Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
TOMAS
JÓNSSON
LÁRA
BJÖRGVINSDÓTTIR
+ Lára Björgvins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 19. maí
1960. Hún lést á
Landspftalanum 8.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 20. ágúst.
Elsku Lára, þökkum
þér samfylgdina sem
var svo allt of stutt. Við
biðjum góðan Guð að
vernda fjölskyldu þína
og kveðjum þig með
þessum orðum:
yndisleg börn og góðan
mann. Guð blessi þig,
elsku Lára.
Elsku Jón, Guðný,
Björgvin, Páll Arnar,
foreldrar, systkini og
aðstandendur, megi
guð styrkja ykkur í
þeirri miklu sorg sem
orðið hefur í ykkar lífi.
Innilegar samúðar-
kveðjur.
Pín vinkona,
Elma Eide
Pétursdóttir.
um hjá Hestamannafélaginu
Stormi. Hafði áður en ég gaf loforð-
ið tryggt mér þrjá kunna gæðinga-
dómara úr Skagafirði til þess að
fara með. Fór þetta allt sem ráðgert
var og urðu það afleiðingar starfa
okkar að ég fór með tilskilinn dóm-
arafjölda með mér nokkur næstu
árin vestur að Þingeyri sömu er-
inda. Varð þá til orðtakið „Það er
alltaf sólskin á Söndum“ og lýsir
það vel þeim blæ sem ríkti á mótum
þeirra Stormsmanna, þrátt fyrir,
eða kannski sérstaklega, fyrir
óvenjuerfiða félagsaðstöðu vegna
sundurslitinna byggða og mikilla
fjarlægða.
Ekki leyndi sér hlutur Tómasar
Jónssonar í sambandi við mótin á
Söndum. Hann var ekki endilega
skráður stjómandi en hann virtist
óskráður samnefnari þess afls sem
þurfti hverju sinni til þess að mótin
tækjust eins og ætlað var að vera
leikvangur hestamanna á Vestfjörð-
um og mótuðust leikreglumar á
þessum fyrstu áram félagsskapar-
ins. Jóhannes á Kleifum hafði komið
þar mjög við sögu sem leiðbeinandi
og dómari og á þessu móti sem við
norðanmenn létum til okkar taka
reið hann með fimm til reiðar aftur
og fram um völlinn.
Þessi fyrstu mót Storms bára
miklu fremur svip af leikjum en
keppni og þátttakendur komu eins
og þeir vora klæddir og ríðandi en
aðkomnir kunnáttumenn í greininni
sáust þar ekki fyrstu árin. 011 mótin
enduðu síðan með fjölmennri
hópreið um nágrennið þar sem
Tómas Jónsson gegndi hlutverki er
enginn annar gat að hefja hina
þróttmiklu bassarödd sína og flytja
gamanmál með tilheyrandi lát-
bragði og áherslum. Þessari list-
grein gat Tómas bragðið fyrir sig
við ýmiss konar tækifæri þar sem
gleði átti að ríkja. Annan sérstæðan
hæfileika hafði Tómas að taka að
sér söngstjóm er þörf krafði. Hljóð-
færi vora honum ekki tiltæk nema
til þess að gefa tóninn og þannig
stjómaði hann bæði kirkjusöng og
karlakór.
Á starfsævi sinni annaðist Tómas
mikil ábyrgðarstörf sem kennari,
skólastjóri, sparisjóðsstjóri og fleira
sem ekki verður hér upptalið og ég
þekki ekki svo gerla. Þannig var
uppistaðan í lífí Tómasar ábyrgð og
alvara en ívafið fjölhæf listsköpun.
Að vera gestur Tómasar Jónsson-
ar og hans ágætu konu Sigríðar
Steinþórsdóttur verður ógleyman-
legt. Við félagamir að norðan sem
komum á hestamót Storms á þessu
árabili nutum þar gleði, söngs og
góðra veitinga. Gott var líka að fara
með þeim hjónunum á kvöld-
skemmtun þeirra Stormsmanna á
Þingeyri og kynnast þar velunnur-
um hrossa og hestamennsku á Vest-
fjörðum sem vissulega á sér land-
fræðilega sérstöðu.
r Blómabiáðln >
k v/ PossvogsUi^kjwga^ð j,
V SM: 554 0500
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Svenir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararsijóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan solarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Persónuleg kynni á milli þeirra
hjónanna Sigríðar og Tómasar og
mín og konu minnar urðu þvi nánari
sem áranum fjölgaði. Mörg sumur
hafa þau hjónin átt leið um Blöndu-
ós og þá verið gestir okkar. Þau
báru alltaf með sér góðvild, söng og
gleði.
