Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆG ÁKVÖRÐUN YFIRLÝSING Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráð- herra og formanns Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær um Fljótsdalsvirkjun markar ákveðin þáttaskil í umræðum um virkjanir norðan Vatnajökuls. Þau ummæli formanns Framsóknarflokksins að hann telji að alþingismenn eigi að taka ákvörðun um hvort standa beri við fyrri ákvörðun Alþingis um Fljótsdalsvirkjun eru fyrsta vísbending um að ráðamenn séu tilbúnir til að hlusta á raddir þeirra sem krefjast þess að virkjunin fari í lögformlegt umhverfismat. I samtalinu við Morgunblaðið sagði Halldór Ásgrímsson m.a.: „Aðaldeiluefnið í dag er hvort fram eigi að fara það sem menn kalla „lögformlegt mat á umhverfísáhrifum“. Þetta lögformlega mat snýst um að senda þá skýrslu um mat á umhverfisáhrifum, sem nú er unnið að og byggist á þeim rannsóknum og vísindastarfi, sem unnið hefur verið á Eyjabakkasvæðinu í áratugi, til skipulagsstjóra ríkisins - og síðan eigi umhverfisráðherra að samþykkja eða hafna áliti skipulagsstjóra að undangengnum athugasemdum og kærum. Þannig er ekki hægt að vinna, því það stæðist ekki lög að taka virkjanaleyfið þannig af Landsvirkjun. Það getur Alþingi eitt gert og þá með lögum. Þessa ábyrgð verða alþingismenn sjálfir að axla og jgera upp við sig hvaða rök eru sterkust í þessu máli. Eg, umhverfísráð- herra og iðnaðarráðherra fórum ítarlega yfir málið nú um helgina og erum sammála um að mikilvægt sé að skýrslan berist sem fyrst til stjórnvalda og eftir það gæfíst Álþingi kostur á að taka hana til umfjöllunar.“ I framhaldi af þessum orðum segir Halldór Ásgrímsson: „Það er að mínu mati langheiðarlegast að þingmenn geri upp hug sinn, hvort standa beri við fyrri ákvörðun þings- ins eða afturkalla virkjanaleyfið. Það mætti t.d. kanna þingviljann í þessu máli með tillögu til þingsályktunar.“ Það er ákaflega mikilvægt að menn átti sig á þýðingu þessara ummæla utanríkisráðherra, sem jafnframt er fyrsti þingmaður Austurlandskjördæmis, sem á mestra beinna hagsmuna að gæta. Frá því að virkjanaleyfið vegna Fljótsdalsvirkjunar var veitt hafa viðhorf til umhverfis- mála gjörbreytzt. Þess vegna hefur mörgum þótt ósann- gjarnt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, að fram- kvæmdir yrðu hafnar við umdeilda virkjun á grundvelli gamals leyfís og að virkjunin yrði ekki að lúta sömu máls- meðferð og aðrar nýjar virkjanir. Nú hefur Halldór Ásgrímsson tekið af skarið með það að hann telji eðlilegt að þingið sjálft taki afstöðu til þess hvernig fara eigi með þetta mál. Það er málefnaleg af- staða, sem sýnir virðingu ráðherrans fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum. Með því að taka málið upp í þinginu á nýj- an leik gefst færi á því að ræða það frá grunni á þeim vett- vangi þar sem rétt kjörnir fulltrúar þjóðarinnar sitja. Það verður svo að koma í ljós hver afstaða meirihluta Alþingis verður en alla vega fer ekki á milli mála að með þessari málsmeðferð er réttur aðili að fjalla um framhald málsins. Umræðurnar á Alþingi munu svo leiða út í þjóðfélagið allt og þeir sem sýnt hafa þessum málum mestan áhuga eiga auðvelt með að taka þátt í þeim bæði á almennum fundum og á vettvangi fjölmiðlanna. Með yfirlýsingu sinni er Halldór Ásgrímsson því í raun að opna fyrir umræður um Fljótsdalsvirkjun alveg frá grunni. Þeir ráðherrar Framsóknarflokksins, sem málið varðar, hafa legið undir töluverðu ámæli vegna þessa máls. Þeir hafa nú tekið ákvörðun um að mæta þessari gagnrýni á þann veg að Alþingi sjálft ráði framhaldinu. Það