Morgunblaðið - 21.08.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 53
taksins. Áberandi var í fari hans
vinsemd í annarra garð.
Undirritaður minnist þess ekki
eftir 35 ára viðkynningu að hafa
heyrt hann leggja misjafnt orð til
náungans. Slíkt er eðli þeirra sem
kunna kurteisi.
Tómas Jónsson var með erlent
blóð í æðum. Móðir hans, Valgerð-
ur, var dóttir Tom Scotts, sem var
einn þekktasti skipstjórinn á hinum
tígulegu amerísku skonnortum frá
Gloucester í Massachussetts í
Bandaríkjunum. Þeir höfðu sem
kunnugt er bækistöð sína á Þing-
eyri í lok 19. aldar. Þegar Valgerður
bar Tómas undir belti, vitjaði Scott
gamli hennar í draumi og bað að
láta heita eftir sér. Hún taldi það af
og frá. Sér detti ekki í hug að skíra
bamið nafni hans, hún hafi aldrei
séð hann og hann hafi aldrei skipt
sér af henni, hvorki fyrr né síðar.
Næstu nótt dreymir hana sama
drauminn. Gekk Tom Scott jafnvel
svo langt að klípa hana tii að leggja
áherslu á orð sín. En hún neitaði
sem fyrr. Þriðju nóttina dreymir
hana enn sama drauminn, og er
Tom Scott ákveðnari en nokkru
sinni. Henni finnst þá að hún segi
við hann: „Eg skal þá láta hann
heita eftir þér, en aðeins með því
skilyrði að þú lofir því að hann verði
ávallt heilsuhraustur og duglegur
að læra.“ Svo skrifar frúin á Mýrum
í Dýrafirði, Edda Amholtz, í ritgerð
um þátt amerískra lúðuveiðara í
sögu Dýrfirðinga og hefur eftir
Oddi bónda á Gili, bróður Tómasar.
Ekki vantaði það að afkomandi am-
eríska skipstjórans var heilsu-
hraustur megnið af ævi sinni, þoldi
til dæmis kulda betur en aðrir
menn, sama hvemig viðraði. Gekk
ávallt iéttklæddur. Og lærdóms-
hæfileikamir vom til staðar. Þetta
var góð blanda. Slíkir persónuleikar
sem Tómas Jónsson em ómetanleg-
ir sínu samfélagi, enda verður það
daufara mjög við brottfor hans.
Tómas Jónsson átti góða konu.
Var vel kvæntur maður. Eiginkona
hans, Sigríður Guðrún Steinþórs-
dóttir frá Lambadal, var akkerið í
lífi hans og studdi hann með ráðum
og dáð í öllum hans fjölbreyttu
störfum. Á heimili þeirra var vest-
firsk gestrisni í hávegum höfð og
öllum tekið sem jafningjum. Við
hjónin sendum hlýjar hugsanir til
Sigríðar, barna þeirra Tómasar og
annarra aðstandenda.
Hallgrímur Sveinsson,
Hrafnseyri.
Og svo kemur nótt.
Svartnættið er eins og svalandi veig,
og sál þín drekkur í einum teyg.
Þreytan breytist í þökk og frið,
þðgnin í svæfandi lækjamið,
haustiðívor.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
Með miklum trega og söknuði
kveðjum við nú Tómas Jónsson
fyrrverandi skólastjóra á Þingeyri.
Margs er að minnast og af mörgu
að taka og kemur okkur fyrst í huga
bamaskólaárin okkar fyrir margt
löngu þar sem við nutum leiðsagnar
Tómasar. Hann stóð við stjómvöl-
inn og við nemendumir báram ótta-
blandna virðingu fyrir manninum
sem gat bæði verið strangvu- og Ijúf-
ur í senn og gerði okkur skiljanlegt
að reglur skyldi halda og virða.
Hann var frábær og fjölhæfur
skólastjómandi og kennari sem
glæddi áhuga okkar á viðfangsefn-
inu ásamt því að virkja krafta okkar
á jákvæðan og þroskandi hátt.
