Morgunblaðið - 21.08.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 21.08.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Sölubann á fjórar tegundir barnavagna í Danmörku Ein tegundin seld á Islandi DANSKA neytendastofn- unin gerði nýlega athuga- semdir við fjórar tegund- ir barnavagna þar sem bremsurnar virkuðu ekki sem skyldi. Ein tegund þessara barnavagna, Cl- ara, hefur verið seld í Rúmfatalagernum um skeið. Þangað geta eig- endur nú komið með vagnana í lagfæringu. Danska neytenda- stofnunin lét prófa ýmis öryggis- og nýtingarat- riði á ellefu tegundum barnavagna sem eru til sölu á markaði þar. I þeim tilfellum sem bremsum var alvarlega ábótavant var sala stöðvuð tímabundið. Þetta eru tegundirnar Arrue princess, Viking (teg. 98), Clara og Condor Gigant. I nýút- komnu blaði stofnunar- innar, Rád & Resultater, kemur fram að framleið- endur vagnanna, nema þeir sem framleiða Cond- or Gigant, hafi þegar gert úrbætur og megi því setja endurbætta vagna á markað. Einungis ein tegund talin góð I könnun stofnunarinn- ar kom í ljós að barna- vagnar á danska markaðnum upp- fylla ekki ýmsar aðrar kröfur sem gerðar hafa verið. Því hefur fram- leiðendum eða innflytjendum ver- ið sent bréf þar sem farið er fram á að gerðar' verði úrbætur hið fyrsta. Vagnarnir fengu heildar- umsagnimar slæmt, meðal eða gott þegar niðurstöður prófana voru metnar. Einungis ein tegund barnavagna fékk heildarumsögn- ina gott og það var vagninn Simo 299 Lux. Áðrar tegundir sem kannaðar voru eru Eichorn Lux, Brio R’Bigger, Scandia Signe, Odder Alexandra, BabySam Wonder XL, Silver Cross Marquis, Morgunblaðið/Arnaldur Clara, Viking, Condor Gigant og Arrue Princess. Fjóla Guðjónsdóttir hjá mark- aðsgæsludeild Löggildingarstofu segir að einungis einn af fjórum barnavögnum, sem teknir voru úr sölu í Danmörku, hafí fundist á markaði hérlendis. „Markaðs- gæsludeild hefur haft samband við söluaðila og farið fram á að viðeig- andi ráðstafanir verði gerðar.“ Eigendur vagna hafl samband við seljanda Það er Rúmfatalagerinn sem hefur um skeið selt barnavagna sem heita Clara en sölubann var Armúla 1. sími 588 2030 - fax 588 2033 Opið virka daga 9.00-18.00 NEÐSTALEITI Glæsileg ca 140 fm íbúð á tveimur hæðum á 1. hæð og kjallara ásamt stæði í bílskýli. Sól- stofa og svalir í suðvestur. Mögujeiki á séraðstöðu á neðri hæð. Áhv. veðd. 2,3 m. Verð 15,9 m. 3175 ÞVERHOLT 5, MOSFELLSBÆ íbúöin er 3ja herbergja 114 fm á 2. hæð í litlu fjölbýli. Góð stærð á her- bergjum, fataherbergi inn af hjóna- herbergi, svalir og útsýni, þvottahús. Góð íbúð í hjarta Mosfellsbæjar. Verð 9,9 m. 3166 VANTAR EINBYLI I HOLAHVERFI Höfum kaupanda að góðu einbýlishúsi í Hólahverfi. Biðjum áhugasama vinsamlegast að hafa samband við skrifstofu okkar í síma 5882030. sett á vagnana í Danmörku uns endurbæt- ur hefðu verið gerðar á þeim. Nils Stórá rekstar- stjóri hjá Rúmfatalagern- um segir að um 10 vagnar af þessari gerð hafi þegar verið seldir hérlendis. „I kjölfar sölustöðvunar var hönnun vagnanna breytt og nú eru þeir komnir á ný í sölu í Danmörku með nýrri tegund af gormi í bremsum. Þeir sem þegar hafa keypt svona vagna hjá okkur geta nú haft samband við Rúmfatalagerinn og fengið nýja gorma.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, segir dapurlegt að sjá hvaða einkunn bamavagnarnir fá í heild- ina. „Enn dapurlegra er að fjórar tegundir skuli hafa þurft að taka tíma- bundið úr sölu. Ég fagna á hinn bóginn viðbrögðum Rúmfatalagersins. Þar hefur verið brugðist skjótt við og kaupendum bjóðast nú úrbætur." Engar kannanir gerðar hérlendis Þegar Fjóla er spurð hvort gerðar hafí verið kannanir á öryggi þeirra barnavagna sem til sölu eru hérlendis segir hún að svo sé ekki. „Hér á landi höfum við ekki aðstöðu til þess að gera sambæri- legar prófanir á vöru eins t.d. A er gert í umræddri barn~ vagnakönnun. Þær vörur sem prófa þarf eru því sendar á prófunarstofur erlendis t.d. til Dan- merkur. Hins vegar berast markaðsgæslu- deild upplýsingar un þær vörur sem tekn- ar hafa verið úr sölu í Evrópu jafnframt því sem mjög góð sam- vinna er meðal Norður- landanna á sviði vöruör- yggis og markaðs- gæslu.