Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 44
^4 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG FANNEY ÓLAFSDÓTTIR, Kirkjuhvoli, Hvolsvellí, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 16. ágúst. Útförin fer fram frá Ásólfsskálakirkju, Vestur- Eyjafjallahreppi, laugardaginn 2'8. ágúst kl. 11.00 fyrir hádegi. Ástrún Svala Óskarsdóttir, Magnús Borgar Eyjólfsson, Snorri Óskarsson, Steinunn Guðbjörg Bjarnadóttir, Anna Óskarsdóttir, Már Guðnason, Elín Ósk Óskarsdóttir, Kjartan Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri, SIGFÚS SIGURÐSSON frá Hrísdal, Miklaholtshreppi, síðan Selfossi og Stykkishólmi, er lést laugardagínn 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Ragnheiður Esther Einarsdóttir, Guðríður Sigfúsdóttir Haugen, Thormod Haugen, Margrét D. Sigfúsdóttir, Einar Sigfússon, Dómhildur A. Sigfúsdóttir, María K. Sigfúsdóttir, Sigurður Sigfússon, Ragnheiður E. Briem, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Petersen, Anna K. Sigþórsdóttir, Kristbjörn Theódórsson, Sjöfn Björnsdóttir, t Ástkær bróðir okkar og frændi, SIGURÐUR JÓN BRYNJÓLFSSON, Gerði, Innri-Akraneshreppi, sem lést á heimili sínu mánudaginn 23. ágúst, verður jarðsunginn frá Innri-Hólmskirkju, Innri- Akraneshreppi, á afmælisdegi sínum, laugar- daginn 28. ágúst, kl. 11.00. Aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug við fráfall móður okkar, systur, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð fyrir alúð og umhyggju. Guðrún Magnúsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Hallfríður Magnúsdóttir, Arnar Daníelsson, Áslaug Magnúsdóttir, Ragnar Haraldsson, Bjarni Magnússon, Lára Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐLAUG RAGNARSDÓTTIR + Guðlaug Ragn- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. maí 1940. Hún lést á heimili sínu, Safa- mýri 77, Reykjavík, miðvikudaginn 18. ágúst siðastliðinn. Foreldrar Guðlaug- ar voru hjónin Guð- laug Helgadóttir, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988, og Ragnar Eliasson, f. 1. nóvember 1909, d. 13. október 1991. Guðlaug Ragnarsdóttir var sú yngri af tveimur dætrum þeirra hjóna. Eftirlifandi systir hennar er Hanna, f. 5. júní 1932, búsett í Kanada, gift Árna Jónssyni, f. 16. mars 1932. Börn þeirra eru: 1) Ragna Linda, f. 2. apríl 1953. 2) Jón Björn, f. 24. desember 1959. 3) Ragnar, f. 2. janúar 1962. Guðlaug giftist 5. júní 1960 Ásgeiri B. Ellertssyni, yfirlækni. Þau skildu árið 1981. Dætur þeirra eru: 1) Guðlaug Helga, f. 6. apríl 1961, sjúkrahúsprestur þjóðkirlgunnar, búsett í Reykja- vík, gift Lárusi S. Marinussyni, íþróttakennara. Börn þeirra eru: a) Einar Daði, f. 10. maí 1990, b) Guðný Helga f. 12. mars 1993, og c) Elías Hlynur, f. 16. mars 1998. 2) Steinunn, f. 11. mars 1966, félagsráðgjafi, búsett í Svíþjóð, gift Tommy Hákansson, f. 29. september 1963. Þeirra dætur eru: a) Sandra Eyrún, f. 26. febrúar 1994, Rebecca Birna, f. 7. ágúst 1996, og Felicia Aldís f. 16. júlí 1999. 3) Ragnhildur, f. 11. mars 1966, kennari og djákni, búsett í Kópavogi, gift Andrési Jóns- syni, húsasmiðameistara. Börn Sorgin kemur víða við og nú hefur hún numið staðar hjá íjölskyldu minni með sinn nístandi sársauka. Elskuleg tengdamóðir mín Guðlaug Ragnarsdóttir andaðist á heimili sínu hinn 18. þessa mánaðar. Þar hafði hún notið einstakrar umönn- unar dætra sinna, móðursystur og vinkvenna með aðstoð hjúkrunar- fræðinga og lækna Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins sem gerðu það kleift að Guðlaug gat verið heima til síðasta dags. Ég veit að það var tengdamóður minni mikils virði. Guðlaug eða Ragnarsdóttir eins og ég kallaði hana alltaf af mín- um strákskap var einstök kona. Strax frá fyrstu tíð náðum við sam- an og með okkur tókst vinskapur og trúnaðarsamband. Ég minnist þess þegar ég sá hana í fyrsta skipti, það var á heimili hennar þar sem hún var allt í öllu. Heimili sem bar vott um myndarskap, hreinleika og snyrtimennsku. Hlýja