Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 27 Blásarakvintett Reykjavíkur í Astralíu og Singapúr Morgunblaðið/Kristinn Blásarakvintett Reykjavíkur skipa þeir Bernharður Wilkinson flautuleik- ari, Daði Kolbeinsson óbóleikari, Jósef Ognibene hornleikari, Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Ur íslenska haustinu í ástr- alska vorið BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur er á faraldsfæti enn á ný en nú er hann farinn í tónleikaför tO Ástralíu og heldur þaðan til Singapúr. Þeir Bemharður Wilkinson, Daði Kol- beinsson, Jósef Ognibene, Haf- steinn Guðmundsson og Einar Jó- hannesson vora að gera sig klára þegar blaðamaður leit inn á æfingu hjá þeim og fékk að heyra undan og ofan af ferðaáætlunum, en þeir héldu af stað sl. fimmtudag og koma aftur heim 6. september nk. Aðalerindi þeirra félaga til Ástralíu er að koma fram á Sydney Spring-tónlistarhátíðinni, nú- tímatónlistarhátíð sem nú fagnar tíu ára afmæli. Blásarakvintettinn spilaði þar fyrir tveimur áram og var boðið að koma aftur í ár og leika á opnunartónleikum hátíðar- innar. Á þeim er að heyra að þeim þyki það ekkert slor að fá að spila í óperahúsinu fræga í Sydney. Einar segir það heldur ekki slæmt að fljúga úr haustinu hér inn í vorið hinumegin á hnettinum. Tekur kortér í flutningi en tvö ár að læra Úr því að förinni var heitið alla leið til Sydney var ákveðið að prjóna saman stærri tónleikaferð og mun kvintettinn einnig koma fram á tónleikum í Perth og Melbo- urne og á bakaleiðinni einnig í Singapúr. Einar er þar ekki með öllu ókunnugur, því hann lék ein- leik með sinfóníuhljómsveitinni í Singapúr á tvennum tónleikum fyr- ir tveimur árum. Bemharður segir það mjög gott að geta gert stuttan stans í Singapúr á leiðinni, það stytti aðeins ferðalagið, sem ann- ars sé alls um 25 klukkustunda flug. Auk þess að koma fram á tón- leikum á þessum fjóram stöðum mun Blásarakvintett Reykjavíkur leika fyrir tónlistarskólanema og leiðbeina á „masterklass“-nám- skeiðum. Aðspurðir um efnisskrá tónleikanna segjast þeir félagar munu leika nútímatónlist á hátíð- inni í Sydney, en annars verði víða komið við. Islensk þjóðlög koma við sögu, nýlegt verk eftir Hafliða Hallgrímsson, færeysk blásaratón- list, blásarakvintett eftir Carl Niel- sen, tilraunaverk frá yngri árum Johns Cage, verk eftir Þorkel Sig- urbjömsson og tíu lög fyrir blásarakvintett eftir ungverska tónskáldið György Ligeti. Um það síðastnefnda segir Bernharður: „Þetta tekur kortér í flutningi en að minnsta kosti tvö ár að læra,“ og félagar hans samsinna honum. Auk þess leika þeir verk eftir Moz- art, Bach, Rimsky-Korsakov og Shostakovic. „Þetta verður breitt sýnishorn af okkar tónbókmennt- um,“ segir Einar. Tónlistarhópur Reykjavíkur- borgar annað árið í röð Blásarakvintett Reykjavíkur hef- ur verið óvenjuvirkur síðastliðið ár en þá ofurvirkni skýrir Hafsteinn með því að kvintettinn hefur verið tónlistarhópur Reykjavíkurborgar með tilheyrandi rekstrarstyrk frá því á síðastliðnu hausti. „Við það tvíefldist starfsemin hjá okkm’,“ heldur Hafsteinn áfram. Þeir hafa tekið upp efni á þrjá geisladiska frá áramótum og ýmislegt fleira er í bí- gerð. Þeir era á einu máli um að styrkurinn frá borginni hafi