Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 UIKU m MORGUNBLAÐIÐ Þær leynast víða nátt- úruperlurnar á --7------------------- Islandi og hér fjallar Bjarni E. Guðleifsson stuttlega um eina, fagr- an reit sem margir sjá af hringveginum en of fáir skoða í ró og næði. Um er að ræða svæðið umhverfis Hraun í Oxnadal þar sem skáld- ið og náttúrufræðingur- inn Jónas Hallgrímsson fæddist árið 1807. Nú er rætt um að stofna þama til friðlands til að vemda svæðið og auð- velda mönnum að njóta þeirrar fögm náttúru sem þama er. Ljósmynd/B.E.G. Horft til suðausturs af DrangaQalli rétt sunnan við Hraundranga. Hraunsvatn og Vatnsdalur nær, Þverbrekkuvatn og Öxnadalur fjær, en Þverbrekkuhnjúkur aðskilur dalina. Umhverfis Hraun í • • Oxnadal Horft til vesturs af þjöðvegi að vetrarlagi yfir Hraunsstapa að Drangafjalli. Ljósmynd/B.E.G. Greinarhöfundur £ haustlitafeg- urð í Hraunsstöpum. ÞEGAR hringvegurinn er ekinn frá Akureyri í átt til Reykjavík- ur er fyrst far- ið inn Þela- mörk í Hörg- árdal, en þegar ekið er yfir Bægisána er komið í Óxnadalinn, sem í raun er hliðardalur Hörgárdals. Fjöllin aust- an Öxnadals eru venjuleg íslensk fjöll með fallegum afdölum, dalskorum, giljum með lækjum og fossum. Þau eru sums staðar litskreytt ljósum líp- arítflekkjum. Vestan dalsins er hins vegar óvenjuleg fjallasýn. Nyrst er lágur kollóttur háls og dregur hver hluti hans nafn af þeim bæjum sem undir honum standa, en margir þeirra eru nú komnir í eyði. Sunnar tekur við afar áberandi fjall með eggjum og athyglisverðum tindum, og ber einn þeirra af, Hraundrangi, en fjallið allt nefnist Drangafjall. Fyrmefndur háls og Drangafjall að- greina Öxnadal og Hörgárdal. Rétt er að vekja athygli á því að rangt er að tala um „Hraundrangana“ í fleir- tölu, hann er bara einn. Enda þótt drangarnir séu fleiri eru þei ónefndir nema Drangakista, kistulaga kletta- stapi sunnan við Hraundranga og norðan hans eru minni drangar sem stundum eru nefndir Drangakarl og Drangakerling. Á móts við Hraun- drangann hafa fallið berghlaup úr fjöllunum beggja megin dalsins og myndað mikla þyrpingu hóla, sem „hálfan dalinn fylla“. Berghlaupshól- ar eru á þessum slóðum nefndir hraun (rótskylt orðinu hrun). Öxna- dalur er langur dalur og nær langt fram fyrir Bakkasel og Öxnadals- heiði. Margir bæir Öxnadals eru komnir í eyði og víða sjást bara tóft- arbrot. Hefðbundnum búskap er þó nýhætt á þeim tveimur bæjum sem tengjast Hraunvatnssvæðinu, Hrauni utar og Hálsi framar, og standa byggingar á þeim báðum og er þeim Ljósmynd/J.T. Á leið fram Vatnsdal austan við Hraunsvatn. Drangafjall nieð Dranga- kistu, Hraundranga og Halllok. Undir fjallshlfðinni eru Drangabollar en við enda vatnsins sér í Hraunsstapa. vel haldið við og þær notaðar til sum- ardvalar en tún nýtt til slægna. Vatnsdalur Svolítið framan við hólana blasir við þverhnýpt og tignarlegt fjall, sem minnh- á tinda Alpafjalla og skiptir það dalnum í tvennt. Óxnadalur ligg- ur áfram austan við þetta formfagra fjall sem nefnist Þverbrekkuhnjúkur, en vestan hans er lítil dalskora sem nefnist Vatnsdalur, og er undirlendi hans talsvert hærra en láglendi Öxnadals. Vatnsdalur er