Skipti þá ekki máli hvort um var að
ræða kennslu í bóklegum greinum,
leikfimi eða söng, en Tómas hafði
þann hátt á að láta alla nemendur
skólans koma saman til morgun-
söngs á hveijum degi. Minnumst
við þá sérstaldega vinnu hans og
samstarfsmanna við undirbúning og
stjómun skólaskemmtana þar sem
allir nemendur skólans höfðu
ákveðnu hlutverki að gegna og gleð-
in skein úr hveiju andliti. Kjölfesta
þessara skemmtana var sjálfur
skólakórinn, margraddaður, undir
dyggri og öraggri stjóm Tómasar.
Öll þessi fjölbreytta og mikla starf-
semi auðgaði og gaf skólastarfinu
aukið gildi og er vandséð að betur
sé að gert á þeim vettvangi í dag.
Undirrituð varð síðar þeirrar
gæfu aðnjótandi að stíga sín fyrstu
spor í kennslu hjá Tómasi skóla-
stjóra og minnist þeirra stunda með
gleði og þakklæti. Þar var lagður
grannurinn að þeim vinskap og
þeirri tryggð sem einkenndi sam-
skipti okkar æ síðan og má þar ekki
gleyma hlutdeild Sigríðar eiginkonu
hans sem var honum tryggur og
trúr lífsföranautur. Þau voru sam-
hent, greiðvikin og góð heim að
sækja og alltaf aufúsugestir enda
nærvera þeirra notaleg og upplífg-
andi. Minnumst við sérstaklega
skemmtilegra stunda heima í
Estivuhúsi þar sem Tómas var
hrókur alls fagnaðar og oft mikið
sungið. Húsráðandi þar saknar nú
góðs vinar, hjálparhellu og söngfé-
laga.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Tómasi samfylgdina og votta þér,
elsku Sigga, bömum þínum og fjöl-
skyldum dýpstu samúð okkar.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar alla, söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð.
(Davíð Stefánsson.)
Blessuð sé minning Tómasar
Jónssonar.
Gerður og Ólafiir, Selfossi.
Örlögin geta verið svo grimm og
miskunnarlaus. Illvígur sjúkdómur
leggur mann að velli á örskömmum
tima. Enginn mannlegur lækninga-
máttur fær við nokkuð ráðið. Verks
síns trúi þegn er á vettvangi sínum
glaðbeittur, samviskusamur, alltaf
reiðubúinn til allra góðra verka í
þágu samborgara sinna og vina,
kippt í burtu. Mitt í önn dagsins er
hinn glaði og góði vinur allur. Kallið
hefur glumið honum og við sem eft-
ir stöndum undramst vægðarleysi
örlaganna, hve skjótt getur dregið
fyrir sólu. Sannarlega munu margir
samferðamenn og vinir sakna góðs
félaga þótt sárastur sé missir ást-
vina hans þegar hin dapra hönd
dauðans hefur kippt honum í burtu.