er ekki hægt að fara fram á meira að sinni. Þegar Fljótsdalsvirkjun kemur til kasta Alþingis á nýj- an leik gefst færi á ítarlegum og yfirgripsmiklum umræð- um um alla þætti málsins, bæði þá sem snúa að virkjunum norðan Vatnajökuls, fyrirhuguðu stóriðjuveri á Austur- landi og stefnu þjóðarinnar almennt í umhverfis- og nátt- úruverndarmálum. Þar með eru umræður og deilur um Fljótsdalsvirkjun komnar í réttan farveg og fagnaðarefni að formaður Framsóknarflokksins hefur tekið frumkvæði um að svo verði. Borgarstjóri Brima segir ekki síður ástæðu til að legg;ia áherslu á þúsund ára óslitið samband íslands við mefflnland Evrópu en fund Ameríku Islendingar hafa mikil tækifæri í Þýskalandi Henning Scherf hefur verið í pólitík í 35 ár og borgarstjóri Brima ------------------------7---------------- frá 1995. Hann segir samskiptin við Island mikilvæg og telur að á næsta ári, þegar minnast á fundar Ameríku, sé ekki síður við hæfi að rifja upp þúsund ára samskipti Islands við Brima. Karl -----------------------------------7----- Blöndal ræddi við borgarstjórann um samskiptin við Island og ástandið í þýskum stjórnmálum. Menntaskólinn í Reykjavík og íþaka. Á milli bygginganna stendur stytta af Pallas Aþenu. HENNING Scherf, borg- arstjóri Brima, siglir nú austur yfir Atlantshaf í seglskútu. Hann er jafn- aðarmaður og í kosning- um í borgríkinu, sem telur bæði Brima og Bremerhaven, í júní bætti flokkur hans við sig fylgi, en á landsvísu hefur leiðin legið niður á við. Hann stjórnar með kristilegum demókrötum og segir að margir fylgist nú með því samstarfi og velti fyrir sér hvort stóru flokkarn- ir gætu einnig náð saman á landsvísu. Áðm- en siglingin hófst dvaldist borg- arstjórinn nokkra daga á Islandi. Scherf sagðist ekki hafa tíma til að sigla jafnoft og hann vildi vegna stjórnmálanna, en hann kæmist þó á þriggja ára fresti. Nú kæmi hann til Islands með nýrri áhöfn, sem tæki við skútunni í Reykjavík. Hin áhöfnin hefði tekið við skútunni í Halifax og siglt þaðan til íslands á fjórum vikum. „Ég sigli auðveldasta hluta leiðar- innar enda hefði ég ekki haft tíma í fjögurra vikna siglingu," sagði hann. „En það er sérstakur lífsmáti að vera um borð í báti. Hér eru mikil þrengsli og allir þurfa að taka tillit hver til ann- ars eigi hlutirnir að ganga.“ Viðtalið var tekið í skútunni og þeg- ar talið barst að þrengslum um borð benti einn úr áhöfninni á að það væri ekki aðeins þröngt fyrir borgarstjór- ann vegna þess hve margir væru í áhöfninni. Seherf kæmist einfaldlega ekki fyrir, enda 2,04 m á hæð. Borgar- stjórinn vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessu. Það hefði tekið meira á þegar verið var að steypa grunninn að nýbyggingu þingsins aðfaranótt laugardags: ,Áhöfnin hefur gist hjá Hjálpræðishernum og hávaðinn var óbærilegur,“ sagði hann. Hann sagði að skútan væri engin lúxussnekkja og það sem væri heill- andi við siglinguna væri að í hópnum væru þrjár kynslóðir og mismunandi viðhorf. Merki siglingaklúbbsins, sem snekkjan tilheyrir, er borgarlykill Brima, sem eitt sinn var biskupslykill. „En við köllum hann ekki borgarlykil, heldur lykilinn að heiminum," sagði borgarstjórinn. Samleið í þúsund ár Saga biskupsstólsins í Brimum teng- ist kristnihaldi á íslandi og kristniboði á Norðurlöndum. Scherf rakti að Kar- lamagnús hefði sett fyrsta biskupinn í Brimum, Willehad, árið 787. Einn af hans eftirmönnum, Aðalbert, vígði fyrsta biskup Islands árið 1056. „Þess vegna ætlum við að halda upp á þúsund ára samskipti íslands og Brima með sýningu og útgáfu sérstaks rits.