komið þeim á flug. Þegar viðtalið fór fram vora einungis örfáir dagar í að menningarmálanefnd Reykjavíkur tilkynnti úthlutun starfslauna til listamanna en þá kváðust þeir fé- lagar bíða spenntir eftir því hvort þeir myndu fá styrkinn áfram. Það kom á daginn þegar starfslaunum var úthlutað sl. laugardag, en þá til- kynnti menningarmálanefnd þá ákvörðun sína að nýta sér heimild til að framlengja úthlutun síðastlið- ins árs. PJJ^qendur athugið BMW-golfmótið verður haldið föstudaginn 27. ágúst nk. Mótið verður haldið á Hlíðarvelli, Mosfellsbæ (Golfklúbburinn Kjölur) Vinsamlega tilkynnið skráningu hjá skiptiborði B&L í síma 575 1200 „Maður markaðssetur ekki einn saltfísku Haukur Tómasson á æfingu með CAPUT-hópnum í Salnum. CAPUT stendur fyrir tónleikum á verkum Hauks Tómassonar í Salnum í kvöld kl. 20.30 en á næstu dög- um mun hópurinn taka upp verk tón- skáldsins fyrir geisla- plötu. Orri Páil Ormarsson heyrði hljóðið í Hauki af þessu tilefni. SÆNSKA útgáfufymtækið BIS hefur sýnt íslenskri tónlist mik- inn áhuga hin síðari misseri og stendur nú öðra sinni að hljóðrit- un á efni eftir Hauk Tómasson. Er efnt til tónleikanna í Salnum af því tilefni. Á tónleikunum og á geislaplötunni verða fjögur verka Hauks; Spírall, Arhringur, Konsert fyrir fiðlu og kammer- sveit og Stemma. Spírall var samið fyrh" CAPUT og framflutti hópurinn það í Skálholti sumarið 1992. Nafnið vísar, að sögn tónskáldsins, til hljómagangs sem liggur til grandvallar verkinu og gengur í hringi en fjarlægist smám saman upphaf sitt. „Spírall er í sjö hlut- um; formála og eftirmála, þrem- ur hljómrænum köflum og tveim- ur millispilum. Áðurnefndur hljómagangur birtist stundum bókstaflega í forgrunni en á öðr- um tímum fara hljóðfærin kring- um hann eins og köttur kringum heitan graut.“ Árhringur var samið að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands árið 1993 og framflutt á Akureyri undir stjóm Guðmund- ar Óla Gunnarssonar. „Árhringur er í grunninn hringlaga í formi, birtir sömu hljómana í sífellt nýju ljósi og er þannig skylt Spíral," segir Haukur. Konsert íyrir fiðlu og kammer- sveit var saminn að beiðni Lista- hátíðar í Reykjavík árið 1997 fyr- ir Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Caput-hópinn. Konsertinn er til- nefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs íyrir árið 2000. „Verkið er í fjóram köflum með stuttri kadensu í lok þess íyrsta. Einleikshlutverkið er í forgrunni allan tímann þrátt fyrir á köflum kröftuga þátttöku hljómsveitar- innar,“ segir Haukur. Stemma var pantað af STEFi í tilefni af 50 ára afmæli samtak- anna. Það var frumflutt af Sin- fóníuhljómsveit íslands í janúar 1998, en heyrist hér í íysta sinn í útsetningu fyrir kammerhljóm- sveit. „Verkið er byggt á örstuttu íslensku þjóðlagi sem teygt er og togað á ýmsan hátt. Fiðlurnar spila lagið t.d. svo hægt að þær komast aðeins einu sinni gegnum það, meðan blásararnir hins veg- ar puða í sveita síns andlits og endurtaka framin aftur og aftur,“ segir Haukur. Lagið var hljóðrit- að og skráð af Hreini Steingríms- syni árið 1966; kveðandinn var Jón Ásmundsson á Akranesi. Upptökur hefjast á morgun Upptökur á vegum BIS hefjast strax á morgun og standa fram á mánudag undir