Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Krínglunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er vönun ekki alvörumál? Frá Guðvarði .Jónssyni: ÞROSKAHEFTUM manni hafa ver- ið dæmdar bætur úr rfkissjóði vegna vönunar, hafði sú aðgerð farið fram án hans leyfis eða vitundar. Svona mannréttindabrot finnst mér vera nokkuð niðrandi fyrir lýð- ræðisríki og aðgerðin hlýtur að vera blettur á mannorði embættismanna og lækna sem að slíkri aðgerð stóðu. Þó er það alvarlegasta í þessu máli, ef alþingismenn ætla ekki að láta gera könnun á því hvaða einstakling- ar hafa verið teknir í vönunaraðgerð óafvitandi og skila upplýsingum til viðkomandi aðila. Þeir aðilar sem voru vanaðir óafvitandi hljóta að eiga lagalegan rétt til þess að fá upp- lýsingar um það. Á uppgangstímum Hitlersstefn- unnar hrifust margir af kynbóta- stefnu Hitlers á mannfólki. Þó þorðu menn ekki að útfæra þá stefnu á sama hátt og Hitler, að útrýma þeim sem taldir væru óæskilegir í þjóðfé- laginu. Aftur á móti var vönun talin æskileg aðferð til þess að hindra barneignir þeirra sem menn töldu úrkynjaða þjóðfélagsþegna. Þessi stefna hafði hljómgrunn hér og mun einhver fjöldi einstaklinga hafa verið vanaður, þjóðfélaginu til heilla að mati Hitlers trúboða og með því létt af ríki og sveitarfélögum uppeldi bama þeirra. Með þessu var staðfest að embættismenn teldu andlega þroskahömlun arfgenga, beint í af- kvæmum þeirra þroskaheftu, þó mönnum væri ljóst að andlega og Iík- amlega fötluð börn fæðast út af for- eldrum í öllum stéttum þjóðfélags- ins. Menn vita líka að blindir eða heyrnarlausir fæða ekki af sér blind eða heyrnarlaus börn, frekar en þeir sem sjáandi og heyrandi eru. Ymsir horfðu líka til annarra hópa í þjóðfélaginu og töldu æskilegt að fátækir væru vanaðir til þess að minnka ómegð. Það hefur þó senni- lega aldrei verið kannað hvort emb- ættismenn hafi látið vana einhverja til að draga úr fátækt. Því má ekki gleyma að fjöldi fólks er andlega og líkamlega fatlaður vegna mistaka lækna, sjúkdóma og slysa. Það mun flestum þykja nægi- leg byrði að bera á lífsleiðinni þó ekki bættist við tilbúin vönunarfotlun, framkvæmd af aðilum sem ættu að vera réttindaverndarar þessa fólks. Flest heilbrigt fólk teiur það sína mestu gæfu og gleði í lífinu að eign- ast böm og fylgjast með þroskaferli þeirra. Hvers vegna skyldi þá ein- hverjum embættismönnum leyfast að ákveða að þroskaheft fóik fái ekki að njóta slíkrar lífsfyllingar bara vegna þess að það gæti kostað þjóð- félagið og sveitarfélog nokkrar krón- ur vegna leiðbeininga við uppeldið? Embættismenn eru ekki svona smá- smugulegir þegar þeir ákveða alls- konar fríðindi fyrir sjálfan sig ofan á há laun. Mannkynið verður ekki kynbætt hvorki með vönunaraðferð gervinas- ista, né gasklefaaðferð alvöru nas- ista, því þeir sem framkvæma slíkt eru úrkynjaðri en þeir sem verið er að vana eða eyða. Andlegur þroski þroskaheftra er venjulega metinn á fyrstu grunn- skólaárunum og að mestu stuðst við það mat, þegar kerfið metur mögu- leika einstaklingsins til sjálfræðis síðar á ævinni. Kerfið virðist binda sig við aðeins einn þátt vitsmuna, bóknámsgáfur, en sem betur fer eru vitsmunir mannsins ekki svo einhæfir. Það er aftur á móti ekki eytt miklum fjármunum í að kanna hvað hæfir best hverjum þroska- heftum einstaklingi til sjálfsbjarg- ar, því ekki er hægt að búa til stað- al fyrir hópinn. Margir þroskaheftir geta verið vel hæfir til að sjá fyrir heimili fái þeir mannlegan skilning, tilsagnar stuðning og þá sérstak- lega við meðhöndlun fjármuna. Vandi þjóðfélagsins er ekki vegna kostnaðar við uppeldi barna þroskaheftra, heldur vegna stjórn- sýslumistaka þeirra gáfuðu. Svona mál er oft reynt að þegja í hel, þegar um þá er að ræða sem ekki geta varið sig. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5. Smáfólk DO YOU THIMK I DID RH5HT 0Y NOT 60IN6 TO CAMP, 016 0ROTHER? YOU CAN /SUReN ALWAY5 /1 CAN 60 NEXT/THINK YEAR.. JA0OUT IT. STAY THEKE.. I'LL 10AKE YOU UP A6AIN NEXT YEAR.. Heldurðu að ég hafí ekki gert rétt með því að fara ekki i sumarbúðir, stéri bróðir? - Orugglega - Nei, það hefðir þú ekki - Þú getur alltaf - Ég gæti hafa gert - Þú hefúr rétt fyrir farið næsta ár.. skemmt mér ve!.. þér..mér hefði þótt það - Vissulega, ég get leiðinlegt.. ihugað það.. Haltu þig þama... ég vek þig aftur að ári... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. "slim-line" dömubuxur frá gardeur Qhmtv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 m s I ALHLiÐA TÖLVUKERFI | 11 i HUGBÚNAÐUR I FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islanilia.is/kerlisllironn Gœðavara Gjaídvara - malar oij kaffistell. Allir veröflokkar. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versare. VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.