Morgunblaðið - 25.08.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 25.08.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þverá/Kjarrá fara yfír 2.000 laxa Auðbert Vigfússon, t.v. með 19 punda sjóbirting og Gunnar Jónsson t.h. með 15 punda sjóbirting. Fiskarnir veiddust báðir sama daginn á Hólmasvæðinu í Skaftá og báðir á svartan Tóbí. Sama dag veiddi Ivar Páll Bjartmarsson 11 punda birting. ÞAÐ ER mjög rólegt víðast hvar á veiðislóðum, utan að skot og skot koma og fara hér og þar eins og gengur. „Heitasta“ svæðið fyrir fá- um dögum, Vopnafjörðurinn og Þistilfjörðurinn, eru nú orðnir heit- ir í orðsins fyllstu merkingu, hiti vel yfir 20 gráðum og því hefur dregið verulega úr veiði. Þá varð lítið úr maðkaveislunni í Eystri- Rangá þar sem hún tók upp á því að gruggast upp úr öllu valdi. Það má þó segja, að skilyrði hafa batn- að með úrkomu vestantil á landinu, en sú væta hefur ekki heiðrað Dalamenn með nærveru sinni og seitla árnar „oní grjóti" eins og veiðimenn kalla það, og fiskur tek- ur illa. Áður en lengra er haldið skulum við renna yfir listann yfir tíu aflahæstu ámar. 1) Þverá/Kjarrá 1989 2) Norðurá 1600 3) Grímsá 1405 4) Eystri-Rangá 1320 5) Blanda 1250 6) Laxá í Kjós 1080 7) Langá 1060 8) Miðfjarðará 1012 9) Víðidalsá 830 10) Laxá í Aðaldal 820 Nauðsynlegt er að taka fram, að tölur í Blöndu, Eystri-Rangá og Laxá í Aðaldal byggjast á áætlun kunnugra og gætu því verið ögn hærri eða lægri. Hvað Blöndu og Eystri-Rangá varðar skiptir það engu um stöðu á listanum, en öðru máli gegnir um Laxá í Aðaldal. Gott og slæmt Það er að ýmsu að huga þegar listinn er skoðaður. Ljóst er, að Þverá ásamt og Kjarrá munu rjúfa 2.000 laxa múrinn sem er frábær útkoma og hita- og þurrkasumri. Grímsá, sem byijaði áa best fyrr í sumar er einnig með viðunandi út- komu og nýverið lauk .Ármanna- hollið" veiðum með 74 laxa sem er afburðargóð tala svo seint á sumri. Norðurá hefur aftur á móti verið róleg í ágúst þótt gnótt sé þar fisks, Guðmundur Viðarsson kokk- ur í veiðihúsinu við ána sagðist ekki muna eftir rólegri ágúst í langan tíma. Veiði í Norðurá og Þverá lýkur um mánaðamótin, Kj- arrá verður lokað viku af septem- ber. Mikið álitamál er hvort Eystri- Rangá nær að komast upp fyrir Þverá/Kjarrá og þar á bæ eru menn afar óhressir með heimtur, en sem kunnugt er byggist veiðin í ánni á sleppingu gönguseiða í haf- beit. Veiðin er nú mörg hundruð löxum minni en á sama tíma í fyrra og óhætt að tala um afleitar heimt- ur þótt talsvert sé af laxi í ánni. Fyrrum nefndu menn Rangárnar gjarnan saman og ef það væri gert væri möguleiki á efsta sætinu. Stórir laxar Lítið hefur verið um stórlaxa í afla síðustu daga. Þó veiddist fyrir skömmu 20 punda hængur í Harð- eyrarstreng í Víðidalsá á rauða Frances með glimmer í skottinu. Þá veiddist 18 punda lax í síðasta holli í Þverá. Fleiri tölur Ef skoðaðar eru fleiri tölur held- ur en á topp-tíu listanum, þá hefur Hofsá gefið 760 laxa og Selá um það bil 750. Þær ár hafa báðar ver- ið á mikilli uppleið að undanförnu, enda fengu þær bitastæðar smá- laxagöngur. Það er hins vegar orð- ið mjög heitt í veðri eystra