“ Fjóla segir að danska könnunin hafi tekið mið af öryggiskröfum sem settar eru© fram í drögum að samevr- ópskum staðli um hönnun og framleiðslu bamavagna. Að sögn hennar gegna ræmdir staðlar mikilvægu hlutverki við að tryggja að einungis sé fram- leidd örugg vara. „Mjög mikilvægt er að vel sé fylgst með öryggi vöru á markaði ekki síst þegar um er að ræða vöru sem ætluð er svo viðkvæmum neytendahópi sem böm eru.“ O Bamið má hvergi geta klemmt finguma. © Skrúfur og annað lauslegt þarf að standast próf kokhólks- ins sem hægt er að nálgast hjá Slysavamafélaginu Lands- björgu og í ýmsum-apótekum. O Fjarlægðin milli handfangs og skerms á að vera minnst 17 cm þegar vagninn er uppsettur. O Fjarlægðin milli handfangs og vagns má ekki vera á bilinu 9-23 cm þar sem þá er hætta á að bamið geti fest höfuðið á milli. O Ekki hengja þunga hluti á hankana á handfangi vagnsins. Notið frekar körfuna undir vagni fyrir poka og annan far- angur. O Bremsurnar þurfa að vera á framhlið vagnsins og það örugg- ar að vagninn standi kyrr í halla eða á ójöfnum jarðvegi. Þver- stöng milli bremsuklossa eykur öryggi. O Á vagninum þurfa að vera festingar fyrir beisli. Það eiga að vera 24,5 cm írá höfðalaginu að miðju vagnsins þar sem fest- ingamar eru. Frá 5-6 mánaða aldri á barnið ætíð að vera með beisli í vagninum. © Þegar kippa þarf vagninum af vagnstellinu á það að krefjast flóknari aðgerða en eins hand- taks. Að öðrum kosti á að þurfa meira en 5 kflóa átak til að taka vagn af stelli. Skrúfur geta losn- að og era því ekki æskilegar. O Ef hægt er að leggja vagn- inn saman á að þurfa minnst 5 kflóa átak áður en hann leggst saman. <Ð Það á að leggja vagninn saman í að minnsta kosti tveim- ur oAalrilrlnrn Kronum Þegar kaupa á barnavagn ► Flest börn sofa í vagni á dag- inn fram að tveggja ára aldri a.m.k. Veljið því vagninn með það í huga og hafið innanmálið það stórt að vagninn rúmi tveggja ára barn. Danska neyt- endastofnunin mælir með því að vagninn sé að innanmáli 92 cm langur, 32 cm á breiddina og 20 cm djúpur. Farið eftir teikningunni hér að neðan með öryggisþætti. Best er að hægt sé að flytja barnavagninn milli staða í bíl. Prófaðu í búðinni að setja vagn- inn saman. Það þarf að vera tiltölulega auðvelt að taka vagninn í sundur og setja hann saman á ný. Það þarf að vera þægilegt að ganga með vagninn. Ef foreldrar eða þeir sem gæta barnsins eru mismunandi háir í loftinu borgar sig að fá vagn með hæðarstillingu á handfangi. Systkinasæti varasamt Þegar systkinasæti var sett á barnavagnana kom í ljós að ekki er hægt að mæla með notkun þess. Systkinasæti er sæti sem sett er ofan á svuntu vagnsins. Hætta er á að vagninn steypist fram fyrir sig. Noti foreldrar slíkt sæti er áríðandi að þeir sleppi aldrei handfanginu. Þá er einnig bent á að töskur á hand- fangi megi alls ekki vera þungar af sömu ástæðum. ► Helmingur vagnanna blotnaði að innan í mikilli rigningu ► Öll börn frá 5-6 mánaða aldri eiga að vera með beisli í vagni. FASrUGNA 5ALAN.. EIGNA KJOR SKIPAOOTU 1S - FAXi 4SI 1444 462644! Galtalækur Q Um 545 fm húsnæöi á einni hæð. Húsiö er í ágætu ástandi og hentar vel fyrir ýmiss konar starfsemi. Nánari upplýsingar veittar á Fasteignasölunni Eignakjör.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.