Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 62

Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 62
> 62 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ í DAG Hlutavelta Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 4.541 til styrkt- ar Rauða krossi Islands. Þau heita Þórunn Guðmundsdóttir, Björg M. Ólafsdóttir, Valdís Ingimarsdóttir og Kristján Már Ólafsson. \ Þessir duglegu krakkar héldu tómbólu og söfnuðu kr. 2.338 til styrkt- ar Rauða krossi íslands. Þau heita Henrik Biering Jónsson, Atli Dag- ur Sigurðsson, Sólrún Dögg Sigurðardóttir, Bryndís Hall og Bjarki Hall. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða kross ís- lands og söfnuðu kr. 2.926. Þær heita Kristín Benediktsdóttir og Stef- anía Karlsdóttir. Á myndina vantar Katrínu Ingvarsdóttur. Morgunblaðið/Jim Smart. Þessar knáu slúlkur tóku þátt í söfnunarátaki ABC hjálparstarfsins og söfnuðu þær með tombólu 4.950. kr. Þær heita Eydís Ósk Hilmars- dóttir, Oddný Ómarsdóttir og Emma Lovísa Diego. Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is AL.L.7*kf= 6/7T//l^l£7 NÝT7 VELMKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Var Kristur aldrei á fyrsta árinu? ÉG hef aldrei þótzt vera mikiill stærðfræðingur en þegar talnaspekingar halda því fram að árþús- undamót verði ekki fyrr en árinu 2000 sé lokið og árið 2001 renni upp þá get ég ekki á mér setið og legg hér örfá orð í belg. Hver einasti maður fæðist árið 0, miðað við eigin ævi. Síðan er hann á fyrsta ár- inu þangað til hann verður eins árs, þ.e.a.s. árið 1 rennur upp í lífi hans. Nú er því haldið fram að árið 1 hafi runnið upp strax við fæðingu Krists en það finnst mér algerlega frá- leitt. Þegar ártal er nefnt hefur mér alltaf skilizt að átt væri við tímann, í heil- um árum talinn, fyrir eða (oftast) eftir Krists burð. Samkvæmt þessu er Kristur núna á tvö þús- undasta árinu og á tvö þúsund ára afmæli um næstu áramót en þá verða auðvitað jafnframt árþús- undamót. Nú þykir mörgum ófært að kalla fyrsta árið í ævi Krists 0 en fram hjá því má auðveldlega komast með því að vera ekki að tölusetja þann stutta tíma í sögunni en nefna hann bara fyrsta árið eftir Krists burð. Lítum á hita- mæli og látum hitann tákna árin eftir Krist en frostið tímann þar á und- an. Matthías Jónsson. Um leið 7 VEGNA skrifa Erlu Hlynsdóttur í Bréf til blaðsins sl. fimmtudag um leið 7 vil ég benda á að ein leið til að leysa þetta vandamál með misskiln- inginn sem upp getur komið við Hótel Loftleiðir er að láta SVR setja upp tvö biðskýli við hótelið þar sem annað er fyrir þá sem fara niður á Lækjartorg og hitt jyrir þá sem fara upp í Árbæ. Þannig ætti að vera auðvelt að taka alltaf réttan vagn (þ.e. ef vagnstjórinn leggur við rétt skýli). Ottó Eiríksson, Kleppsvegi 144. Tapað/fundið Gleraugu týndust í Mjódd GLERAUGU með lituð- um glerjum í brúnni um- gjörð með gyllingu týnd- ust í innkaupakörfu í Nettó í Mjódd þriðjudag- inn 17. ágúst. Sá sem hef- ur fundið gleraugun hafi samband í síma 557 6525 eða skili þeim á lögreglu- stöðina í Neðra-Breiðholti. Myndavél týndist OLYMPUS-myndavél týndist í byrjun ágúst við Dimmuborgir, Námaskarð eða í Sænautaseli á Jökui- dal. Þeir sem hafa orðið vélarinnar varir hafi sam- band í síma 553 6239 eða 891 8912. Kvenúr í óskilum FUNDIST hefur kvenúr með stálkeðju við göngu- stíginn við Birkigrund í Kópavogi. Upplýsingar í síma 554 4513. Dýrahald Páfagaukur í óskilum GRÆNN og gulur páfa- gaukur (undulati) fannst á Lágholtsvegi í Vesturbæ. Upplýsingar í síma 552 8682. skÆk Svartur leikur og vinnur 23. - e5!! 24. fxe5 - dxe5 25. Rxe5 - Re4+! 26. Rxe4 - Hxd4 27. Hxd4 - Dxe5+ 28. Df4 - Dxd4 og hvítur gafst upp. limsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á breska meistaramótinu í sumar en það var hald- ið í Scar- borough. Christopher Ward (2470) hafði hvítt, en Stuart Conquest (2555) var með svart og átti leik. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... VÍKVERJI er í hópi hinna fjöl- mörgu sem hafa furðað sig á ummælum nýs umhverfisráðherra í Eyjabakkamálinu. Málið snýst nefnilega ekki um persónulegt feg- urðarmat ráðherrans heldur um náttúru- og dýraverndunarsjónar- mið almennt. Víkverja er nefnilega að verða æ betur ijóst hvað há- lendið er dýrmætt. Og hann getur tekið undir með frambjóðandanum í varaformannskjöri Framsóknar- flokksins fyrir tæpu ári, sem lýsti því yfir í viðtali að „við værum í hópi útvalinna þjóða hvað óspillta náttúru varðar." Víkverji telur líka, eins og frambjóðandinn, að „við verðum að vernda hálendið, sem og aðrar náttúruperlur". Hið almenna sjónarmið Víkverja í þessu máii er að „náttúran eigi að njóta vafans og nota eigi bestu tæki, svo sem umhverfismat, til að dæma um áhrif framkvæmda“, eins og frambjóðandinn komst svo vel að orði í áðurnefndu viðtali, sem birt var í Morgunblaðinu skömmu fyrir varaformannskjörið í Framsóknarflokknum. Nú vill svo skemmtilega til að títtnefndur frambjóðandi og nú- verandi umhverfisráðherra eru ein og sama manneskjan. Og gott ef hún flutti ekki tillögu á flokksþingi Framsóknarflokksins um nauðsyn þess að friða Eyjabakka? Öllum er að vísu frjálst að skipta um skoðun í ljósi breyttra aðstæðna, þótt erfitt sé að átta sig á hvað hefur breyst á Eyjabakkasvæðinu síðan í nóvember í fyrra. Hins vegar þarf engum að koma á óvart kúvending ráðherrans í þessu máli. Það er í eðli íslenskra stjórnmála að segja eitt í dag og annað á morgun. Is- lenskir stjórnmálamenn skipta um skoðun eins og aðrir menn um nærbuxur. Þetta eru bara viður- kenndar leikfléttur í refskák ís- lenskra stjórnmála og hafa tíðkast áratugum saman. XXX VÍKVERJI er talsmaður nátt- úruverndar og ber umhverfis- mál mjög fyrir brjósti. Hann er hins vegar andvígur hvers konar öfgum í þessum efnum og hefur megnustu andúð á þeim samtökum manna, sem undir yfirvarpi nátt- úruverndar hafa sérhæft sig í því að berjast gegn viðleitni fólks á norðurhveli jarðar að lifa af lands- ins gæðum og því sem til fellur í hafinu umhverfis. Fram til þessa hafa þeir einkum beitt sér gegn hvalveiðum, en nú eru teikn á lofti um að næsta skrefið sé að berjast gegn fiskveiðum. Víkverji er ekki að grínast. Úti í hinum stóra heimi starfa samtök, „People for the Ethical Treatment of Animals“ sem í raun og sann- leika hafa hafið baráttu gegn fisk- veiðum. Rökin eru einkum þau að fiskveiðar séu afar sársaukafullar fyrir fiskinn, hann „engist á öngl- inum, kremst í trollinu og kafnar þegar hann er dreginn á land“. Auk þess, segja talsmenn samtak- anna, er fiskur „afar óhollur“. Það versta í þessu sambandi er að mönnunum virðist vera fúlasta al- vara. Menn þurfa ekki annað en að fara inn á slóð PETA-samtakanna á Netinu til að sjá hvílík hætta hér er á ferðinni fyrir okkur norður- álfubúa. (http://www.peta.com) Liðsmenn PETÁ-samtakanna eru grænmetisætur og einn tals- manna þeirra er Bítillinn Paul McCartney. Víkverji hefur alltaf borið virðingu fyrir McCartney sem tónlistarmanni, en kannski er hann lifandi dæmi um að „margur verður af aurum api“. Það er sjálf- sagt átakalítið fyrir Paul McCart- ney, með alla milljarðana sína á þurru í svissneskum bönkum, að bíta gras á búgarði sínum í Skotlandi, firrtur öllu veruleika- skyni á lífsbaráttu venjulegs fólks. En benda má Paul McCartney og öðrum grænmetisætum á að jurtir eru líka lífverur. Það hlýtur að vera „sársaukafullt fyrir gulrótina að vera rifin upp með rótum og ét- in lifandi", svo beitt sé sömu öfga- fullu bjálfarökunum og PETA- samtökin gera varðandi fiskveið- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.