og veiði- menn á svæðinu sögðu í gærdag að hitinn hefði snardregið úr afla- brögðum. Holl sem var í viku í Hofsá landaði 129 löxum, en eftir að nýjasta hitabylgjan skall á veiðist lítið. í Selá veiddi síðasta holl 46 laxa á þremur dögum, en aðeins sex laxar veiddust fyrsta daginn í hitanum. Laxá í Leirársveit var komin með 690 laxa í gærdag og veiðin verið góð síðustu daga. Fyrstu maðkakarlamir eru þar að veiðum, en í veiðihúsinu fengust þær fregn- ir að vatnið væri nú helst til of mik- ið. Haffjarðará hafði gefið 658 laxa í gærdag að sögn Inga Fróða, um- sjónarmanns við ána. „Gott síðustu daga, 30 laxar á þremur dögum,“ sagði Ingi Fróði. Ytri-Rangá var komin í 640 laxa í gær og veiði hefur gengið nokkuð vel þar síðustu daga. Lax enn að ganga, en þar, eins og í Ytri-Rangá eru heimtur hafbeitarseiðanna lak- ari heldur en menn væntu. Það er þó ekki fallið úr jafnháum söðli og við Eystri-Rangá. Aðrar tölur sem duttu upp í gær- dag voru Laxá í Dölum með 530 laxa, en þar er orðið afar vatnslítið að sögn Árna Guðbjörnssonar leið- sögumanns. Vatnsdalsá var í 505 löxum og Pétur Pétursson leigu- taki sagði mörg stórlaxaævintýri í sumar bæta upp smálaxaþurrð. „Það kom einn 20 punda og tveir 16 punda í morgun. Þetta er mest að koma á „Hitch-túpur“,“ sagði Pétur. Þá hefur Haukadalsá gefið rétt um 500 laxa. rÆ/STARUGHT ray Stigar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land --------------DREIFINGARAÐILI I.GUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Norræn ráðstefna um slysavarnir • • Oruggt samfélag Esther Guðmundsdóttir AMORGUN hefst klukkan 13 á Hótel Loftleiðum nor- ræn ráðstefna um öruggt samfélag. Heilbrigðisráð- herra Ingibjörg Pálma- dóttir setur ráðstefnuna. Esther Guðmundsdóttir er formaður íslensku undirbúningsnefndarinn- ar. Hún var spurð nánar hvað félli undir yfirskrift ráðstefnunnar; Öruggt samfélag. - Það sem verður fjall- að um er allt sem lýtur að því að geta samfélag okk- ar öruggara og stuðlar að því að fækka slysum. Þetta „Save community program“ eða eins og við köllum það; öruggt sam- félag, byggist á hug- myndafræði sem upphaf- lega varð til í Svíþjóð og alþjóða- heilbrigðisstofnunin WHÓ tók upp á sína arma 1989. Það er byggt á því að allir þættir um- hverfis hvers samfélags eru metnir og síðan fer ákveðið prógram í gang sem leitast við að breyta til betri vegar því sem ábótavant er bæði með verkleg- um framkvæmdum og með áróð- ursherferðum. Síðan eru aðstæð- ur metnar öðru hverju og reynt að halda áfram að laga það sem kemur í ljós að er aðfinnsluvert. - Hefur Slysavarnafélagið tek- ið þessa hugmynd upp í sínu starfí? - Já, við tókum hana upp 1991 þegar við fórum af stað með verkefni í Keflavík og Njarðvík- um og kölluðum Gerum bæinn betri fyrir börnin. Við höfum hins vegar aldrei stigið skrefið til fulls, við vorum aðallega með bamaprógröm. Fleiri bæir bætt- ust í verkefnið og Reykjavík tók þátt í sams konar verkefni í sam- vinnu við Slysavamafélagið um tveggja ára skeið. - Um hvað verður helst fjallað á ráðstefnunni? Leif Svanström prófessor við Karolinsku stofnunina í Stokk- hólmi í Svíþjóð hefur