Er Tómas Jónsson kenndi sjúk-
dóms þess er nú hefur bundið enda
á ævi hans var vitað að þáttaskil
yrðu fyrr en síðar. Hann vissi sjálf-
ur að hverju fór og tók því með
æðraleysi og karlmennsku. Gott er
að hin þunga raun sjúkdómsins er
að baki. Framundan er tími saknað-
ar og minninga um sérstæðan per-
sónuleika sem gaf samfélaginu, og
þó fyrst og fremst þeim sem þekktu
hann best, svo mikið. Þessir eigin-
leikar Tómasar Jónssonar tengdu
saman landsfjórðunga með beinum
og óbeinum hætti.
Samhugur okkar hjóna skal að
lokum tjáður eiginkonu hins látna
vinar, börnum þeirra, bamabörnum
og öðram nákomnum.
Grímur Gislason.
Heiðursmaðurinn Tómas Jónsson
hefur fengið hvíldina. Eg hitti hann
fyrst í júní árið 1983 þegar ég var
undirleikari Karlakórs Isafjarðar
og við héldum tónleika á Þingeyri.
Samkomuhúsið var fullt og fín
stemmning. Þegar síðasta aukalagið
hafði verið sungið og tónleikamir á
enda, að við héldum, þá stóð skyndi-
lega upp snaggaralegur maður og í
lok skemmtilegrar ræðu tilkynnti
hann að nú ætluðu karlarnir í Kar-
lakór Þingeyrar að leyfa fólkinu að
heyra að þeir gætu líka sungið. „Já,
já, nú skulum við syngja!" Karlamir
drifu sig uppá svið og þessi fyndni
maður fann tóninn á melodíku. Svo
stjómaði hann þessum líka fína
karlakór af feiknarkrafti við mikinn
fögnuð viðstaddra. Þetta var enginn
annar en Tómas Jónsson. Eftir
þessa eftirminnilegu tónleika var
okkur boðið til stórveislu þar sem
við voram í góðu yfirlæti langt fram
yfir miðnætti. Þetta vora stórkost-
legar móttökur og seinna átti ég
eftir að sannreyna að Dýrfirðingar
era ákaflega gestrisnir og sannir
höfðingjar heim að sækja.
Ég kynntist svo Tómasi og Sig-
ríði konu hans vel þegar ég flutti til
Þingeyrar rúmum þremur áram
síðar. Þau vora bæði í kirkjukórn-
um, sem ég var að myndast við að
stjóma, og við Tómas voram sam-
kennarar við Tónlistarskólann og
Grannskólann. Tómas kíkti oft til
mín þegar ég var að kenna og bauð
mér heim í mat. Hjá Siggu og
Tomma smakkaði ég í fyrsta skipti
signa grásleppu, mikið lostæti, og
einhverju sinni bauð Tommi mér að
smakka á soðnum lúðuhaus. Þegar
ég afþakkaði það vandræðalega þá
skellihló hann og sagði mér að böm-
in hans gætu ómögulega skilið
hrifningu hans á þessu óæti. Um
helgar fengum við okkur stundum
„sexara“, en það var gamall heldri
manna siður á Þingeyri að fá sér
göróttan drykk klukkan sex. Þannig
hófust mörg skemmtileg kvöld sem
liðu hratt við glasaglaum og söng. Á
þessum kvöldum var Tómas hrókur
alls fagnaðar.
Tómas var ein aðaldriffjöðrin í
tónlistarlífi Dýrfirðinga. Hann var
lengi skólastjóri Grannskólans og
þar kenndi hann bömunum að
syngja við raust. Við Grannskólann
kenndi hann einnig á blokkflautu og
síðar við Tónlistarskólann á Þing-
eyri. Hann stjórnaði kirkjukómum í
áratugi og Karlakór Þingeyrar í
nokkur ár. Það er óhætt að segja að
tónlistin hafi verið hans líf og yndi.