“ Scherf sagði að tryggt hefði verið fé til útgáfunnar, sem væri í höndum Jo- hanns Tammens og bókaútgáfunnar Die Horen. „Tilgangurinn með því að leggja áherslu á samband Islands og Brima með útgáfu sérstaks rits er að reyna að koma með evrópskt mótvægi við hátíðahöldin vegna fundar Amer- íku, sem einnig verða á næsta ári. Þar með viljum við segja að á sama ári og víkingarnir fundu Ameríku myndaðist samband við Brima og þar með meg- inland Evrópu, sem enn þann dag í dag er virkt og til staðar, þótt kirkjan sé ekki lengur aðalatriðið heldur físk- ur og margt annað.“ Hann sagði að hið kirkjulega sam- band væri enn virkt. 1987 hefði 1200 ára afmæli kirkjunnar í Brimum verið fagnað og þá hefði biskupinn af fs- landi verið þar ásamt biskupum ann- arra Norðurlanda. „Þetta er ekki gleymt,“ sagði hann. „Þeir vita allir að kristniboðið á Norðui-löndum lá um Brima. Þetta samband er fullkomlega átakalaust - þarna er um að ræða þús- und ára sögu samlyndis.“ Hann sagði að málið væri miklu flóknara hvað snerti fiskinn: „Þar er þetta spurningin um það hver fram- leiðir, vinnur og markaðssetur vöruna. Gera Þjóðverjar það í Bremerhaven eða sjá íslendingar um það? Það er náttúrlega Ijóst að íslendingarnir vilja gera það sjálfir. Allt fram á þennan dag er samkeppnin hörð, en þetta samband er mjög mi_kilvægt.“ Scherf sagði að íslendingar hefðu nú mikil tækifæri í Þýskalandi: „Þýsk- ar fiskveiðar eru ekki til lengur. Þegar ég var barn lágu fiskibátar og verk- smiðjuskip í röðum í höfn og Bremerhaven lyktaði af fiski. Nú er það breytt og það er þá helst að það séu íslensk fiskiskip. Nú er fiskurinn aðeins unninn þar. Þetta er gerbreytt og það eina sem við höfum er það að við kunnum að markaðssetja vöruna. Það er flókið mál þar sem smekkur fólks er mjög breytilegur.“ Scherf sagði að engin launung væri á því að niðurgreiðslur til evrópsks landbúnaðar gerðu að verkum að kjöt væri ódýrari neysluvara en fiskur. Það breytti hins vegar engu um það að fjöldi fólks vildi borða fisk hvað sem verðinu liði og það þyrfti að nýta sér. Þá þýddi ekki að fárast yfir regluveld- inu í Brussel eða vera þröngsýnn og vilja gera allt sjálfur. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því að því nær sem þeir færðust markaðnum, þeim mun betri væri staða þeirra. Þetta kæmi fram í viðskiptaháttum beggja vegna Atlantshafsins og samruni Daimler og Chrysler væri eitt dæmið. Japanir væru hins vegar að missa af lestinni og einangrast vegna þess að þeir vildu aðeins flytja út. „Ég held að hin leiðin sé að tengja saman neytandann og framleiðandann og þá er ekki hægt að sniðganga Evr- ópusambandsmarkaðinn," sagði hann. „Og til þess að ná árangri þarf að vera hægt að bregðast hratt við. Það eru reyndar nokkur dæmi um það, sem ég er að segja, í Bremerhaven. Þar hafa Islendingar með íslenskt fjármagn að baki sér farið í samstarf við þýska að- ila um vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða.“ Reykjavík gjörólík öðru á íslandi Scherf kvaðst ekki áður hafa komið til Islands, en það hefði lengi staðið til: „Reykjavík er gjörólík öðru á íslandi. Þetta er borg, sem hefur vaxið hratt og er miklu stærri en ég hélt. Ég átti von á að Reykjavík væri rómantísk borg þar sem fiskurinn væri allsráð- andi Iíkt og í norskum veiðibæjum. En fiskurinn er hér alls ekki allsráðandi heldur allt annað. Nýbyggingarnar eru áberandi og þessi mikla umferð. Ég átti ekki von á svona mörgum bíl- um. Þá kemur á óvart hvað þessi borg er víðáttumikil, hún breiðir úr sér vegna þess að land er ekki vandamál. Síðan er arki- tektúrinn litríkur og fjöl- breytilegur, kemur alls staðar að úr Evrópu. Einn byggir í frönskum stíl, annar í þýskum og sá þriðji norrænum stíl.