Morgunblaðið - 21.08.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 15
AKUREYRI
Enn er ólga meðal húsasmiða á Akureyri
Smiðir farnir að
segja upp störfum
ENN er töluverð ólga meðal húsa-
smiða á Akureyri, sem hafa að und-
anförnu staðið í kjarabaráttu. Smið-
ir hjá nokkrum verktökum sögðu
upp yflrvinnu nýlega en hættu við
aðgerðir í þeirri von að ná fram
bættum kjörum með viðræðum við
atvinnurekendur sína. Lítið hefur
•þokast í málinu og er nú farið að
bera á uppsögnum húsasmiða, sem
stefna á að halda suður á bóginn,
þar sem þeir telja sig fá betri launa-
kjör.
Guðmundur Ómar Guðmundsson,
formaður Félags byggingamanna,
sagðist hafa heyrt af því að smiðir
væru farnir að segja upp störfum
sínum á Akureyri og stefndu suður,
þar sem verið væri að bjóða mönn-
um upp á allt önnur laun. „Það hef-
ur líka lítið gerst í málum smiða á
Akureyri og þetta er orðið spurning
um hvort einhver lausn fæst nú eða
hvort þetta bíður næstu kjarasamn-
inga. Samningar eru lausir 15. febr-
úar á næsta ári og ef ekkert gerist á
næstunni mun kröfugerðin hér fyrir
norðan taka mið af því í samningun-
um. Málið er geymt en ekki
gleymt,“ sagði Guðmundur Ómar.
Launin helsta ástæðan
Sigurður Þórisson, smiður hjá
Hyrnu, hefur sagt upp starfi sínu en
hann sagði þá ákvörðun ekki beinast
gegn því fyrirtæki, heldur launamál-
um almennt á Akureyri. „Það er
kominn tími til að skoða þessi mál af
alvöru en helsta ástæðan fyrir því að
fólk er að flytja suður snýr að launa-
málum. Líkurnar á að ég fari suður
eru meiri en minni en ég get eins
farið að vinna á bensínstöð hér í
bænum, því launin eru ekkert verri
en ég hef í dag.“
Sigurður sagði að fyrirtæki fyrir
sunnan sæktu það stíft að fá smiði að
norðan og sjálfur hafði hann verið
beðinn að útvega 6 smiði þangað.
Hann sagði að stærstur hluti smiða á
Akureyri væri orðinn miðaldra, fer-
tugir og eldri, og að karlar um sex-
tugt væru enn að vinna í mótavinnu.
Hins vegar færu ungir smiðir sem
væru lausir og liðugir í burtu.
Ekki góð auglýsing fyrir bæinn
,Ástandið á Akureyri er ekki góð
auglýsing fyrir bæinn og það er dá-
lítið einkennilegt að Akureyringar
skyldu hafa efni á að hafna fram-
kvæmdum upp á einn milljarð á
Akureyrarvellinum og höfuðstöðvum
IS, (Islenskra sjávarafurða). Það eru
að koma aldamót og kominn tími til
að menn fari að hugsa samkvæmt
því og láti af þessum hugsunarhætti
sem tíðkaðist um miðja öldina,“
sagði Sigurður.
FSA fái fulla við-
urkenningu sem
háskólasj úkrahús
AÐALFUNDUR Eyþings, Sam-
bands sveitarfélaga í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum, samþykkti fjár-
veitingu upp á þrjár milljónir
króna til að vinna að frekari út-
færslu á aðgerðaáætlun sambands-
ins. Aðgerðaáætlun, sem unnin var
af Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri, var lögð fram á aðal-
fundinum sem haldinn var í Gríms-
ey.
FSA fái fulla viðurkenningu
sem háskólasjúkrahús
Þá samþykkti aðalfundur Eyþings
að hefja nú þegar formlegt samstarf
við Samband sveitarfélaga á Austur-
landi, SSA, sem miði að því að sam-
tök sveitarfélaga í væntanlegu Norð-
austurkjördæmi verði eins samstíga
og frekast er kostur og geti starfað
sem öflugur málsvari allra sveitarfé-
laga í nýja kjördæminu.
I aðgerðaáætluninni er lagt til að
Eyþing ráði sér fjölmiðlafulltrúa til
að kynna svæðið, útbúa kynningar-
efni og koma tilkynningum til fjöl-
miðla með skipulögðum hætti.
Einnig kemur þar fram að Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri, FSA,
fái fulla viðurkenningu sem há-
skólasjúkrahús með kennslustöðum
við Læknadeild HÍ að auki við þær
stöður sem eru bundnar HA. Þá er
lagt til að Eyþing beiti sér fyrir því
að hafin verði kennsla í ljósmæðra-
fræðum við Sjúkrahúsið á Húsavík
og FSA.
Nám í heimilislækningum
I aðgerðaáætluninni er jafnframt
lagt til að Eyþing beiti sér fyrir því
að sjúkraflugvél verði staðsett á
Akureyri, til öryggis fyrir íbúa
landsbyggðarinnar, sem búa við
skerta þjónustu sé miðað við að-
stæður á höfuðborgarsvæðinu. Þá
er lagt til að Eyþing stuðli að því að
kennsla í heimilislækningum hefjist
á Norðurlandi eystra.
Nánari upplýsingar á skrifstofu VMA (8.15-15.00)
og hjá kennslustjóra öldungadeildar í sfma 461 1710.
