Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bankar á Norðurlöndum og í nokkrum öðrum Evrópulöndum Eignaraðild er yfir- leitt dreifð í TENGSLUM við hlutafjárútboð Landsbankans á síðasta ári fór fram vinna í samstarfi við ráðgjafarfyrir- tækið J.P. Morgan, þar sem skoðað var eignarhald á bönkum í ná- grannalöndunum til samanburðar við þá íslensku. Gunnar í>. Andersen, framkvæmdastjóri alþjóða- og fjár- málasviðs Landsbankans, stýrði vinnunni fyrir hönd Landsbankans og segir skoðun á nýjustu ársreikn- ingum ýmissa banka í nágrannalönd- unum yfirleitt leiða mjög dreifða eignaraðild í Ijós. „Upplýsingum af þessu tagi var safnað saman í undirbúningi hluta- fjárútboðs Landsbankans til að gera okkur betur grein fyrir hvernig hlut- imir myndu þróast og til að bera okkur saman við önnur lönd eins og eðlilegt er,“ segir Gunnar. Að hans sögn urðu stærstu bankar á Norður- löndum fyrir valinu og bankar í öðr- um löndum Evrópu valdir af handa- hófi. Úrtakið sé því lýsandi fyrir banka í nágrannalöndunum almennt. „í ljós kom að eignarhald á bönkum í nágrannalöndum okkar er áberandi dreift, ef Noregur er undanskilinn," segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er stærsti einstaki hluthafi í tveimur norskum bönkum, norska ríkið. Eignarhlutur þess í Den Norske Bank er um 52% og í Christiania Bank er eignarhlutur ríkisins tæp 35%. í Union Bank of Norway er Chase Manhattan Bank hins vegar stærsti hluthafinn með 5,22%. Stærstu hluthafar í dönsku bönkunum Den Danske Bank, Uni- bank og Jyske Bank eru lífeyrissjóð- ir og aðrir sjóðir. Eignarhlutur eins þeirra, Unidanmark sjóðsins, í Den Danske Bank er 14,1% og er það stærsti hlutur sem einstakur aðili á í dönskum banka. I Svíþjóð er stærsti einstaki eignarhluturinn 18,6% hlut- ur Savings bank foundations, sem er stofnun í eigu sparisjóða, í Foren- ingssparbanken en annars fer stærsti einstaki eignarhluturinn ekki yfir 10% í sænskum banka. Sænska ríkið á stærsta hlut í Merita- Nordbanken í Finnlandi eftir sam- runa bankanna tveggja, eða 25,5%. Erlend eignaraðild að bönkum á Norðurlöndunum er á bilinu 18-31%. Hvað lönd utan Norðurlandanna varðar, fer stærsti einstaki eignar- hlutur ekki upp fyrir 22%, sem er eignarhlutur tryggingarfélagsins Allianz í Dresdner Bank. „Trygging- arfélög eru áberandi fjárfestar í Þýskalandi og Allianz á einnig 5% í Deutsche Bank,“ segir Gunnar. Að Þýskalandi undanskildu fer eignar- hlutur einstaks hluthafa ekki yfir 8,9% sem er eignarhlutur yfirvalda í Hong Kong í HSBC bankanum á Bretlandi. Því næst er 8,1% eignar- hlutur Bank of Ireland Asset Mana- gement Limited í Bank of Ireland. Að sögn Gunnars heyrir það til und- antekninga að einstakur eignarhlut- ur í banka í V-Evrópu fari yfir 10% og bætir við að nær undantekningar- laust á enginn einstakur eignaraðili yfir 33%, þ.e. ráðandi hlut. fsland frábrugðið nágrannalöndunum ísland sker sig úr að því leyti að íslenska ríkið á mikinn meirihluta í íslensku bönkunum, 85% í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum. Á Islandi er eignaraðild að þeim hluta sem er utan eignarhalds ríkisins nokkuð dreifð, t.d. eru um 7.000 hlut- hafar í Landsbankanum, að sögn Gunnars, almenningur og fagfjár- festar. „Bankageirinn hér er enn í mót- un,“ segir Gunnar. ,Almennt séð er þróunin hér á Islandi jákvæð og hröð. Hér hafa hlutir gerst á fimm árum sem hefur tekið 10-20 ár í öðr- um löndum. Við erum á sömu braut og nágrannalöndin hvað einkavæð- ingaráform varðar og það er yfirlýst- ur vilji ríkisstjórnarinnar að einka- væða bankana, eins og hjá öllum Norðurlandaþjóðunum," segir Gunn- ar. BANKAR í NOKKRUM NÁGRANNALÖNDUM Eignarhluti 5 stærstu hluthafa í árslok 1998 eða síðar Forenings sparbanken (Svedbank) Svíþjóð Svenska Handels- banken Svíþjóð SEB Svíþjóð Den Norske Bank Noregi Christiania Bank Noregi Union Bank of Norway Noregi Den Danske Bank Danmörku Uni- bank Danmörku Jyske Bank Danmörku Merita- Nordbanken Bank Finnlandi 1 18,6% 10,0% 9,8% 35,91 %1) 34,64%" 5,22% 18,6% >5% 14,1% 25,5%J) 2 5,9% 6,6% 9,3% 16,249? 