Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Prófmál Neytendasamtakanna gegn matvælaframleiðendum Sex manns buðu sig fram tii samstarfs AÐ MINNSTA kosti sex manns höfðu samband við Neytendasam- tökin í gær og buðu sig fram til samstarfs við samtökin um hugsan- legt skaða- og eða miskabótamál á hendur matvælaframleiðslufyrir- tækjum. Pessir aðilar höfðu allir sýkst af kampýlóbakter. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að far- ið verði mjög gaumgæfilega yfir málsatvik þeirra sem hlut eiga að máli þannig að ótvítrætt verði hægt að sanna upptök smits. „Við veljum úr það tilvik þar sem ótví- ræðast liggur fyrir að um smit sé að ræða af völdum matvæla. Allt sem hefur komið fram til þessa beinist að kjúklingum sem smit- valdi,“ segir Jóhannes. Sá sem yrði fyrir valinu tæki þar með þátt í prófmáli sem Neytenda- samtökin hyggjast höfða gegn mat- vælafyrirtæki. „Þetta er mjög mikil- vægt prófmál því þarna er ekki ein- vörðungu um að ræða matarsýkingu vegna kampýlóbakter heldur það hvort matvælaframleiðendur, af hvaða tagi sem þeir eru, dreifi mat- vælum sem valda sýkingu hjá neyt- endum. Ekld skiptir í þessu máli hvaða sýkingu er um að ræða,“ segir Jóhannes. Hann segir að matvælaframleið- endur hafi í raun og veru getað leyft sér hvað sem er fram að þessu og tími sé kominn til að taka á þessum málum. „Þeir verða að bera ábyrgð á því sem þeir eru að selja,“ segir Jó- hannes. FRÉTTIR Áframhaldandi röskun og tafír á alþjóðlegu flugi Tafir á sextán áfanga- stöðum Flugleiða ÁFRAMHALDANDI röskun og tafir urðu á áætlunarflugi Flugleiða í gær og var ekki von á að ástand mála kæmist í samt lag fyrr en í fyrsta lagi í dag, að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoðarmanns for- stjóra Flugleiða. Tafir urðu á flugi til sex áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum og tíu áfangastaða í Evrópu og seinkaði flugi að jafnaði um 3^ klukkustundir. Mjög slæm áhrif „Kaupmannahöfn er aðeins utan við þessar tafir, þar sem við notum Boeing 737-vélar, en þar sem við notum Boeing 757 gætir tafa,“ segir Einar. Tvær Boeing 757-vélar Flugleiða biluðu í fyrradag og ollu tafir af þeim sökum keðjuverkandi áhrifum, þannig að flug annarra véla raskað- ist einnig. „Til að tengiflugsfarþeg- ar yrðu ekki strandaglópar á Is- landi urðum við að seinka tveimur öðrum vélum einnig og þá voru fjór- ar vélar búnar að verða fyrir mikl- um töfum. Þá kom tvívegis upp bil- un í annarri vélinni, þannig að þetta ýtti hvað á annað. Áhrifin eru mjög slæm, sérstaklega á þessum tíma, en við höfum sett allt í gang til að finna lausn,“ segir Einar. Ekki var um stórvægilegar bilanir að ræða en drjúgan tíma tók að finna þær. Hann segir Flugleiðir bera marg- víslegan kostnað vegna þessara tafa, m.a. vegna leigu á vél, við- halds- og viðgerðarkostnaðar vegna vélanna sem biluðu, kostnaðar við að koma farþegum áfram með vél- um annarra flugfélaga, matar- og gistikostnaðar o.fl. „Þetta eru margir litlir liðir sem hrannast upp, en það er nokkuð sem menn gera ráð fyrir í sínum áætlunum að geti komið upp. Þetta er ekki kostnaður sem setur allt á slit, en samt tals- verðir fjármunir," segir hann. Einar kveður þá fjölmörgu far- þega sem orðið hafa fyrir óþægind- um af þessum sökum yfirleitt hafa brugðist við af skynsemi og sýnt málinu skilning. „Kerfið gengur yf- irleitt vel og því ber mikið á því þeg- ar atvik sem þessi koma upp,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristján Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræddi við Nikolai Erma- kov, sjávarútvegsráðherra Rússlands, í vinnslusal UA. Við hlið þeirra stendur Ámi Steinar Jóhannsson alþingismaður. Morgunblaðið/Arnaldur Nikolai Ermakov og Árni M. Mathiesen Sjávarútvegsráð- herrar skoða skipasmíðastöð TreQa ásamt föruneyti. Rússar fjár- festa í bát- um frá Trefjum NIKOLAI A. Érmakov, sjávarút- vegsráðherra Rússlands, heim- sótti Trefjar ehf. í Hafnarfirði í gærmorgun og hélt síðdegis til Akureyrar. Tilefni heimsóknar- innar í Trefjar var að fyrirtækið hefur gert