Ef aðgerðir KFOR fara í vissan
farveg, mun þátttaka Rússa í slík-
um aðgerðum ekki vera möguleg,“
var haft eftir þeim Leonid Ivashov
hershöfðingja og Borís Mayorsky,
fulltnia rússneska utanríkisráðu-
neytisins í málefnum Kosovo, í frétt
Jnterfax-fréttastofunnar í gær.
Bættu embættismennimir því þó
við að enn sem komið væri myndu
Bursa, Ankara, Genf. Reuters, AFP.
TYRKIR sögðu í gær að enn lægi
„skelfílega" margt fólk grafið í
húsarústum víðs vegar um svæði
það, sem hvað verst varð úti þegar
jarðskjálfti reið yfir norðvestur-
hluta Tyrklands aðfaranótt þriðju-
dags. Búið var að finna yfir tíu þús-
und lík í húsarústunum í gær en
talið var að enn væm þrjátíu og
fimm þúsund manns fastir í rústun-
um. Sérfræðingar Sameinuðu þjóð-
anna sögðu að endanleg tala fómar-
lamba gæti því orðið allt að fjömtíu
þúsund manns, enda þykja líkur á
að fólk fínnist á lífi minnka með
hverjum degi sem líður.
„Tölumar era skelfilegar. Mjög
margt fólk er grafið í húsarústunum.
Miklu fleiri en við höfðum talið,“
sagði tyrkneskur embættismaður í
samtali við Reuters. Séríræðingar
sögðu mikla hættu á að farsóttir
Rússar halda liði sínu innan héraðs-
ins.
Sögðu þeir að ályktanir Samein-
uðu þjóðanna sem kveða á um hlut-
verk og starfsskyldur KFOR væra
virtar að vettugi þar eð öryggi
Serba í Kosovo-héraði væri ekld
tryggt vegna ógna frá vopnuðum
liðsmönnum Frelsishers Kosovo
(UCK). Stjómvöld í Moskvu hafa að
undanfómu kvartað undan því að
friðargæslusveitir KFOR hafi
brugðist skyldum sínum og ekki
komið í veg fyrir flótta Serba úr
héraðinu. Talið er að aðeins um
2.000 Serbar séu nú í Pristina, hér-
aðshöfuðstað Kosovo, í samanburði
við þá 40.000 sem þar vora, áður en
stríðið á Balkanskaga braust út.
breiddust út á hamfarasvæðinu, en
aðstæður era afar erfiðar. Hitinn er
mikill og skemmdir á vatnslögnum
valda því að ekkert rennandi vatn er
að fá, auk þess sem sífellt stækari
óþefur af líkum, sem enn á eftir að
grafa, eykur smithættu. „Kannski er
okkar versta vandamál nú hættan á
farsóttum," sagði Bulent Ecevit, for-
sætisráðherra Tyrklands, í gær.
„Versti jarðskjáifti í
sögu Tyrklands"
Milljónir Tyrkja tóku þann kost
að sofa utandyra í nótt og fyrrinótt
af ótta við að viðvaranir helsta jarð-
skjálftafræðings Tyrklands, um að
vænta mætti fleiri skjálfta, myndu
rætast.
Stjómvöld lögðu hins vegar allt
kapp á það í gær að slá á angist
þeirra, sem búa á skjálftasvæðinu,
Reuters
Námsmenn í Beigrad kveikja á
kertum á afmælistertu, í tilcfni
af 58 ára afmæli Jdgóslavíufor-
seta í gær. Kakan á að tákna
gömiu Júgóslavíu og sneiðam-
ar svæðin sem Milosevic hefur
misst í stríðsrekstri sínum á
Balkanskaga síðan árið 1991.
og sögðu ómögulegt að segja íyrir
um hvort eða hvar jarðskjálftar riðu
yfir.
Ecevit fór ekkert í launkofa með
þá skoðun sína að jarðskjálftinn á
þriðjudag hefði verið „einn af þeim
verstu í sögu mannkyns og sá öflug-
asti í sögu Tyrklands“. Hann neitaði
hins vegar ásökunum um að tyrk-
nesk stjómvöld hefðu bragðist hægt
og illa við hörmungunum og sagði að
allt væri nú gert til að aðstoða þá
sem urðu illa úti í jarðskjálftanum,
sem og til að bjarga eins mörgum úr
húsarústum og auðið væri.
Fjármálasérfræðingar í Ankara
spáðu því í gær að Tyrkland myndi
þurfa erlenda fjárhagsaðstoð upp á
tuttugu til tuttugu og fimm millj-
arða bandaríkjadala, eða rúmlega
fjórtán hundrað milljarða ísl. króna,
vegna náttúrahamfaranna.
Verð á hrá-
olíu hækkar
London. AFP.
HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu
fór upp fyrir 21 bandaríkjadal á
tunnuna í gær og hefur ekki verið
hærra um langt skeið. Raunar hefur
tvöföldun átt sér stað frá því í febrú-
ar en þá var verð á olíu komið niður
fyrir tíu dali á tunnuna.
Talið er að eldurinn, sem kviknaði
í helstu olíuhreinsistöð Tyrklands í
kjölfar jarðskjálftans á þriðjudag,
sem og hættan á að hvirfilbyljir á
Mexíkóflóa trufluðu olíuframleiðslu í
Bandaríkjunum, hafi haft áhrif á að
verð á olíu fer enn hækkandi. Var
því spáð í gær að markaðsverðið
gæti enn hækkað og jafnvel farið
upp í 23 dali á allra næstu vikum.
Sérfræðingar sögðu hins vegar að
hugsanlegt væri að verð færi lækk-
andi á ný tækju aðildarlönd OPEC,
samtaka helstu olíuríkja heims, upp
á því að auka skyndilega framboð á
olíu í því skyni að hámarka gróða
sinn nú þegar verðið er hátt.
Friðargæsla í Kosovo-héraði
Rússar hóta að
draga sig úr KFOR