4,30% 4,99% 5,9% >5% 8,2% 3,1% 3 4,2% 5,7% 8,2% 3,55% 3,69% 4,45% 4,2% >5% <5% 2,3% 4 3,6% 4,3% 3,6% 2,31% 2,80% 3,55% 3,6% - 1,8% 5 3,5% 4,2% 3,0% 1,73% 1,83% 2,27% 3,5% 1,4% Erlend eignaraðild 26% 27% 18% 19,8% 30,5% 31% 26% - - 31 ^31 1) Ríkissjóöur Noregs 2) Sænska ríkið 3) Utan Sviþjóðar og Finnlands Bardays Bretlandi Bank of [reland írlandi Lloyds TSB Bretlandi HSBC Bretlandi BBV Spání BNP Frakklandi Dresdner Deutsche Commerz- Bank Bank bank Þýskalandi Þýskalandi Þýskalandi ING Hollandi 1 3,84% 8,1 % <3% 8,9%4) <5% 7,1% 22% 5,03% 5,0% 5-10% 2 - 4,5% - - - - 10% - 3,1% 5-10% 3 - 3,9% - - - - 10% - 2,0% 5-10% 4 - - - - - - <5% - 2,0% 5-10% 5 - - - - - - - - - - Erlend eignaraðild - - - - - - - 41% - 61% 4) Yfirvöld í Hong Kong Mest samlegðaráhrif ef fjármála- fyrirtæki fjárfesta í bönkum „Það eru yfirleitt lífeyrissjóðir, tryggingarfélög eða ýmis fjármála- fyrirtæki sem eru stærstu hluthafar í erlendu bönkunum," segir Gunnar. „Það er mjög sjaidgæft að fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum eigi stóra hluti í bönkum því ekki nást bein samlegðaráhrif með slíku eignar- haldi. Mest samlegðaráhrif nást út úr fjárfestingum banka og annarra fjármálafyrirtækja í bönkunum. Ha- græðing næst náttúrlega með sam- runa þegar fyrirtæki eru í skyldum greinum, þá er hægt að sameina deildir og þjappa starfseminni sam- an. Slíkur árangur næst ekki þegar ólík fyrirtæki eru sameinuð, þá eru markmiðin annars eðlis.“ „Það er mikið samrunaferli í gangi í öllum heiminum á milli banka. Þessi þróun er allt í kringum okkur og ýmsir möguleikar eru fyrir hendi. Þegar bankarnir eru komnir úr ríki- seigu, mun markaðurinn sjá um þetta,“ segir Gunnar. „Með auknum samrunum verða einingarnar stærri og stærri og því erfiðara fyrir einstök fyrirtæki að verða stórir hluthafar í svo stórum fyrirtækjum. Eignaraðildin verður því ennþá dreifðari og má reikna með að svo verði hér á landi á næstu árum,“ segir Gunnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra um sölu á hlut ríkisins í FBA Ríkið reynir að fá sem mest fyrir sinn hlut HÉR fara á eftir orðrétt svör Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum um helgina við spurning- um um málefni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. Var meðal annars spurt hvort ástæða væri til að óttast að einkavæðingaráform ríkis- stjórnarinnar á ríkisbönkunum væru í uppnámi. „Þetta getur haft þau áhrif að þau hlutabréf sem ríkið á eftir óseld í viðkomandi banka verði miklu lægri, verðgildi þess hlutafjár hrynji ef þannig er staðið að málum og þar sem þessar áætlanir ríkisins gengu ekki eftir varðandi Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins, það var gert sérstakt átak semsagt til þess að splundra þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, þá hlýtur, og annað er óeðlilegt, að athuga sinn gang mjög rækilega, það gefur auga leið varðandi Fjár- festingarbankann að það sem ríldsstjórnin þarf að skoða og er núna að skoða, er möguleiki þess að tryggja markmið ríkis- stjómarinnar um dreifða eign- araðild með lögum,“ sagði ráð- herra og bætti við síðar: „Þá hlyti ríkisvaldið að hugleiða það að selja þau bréf sem eftir eru í einu lagi vegna þess að ríkis- valdið hefur sett sér þá reglu að reyna að tryggja að fá sem mest fé fyrir sinn hlut.“ Málefni Fljótsdalsvirkjunar mögulega lögð fyrir Alþingi? Skiptar skoðanir meðal þingmanna iðnaðarnefndar GUÐJÓN Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og varaformað- ur iðnaðarnefndar Alþingis, segir að sér finnist óþarfi að leggja málefni F’ljótsdalsvirkjunar fyrir Alþingi að nýju en verði það gert er hann sam- mála Halldóri Ásgrímssyni, for- manni Framsóknarflokksins, um að kanna mætti vilja þingsins til þess hvort afturkalla beri virkjanaleyfi fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar með því að leggja fram á Alþingi til- lögu þessa efnis til þingsályktunar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns fram- boðs í iðnaðarnefnd eru hins vegar á því að málefni Fljótsdalsvirkjunar eigi að koma fyrir Álþingi að nýju og í sama streng tekur þingmaður Fijálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, en sá flokkur á ekki fulltrúa í