hennar og kærleikur settu svip sinn á heimilið og þegar við Guðlaug Helga stofnuð- um okkar heimili kom hún og veitti ráð og var innanhandar um hvaðeina sem til féll. Það er sama í hvaða átt ég horfi á heimili mínu, alls staðar eru hlutir sem minna á hana. Hún var einstaklega hugsunarsöm og átti auðvelt með að setja sig í spor ann- arra. Ég minnist hennar við þrif á heimili sínu þar sem hún var með tónlist á fóninum, tuskuna á lofti og söng hástöfum. Það er mikil gæfa að eiga tengdamóður sem jafnframt er vinur sem hægt er að treysta á og leita til. Þrátt fyrir á stundum mik- inn fíflagang og galsa í mér tók hún því af stakri rósemi og hafði lúmskt gaman af. Hún sagði „Lalli minn hættu þessu“ og brosti svo sínu blíð- asta og klappaði mér á bakið. Mann- kostir hennar voru þannig að mér leið alltaf vel í návist hennar og veit ég ekki til þess að hún hafl skyggt á nokkra manneskju, því henni var það lagið að haga því svo að allir gætu notið sín í návist hennar. Fyrir níu árum eignaðist tengdamóðir mín sitt fyrsta barnabarn, sem er elsti þeirra eru: a) Pétur, f. 17. aprfl 1993, b) íris, f. 10. febrúar 1996, c) Marta, f. 6. aprfl 1998. Guðlaug lauk sveinsprófi í hár- greiðslu frá Iðn- skólanum í Reykja- vík árið 1957 og starfaði við þá iðn á námsárunum og að námi loknu. Hún stundaði nám einn vetur við Hús- mæðraskóia Reykjavíkur. Guðlaug var bú- sett erlendis á árunum 1962-1968 en var annars alla tíð búsett í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá íjölbrauta- skólanum í Breiðholti árið 1994. Guðlaug starfaði um árabil sem bankafulltrúi í lögfræðinga- deild Landsbanka íslands. Enn- fremur vann hún við ræstingar á Biskupsstofu við Suðurgötu. Hin sfðari ár starfaði hún í þjónustu við aldraða. Fyrst á vegum Oldrunarþjónustudeild- ar Félagsþjónustunnar í Reykjavík en síðan í kirkju- starfi aldraðra á vegum þjóð- kirkjunnar sem öldrunarfulltrúi í Fella- og Hólakirkju. Guðlaug var virk í félagsstörfum. Hún var meðlimur í KFUK í Reykja- vík og sat um skeið í varastjórn þess félags. Jafnframt tók hún þátt í starfí systrafélags Hvíta- sunnukirkjunnar í Reykjavík. Guðlaug var kjörin í stjórn Ellimálaráðs Reykjavíkurpró- fastsdæma árið 1997 og var rit- ari þeirrar stjórnar til dauða- dags. Utför Guðlaugar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sonur okkar Guðlaugar Helgu. Má nánast segja að hann hafi verið færður henni í afmælisgjöf þar sem hann fæddist daginn fyrir fimm- tugsafmæli hennar. Barnabörnin komu síðan eitt af öðru og yngsta barnabarnið sitt, fjögurra vikna dóttur Steinunnar og Tommy, fékk hún að sjá þremur dögum fyrir and- lát sitt. Barnabörnin eru orðin níu og voru þau stór hluti af lífi hennar. Hún talaði um að hún vildi gjarnan fá að lifa lengur til þess að geta ver- ið með barnabömum sínum og feng- ið að sjá þau vaxa og þroskast. Hún laðaði fram það besta í börnunum og þekkti þau hvert og eitt eins og þau eru. Þau gátu ætíð leitað til ömmu og hjá henni beið þeirra opinn og hlýr faðmur. Hún var með þeim af lífi og sál og sýndi áhuga á öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hún leiðbeindi þeim, fræddi og talaði við þau um lífið og tilveruna. Fyrst og síðast miðlaði hún þeim af trú sinni - en trúin var sá þáttur sem mótaði hvað mest persónuleika tengdamóð- ur minnar. Trúna hafði hún fært dætrum sínum í vöggugjöf og hið sama gerði hún með barnabörnin. Hún sagði þeim hvað væri mest um vert í lífinu, benti þeim á Jesú og bað fyrir þeim í bænum sínum. Þau eru þung og erfið sporin þessa dagana hjá okkur sem stóðum henni næst - sem og öllum þeim fjölmörgu sem þekktu hana. Tilver- an án hennar er því sem næst óhugsandi. Á þeim stundum er dýr- mætt að eiga ekkert nema góðar minningar um konu sem var ætíð til- búin að veita og gefa til að okkur gæti liðið vel. Þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka elskulegri tengdamóður minni fyrir allt það sem hún var okkur. Megi algóður Guð blessa minn- ingu tengdamóður