stjórn Þjóðverj- ans Hans Kipfers. „Við ætlum að taka eitt verk á dag og hafa svo einn dag upp á að hlaupa. Þetta verður mikil vinnulota en hljóm- sveitin er vel undirbúin. Svo þyk- ir mér alltaf betra að fólk sé ný- búið að flytja verkin sem á að hljóðrita á tónleikum, þannig verður upptakan meira lifandi," segir Haukur. Gerir hann ráð fyrir að geislaplatan verði tilbúin tU útgáfu næsta vor. Þetta er önnur geislaplatan með efni eftir Hauk í flutningi CAPUT sem BIS gerir. Sú fyrri, Fjórði söngur Guðrúnar, þótti vel heppnuð og fékk meðal annars ágæta dóma í Gramophone og fleiri virtum tónlistartímaritum. „Mér var á sínum tíma sagt að það væri alltaf erfitt fyrir óþekkt tónskáld að koma fyrstu geisla- plötu sinni á framfæri. Ónnur platan ætti strax betri mögu- leika. Það er gamla sagan, maður markaðssetur ekki einn saltfisk. Ég bíð því spenntur nú. BIS reynir jafnan að dreifa plötum sínum sem víðast en hefur sterkasta dreifingu á Norður- löndum, í Bretlandi og Japan. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig þessari plötu kemur til með að vegna en óheyrilegur fjöldi platna er gefinn út í heiminum á ári hverju og fæstar þeirra kom- ast í verslanir, hvað þá meira. Maður verður bara að bíða og sjá.“ Kann vel við sig í HoIIandi Haukur hefur verið búsettur í Hollandi undanfarna mánuði og gerir ráð fyrir að verða þar að minnsta kosti hálft þriðja ár til viðbótar. Kveðst hann kunna ágætlega við sig þar um slóðir og er farinn að leita hófanna um samstarf við hljómsveitir af sama toga og CAPUT. Ekkert er þó enn sem komið er fast í hendi. CAPUT-hópurinn er Hauki þó sem fyrr hugleikinn og þessa dagana er hann að skrifa verk sem ráðgert er að hópurinn flytji ásamt sópransöngkonu á menn- ingarborgarárinu 2000. Þá á tón- skáldið uppi í erminni tvö full- klárað verk fýrir CAPUT sem bíða flutnings. „CAPUT-hópur- inn hefur í mörg hom að líta, bæði á þessum vettvangi og öðr- um - annar varla eftirspurn. Þessi verk bíða því um sinn,“ seg- ir Haukur. Flytjendur á tónleikunum og í hljóðverinu verða: Kolbeinn Bjamason flauta, Eydís Franz- dóttir óbó, Guðni Franzson klar- ínett, Brjánn Ingason fagott, Emil Friðfinnsson horn, Eiríkur Örn Pálsson trompet, Sigurður Þorbergsson básúna, Steef van Oosterhout slagverk, Sigrún Eð- valdsdóttir fíðla, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla, Guðmundur Ki’istmundsson lágfiðla, Sigurður Halldórsson selló, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Richard Korn bassi og Guðrún Óskarsdóttir semball. Stjórnandi verður Guð- mundur Óli Gunnarsson. jr Norm-X setlaugum á Islandi Hadð samband og fálð nánari upplýslngar. Síml 565 8822. www.lslandla.ls/norml íí Skeiðarásl við Arnarvog, 210 6arðabæ. Mikilvæg atriði sem hafa ber í NORM-X AÐRAR TEG. Já Nei Já Nei Full dýpt a.m.k. 90 cm ✓ Litekta / Nær liturinn í gegn / Brothættur ~7 1 Hætta á sprungum / Hætta á flögnun / Frostþolinn -40° / Hltaþolinn +90° / Auðvelt að bora fyrir nuddstútum o.s.frv. / Mjúkur viðkomu / Helst yfirborðsáferð óbreytt / Þolir hitaveituvatn / Viðgerðir auðveldar / 75ryggislok / Löng reynsla á Islandi ~~Y~~ Verð á setlaug 1200 I. kr. 59.500 Verð á setlaug 1900 I. kr. 87.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.