Morgunblaðið - 21.08.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 21.08.1999, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Prófmál Neytendasamtakanna gegn matvælaframleiðendum Sex manns buðu sig fram tii samstarfs AÐ MINNSTA kosti sex manns höfðu samband við Neytendasam- tökin í gær og buðu sig fram til samstarfs við samtökin um hugsan- legt skaða- og eða miskabótamál á hendur matvælaframleiðslufyrir- tækjum. Pessir aðilar höfðu allir sýkst af kampýlóbakter. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að far- ið verði mjög gaumgæfilega yfir málsatvik þeirra sem hlut eiga að máli þannig að ótvítrætt verði hægt að sanna upptök smits. „Við veljum úr það tilvik þar sem ótví- ræðast liggur fyrir að um smit sé að ræða af völdum matvæla. Allt sem hefur komið fram til þessa beinist að kjúklingum sem smit- valdi,“ segir Jóhannes. Sá sem yrði fyrir valinu tæki þar með þátt í prófmáli sem Neytenda- samtökin hyggjast höfða gegn mat- vælafyrirtæki. „Þetta er mjög mikil- vægt prófmál því þarna er ekki ein- vörðungu um að ræða matarsýkingu vegna kampýlóbakter heldur það hvort matvælaframleiðendur, af hvaða tagi sem þeir eru, dreifi mat- vælum sem valda sýkingu hjá neyt- endum. Ekld skiptir í þessu máli hvaða sýkingu er um að ræða,“ segir Jóhannes. Hann segir að matvælaframleið- endur hafi í raun og veru getað leyft sér hvað sem er fram að þessu og tími sé kominn til að taka á þessum málum. „Þeir verða að bera ábyrgð á því sem þeir eru að selja,“ segir Jó- hannes. FRÉTTIR Áframhaldandi röskun og tafír á alþjóðlegu flugi Tafir á sextán áfanga- stöðum Flugleiða ÁFRAMHALDANDI röskun og tafir urðu á áætlunarflugi Flugleiða í gær og var ekki von á að ástand mála kæmist í samt lag fyrr en í fyrsta lagi í dag, að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns for- stjóra Flugleiða. Tafir urðu á flugi til sex áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum og tíu áfangastaða í Evrópu og seinkaði flugi að jafnaði um 3^ klukkustundir. Mjög slæm áhrif „Kaupmannahöfn er aðeins utan við þessar tafir, þar sem við notum Boeing 737-vélar, en þar sem við notum Boeing 757 gætir tafa,“ segir Einar. Tvær Boeing 757-vélar Flugleiða biluðu í fyrradag og ollu tafir af þeim sökum keðjuverkandi áhrifum, þannig að flug annarra véla raskað- ist einnig. „Til að tengiflugsfarþeg- ar yrðu ekki strandaglópar á Is- landi urðum við að seinka tveimur öðrum vélum einnig og þá voru fjór- ar vélar búnar að verða fyrir mikl- um töfum. Þá kom tvívegis upp bil- un í annarri vélinni, þannig að þetta ýtti hvað á annað. Áhrifin eru mjög slæm, sérstaklega á þessum tíma, en við höfum sett allt í gang til að finna lausn,“ segir Einar. Ekki var um stórvægilegar bilanir að ræða en drjúgan tíma tók að finna þær. Hann segir Flugleiðir bera marg- víslegan kostnað vegna þessara tafa, m.a. vegna leigu á vél, við- halds- og viðgerðarkostnaðar vegna vélanna sem biluðu, kostnaðar við að koma farþegum áfram með vél- um annarra flugfélaga, matar- og gistikostnaðar o.fl. „Þetta eru margir litlir liðir sem hrannast upp, en það er nokkuð sem menn gera ráð fyrir í sínum áætlunum að geti komið upp. Þetta er ekki kostnaður sem setur allt á slit, en samt tals- verðir fjármunir," segir hann. Einar kveður þá fjölmörgu far- þega sem orðið hafa fyrir óþægind- um af þessum sökum yfirleitt hafa brugðist við af skynsemi og sýnt málinu skilning. „Kerfið gengur yf- irleitt vel og því ber mikið á því þeg- ar atvik sem þessi koma upp,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristján Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræddi við Nikolai Erma- kov, sjávarútvegsráðherra Rússlands, í vinnslusal UA. Við hlið þeirra stendur Ámi Steinar Jóhannsson alþingismaður. Morgunblaðið/Arnaldur Nikolai Ermakov og Árni M. Mathiesen Sjávarútvegsráð- herrar skoða skipasmíðastöð TreQa ásamt föruneyti. Rússar fjár- festa í bát- um frá Trefjum NIKOLAI A. Érmakov, sjávarút- vegsráðherra Rússlands, heim- sótti Trefjar ehf. í Hafnarfirði í gærmorgun og hélt síðdegis til Akureyrar. Tilefni heimsóknar- innar