samning við sveitar- stjómir í nokkmm fylkjum Rúss- lands um smíði á hraðfiskibátum. Trefjar hafa markaðssett bát- ana, sem em af Cleopatra-gerð, hjá sveitarstjórnum ýmissa fylkja sem rétt hafa til strandveiða í Rússlandi. Strandveiðar hafa lít- ið verið stundaðar af Rússum og er þessi samningur hluti af við- Ieitni þarlendra stjórnvalda til þess að gera sjávarútveginn arð- bærari. Stefnt er að því að Cleopatra-bátarnir gegni hlut- verki í þessari endurnýjun. Bát- arnir koma til með að landa afl- anum á fiskmarkað og þess vegna er yfirmaður stærsta fisk- markaðs Moskvuborgar í för með sjávarútvegsráðherranum. Samningar sem Trefjar hafa gert við Rússa kveða á um að fimm bátar verði afhentir á þessu ári. Líklegt er að fleiri bát- ar verði smíðaðir fyrir Rússana á næsta ári. Sá fyrsti verður af- hentur á morgun og er gert ráð fyrir að hann hefji veiðar á Mur- mansk-hafsvæðinu í september. Listinni varpað út undir beran himin LISTASAFN íslands mun færa listina út í náttúruna á menning- arnótt, þegar ljósmyndum af verk- um í eigu safnsins verður varpað á sýningartjald sem áformað er að setja upp andspænis Listasafninu í nágrenni við Tjarnarhólmann. Á tjaldið verður varpað 120 myndum úr eigu safnsins, sem tengjast nátt- úru landsins í víðum skilningi. Sýn- ing þessi er meðal fjölda listvið- burða á dagskrá menningarnætur í Reykjavík, sem verður sett kl. 15.45 í dag í Lýðveldisgarðinum við Hverfisgötu og teygir anga sína um alla borg langt fram á nótt. Þema sýningarinnar er „Náttúr- an í listinni - listin í náttúrunni" og er henni ætlað að gefa vegfarendum kost á að sjá verkin í nýju ljósi og um leið að vekja athygli á þeim menningarai-fi sem safnið geymir og æskilegt er talið að sem flestir fái að njóta. „Náttúran hefur verið íslenskum myndlistarmönnum óþrjótandi yrkisefni allt frá því brautryðjendur nútíma myndlistar komu fram í upphafi aldarinnar með upphafna rómantíska sýn á landslagið. Yngri kynslóð íslenskra listamanna hefur fjallað um náttúr- Féll ofan í hver SEXTÁN ára piltur brenndist mikið er hann féll ofan í hver í Hveradölum í gær. Pilturinn var fluttur með sjúkrabíl á gjörgæsludeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild er hann ekki í bráðri lífshættu, en um alvar- legan bruna er að ræða og er líðan hans eftir atvikum. una með öðrum hætti, sem endur- speglar breyttan skilning á náttúr- unni og myndmálinu sem slíku. Myndasýning þessi mun bregða for- vitnilegu ljósi á þróun íslenskrar myndlistar á 20. öldinni," segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Is- lands. Sýningin hefst klukkan 23.00 og er áætlað að hún standi í um hálfa klukkustund. ■ Lesbók/Menningarnótt ------♦♦♦------- Ríkisútvarp- ið í kreppu RÍKISÚTVARPIÐ er í tilvistar- kreppu sem eykst og eykst, að því er kom fram í máli Bjöms Bjarna- sonar menntamálaráðherra í um- ræðum á SUS-þingi í gærkvöldi. „Við erum búin að móta almennu útvarpslögin og tökum mið af þró- un í Evrópu og annars staðar í heiminum en ekki hefur gefíst tækifæri til að laga starfsemi Rík- isútvarpsins að breyttum sjónar- miðum,“ sagði hann. „Það stendur ríkisútvarpinu mjög fyrir þrifum að ekki hefur náðst samstaða um að breyta rekstrarfyrirkomulagi þess. Þá er ég ekki að tala um af- notagjöld heldur innra stjórnkerfi útvarpsins. Þar þurfa einkarekstr- arsjónarmið að koma meira inn í ákvarðanatöku ef við ætlum á ann- að borð að reka ríkisútvarp sem stendur undir nafni.“ Hann sagðist ekki endilega vera að tala um einkavæðingu ríkisút- varpsins heldur vísaði hann til þró- unar erlendis, m.a. í Noregi þar sem stofnað hefði verið hlutafélag um rekstur ríkisútvarpsins. 2® gimm MENNINGARNÓTT '■imggj3iBgjrÆssi6r ALAUGARDÖGUM 1 H MOH(il NKLADSINS LLji1DI>A1l Menningarnótt í miðborginni Myndhöggvarafélagið í Reykjavík VAKAÐ Cfl ‘ : . AF LIST; cn ifiliH? ^ jjjgj! FIRMA '99 03 Ymi i nýju C0 fiSíG RÝMI www.mbl.is Grikkir áhugasamir um Helga Sigurðsson B/2 Islendingar í sviðsljósinu á HM í Sevilla B/3 ••••••••
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.