Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 45 ^-
_________________UMRÆÐAN
Hugmynd um fegrun
Laugardalsins
ÞAÐ ERU ekki bara við, sem
búum í nágrenni Laugardalsins,
sem erum andvíg umræddri lóða-
úthlutun undir tvær stórbygging-
ar, sem þekja myndu um 20 þús-
und fermetra, auk stórra þjónustu-
lóða og tilheyrandi gatnagerðar.
Heita má að andstaðan gegn þess-
um áformum sé orðin augljós og
auðheyrt álit borgarbúa, án tillits
til stjórnmálaskoðana.
Laugardalurinn
Svo hagar til að enn
hefur ekki verið reistur
minnisvarði um stofnun
lýðveldis okkar á árinu
1944, segir Andres
Pétur Rúnarsson. Og
--------------------
er það þó einn merki-
legasti áfanginn í sögu
þjóðarinnar. Nú líður
að því að lýðveldið
eigi 60 ára afmæli
- á árinu 2004.
Trúlega hefur það lengi verið
* ætlun Reykvíkinga að Laugardal-
urinn verði útivistar- og íþrótta-
svæði borgarbúa, kyrrlátt, gróið og
fagurt. Vissulega hefur borgar-
stjóm, bæði íyrr og síðar - og fer
það ekki eftir stjórnmálaskoðunum
- gert margt mjög vel til þess að
gera dalinn eftirsóttan útivistar-
stað. Má þar nefna Grasagarðinn,
svæði tilkomumikillar trjá- og
blómaræktar, Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinn, göngustíga,
fuglatjarnir og margt annað. Allt
er þetta fagurt og vel nýtt friðland
fyrir þá, sem njóta vilja útivistar í
heimabyggð sinni og eftirsótt af
ferðamönnum.
Og þá er að minnast íþrótta-
mannvirkjanna, sem reist hafa ver-
laugavegi 4, sími 551 4473
ið í dalnum. Laugardalsvöllurinn,
hin glæsilega sundlaug, skautahöll-
in og margt fleira.
Hið sanna er að þessir tveir höf-
uðþættir, iðkun íþrótta og gróin,
opin svæði í nánd þeirra, fara svo
órjúfanlega saman að ekki má með
nokkmm hætti skaða þennan dýr-
mæta friðarreit með því að leggja
hluta dalsins undir atvinnusvæði.
Það mundi m.a. leiða til mikillar
viðskiptaumferðar, sem smám
saman myndi leggja greipar sínar
á enn stærri hluta dalsins og rjúfa
þá friðsemd sem þar hefur þróast.
Reykjavík er vaxandi borg. Við
þurfum að sjá íyrir því að ungir
sem gamlir eigi sér í framtíðinni
friðland í borginni. Látum ekki
skammsýni eða þvermóðsku eyði-
leggja það.
En nú mun einhver spyrja:
„Hvað á þá að gera við óbyggðar
lóðir í dalnum?“ Ég held að enginn
þurfí að óttast að vandi verði að
finna svör við því. Margir hafa nú
og munu hafa einhverj-
ar framtíðar óskir í
þeim efnum. En þær
verða að vera í sam-
ræmi við nýtingu dals-
ins eins og hann hefur
þróast.
Ég vil hins vegar
nota þetta tækifæri til
þess að bera fram eina
hugmynd. Svo hagar til
að enn hefur ekki verið
reistur minnisvarði um
stofnun lýðveldis okkar
á árinu 1944. Og er það
þó einn merkilegasti
áfanginn í sögu þjóðar-
innar. Nú líður að því
að lýðveldið eigi 60 ára
afmæli - á árinu 2004.
Hvernig væri að efna til sam-
keppni um gerð slíks minnisvarða í
Laugardal? Sjálfsagt hafa hinir
hugmyndaríku íslend-
ingar margar hug-
myndir um það efni.
Mín er sú að byggður
verði opinn súluskáli, qf
úr íslenskum bergteg-
undum, hugsanlega
með þaki. Þar gætu
hljómsveitir leikið á
hátíðar- og tyllidög-
um. Þar mætti setja á
svið menningar- og
skemmtiatriði og loks
gæti fólk safnast sam-
an að slíku minnis-
merki og hlýtt á ræð-
ur, ljóð eða söng á
góðviðrisdögum undir
berum himni. , -
Höfundur er upphafsmaður stofn-
unar samtaka um verndun Laugar-
dalsins.
Pottaplöntu
Burkni
kr 399
Verðáður kr.JSQ- - Nokkur verödæmi -
50°/«
afsláttur
/
ukka
kr. 360,-
Áður kn-62CT
Stofuaskur
kr. 399,- 0
Áður kr.-625'
Friðarlilja
. 599,-
Verð áður krr-9T0
Bergpálmi lm
kr. 999,-
Verð áður
kr. 1650-
Gullpálmi
kr.439,-
Verð áður
kít-599
Drekatré /
lm. 2 í potti
kr. 999,-
Verð áður kr.
Jukka
lm. 2 í potti
kr. 999,
Verð áður
kr. 2275
\
Meira en
so%*
afsláttue
Gróðurmold 61.
kr. 159,-
Verð áður kr J2J&
Begónía
kr. 599,-
Verð áður krr749
Græna
þruman
kr. 349,-
Verð áður kiv-549
Vörukynningar og tilboð
Drekatré
kr.499,-
Ver áður
-krr725"
Andres Pétur
Rúnarsson