minnar. Lárus S. Marinusson. I dag er til moldar borin tengda- móðir mín, Guðlaug Ragnarsdóttir. Þegar ég kom inn í fjölskylduna árið 1984 lá Guðlaug á spítala vegna brjóstakrabbameins. Ég hafði þekkt dætur hennar í nokkur ár en ekki get ég sagt að ég hafi þekkt hana, ég hafði séð hana nokkrum sinnum og sá að þar fór myndarleg kona og hlý. Ég man að ég var nokkuð kvíðinn að hitta hana þegar hún kom heim af spítalanum. Hvernig skyldi henni lítast á að hafa mig í fjölskyldunni? Þá kom það mér svo á óvart hvað hún tók mér opnum örmum. Hún talaði við mig eins og hún hefði þekkt mig lengi og ósjálfrátt leið mér eins og ég væri búinn að vera tengdasonur hennar í mörg ár. Hún sýndi mér allt sitt besta og mér fór strax að þykja vænt um hana. Ég veit að ég get talað fyrir munn okk- ar allra tengdasonanna að hún sýndi okkur og leyfði okkur að finna það að henni þótti vænt um okkur rétt eins og við værum hennar eigin syn- ir. Árin liðu og margs er að minnast. Þegar ég kynntist Lullu betur sá ég alltaf betur og betur hlýjuna hennar gagnvart dætrum sínum. Ef erfið- leikar komu upp var hún til staðar, studdi þær og umvafði. Ég fann hvað samband þeirra var náið og op- ið. Það var alltaf hægt að ræða aÚa hluti opinskátt og leyfilegt að sýna tilfinningar. Lulla hafði góða lund og sama má segja um góða vin hennar, Reyni, en þau komu oft til okkar á kvöldin í heimsókn. Þá áttum við margar skemmtilegar stundir sam- an þar sem mikið var hlegið og sprellað. Lulla var blíð og góð móðir. Ragn- hildur hefur margoft sagt mér frá ljúfum minningum frá barnæsku sinni. Hvernig mamma hennar veitti henni hlýju og öryggi með nærveru sinni. Vorið 1995 bankaði sjúkdómurinn upp á að nýju annars staðar. Ég var á förum til Englands á kristilega ráðstefnu og man ég hvað það gladdi hana mikið þegar ég sagðist myndu láta biðja fyrir henni þar. Lulla var sannkallað Guðs barn. Ég dáðist alltaf að því hversu æðrulaus hún var. Hún átti von, vonaði á Drottin. Hún tókst á við hvern dag með Guðs styrk. Hún horfði alla tíð á Jesú, þakkaði honum fyrir hvern dag sem hún fékk en var tilbúin þegar kallið kom. Þegar ég lít til baka er mér mjög minnisstæður sá tími sem hún dvaldi hjá okkur í Svíþjóð á síðasta ári en þar vorum við fjölskyldan bú- sett í tæp tvö ár. Við fundum að til- hlökkunin var mikil hjá henni að hitta okkur, Steinunni og hennar fjölskyldu en þau hafa búið þar um árabil. Hún var búin að segja okkur að hana langaði til að koma þetta sumar á meðan hún hefði heilsu og krafta því hún vissi ekki hvort hún gæti komið að ári. Þann tíma sem hún dvaldi hjá okkur nálgaðist ég hana og kynntist henni á nýjan hátt. Þegar hún fór að ganga í húsverkin hjá okkur minnti ég hana á að hún væri í fríi og bað hana að leyfa okk- ur að njóta þess að stjana við hana þannig að hún gæti hvílt sig og notið dvalarinnar. Það gerði hún líka svo sannarlega og sjaldan hef ég séð hana svo úthvflda og fallega. Þegar við vissum að hún kæmi langaði okk- ur að hún myndi halda nýfæddri dóttur okkar undir skírn og þótti okkur vænt um að svo gat orðið. Börnin nutu þess að hafa hana út af fyrir sig, tala við hana, leika, bara að vita af henni nálægt sér. Á morgn- ana fóru þau oft niður í herbergið til hennar. Þeim þótti notalegt að koma undir hlýja sængina og kúra hjá ömmu. Líf Lullu var ekki bara dans á rósum. Það voru margir skuggadalir í hennar Mfi en alltaf stóð hún upp- rétt og tilbúin að takast á við næsta dag. Það var aðdáunarvert að sjá hvað hún var sterk og jákvæð þrátt fyrir mikinn mótbyr. Mér þótti mjög vænt um tengda- móður mína og ég mun alltaf minn- ast hennar með þakklæti. Andrés Jönsson. Við amma töluðum mikið saman og létum okkur dreyma um það sem okkur langaði til að gera. M.a. að fara til Israels þegar ég væri orðinn unglingur. Amma sagði alltaf að við myndum fara ef hún lifði og ég sagði að hún myndi lifa, en svo var ekki því hún dó. Hún sótti mig oft í skól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.