Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 Þegar beiðni kom um bráða innlögn sjúklings átti læknakandidatinn að taka erindinu vel og draga ekki í efa mat læknisins sem skoðaði sjúklinginn í heimahúsi. Deildin undir forystu Olafs starfaði í nán- um tengslum við samfélagið og þjónaði íbúunum nokkuð á annan veg en menn höfðu vanist syðra. Til dæmis tíðkaðist að bjóða langveik- um sjúklingum hvíldarinnlagnir í afmarkaðan tíma, oftast að sumar- lagi. Áleit Ólafur með réttu að þetta ráðslag gæti lengt þann tíma sem sjúklingurinn nyti umönnunar fjöl- skyldu sinnar heima. í návist Ólafs Sigurðssonar glímdu menn gjarnan við lífsgát- una. Hann kenndi mörgum að meta gildi góðra dæmisagna. Að loknum morgunstofugangi á lyflækninga- deildinni var sest að kaffiborði á veröndinni sem vissi í suðurátt. Þá spunnust gjarnan skemmtilegar og líflegar samræður. Lét Ólafur við- mælendur sína njóta þess hversu víða hann var heima, hvort sem ræddar voru bókmenntir, heim- speki eða uppeldisfræði. Jafnvel gat hann frætt viðstadda um hreyfla fiugvélarinnar úr Reykjavík sem sást út um gluggann koma til lendingar. Þótt morgunkaffið á ver- öndinni gæti dregist á langinn vegna ákafra umræðna kom það ör- ugglega ekki niður á afköstum og gæðum lækninga á deildinni. Ekki fór framhjá neinum sem til Ólafs þekkti að hann var vel giftur. Þau Ánna höfðu það til siðs að bjóða sérhverjum læknakandidat ásamt fjölskyldu til málsverðar heima hjá þeim. Þar leið gestunum vel í andrúmslofti gestrisni, hlýju og höfðingsskapar. Þar var viðmæl- endum sýndur sannur áhugi, upp- runi kannaður og ættir raktar til hlítar. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt samleið með Ólafi Sigurðssyni. Hans mun lengi minnst sem far- sæls læknis og brautryðjandans í lyflækningum á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Ekki síst verður hann ógleymanlegur þeim mörgu læknum sem á unga aldri nutu kennslu og leiðsagnar þessa íhug- ula, fróða og víðsýna gáfumanns. Við vottum eiginkonu Ólafs Sig- urðssonar, bömum hans og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Bi-ynjólfur Ingvarsson, Ólafur Hergill Oddsson, Sigmundur Sigfússon. Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir lyflækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, var um margt sérstakur maður. Hann var mjög svipsterkur, hógvær og hæg- látur en virðulegur í framkomu. Þó að hann væri víðlesinn og marg- fróður var honum fremur stirt um mál, en skrifaðar ræður hans, er- indi og greinar mjög vel fram sett- ar, fróðlegar og á mjög vandaðri ís- lensku. Þótt fullyrða megi að hann hafi verið kennari af guðs náð sem læknanemar sóttust eftir að fá að njóta var hann einnig mjög næmur og nærgætinn læknir sem lét sér afar annt um sjúklinga sína. Kennsluaðferð hans einkenndist af hógværð svo að nemandanum gat fundist hann spyrja nemandann eins og sá sem minna vissi. Lækna- nemar sóttust eftir að læra hjá hon- um greiningu sjúkdóma með viðtali og skoðun, læknislist, enda lauk hann sémámi áður en tæknilækn- ingar hófust að nokkru marki. Hann gerði ekki víðreist eftir að hann hóf störf heima. Þess í stað hélt hann kunnáttu sinni við og bætti með reglubundnum, miklum lestri vandaðra tímarita og læknis- fræðibóka. Fáa lækna held ég bet- ur hafa sinnt símenntun sinni með lestri fræðabóka og tímarita en hann. Ólafur Sigurðsson var fyrsti sér- fræðingur í lyflækningum sem starfaði utan Reykjavíkur og varð yfirlæknir lyflækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri er hún tók til starfa 1954 og til starfsloka vegna aldurs. Hann naut alla tíð mikils álits starfsbræðra fyrir góða kunnáttu, alúð og færni í starfi. Ólafi var afar lagið að vinna traust sjúklinga enda voru tilfinn- ingaleg og geðræn vandamál hon- um afar hugleikin, svo að segja má að hann hafi verið ekki síðri geð- læknir en lyflæknir. Eitt sinn sagði maður mér þá sögu af alúð og um- hyggju Ólafs í sinn garð að hann hefði verið búinn að skoða sig og rannsaka mikið og hann því búist við að verða sendur heim, en þá hefði Ólafur sagt: „Nei, komdu aft- ur í fyrramálið, ég ætla að hugsa um þetta í nótt.“ Ókunnugt er hvert orðaval Ólafs var í raun og veru, en sjúklingurinn skildi hann svona og þótti hámark umhyggju og áhuga að læknirinn ætlaði að vaka heila nótt við að leysa vandamál hans. Stjórnunai-aðferðir Ólafs Sig- urðssonar einkenndust af hógværð en festu. Við fundum ekki fyrir því dags daglega að hann stjórnaði mikið, en þegar litið er til baka verður að viðurkennast að hann stjórnaði með mildum járnaga, sem kannski hljómar sem öfugmæli. Hann fylgdist nákvæmlega með öll- um vinnubrögðum á deildinni og skipti sér ekki af öðru en því sem honum var ekki að skapi. Sérfræð- ingum deildarinnar leyfðist ekki að nota lyf á deildinni sem hann var ekki sannfærður um að sannað hefðu ágæti sitt, svo að dæmi sé tekið. Hann var ekki gefinn fyrir að ræða mikið um starfsemi