framsögu um þessa hugmyndafræði og síð- an koma stjómmálamenn frá löndunum fimm og segja frá stöðunni í sínu landi og hvemig þeir sjá þetta frá sjónarhóli stjómmálanna. Einnig verður fjallað um slysavamir út frá þeim kostnaði sem samfara er slysum í samfélaginu, svo og fjallað um áróður fyrir slysa- vörnum og áhættuhegðun út frá mismunandi félagslegum að- stæðum. Þá verður talað um mannleg mistök og hvernig slysavamir em hluti af heilbrigð- iskerfinu og þróuninni þar í kring. Það hefur ekki verið beint litið á slysavamir sem hluta af heilbrigðiskerfinu þótt alþjóða- heilbrigðisstofnunin telji að þetta verði eitt af stærstu heil- brigðisvandamálun- um innan fárra ára. I lokin verður fjallað um framtíðina hvað snertir slysavamir. Ráðstefnan verður brotin upp með hópvinnu á föstudeginum. Þess má geta að farið verður í heimsókn með ráð- stefnugesti á staði þar sem slysa- vamir hafa verið til fyrirmyndar. - Er slysavörnum nægilega sinnt hér á landi. Bæði og, á sumum sviðum er þeim ágætlega sinnt en á öðmm sviðum er þeim mjög illa sinnt. Stöðugur áróður þarf að vera í ►Esther Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1968 og prófi í þjóðfólagsfræði frá Háskóla íslands 1975. Esther starfaði í nokkur ár að ýmsum verkefnum tengdum jafnréttismálum, hún vann um tíma hjá samstarfsnefnd um reykingavamir, hún var fræðslu- og upplýsingafulltrúi hjá Vinnuveitendasambandinu, var markaðsstjóri hjá Spari- sjóði Reykjavíkur í sjö ár en síðustu sjö ár hefur hún verið framkvæmdastjóri Slysavarna- félags íslands. Esther er gift Björgvini Jónssyni tannlækni og eiga þau tvær dætur. gangi og þetta er verkefni sem aldrei lýkur. - Eru margh• sem taka þátt í þessarinorrænu ráðstefnu? Um tvö hundmð þátttakendur em á ráðstefnunni frá 8 löndum, flestir em þó frá Norðurlöndum. Svona ráðstefna var fyrst haldin í Svíþjóð 1996 og síðan í Noregi ári síðai' - þetta er þriðja nor- ræna ráðstefnan af þessu tagi. Það em fimmtán aðaífyrirlesar- ar sem flytja ræður á ráðstefn- unni og síðan verða flutt um tutt- ugu og fimm stutt erindi í vinnu- hópnum á föstudeginum. Einnig verður haldin lítil sýning í tengslum við ráðstefnuna og veggspjöld og áróðursspjöld verða hengd upp, ráðstefnugest- ir geta komið með spjöld og fengið þau hengd upp. -Hverjir sækja þessa ráð- stefnu helst? Það er fyrst og fremst fólk úr heilbrigðisstéttum og stjóm- málamenn og þeir sem koma að slysavamamálum á einn eða annan hátt í hverju samfélagi. Það em ekki sömu aðilarnir í öll- um löndum sem sinna slysavörn- um, hér á landi er til dæmis sérstakt hvemig Slysavamafé- lagið Landsbjörg kemur inn í opinberar slysavarnir miklu sterkar heldur en t.d. stjórnvöld. Á öðmm Norður- löndum er slysavarnir helst á vegum opinberra aðila. Eg hefði gjaman viljað sjá fleiri Islend- inga á þessari ráðstefnu og vekja þar með meiri áhuga á þessu máli. Eg teldi líka æskilegt að fleiri sveitarfélög tækju um- rædda hugmyndafræði upp og Slysavamafélagið Landsbjörg er tilbúið til að aðstoða og vera í samstarfí ef óskað er. Slysavarnir hluti af heilbrigðis- kerfinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.