Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Haldið upp
ELSTI núlifandi íslendingurinn, Kristín P.
Sveinsdóttir, varð 105 ára í gær. Afkomend-
ur Kristínar héldu upp á daginn með henni
en hún á yfír 120 afkomendur. Á myndinni
má sjá hluta þeirra ásamt Kristínu sem er
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
á árin 105
mjög ern og hress miðað við aldur. Kristín
heldur á yngsta afkomanda sínum, óskírðri
Ingvadóttur, sem er dótturdóttur- dótt-
urdóttir eða fimmti ættliður í beinan kven-
legg-
Borgarstjóri vill Reykjavík út úr Landsvirkjun og
umhverfísmat á Fljdtsdalsvirkjun
Eignarhlutur borgar-
innar tímaskekkja
Nærri 14
milljónir til
Siglufjarðar
HEPPINN miðaeigandi í
Happdrætti Háskóla Islands
varð nær 14 milljónum
króna ríkari þegar dregið
var úr Heita pottinum í gær.
Fyrsti vinningur kom á núm-
er 25840 og voru fjórir ein-
faldir miðar með því númeri
seldir í umboði happdrættis-
ins á Siglufirði.
Sami aðili átti alla
einföldu miðana
Fyrsti vinningur á einfald-
an miða nú var kr. 3.468.000.
Sami aðili átti alla einföldu
miðana og er því 13.872.000
krónum ríkari.
Þá voru einnig dregin 10
númer úr seldum miðum og
kemur ein milljón króna í hlut
hvers. Sjö þessara númera
eru seld í umboðum í Reykja-
vík, eitt í Búðardal, eitt á
Bakkafirði og eitt á Espiflöt á
Suðurlandi. MiHjónamæring-
ar í Happdrætti Háskólans
eru því orðnir 109 það sem af
er árinu.
TÍMABÆRT er að Reykjavíkur-
borg selji eða leysi til sín sinn hlut í
Landsvirkjun, segir Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, borgarstjóri í
Reykjavík.
Borgarstjóri kveðst hafa lýst því
yfir innan borgarstjómar og víðar á
opinberum vettvangi að sterk rök
liggi fyrir því að Reykjavíkurborg
selji eða leysi til sín sinn hlut í
Landsvirkjun. Fonnlegur undirbún-
ingur að því sé ekki hafinn en hún
vonist til þess að hann hefjist áður
en langt um líður.
„I fyrsta lagi er borgin sjálf orðin
raforkuframleiðandi í samkeppni við
Landsvirkjun, sem sjálfsagt á eftir
að aukast. Hún er jafnframt stór við-
skiptavinur Landsvirlgunar og þess
vegna tel ég að hlutur okkar í fyrir-
tækinu sé tímaskekkja þótt hann
hafi verið eðlilegur á sínum tíma.
Mér finnst alltaf vera að koma
fram sterkari rök fyrir því að við
eigum ekki að vera þarna inni, og vil
ég meðal annars nefna í því sam-
bandi virkjunarmál á Austurlandi.
Þótt einstakir borgarfulltrúar og
stjórnarmenn í Landsvirkjun geti
haft skoðanir á þeim málum þá er að
ýmsu leyti erfitt að borgin sem
stjómvald sé að blanda sér mikið
inn í þau mál því þau lúta að hluta til
að stefnumótun ríkisins í byggða-
málum. I því sambandi getur mjög
auðveldlega komið upp ákveðin tog-
streita," segir Ingibjörg.
Vill mat á um-
hverfísáhrifum
Ingibjörg hefur jafnframt lýst því
yfir að hún telji rétt að gert verði
opinbert mat á umhverfisáhrifum
Fljótsdalsvirkjunar.
„Eg er þeirrar skoðunar að þessi
virkjun eigi að fara í umhverfismat
og Alþingi eigi að taka af skarið í
þeim efnum. Það var Alþingi sem
upphaflega fól Landsvirkjun að fara
í þessar virkjunai’framkvæmdir og
ríkið sem upphaflega byrjaði þær.