deildar- innar né framtíðarplön, en var einkar laginn að tala sínu máli við ráðamenn og koma fram málum sem honum þóttu til framfara. Lyf- lækningadeildin Jókst og margfald- aðist á dögum Ólafs Sigurðssonar, afkastageta og fjölbreytni þjónust- unnar var stöðugt að aukast. Hann var ekki í rónni að ljúka starfsferli sínum fyrr en hann hafði tryggt sér eftirmann sem hann treysti til að halda merkinu á lofti. Ólafur var óvenjulega minnugur. Satt má heita að hann hafi haft á hraðbergi hvenær hinir ýmsu lækn- ar störfuðu á deild hans, þótt þeir hefðu kannski ekki verið nema einn mánuð. En hann mundi líka út- skriftarár hvers og eins ef ekki líka einkunnir. Þar eð Ólafur Sigurðsson átti mjög langan starfsferil að baki á Akureyri auk þess að vera fæddur hér og uppalinn þekkti hann flesta íbúana eða þekkti að minnsta kosti mikið til þeirra. Alþekkt er á þess- um erfðafræðitímum að margii- sjúkdómar eru algengari í vissum ættum en öðrum. Við höfðum það oft í flimtingum að Ólafur þyrfti fyrst af öllu að fá að vita hverra manna nýkominn sjúklingur væri, því að þá gæti hann gert lista yfir þá sjúkdóma sem sennilegast væri að sjúklingurinn væri haldinn eftir því sem hann þekkti til sjúkdóma í ættmennum hans. Þetta lét hann samt aldrei blinda sig. Bróðursonur hans, núverandi landlæknir, sagði að gantast hefði verið með það að Ólafur hefði ekki þurft annað en sjá röntgenmynd af hjarta og lungum til að þekkja hver hefði verið rann- sakaður. Víst er það að Ólafur Sigurðsson var mikill og óvenjulegur gáfu- og mannkostamaður sem skilaði löngu og gifturíku ævistarfi. Ég er þakk- látur fyrir að hafa kynnst honum vel og notið góðrar kennslu hans og handleiðslu í rúm 16 ár. Með hon- um er ef til vill genginn seinasti læknirinn sem gegndi störfum sín- um af sannri læknislist. Blessuð sé minning hans. Ég votta Önnu, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum samúð mína. Halldór Halldórsson. • Fleirí minningargreinar um Ólaf Sigurðssonbfða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Í Elskuleg móðir mín, systir og mágkona, INGA MAGDALENA GUNNLAUGSDÓTTIR (Dista), til heimilis í Mountain View í Kaliforníu, lést fimmtudaginn 19. ágúst. Sigríður Ólafsdóttir Seager, Fríða Rowiey, Iðunn Björnsdóttir. t Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, KJARTAN ÓSKARSSON offsetprentari, Hamraborg 26, lést á heimili sínu mánudaginn 23. ágúst. Lára L. Loftsdóttir, Guðmunda Hjördís Óskarsdóttir, Hilmar Kristjánsson, Sólveig Margrét Óskarsdóttir, Ólafur Kr. Óskarsson, Unnur R. Hauksdóttir, Anna Edda Gíslad. (Óskarsd.), Birgir W. Steinþórsson, Sigrún Óskarsdóttir, Skæringur Georgsson, Guðríður Ósk Óskarsdóttir, systkinabörn og aðrir vandamenn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN H. GISSURARDÓTTIR, Mávahlið 21, Reykjavík, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 23. ágúst. Erla Ófeigsdóttir, Ingvar Pálsson, Ólafur Ófeigsson, Ragnhildur Björnsdóttir, Gísli Ófeigsson, Guðrún Bjarnadóttir og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, BENT N. JENSEN bakarameistari, áður til heimilis á Hilmisgötu 3, Vestmannaeyjum, en síðast á Hederavej 44, 2605 Bröndby, Danmörku, lést sunnudaginn 22. ágúst. Ásta Engilbertsdóttir Jensen, Björn N. Jensen, Gunnar N. Jensen. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR VIGFÚSSON, Sólvangsvegi 3, áður Mosabarði 11, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði að kveldi mánudagsins 23. ágúst. Útförin auglýst síðar. Ævar Harðarson, Sonja Harðardóttir, Kristjana Harðardóttir, Þórður Harðarson, Kristín Harðardóttir, Ástþór Harðarson, Ómar H. Harðarson, Magnús Ólafsson, Björn Sigtryggsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Sigurður Runólfsson, Sigurvina Falsdóttir, Ásdís Vignisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar kæra SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður Hvassaleiti 22, Reykjavík, lést mánudaginn 23. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Karen Kristjánsdóttir, Þórir Georgsson, Gunnar Þórisson, Kristján Þórisson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR SIGURÐSSON læknir, Sporðagrunni 17, andaðist þriðjudaginn 24. ágúst. Sigurður Ragnarsson, Inga Stefánsdóttir, Ása Helga Ragnarsdóttir, Karl Gunnarsson, Andrés Ragnarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Snælandi í Kópavogi, síðast til heimilis íVogatungu 103, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð njóta þess. Elísabet Sveinsdóttir, Pétur Sveinsson, Dollý Nielsen, Sigurður Skúlason Sveinn Skúlason, Skúli Skúlason, Vilmar Pétursson, Guðný Pétursdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Þórunn Pétursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Birna Guðbjartsdóttir, Guðlaug Elsa Einarsdóttir, Guðmundur Maríusson, Benedikt Guðmundsson, Páll Kolbeinsson, langömmubörn og langalangömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.