afdalur Öxnadals og er hann kenndur við Hraunsvatn, en í því drukknaði Hall- grímur faðir Jónasar árið 1816, þegar Jónas var 9 ára. Það gerðist þannig að Hallgrímur var þar við silungs- veiðar ásamt tveimur bændasonum. Þeir veiddu í net og notuðu bátkænu til að leggja netið og var Hallgrímur í kænunni með öðrum manninum. Hallgrímur lagði netið út og annar bóndasonur réri en hinn var á strönd- inni við hinn enda netsins. Kænunni hvolfdi og komst róðramaður nauðug- lega í land en Hallgrímur kom upp með netinu og hafði flækst í því. Þá kunnu menn ekki lífgunartilraunir og skáldið og náttúrufræðingurinn, son- ur hans, yrkir löngu seinna: „Man eg þó missi/minn í heimi/fyrstan og sárastan/er mér faðir hvarf.“ Það er einkum þrennt sem gefur þessi svæði gildi til útivistar. I fyrsta lagi er það umgerð fjallanna, í öðru lagi ævintýraheimur hólanna og í þriðja lagi Hraunsvatnið og sögu- tengslin við Jónas Hallgrímsson. (Jónas er orðinn alþjóðlegt viðfangs- efni því nú er búið að þýða flest ljóðin hans á ensku og geta menn vísað út- lendingum á vefslóðina http://www.- library.wisc.edu/etext/Jonas/.) Þetta er upplagt svæði til gönguferða, bæði léttra og erfiðra. Verða hér helstu leiðir kynntar, en auðvitað geta menn Horft til norðausturs úr Kiðlingsdal. Hraunsvatn á miðri mynd og Hraunsstapar og Einbúi norðan þess. Drangafjall í vinstri jaðri. Hægra megin vatnsins sér í hlíðar Þverbrekkuhpjúks en fjær er landa- fjall handan Oxnadals. farið vítt og breitt um svæðið. Sviga- númer í millifyrirsögnum vísa til númera á meðfylgjandi korti. Hraunsvatn og Hraunsstapar Til að komast að svæðinu þurfa menn að komast vestur yfir Öxna- dalsá, en brú er að bænum Hrauni og önnur að Hálsi. Þægilegast er að leggja upp frá bænum Hálsi (240 m yfir sjó), sem er framar en Hraun. Stefnan er tekin upp að Hraunsvatni (500 m), og er þá gengið upp slóð á melunum norðan við bæjarlækinn og norðan girðingar sem liggur þarna uppeftir. Hliðarspor er að skreppa suður við Þverbrekkuvatni, litlu vatni spölkorn sunnan við bæjarlækinn. Það tekur innan við klukkutíma að komast að norðurenda Hraunsvatns þar sem Hraunsáin rennur úr vatn- inu, og þarna er hægt að njóta lífsins. Talsvert er af smáfiski í vatninu (og líka í Þverbrekkuvatni). Við norður- enda vatnsins má sjá leifar af tilraun Rafveitu Akureyrar árið 1934 til að stífla ána við raforkuframleiðslu (bóndinn í Hálsi gerði einnig mis- heppnaða tilraun til að stífla Þver- brekkuvatn árið 1961). Hraunsvatn er talsvert stórt, um 500 m breitt, 1.500 m langt og 50-60 m djúpt, og hefur myndast þegar berghlaupið úr Drangafjalli stíflaði affall Vatnsdals- ins. Hraunsá er að því leyti sérkenni- leg að hún rennur aðeins skamman spöl ofanjarðar en hverfur þá ofan í grjótið og kemur oftast ekki aftur í ljós fyrr en rétt áður en hún fellur í Öxnadalsá. í miklum vatnavöxtum er áin þó uppi, og gat hún þá verið far- artálmi. Gengu sagnir um það að í henni væri hrökkáll, skrímsli sem skar á hásinar hesta og manna. Kann þetta að eiga þá skýringu að í ánni var af eðlilegum ástæðum mikið af lítt sorfnu og hvössu grjóti sem gat
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.