Skrifað undir samning um smíði brúar yfír Fnjóská
Verður lengsta bogabrú landsins
Boðið er upp á nám í eftirtöldum greinum:
- Byrjendaáfangar í bókferslu, dönsku, ensku, félagsfræði,
frönsku, grunnteikningu, íslensku, líffræði, sögu, stærðfræði,
tjáningu, tölvufræði, vélritun og þýsku.
- Framhaldsáfangar í dönsku, ensku, íslensku, stærðfræði
og þýsku.
Nýjungar eru verklegir áfangar í fatasaumi og hollustufræði.
VEGAGERÐIN hefúr skrifað
undir samning við fyrirtækið
Arnarfell ehf. á Akureyri um
smíði brúar yfir Fnjóská hjá
Laufási í Grýtubakkahreppi. Um
er að ræða stálbogabrú með
steyptri yfirbyggingu með 92
metra löngum boga úr stáli og
steypu og 144 metra langri og 7
metra breiðri tvíbreiðri akbraut.
Þetta verður jafnframt lengsta
bogabrú hérlendis og leysir af
hólmi gamla einbreiða brú fyrir
Frgóská. Lengsta bogabrú lands-
ins í dag er yfir Jökulsá á Dal en
heildarlengd hennar er 119 metr-
ar. Framkvæmdir hefjast í næstu
viku en verklok eru áætluð 1.
ágúst á næsta ári. Nýja brúin
verður norðar en sú gamla og
með tilkomu hennar styttist leið-
in til Grenivíkur um 4 km. Jafn-
framt er þetta síðasti kaflinn í
Iagningu bundins slitlags til
Grenivíkur.
í útboði Vegagerðarinnar voru
tveir valkostir, annars vegar
steypt bogabrú og hins vegar
stálbogabrú með steyptri yfir-
byggingu, sem varð fyrir valinu.
Arnarfell átti lægsta tilboðið í þá
framkvæmd og bauðst til að
vinna verkið fyrir tæpar 134
miHjónir króna, sem er um 88%
af kostnaðaráætlun og hljóöaöi
upp á 153 milljónir króna. Auk
Arnarfells buðu ístak hf. og Eykt
ehf. í verkið.
Bylting fyrir íbúana
Sigurður Oddsson, deildar-
sljóri framkvæmda hjá Vega-
gerðinni á Akureyri, sagði að til-
koma nýju brúarinnar yrði algjör
bylting fyrir íbúa í Grýtubakka-
hreppi og þá ekki síst yfir vetrar-
timann. Þetta er jafnframt
stærsta einstaka verk á Norður-
landi á þessu ári og aðeins Múla-
göng eru dýrari framkvæmd.
Morgunblaðið/Kristján
Sigurður Oddsson deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni á Akureyri og Sigurbergur Konráðsson
framkvæmdasljóri Arnarfells ehf. skrifuðu í gær undir samning um smíði brúar yfir Fnjóská hjá
Laufási. Hér skoða þeir félagar gögn rétt við brúarstæðið.
Nýja brúin yfir Fnjóská verður mikið mannvirki og
jafnframt lengsta bogabrú á íslandi.
„Þetta er virkilega krefjandi og ekki byggð önnur eins brú hér á
ögrandi verkefni bæði fyrir verk- landi á næstu árum,“ sagði Sig-
kaupa og verktaka og það verður urður.
■........................
s -i' ■? =.
~~~
■■»■ ..;
Verkmenntaskólinn
á Akureyri
Öldungadeild/meistaraskóli
Innritun til náms á haustönn 1999 stendur yfir (til 27. ágúst).
Kennslan í öldungadeild og meistaraskóla hefst mánudaginn
30. ágúst.
Til sölu
Galtalækur
gegnt flugvellinum á Akureyri
Um 545 fm húsnæði á einni hæð. Húsið er í ágætu
standi og hentar vel fyrir ýmiskonar starfsemi.
Nánari upplýsingar veitir
FASTf.iGNA SALAN..
EiGNA KJOR
SKIPAOOrt/ H.HkXl 4*1 1044
462644 / ra
Kirkju-
starf
AKUREYRARKIRKJA: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 14
sunnudaginn 22. ágúst. Sr.
Birgir Snæbjömsson kveður
söfnuðinn. Sóknamefnd býður
upp á kaffiveitingar í safnaðar-
heimili eftir guðsþjónustuna.
Morgunbæn kl. 9 þriðjudaginn
24. ágúst og kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12 fimmtudag-
inn 26. ágúst.
GLERÁRKIRKJA: Kvöld-
messa verður sunnudaginn 21.
ágúst kl. 21.00. Sr. Amgrímur
Jónsson predikar. Sóknar-
prestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 21 laugardags-
kvöldið 21. ágúst. Sunnudaginn
22. ágúst verður biblíukennsla
kl. 11:30 og vakningasamkoma
kl. 20.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudaginn 22. ágúst verður
bæn kl. 19:30 og almenn sam-
koma kl. 20.
AGLOW, kristileg samtök
kvenna: Fundur í Félagsmið-
stöð aldraðra, Víðilundi 22,
mánudaginn 23. ágúst kl. 20.
Gestur fundarins verður Dögg
Harðardóttir frá Húsavík.
Þátttökugjald er 350 kr.
SJÁEINNIG FRÉTTIR FRÁ
AKUREYRI Á BLS.39