Landsvirkjun var gert að kaupa þær
af ríkinu á sínum tíma og hefur
greitt því um 1,5 milljarða fyrir
þetta. Mér finnst að það hljóti að
vera þingsins að taka á þessu máli,
en hins vegar mun ég taka málið
upp í stjórn Landsvirkjunar ef ekk-
ert verður að gert,“ segir borgar-
stjóri, en næsti stjórnarfundur í
Landsvirkjun er fyrirhugaður í lok
september.
Ingibjörg kvaðst ekki vera sam-
mála þeim ummælum Ólafs F.
Magnússonar borgarfulltrúa, sem
fagnað hefur þessum ummælum
borgarstjóra, að yfirlýsing hennar
kæmi ef til vill of seint. „Það má
segja að umhverfismatið hefði átt að
fara fram fyrir mörgum árum, en
það er ekki orðið of seint að fram-
kvæma það,“ segir borgarstjóri.
Öll hótel full
í Reykjavík
Mjög góð
nýting
í ágúst
„VIÐ erum að sjá almennt bestu
nýtingu sem við höfum séð í ágúst-
mánuði,“ segir Sigi’ún Sigurðar-
dóttir hjá Hótel Loftleiðum. Hótel
Esja, sem er Flugleiðahótel eins og
Hótel Loftleiðir, er að sögn Sigrún-
ar með 96-97% nýtingu í ágúst sem
er einstaklega mikið. Dreifing
ferðamanna er einnig betri en ver-
ið hefur, segir Sigrún. Á Flugleiða-
hótelunum sem annars staðar er
einnig fullbókað frá og með þriðju-
degi í næstu viku vegna sjávarút-
vegssýningarinnar sem þá hefst.
Hótel í höfuðborginni eru meira
og minna fullbókuð um þessar
mundir og eru yfirmenn bókunar-
deilda sammála um að nýting í
ágústmánuði sé góð.
Vonlaust að fá
herbergi í næstu viku
„Það er alveg vonlaust að fá her-
bergi hér í næstu viku en það er
fullbókað hjá okkur fram undir 7.
september," segir Áslaug Þor-
geirsdóttii’ hjá Fosshótelum
Reykjavíkur. Áslaug segir bókun-
arstöðu hótelsins svipaða og í fyrra
og segist búast við að heildarnýt-
ing verði um 80%. Uppistaða gesta
er erlendir ferðamenn og segir Ás-
laug það vara fram i október þegar
Islendingar taka að streyma til
Reykjavíkur.
Állir viðmælendur Morgunblaðs-
ins taka undir þetta og varð einum
á orði að Islendingar sem ætluðu
sér að skreppa til Reykjavíkur með
stuttum fyrirvara þessa dagana
myndu lenda í vandræðum.
Almennt er alveg fullbókað á öll-
um hótelum sem Morgunblaðið
hafði samband við fram á sunnu-
dag. Þau eru, auk ofangreindra,
Hótel Saga, Hótel ísland og Lykil-
hótelin. Eftir tvær til þrjár heldur
rólegri nætur fyllist allt á nýjan
leik í tengslum við sjávarútvegs-
sýninguna og þá er fullbókað á öll
hótel í Reykjavík.
---------------
Bifhjólaslys
á göngustíg
í Reykjavík
ÖKUMAÐUR bifhjóls ökklabrotn-
aði eftir að hann keyrði á brunn á
göngustíg eða hitaveitustokki í Ell-
iðaárdalnum skömmu fyrir klukk-
an sjö í gærkvöld. Óttast var að
mjaðmagrind hans hefði einnig
skaddast.
Ökumaðurinn, sem er á miðjum
þrítugsaldri, vai’ á ferð í Elliðaár-
dalnum, skammt frá gömlu Fáks-
heimilunum, en samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu er bifhjólaakst-
ur þar óheimill.
Sérblöð í dag
m
1.............................»...m ......
►i VERINU í dag er m.a. rætt við Jörgen Niclasen, sjáv-
arútvegsráðherra Færeyja, farið í heimsökn til rælqu-
vinnslunnar Meleyrar á Hvammstanga og salfiskverkun-
arinnar Ilafnfírðings í Hafnarfírði. Auk þess eru hefð-
bundnar upplýsingar um aflabrögð og markaðsmál.
Í4StoUR
Pennaviriir
safnarar
i
Jón Arnar hætti í tugþraut
inni í Sevilla/CI
Enginn ógnaði Eyðimerkur-
prinsinum / C2