iðnaðarnefnd. Líklegt þyk- ir að sú nefnd fái umrætt málefni til umsagnar á milli umræðna komi það að nýju til kasta Alþingis. Ásta R. Jóhannesdóttir, annar þingmaður Samfylkingarinnar í iðn- aðamefnd, kveðst þeirrar skoðunar að afturkalla eigi leyfi Landsvirkj- unar til þess að virkja Jökulsá í Fljótsdal en Ami Steinar Jóhannes- son, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í iðnaðarnefnd, leggur áherslu á að fram farí mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar þrátt fyrir að virkjanaleyfið hafi verið veitt. Fráleitt að taka virkjanaleyfið af Landsvirkjun Guðjón Guðmundsson bendir á í samtali við Morgunblaðið að Alþingi hafi fyrir löngu, eða árið 1981, sam- þykkt virkjanaleyfi fyrir Fljótsdals- virkjun og segir að stór hluti hennar hafi reyndar verið boðinn út fyrir sjö árum. „Ég sé enga ástæðu til að taka þetta mál upp aftur og fráleitt að taka virkjanaleyfíð af Landsvirkjun. Við íslendingar stöndum fremst allra þjóða í notkun umhverfisvænna orkugjafa og eigum að halda áfram á þeim braut. Mér finnst því óþarfi að taka málið upp á Alþingi en verði það gert er ég sammála utanríkis- ráðherra [Halldóri Ásgrímssyni] um að eðlilegast væri að þingviljinn yrði kannaður með tillögu til þingsálykt- unar,“ segir Guðjón. Ásta R. Jóhannesdóttir segir á hinn bóginn að afturkalla beri virkj- analeyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun og tekur jafnframt fram að hún fagni sinnaskiptum framsóknannanna í umræddu máli, sem fram komi í af- stöðu Halldórs Ásgrímssonar í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann sagði m.a. að þingmenn ættu að ákveða hvort afturkalla skuli virkj- analeyfið. „Ég tel að þingið eigi að kalla aftur heimild Landsvirkjunar til að virkja [Jökulsá í Fljótsdal]," segir hún og bætir við að skoða beri aðra kosti til virkjunar á Austur- landi. Séu þeir kostir hins vegar dýrari heldur en umrædd leið verði það að koma fram í hærra orku- verði. Ásta telur ýmsar leiðir færar til þess að kanna afstöðu manna til virkjunarinnar og nefnir m.a. þjóð- aratkvæðagreiðslu í því sambandi. „Það mætti fara út í þjóðaratkvæða- greiðslu og kanna þannig hug lands- manna til þess hvort þarna eigi að virkja og einnig hvort þurfi að láta fara fram umhverfismat á fyrirhug- aðri virkjun.“ Margt hefur breyst á 20 árum Ámi Steinar Jóhannsson tekur fram að þingflokkur Vinstrihreyf- ingarinnar-græns framboðs hafi lagt fram á vorþingi tillögu til þingsá- lyktunar um að Alþingi skori á ríkis- stjórnina að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar þrátt fyrir að virkjunarleyfi hafi verið veitt og bendir jafnframt á að þingflokkur- inn hafi boðað að hann myndi taka það mál upp að nýju á haustþinginu. „Okkur finnst eðlilegt að svona stórt og mikið verk fari í umhverfismat eins og margoft hefur komið fram,“ segir hann og heldur áfram, „og það eru að vissu leyti vonbrigði að leyfis- hafinn [Landsvirkjun] skuli ekki hafa riðið á vaðið og samþykkt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkj- unar. Það hefði verið eðlilegast því virkjanaleyfið var veitt fyrir svo mörgum árum.“ Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, telur ekk- ert því til fyrirstöðu að málefni Landsvirkjunar verði lögð fyrir Al- þingi að nýju. „Mér finnst ósköp eðlilegt að þetta mál komi inn á þing að nýju og að jafnframt verði lagðar fram allar þær upplýsingar sem fram hafa komið um náttúrufar svæðisins [Eyjabakka], þannig að þingmenn nái að kynna sér málið á nýjan leik. Það kemur þá í ljós hvort menn vilji samþykkja kröfuna um það að þetta fari í lögformlegt um- hverfismat eða hvort menn vilja aft- urkalla virkjanaleyfið. Við enim kosnir til þess að taka ákvarðanir og við eigum að fá að koma að þessum málum upp á nýtt.“ Guðjón bendir sömuleiðis á að margt hafi breyst síðan virkjanaleyfið var veitt fyrir nær 20 árum. „Áherslur manna í náttúruvernd og náttúrunýtingu eru kannski svolítið aðrai' í lok þessarar aldar heldur en var fyrir tveimur áratugum. Þannig að það er kannski ekki skrítið þótt menn fari yfir málið á nýjan leik,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.