í Trefjar var að fyrirtækið hefur gert samning við sveitar- stjómir í nokkmm fylkjum Rúss- lands um smíði á hraðfiskibátum. Trefjar hafa markaðssett bát- ana, sem em af Cleopatra-gerð, hjá sveitarstjórnum ýmissa fylkja sem rétt hafa til strandveiða í Rússlandi. Strandveiðar hafa lít- ið verið stundaðar af Rússum og er þessi samningur hluti af við- Ieitni þarlendra stjórnvalda til þess að gera sjávarútveginn arð- bærari. Stefnt er að því að Cleopatra-bátarnir gegni hlut- verki í þessari endurnýjun. Bát- arnir koma til með að landa afl- anum á fiskmarkað og þess vegna er yfirmaður stærsta fisk- markaðs Moskvuborgar í för með sjávarútvegsráðherranum. Samningar sem Trefjar hafa gert við Rússa kveða á um að fimm bátar verði afhentir á þessu ári. Líklegt er að fleiri bát- ar verði smíðaðir fyrir Rússana á næsta ári. Sá fyrsti verður af- hentur á morgun og er gert ráð fyrir að hann hefji veiðar á Mur- mansk-hafsvæðinu í september. Listinni varpað út undir beran himin LISTASAFN íslands mun færa listina út í náttúruna á menning- arnótt, þegar ljósmyndum af verk- um í eigu safnsins verður varpað á sýningartjald sem áformað er að setja upp andspænis Listasafninu í nágrenni við Tjarnarhólmann. Á tjaldið verður varpað 120 myndum úr eigu safnsins, sem tengjast nátt- úru landsins í víðum skilningi. Sýn- ing þessi er meðal fjölda listvið- burða á dagskrá menningarnætur í Reykjavík, sem verður sett kl. 15.45 í dag í Lýðveldisgarðinum við Hverfisgötu og teygir anga sína um alla borg langt fram á nótt. Þema sýningarinnar er „Náttúr- an í listinni - listin í náttúrunni" og er henni ætlað að gefa vegfarendum kost á að sjá verkin í nýju ljósi og um leið að vekja athygli á þeim menningarai-fi sem safnið geymir og æskilegt er talið að sem flestir fái að njóta. „Náttúran hefur verið íslenskum myndlistarmönnum óþrjótandi yrkisefni allt frá því brautryðjendur nútíma myndlistar komu fram í upphafi aldarinnar með upphafna rómantíska sýn á landslagið. Yngri kynslóð íslenskra listamanna hefur fjallað um náttúr- Féll ofan í hver SEXTÁN ára piltur brenndist mikið er hann féll ofan í hver í Hveradölum í gær. Pilturinn var fluttur með sjúkrabíl á gjörgæsludeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild er hann ekki í bráðri lífshættu, en um alvar- legan bruna er að ræða og er líðan hans eftir atvikum. una með öðrum hætti, sem endur- speglar breyttan skilning á náttúr- unni og myndmálinu sem slíku. Myndasýning þessi mun bregða for- vitnilegu ljósi á þróun íslenskrar myndlistar á 20. öldinni," segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Is- lands. Sýningin hefst klukkan 23.00 og er áætlað að hún standi í um hálfa klukkustund. ■ Lesbók/Menningarnótt ------♦♦♦------- Ríkisútvarp- ið í kreppu RÍKISÚTVARPIÐ er í tilvistar- kreppu sem eykst og eykst, að því er kom fram í máli Bjöms Bjarna- sonar menntamálaráðherra í um- ræðum á SUS-þingi í gærkvöldi. „Við erum búin að móta almennu útvarpslögin og tökum mið af þró- un í Evrópu og annars staðar í heiminum en ekki hefur gefíst tækifæri til að laga starfsemi Rík- isútvarpsins að breyttum sjónar- miðum,“ sagði hann. „Það stendur ríkisútvarpinu mjög fyrir þrifum að ekki hefur náðst samstaða um að breyta rekstrarfyrirkomulagi þess. Þá er ég ekki að tala um af- notagjöld heldur innra stjórnkerfi útvarpsins. Þar þurfa einkarekstr- arsjónarmið að koma meira inn í ákvarðanatöku ef við ætlum á ann- að borð að reka ríkisútvarp sem stendur undir nafni.“ Hann sagðist ekki endilega vera að tala um einkavæðingu ríkisút- varpsins heldur vísaði hann til þró- unar erlendis, m.a. í Noregi þar sem stofnað hefði verið hlutafélag um rekstur ríkisútvarpsins. 2® gimm MENNINGARNÓTT '■imggj3iBgjrÆssi6r ALAUGARDÖGUM 1 H MOH(il NKLADSINS LLji1DI>A1l Menningarnótt í miðborginni Myndhöggvarafélagið í Reykjavík VAKAÐ Cfl ‘ : . AF LIST; cn ifiliH? ^ jjjgj! FIRMA '99 03 Ymi i nýju C0 fiSíG RÝMI www.mbl.is Grikkir áhugasamir um Helga Sigurðsson B/2 Islendingar í sviðsljósinu á HM í Sevilla B/3 ••••••••

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.