“ Þegar hann komst að því að ekki væri hægt að læra húsa- gerðalist á Islandi bætti hann við: „Það sést.“ Hann sagði að andstæðurnar milli borgar og sveitar væru gríðarlegar og sá, sem vildi kynnast Islandi yrði að fara út á land. „Menn verða að skoða þessa risavöxnu náttúru þar sem vart er mann að finna, jöklana, hverasvæð- in og flétturnar. Ég mundi segja að þetta séu alþjóðleg menningarverð- mæti, sem verður að vernda undir öll- um kringumstæðum. í Þýskalandi er ekkert þessu líkt að finna, slíkar víð- áttur þar sem enginn býr og lítið er um dýralíf." Sambýli við hrjóstruga náttúru kallar á málamiðlun Hann kvaðst sjá að sambúðin við hrjóstruga náttúru setti svip sinn á mannlífíð. Það hefði gerst þegar krist- Schröder hefði ekki sigrað án Lafontaines iftf.M. "TS> Henning Scherf er drátthagur og þegar hann er á ferðalögum grípur hann til blýantsins og teikniblokkarinnar. Hér sjást Fríkirkjan og Listasafn íslands. Morgunblaðið/Sverrir Henning Scherf, borgarstjóri Brima, stendur í stafni skútunnar, sem hann siglir nú á til Þýskalands. Ráðhús Reykjavíkur. in trú hefði verið innleidd átakalaust á Islandi og sömuleiðis við siðaskiptin. I hvorugu tilviki hefði gamli siðurinn al- gerlega vikið fyrir þeim nýja, heldur hefðu þeir að vissu marki þrifist hlið við hlið. Hann hefði farið í katólska og lúterska messu í Reykjavík. I lútersku messunni hefði hann þekkt sálmana, en klæði lútersku prestana hefðu að hluta til verið eins og þau, sem kat- ólskir prestar bera. „Síðan spurði ég hvernig væri tekið á tröllum og álfum og svarið var að hvort tveggja væri til,“ sagði hann. „Það er eitthvað heillandi við þetta. Á megin- landinu er miklu meiri bókstafshyggja, en í fámenninu hér, þar sem taka verð- ur tillit til allra og náttúran er svo vold- ug, verður að taka öðruvísi á málum. Þegar maður fær þessa innsýn í hina íslensku sál áttar maður sig á því að hér er um verðmæti að ræða, þetta er enginn nýlenduarfur, það er ekkert danskt við þetta, þetta er íslenskt." Hann sagðist einnig dást að hinni séríslensku sundmenningu. „I Þýska- landi eru sundlaugar fyrir börn, íþróttamenn og gamalmenni,“ sagði hann. „Á Islandi eru þær samkomu- staður líkt og hornknæpan í Þýska- landi. Þarna sitja ungir og aldnir og ræða málin. I Þýskalandi trúir því enginn að á íslandi sitji menn í heitum vatnspotti og tali saman. Þetta er jafn- snar þáttur af menningu landsins og loftið, sem þið andið að ykkur.“ í samstarfi við kristilega demókrata Seherf er borgarstjóri í Brimum, sem er eitt af sambandslöndum Þýskalands. Hann leiðir sósíalde- mókrata (SPD) í borgríkinu. Hann varð borgarstjóri árið 1995 og hefur stjórnað síðan þá í samstarfi við kristi- lega demókrata (CDU). Þessi stjórn stóru flokkanna tveggja hélt velli í kosningum, sem haldnar voru í júní, og bættu sósíaldemókratar meira að segja við sig fylgi, þótt fylgið tínist af flokknum á landsvísu ef marka má skoðanakannanir. „Báðir flokkar þessarar samsteypu- stjórnar bættu við sig fylgi og þing- mönnum í kosningunum og kom það flestum á óvart,“ sagði hann. „Við höf- um því sýnt fram á það að stóru flokk- arnir tveir geta hagnast á þvi að vinna saman. Hingað til hefur niðurstaðan alltaf verið á hinn veginn, stóru flokk- arnh' hafa tapað á samstarfi og litlu flokkarnir unnið á.