Við ýmis tækifæri fengum við að
njóta þessa góða drengs, tónlistar-
mannsins, söngvarans, hestamanns-
ins, kennarans, skólastjórans,
briddsáhugamannsins, sparisjóðs-
stjórans en þó fyrst og síðast lipurs
og ljúflynds drengs sem öllum vildi
gott gera, gjarnan með léttum,
stuttum sögum og vísum. „Já, já,
bomm, bomm,“ frásagnarhæfileiki
hans fór ekki framhjá neinum og
var alltaf þess eðlis að allir gátu
hlegið og komist í gott skap. Nú er
allt í einu skarð fyrir skildi og sá af
vettvangi genginn sem ætíð var svo
auðugur af velvild og átti gleðinnar
góðu fylgd. Hann Tómas var góðum
hæfileikum gæddur, sérstaklega
átti söngurinn ríkan þátt í brjósti
hans. Vora fá þau skipti sem hann
var ekki með á sönglofti kirkjunnar
okkar hér á Þingeyri og er nú stórt
skarð í okkar sönghóp. Mikill hesta-
maður var félagi okkar. Innan þess
félagsskapar sem fylgir hesta-
mennsku átti hann sem annars
staðar margar gleðistundir en birta
gleðinnar lýsti jafnan svip hans og
brá birtu á veg okkar sem áttum
með honum samleið. Á baki gæð-
ings naut hann sín vel enda gnótt
slíkra í eigu þeirra feðga, hans og
Steinþórs. Állar stundir nýtti
Tómas á góðan hátt. Heimili og fjöl-
skylda hans einkennist af mikilli
hlýju og alltaf jafn yndislegt að
sækja þau heim. Heimilið var og er
þeirra helgistaður og gagnkvæm
virðing hefur ávallt ríkt þar. Af
kostgæfni, alúð og hlýju var að
hverju verki gengið hjá fjölskyld-
unni. Við þjónin og allt okkar fólk
færam Sigríði, bömum, tengda-
bömum og barnabömum svo og
öðram þeim sem nána fylgd hins
dugandi og ljúfa drengs áttu, okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
biðjum góðan Guð að gefa þeim
styrk á sorgarstundu. Honum fylgir
á eilífðarleið sá söknuður, þranginn
miklu þakklæti fyrir ljúfar stundir
liðins tíma. Blessuð sé björt og hug-
ljúf minning um góðan dreng,
Tómas Jónsson.
Ólafía, Kristján og fjölskylda.
Mig langar til að minnast hér
með nokkram fátæklegum orðum
kærs samferðamanns, Tómasar
Jónssonar á Þingeyri. Þó kynni
okkar hafi ekki staðið mjög lengi,
þá var um margt eins og við hefðum
átt langa samleið.
Eg var rétt nýkominn til starfa
sem sóknarprestur á Þingeyri, er
hann eitt sinn, brosmildur og hlýr,
sagði við mig eftir kóræfingu í Þing-
eyrarkirkju, að honum fyndist hann
hafa þekkt mig alla ævi. Þessi ein-
földu orð hans urðu mér afar kær,
því í mínum huga fólu þau í sér upp-
rifjun á því, hvernig leiðir forfeðra
okkar höfðu legið saman í firðinum
fallega um aldir, og vora jafnframt
eins og yfirlýsing um að hann vissi
nákvæmlega hvaða mann ég hefði
að geyma, því hann hafði frá unga
aldri þekkt fólkið mitt.
Það var gaman að fá tækifæri til
að takast á hendur prestsþjónustu í
Þingeyrarprestakalli, en einnig
erfitt, sérstaklega fyrir þann sem
var að stíga sín fyrstu skref, og ekki
síður fyrir þann sem vildi gera um-
talsverðar breytingar á formi helgi-
haldsins. Allt mætti þetta samt
skilningi og velvild, og þá ekki hvað
síst frá hendi Tómasar, sem eitt
sinn sagði: „Við geram bara allt
sem þú segir okkur að gera.“ Flókn-
ara var þetta ekki í hans huga, og
lýsti honum að mörgu leyti vel, því
hann mætti hverjum hlut eins og
hann kom fyrir, var alltaf jákvæður
og glaðsinna, og aldrei fyrir að gera
veður út af neinu.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um er margt sem hugurinn kallar
fram. Eg minnist allra góðu stund-
anna, þar sem Tómas var hrókur
alls fagnaðar og sagði skemmtisög-
ur með sínum sérstaka og eftir-
minnilega hætti. Einnig minnist ég
með þakklæti alls þess óeigingjama
starfs sem hann ásamt eiginkonu
sinni, Sigríði Steinþórsdóttur, innti
af hendi í þágu kirkjulegs starfs í
Þingeyrarprestakalli. Það mátti
einu gilda hvort ferðinni var heitið
yfir á Hrafnseyri eða út á Ingjalds-
sand, að ekki sé minnst á Mýrar og
Núp, alltaf var hann reiðubúinn til
að leggja sitt af mörkum við helgi-
haldið og gefa tóninn ef enginn var
organistinn. Hugheilar þakkir fyrir
það allt.