Tómas setti sterkan svip á mann-
lífið á Þingeyri. Hann stóð iðulega
upp á mannamótum og hélt smá
tölu. Hann kom svo vel fyrir sig orði
að fólk veltist um af hlátri. Hann
hafði einstaklega næmt auga fyrir
því spaugilega úr daglega lífinu.
Það lá því létt fyrir honum að setja
saman skondna pistla, þar sem
hann gerði góðlátlegt grín að sjálf-
um sér og meðborguram sínum.
Tómas fæddist í Dýrafirðinum,
einum fegursta firði landsins. Þar
bjó hann í gæfuríku hjónabandi með
henni Siggu sinni og eignaðist böm
og barnaböm. Hann naut þess að
spila bridds, syngja, segja sögur og
ríða út með vinum sínum. Þetta
kalla ég að lifa lífínu. Tómas krydd-
aði tilveru þeirra sem honum kynnt-
ust og ég gleðst yfir því að hafa
kynnst þessum hlýlega og hæfileik-
aríka lífskúnstner. Ég kveð minn
kæra vin og minnist hans með virð-
ingu og þakklæti fyrir allar sam-
verastundimar.
Við Oskar sendum fjölskyldu
Tómasar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guðbjörg Leifsdóttir.
Það var í byrjun árs 1993 að
Tómas Jónsson frá Þingeyri hafði
samband við okkur hjónin og bauð
okkur störf við Tónlistarskólann á
Þingeyri, ásamt organistastarfí.
Satt best að segja leist okkur lítið
sem ekkert á það í fyrstu að fara
vestur á fírði í þessum erindagjörð-
um. En maðurinn var sannfærandi
og við ákváðum að slá til. Aldrei
höfum séð eftir þeirri ákvörðun, því
þessi dvöl okkar á Þingeyri var í
alla staði ákaflega ánægjuleg og
minnumst við þessara ára með
söknuði.
Á Þingeyri kynntumst við mörgu
góðu fólki, þar á meðal þeim heið-
urshjónum Tomma og Siggu. Þau
tóku okkur einstaklega vel, rétt eins
og við væram þeirra eigin börn, og
þeirra hlýja heimili stóð okkur ætíð
opið. Alltaif vora þau tilbúin að ræða
málin og miðla af reynslu sinni og
reyndist það okkur dýrmætur og
ómetanlegur stuðningur.
Tómas kom víða við og var mikill
máttarstólpi í menningarmálum á
Þingeyri. Hans framlag til tónlistar-
og söngkennslu á Þingeyri verður
seint fullþakkað. Tónlistarskólinn á
Þingeyri á Tómasi margt að þakka.
Hann sat í skólanefnd í mörg ár, var
tónlistarkennari og um tíma skóla-
stjóri skólans. Auk þess stjómaði
hann kirkjukómum og karlakórinn
var hans fimmta bam.
Við áttum því láni að fagna að fá
Tómas sem nemanda við Tónlistar-
skólann, þá tæplega sjötugan að
aldri. Það var alltaf tilhlökkunarefni
að fá Tómas í tíma því maðurinn var
svo sérlega skemmtilegur og mikill
húmoristi. Ekki vafðist heldur fyrir
honum hlutverk elgsins í uppsetn-
ingu Tónlistarskólans á Dýrunum í
Hálsaskógi. Þar var kynslóðabilið
brúað eins og svo oft áður á Þing-
eyri, því leikendur voru á bilinu
6-70 ára gamlir.
Tómas var mjög sterkur persónu-
leiki og erfitt er að lýsa hans góðu
kostum í lítilli minningargrein. Það
sem okkur finnst einna eftirminni-
legast í fari Tomma var hans al-
kunna gamansemi, létta lund og frá-
sagnargleði. Hann var geysilega
mikill sögumaður og gat fengið
stóran áheyrendahóp til þess að
engjast sundur og saman af hlátri
og mæna á hann segja sögur með
þvílíkum tilþrifum að lengi verða í
minnum höfð. Hann var snillingur í
því að koma auga á hið spaugilega í
hversdagsleikanum.