“ Hann sagði að margir litu á úrslitin í Brimum um þessar mundir og veltu fyrir sér hvort slíkt stjórnarmynstur kæmi til greina í landinu öllu. „Gerhard Schröder kanslari hefði hug á slíku stjómarsamstai'fi, en það hafa kristilegir demókratar eklri,“ sagði hann. „Þeir töpuðu miklu fylgi í síðustu kosningum og þótt þeir sæki nú á samkvæmt skoðanakönnunum segir Wolfgang Schauble, leiðtogi þeirra, að flokkm-inn þurfi að öðlast styrk á ný og sigra í svæðiskosningum, sem þeir reyndar gerðu í Hessen, og síðan í alls- herjarkosningum. Hann vill sem sé ekki að kristilegir demókratar komist til valda á ný með inngöngu í sam- steypustjórn heldur í kosningum og það er skiljanlegt. Því þarf Schröder að stjóma með græningjum hvort sem honum líkar betur eða verr og hann á í miklum erfiðleikum.“ Erfitt stjórnarsamstarf Scherf sagði að erfiðleikarnir hefðu aukist eftir að átökunum lauk í Jú- góslavíu. Meðan á þeim stóð hefði ríkt samstaða milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðu, en nú væri komið að innanlandsmálum og ágreiningurinn væri endalaus. „Það er rifist um fjárlögin, skatta, lífeyrismál og umbætur í heilbrigðis- málum,“ sagði hann. „Þetta eru allt lykilmál og óendanlega margir, sem eiga hagsmuna að gæta. Hvert þeiira gæti kostað sigur í kosningum. Schröder ræðst á þetta allt í einu og leggur náttúrlega höfuðið að veði.“ Scherf benti á að Schröder þyrfti á stuðningi efri deildar þingsins, Bundesrat, að halda og þar hefðu SPD og græningjar ekki meirihluta eins og í neðri deildinni, Bundestag. Ástæðan er sú að samsetning efri deildarinnar ræðst af því hvaða flokkar sitja við völd í einstökum sambandsríkjum landsins. Því myndi kanslarinn þurfa að miðla málum og finna lausn, sem allir gætu sætt sig við. Allir aðrir kanslar- ar hefðu þurft að glíma við það að hafa ekki meirihluta í efri deildinni, meira að _____ segja Konrad Adenauer, og þegar á allt væri litið hefði þetta verið til góðs fyrir Þýskaland. „Ástæð- an er sú að það skapar jafnvægi," sagði hann. „Schröder neyðist til þess þvert gegn vilja sínum að finna mála- miðlun vegna þess að annars gengur ekkert. Þessar málamiðlanir þýða kannski að ekki er farin stysta leið, en þær eni í áttina það er betra en að ekkert gerist. Því tel ég að í haust munum við sjá menn snúa bökum saman í innanlandsmálum og þar verður samsteypustjórn stóru flokk- anna í Brimum í lykilhlutverki. Við höfum sýnt fram á að slíkt samstarf gengur og mönnum finnst spennandi að sjá hverju fram vindur - ekki að- eins í Brimum heldur öllu Þýska- landi.“ Scherf sagði að margt væri á döf- inni í Brimum. Lögð væri áhersla á að auka flutninga um höfnina í Bremer- haven og gerðir hefðu verið samning- Bjóst við að Reykjavík væri rómantískur fiskibær ar, sem lofuðu góðu, þótt enn væri at- vinnuleysi þar um 20%, sem er það mesta í vesturhluta Þýskalands og næstum jafnmikið og í austurhlutan- um. Atvinnuleysið er hins vegar sýnu minna í Brimum eða um 10%. Hann sagði að Bremerhaven væri gott dæmi um jaðarborg í Evrópusambandinu. Upphaf framfaranna væri í miðjunni og allt of mikið væri um vandamál í borgum í útjaðri sambandsins. Fyrsti einkarekni háskólinn í Þýskalandi I Brimum er einnig að verða til fyrsti einkarekni háskólinn í Þýska- landi, International University Bremen, sem er stofnaður í samvinnu bandarísku háskólanna Rice í Houston og Massachusetts Institute of Technology í Boston. Háskólasvæðið verður tvískipt, einn helmingurinn mun tilheyra háskólunum og hinn fyr- irtækjum í hátækniiðnaði frá Texas. „Fyrstu stúdentarnir munu hefja nám á næsta ári,“ sagði hann. „Með þessum hætti hyggjumst við reyna að gera Brima að stað þar sem rannsókn- ir og þróun verða drifkraft- urinn í þeirri von að störf- um í í upplýsinga- og fjar- skiptatækni fjölgi verulega. Við höfum hug á því að nýta þetta samstarf við “Bandaríkjamenn til þess að styrkja stöðu okkar eftir gjaldþrot stóru skipasmíðastöðvanna hjá okkur. En það er ekki hægt að vera með eftir- sjá eftir gömlu skipasmíðastöðvunum eða fiskiflotanum. Þessir hlutii' eru horfnir og það þarf að finna nýja hluti. Þetta háskólaverkefni er liður í því.