0, Drottinn, minnar sálar sól,
nú sezt í æginn ljóssins hjól,
en þegar birtan burtu fer,
þín blessuð ásján lýsi mér.
Gef hjarta mínu helgan frið,
gef hverri sálu líkn og grið,
6, fyrirgef oss fall og synd,
ó, frelsa ,Drottinn, þína mynd.
(M. Joch.)
Að lokum vil ég koma á framfæri
innilegum samúðarkveðjum til
Siggu og bamanna og annarra að-
standenda, frá okkur hjónunum í
Saurbæ.
Kristinn Jens Sigurþórsson.
Nú þegar Tómas Jónsson er allur
verður mér hugsað til þess hvað það
hafi verið sem gerði hann svo sér-
stakan. Niðurstaða mín verður sú
að það hafi verið hversu hann var
traustur og heilsteyptur félags-
málamaður og litríkur og skemmti-
legur félagi.
Fyrstu kynni mín af Tómasi vora
er hann nýlærður íþróttakennari
kom austur í Vatnsdal til þess að
segja ungmennafélögum til í grein-
inni. Næst bar svo fundum okkar
saman á ársþingi Landssambands
hestamannafélaga allmörgum áram
síðar. Mættum við þar, sem fulltrú-
ar félaga okkar. Enn liðu nokkur ár,
en þó færri. Ég var við störf á
hestamannamóti á Vindheimamel-
um. Tómas var allt í einu kominn að
hlið mér í áhorfendabrekkunni. Þarf
ekki að orðlengja að áður en mótinu
lauk hafði ég lofað að koma, þá fljót-
lega, vestur að Söndum í Dýrafirði
til þess að stjóma þar gæðingadóm-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, uppeldis-
faðir, afi, langafi og bróðir,
DAGBJARTUR HANNESSON
bóndi,
Gljúfurárholti,
Ölfusi,
lést fimmtudaginn 19. ágúst á hjúkrunar-
heimilinu Kumbaravogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Brynja Dagbjartsdóttir, Þorleifur Sigurðsson,
Kristján Karl Gunnarsson.
+
Elskuleg dóttir okkar og systir,
SIGRÚN SÓLBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR,
Neðri-Breiðadal,
Önundarfirði,
lést fimmtudaginn 19. ágúst.
Guðrún Hanna Óskarsdóttir, Halldór Mikkaelsson,
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, Óskar Halldórsson,
Ómar Halldórsson.
t
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
MARÍA G. JÚLÍUSDÓTTIR
frá ísafirði,
Njálsgötu 86,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 19. ágúst.
Útför auglýst síðar.
Katrín Pálsdóttir, Sveinn Sigursteinsson.
+
Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn,
HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
Búagrund 1,
116 Kjalarnesi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 23. ágúst kl. 13.30.
Guðrún Ólafsdóttir,
Pétur F. Þórðarson,
Guðný Eva Pétursdóttir,
Kolbrún Hrönn Pétursdóttir,
Steinunn Guðnadóttir,
Eva S. Bjarnadóttir.
+
Innilegar þakkir og góðar óskir sendum við
þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug
vegna andláts
SIGRÍÐAR ÞORVALDSDÓTTUR
frá Hjarðarholti.
Jón Þór Jónasson,
María Jónsdóttir,
Þorvaldur Tómas Jónsson, Hrefna Bryndís Jónsdóttir,
Ragnheiður Laufey Jónsdóttir, Siggeir Lárusson.
+
Við þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
hjartkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
ÓLAFS BJÖRGVINS ÓLAFSSONAR
prentara.
Þóra Erla Ólafsdóttir,
Ólafur Emil Ólafsson, Elsa Kemp,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.