Við kveðjum Tómas vin okkar
með söknuð í huga og full þakklætis
fyrir það sem hann gaf okkur.
Elsku Sigga, böm, tengdaböm og
bamaböm, við sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Tómasar Jónssonar.
Guðmundur Vilhjálmsson,
Helga Aðalheiður Jónsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
Mður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hlíf, Margrót, Dagbjört,
Guðný, Þórður, Guðleif
og Anna, Greiðslumiðstöð
íslandsbanka.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja égvil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
ojg horfin ert burt þessum heimi.
Eg minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Með þessum orðum viljum við
kveðja vinkonu okkar Lára Björg-
vins eins og hún var alltaf nefnd í
okkar hóp. Við viljum biðja góðan
Guð að styrkja og styðja eiginmann
hennar, böm og aðra ástvini í þess-
ari miklu sorg. Blessuð sé minning
hennar.
Sólveig, Bryndís, Indjana,
Kristín, Guðrún og Lára Ólafs.
Elsku Lára, um leið og ég kveð
þig þakka ég þér fyrir þær stundir
sem við áttum saman. Ég kynntist
þér árið 1988 á sameiginlegum
vinnustað okkar. Tíu ára kynni era
ekki mikið en á þeim tíma kynntist
ég góðri konu. Áf mörgum góðum
stundum sem við áttum saman
minnist ég sérstaklega utanlands-
ferðar og sumarbústaðarferðar sem
við fóram saman fyrir fáeinum ár-
um.
Lífið virtist leika við þig. Þú áttir
Það dró mjög snöggt fyrir sólu
hjá okkur mánudagsmorguninn 9.
ágúst þegar okkur barst sú sorgar-
fregn að samstarfskona okkar, hún
Lára, hefði kvatt þennan heim deg-
inum áður, langt um aldur fram, að-
eins 39 ára gömul.
Þetta var okkur mikið áfall þó að
vitað hafi verið að hverju stefndi. Sú
spuming kemur upp í hugann hvers
vegna lífið sé oft svona óréttlátt.
Elsku Lára mín, margar minning-
ar fljúga í gegnum huga okkar á
slíkri sorgar- og kveðjustund. Meðal
þeirra er minningin um þann góða
dag í nóvember 1987 þegar þú hófst
störf í Þarabakkanum, sem þá var
Verslunarbankinn og síðar Islands-
banki. Það var farsælt fyrir bankann
að fá þig til starfa. Eftir að þú fluttir
þig svo um set fyrir u.þ.b. einu ári
og fórst til starfa í Lækjargötunni,
fannst okkur frábært að eiga þig að
sem okkar góða tengilið þar, því þú
varst svo vandvirk og samviskusöm.
Við sem urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að starfa með þér hjá bank-
anum á þessum 12 áram viljum færa
þér okkar bestu þakkir fyrir þær
frábæra samverastundir, sem við
höfum átt saman bæði í leik og í
starfi. Alltaf geislaði frá þér góð-
mennska og gleði og stutt var í
glensið, enda oft mikið hlegið þegar
tækifæri gáfúst.
Við biðjum algóðan Guð að leiða
þig og blessa um alla eilífð.
Fjölskyldu Láru og öllum að-
standendum hennar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að veita þeim styrk í
þeirra miklu sorg, sérstaklega Jóni,
Guðnýju, Björgvini og litla Páli Arn-
ari, því þeirra er missirinn mestur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umveíji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásætteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum
því veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Kveðja frá samstarfs-
félögum í útibúi fslands-
banka, Þarabakka.
Elsku Lára frænka mín. Nú ert
þú búin að fá lausnina frá þínum
veikindum, horfin yfir móðuna miklu
og komin þangað sem engin veikindi
era til og ég er viss um að hún Lára
amma okkar hefur nú tekið vel á
móti þér. Það hrannast upp minn-
ingamar frá því við voram litlar
stúlkur sem munu lifa í hjarta mínu
alla tíð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Ég vil biðja góðan Guð að vera
með fjölskyldu þinni og styrkja í
þessari miklu sorg.
Blessuð sé minning þín.
Þín frænka
Guðrún Sigurðardóttir.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.