“ Mesti hæfíleikamaðurinn í þýskri pólitík Einn vandi SPD og Schröders er ágreiningurinn við Oskar Lafontaine, sem gekk öllum að óvörum úr starfi fjármálaráðherra og er nú að gefa út bók, sem mun bera heitið „Hjartað slær vinstra megin“. Scherf hefur þekkt Lafontaine í 35 ór og kallar hann einn mikilvægasta vin sinn í póli- tík. „Það voru mistök hjá honum að hætta í ríkisstjórninni,“ sagði hann. „Reyndar voru fyrstu mistökin að ger- ast ráðherra. Hann hefði átt að láta nægja að vera flokksformaður og styðja Schröder úr þeirri stöðu, en ekki gerast fjármálaráðherra, sem hefur öll erfiðustu og óvinsælustu verkefnin á sinni könnu. Alls staðar í *’ heiminum bera fjármálaráðherrar ábyrgð ó óvinsælum málaflokkum. Um flokksformenn gildir hið gagn- stæða. Þeir eiga að vera fánaberar vonarinnar, hvetja fólk til dáða og leggja línurnar.“ Hann sagði að þriðju mistök Lafontaines hefðu verið að gefa ekki skýringar á afsögn sinni: „Það er ekki hægt að segja að maður hafi ekki áhuga lengur.“ Án skýringa fengju vangaveltur byr undir báða vængi. „Þetta er líkt óg þegar tilræðið vai'v gert við hann [1990],“ sagði Scherf. „Þá velti hann lengi fyrir sér hvort hann ætti að halda áfram í pólitík eða hætta. Þá hvarf hann af sjónarsviðinu. Síðan ákvað hann að fara af stað aftur og hann hefur staðið sig frábærlega. Hann náði flokknum saman á ný. An hans hefði Schröder aldrei sigrað í kosningunum og fyrir vikið er enn sár- ara að horfa upp á það, sem nú er að gerast.“ Hann sagði að nú ætti Lafontaine að taka að sér að leggja grunninn að þeim umbótum, sem þyrfti að gera í kjölfar valdatíma Helmuts Kohls, sem hefði látið reka á reiðanum í mikilvæg- um málum. „Það er óhjákvæmilegt eigi Þýska- land að vera samkeppnishæft,“ sagði hann. „Og Schröder er ekki fær um að gera það einn vegna þess að hann er of upptekinn af því að hann verði að ná sínu fram hvort sem það er gagnvart kristilegum demókrötum, iðnrekend- um eða stéttarfélögum. Á meðan þessu fer fram standa flokksfélagar hans og velta fyrir sér hvað hann sé eiginlega að gera. Og þar þarf Oskar að koma til sögunnar, til að smíða brýr og hrífa þá með sér, sem hafa orðið fyrir vonbrigðum og eru fullir af óþoli.“ Því hefur verið haldið vandlega leyndu hvað Lafontaine hyggst segja í bók sinni. Scherf kvaðst vona að Lafontaine gæfi skýringar á afsögn sinni í bókinni, en ýmsir hefðu aðrar væntingar. „Kristilegir demóki-atar vilja nota [Lafontaine] sem verkfæri gegn Schröder,11 sagði hann. „Ég vil hið gagnstæða. Ég vil vinna með honum, nota sköpunarkraft hans til umbóta. Hann er mikill ræðumaður og hefur mikla sýn. Hann er sá eini okkar, sem getur fengið fólk til að fylgja sér. Hann er sennilega mesti hæfileika- maður í þýskri pólitík um þessar mundh’ og við ættum að vinna með honum í stað þess að hann sitji eftir bitur, sár og fullur vonbrigða." Scherf sagðist ekki hafa náð sam- > bandi við Lafontaine eftir að hann sagði af sér. Þá væru sakirnar milli Schröders og Lafontaines óuppgerðar og eftir stæðu sárindi á báða bóga: „Þeir ættu að hittast tveir einir og ræða hlutina, helst á íslandi. Ég vona að þeim takist að ná saman, en sem stendur er skákin í bið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.