Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 V FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Leikstjórar spá í leikstjóra Leikstjdrarnir Hilm- ar Oddsson og Frið- rik Þór Friðriksson ræða málin. Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst næst- komandi föstudag með pomp og prakt. Þrír leikstjórar eru í aðalhlutverki á hátíð- inni en það eru júgóslavneski leikstjórinn Emir Kusturica, sem er sérstakur gestur hátíðarinnar, Stanley Kubrick, sem lést fyrr á árinu, og sænski leikstjórinn Ingmar Bergman. Dóra Osk Halldórsdóttir fékk leikstjórana Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar Oddsson til að spá í spilin og spjalla um leikstjóra hátíðarinnar. ans tönn og þá er „Nótt trúðanna" þar allra fremst." HILMAR: „Ég er sammála því að „Nótt trúðanna" og þær myndir sem fylgdu í kjölfarið síðla á sjötta áratugnum og í byrjun þess sjö- unda bera af. Þetta eru líka þær myndir sem færðu Bergman þá stöðu sem hann hefur innan kvik- myndaheimsins." FRIÐRIK: „Ég hef oft sagt að það eina sem norrænir kvikmynda- leikstjórar eigi sameiginlegt sé hvað þeir eru stirðir. Og Bergman er náttúrlega yfirstirðbusinn. Það er auðvitað hægt að rekja stirðleik- ans til þess að hann hefur aldrei spilað fótbolta. En það má þó ekki vanmeta áhrif Bergmans, þrátt fyr- ir að þau séu að sumu leyti tvíbent fyrir þá norrænu leikstjóra sem í kjölfar hans koma. Imynd drung- ans og brakið í stirðbusunum situr svolítið í fólki og færist yfir á aðra norræna leikstjóra. Ferill Berg- mans sýnir þó ljóslega að norrænar myndir geta náð alheimsdreifingu og sú fyrirmynd er jákvæð fyrir þá sem á eftir koma.“ Listin eða lystin? „En mér þykir mjög vænt um hann sem leikstjóra þótt ég gantist með hann. Ég hef samt ákveðna kenningu um hvers vegna Berg- man náði þessum miklu vinsældum á sínum tíma. I mynd eins og „Per- sona“ komust kvenmannsbrjóst nánast í fyrsta skipti upp á hvíta tjaldið í Bandaríkjunum en þá giltu strangar siðareglur um hvað mætti sjást í kvikmyndum en list- rænar myndir sluppu við þessa rit- skoðun. Hérna heima var það sama uppi á teningnum - listrænar myndir fóru ekki í gegnum eftirlit- ið og ég man eftir því að eitt sinn spurði mig sendibílstjóri um myndirnar í Kvikmyndaklúbbnum. „Hvað! Eru þetta ekki allt saman rosalegar klámmyndir?" Og það kom fyrir að myndirnar hurfu á leiðinni í hús en þá voru menn að kanna hvort orðsporið ætti við rök að styðjast." AHUGAMENN um kvik- myndir setja sig í stell- ingar þegar kvikmynda- hátíðir bresta á og að venju er fjölbreytt úrval mynda á . Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ferli rtveggja leikstjóra eru gerð góð skil á hátíðinni og eru sjö myndir serbneska leikstjórans Emirs Kust- uriea sýndar en margar þeirra hafa aldrei verið sýndar hérlendis. Stan- leys Kubrick er minnst með sýn- ingu fimm mynda hans en eflaust mun síðasta mynd leikstjórans, „Eyes Wide Shut“, vekja einna mesta athygli. í tengslum við heim- ildarmynd um sænska leikstjórann Ingmar Bergman verða þrjár . rnyndir leikstjórans sýndar í Bæj- -Tirbíói í Hafnarfirði. Auk mynda þessara þriggja leikstjóra verða sýndar nýjar myndir frá ýmsum heimshornum og ættu því flestir kvikmyndaáhugamenn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á hápunkti ferilsins „Þessir þrír leikstjórar sem eru í aðalhlutverki á hátíðinni eru líklega meðal tuttugu stærstu nafna kvik- myndasögunnar,“ segir Friðrik Þór og Hilmar bætir við að líklega hafi Kusturica þó sérstöðu í þessum hópi þar sem hann sé rétt rúmlega fertugur og því á hápunkti ferils síns. „Það er mjög gleðilegt að fá vhann til landsins og fyrir lands- rnenn að geta kynnt sér feril þessa merka leikstjóra.“ -Kusturica fékk mikla pólitíska gagnrýni á sig eftir að hann gerði „Underground“ þrátt fyrir að margir aðrir hæfu myndina til skýj- anna. FRIÐRIK: „Það var mjög erfitt fyrir hann enda lýsti hann því yfir að hann væri hættur að gera kvik- myndir eftir Underground en kem- ur svo núna með Black Cat, White Cat sem er alveg frábær mynd. Það hefði verið mikið menningarslys ef hann hefði hætt að gera kvikmynd- ir. Það er alltaf eldfimt þegar menn blanda list og pólitík saman. En _ ^saga Júgóslavíu síðastliðna áratugi ér gífurlega flókin og ekki á færi margra að skilja hana.“ HILMAR: „Kusturica er fulltrúi sjónarmiða sem eiga ekki upp á pallborðið víða. Að því leyti er skilj- anlegt að mynd eins og „Und- erground" hafi fengið mjög harka- legar viðtökur, ekki síst í Jú- góslavíu, því hann trúir kannski í hjarta sínu á hina gömlu sýn Títós og hefur ekkert farið leynt með þær skoðanir sínar. Oft þegar lista- menn tjá sig um viðkvæm málefni --^em standa þeim nærri gera þeir '^að á mjög persónulegan hátt. Kusturica er ekki fyrsti listamaður- inn sem er sakaður um barnaskap í pólitísku tilliti. En óháð því hvaða pólitíska skilning við viljum leggja í mynd eins og „Underground" breytir það því ekki að myndin er hugsanlega eitt af meistaraverkum í%vikmyndasögunnar.“ PRIÐRIKi „Það verður að láta sögunni eftir að dæma nútímann. Flestir mestu listamenn þessarar aldar voru kommúnistar og þrátt fyrir að ljóst sé hvernig komið er fyrir þeirri hugmyndafræði breytir það engu um áhrif og gæði þeirra sem listamanna." Rokkari með kímnigáfu ið á kostnað tilfinningar og gert myndirnar líf- lausari. Þetta er stöðgur línudans og Kubrick er alltaf á mörkunum." FRIÐRIK: „Kubricks verður helst minnst fyrir notkun hans á tónlist. Hvernig hann nær að magna upp andrúmsloftið með tónlist og þá sér- staklega klassískri tón- list.“ HILMAR: „Sú hug- mynd að tengja saman vínarvals og geimskip er svo ótrúlega frábær að það hefur ekki verið gert á magnaðri hátt síðan. Kubrick er mikill „strúkt- úristi“ og hefur lengi þótt tilhevra „intelligensí- unni“ í kvikmyndagerð en að mínum dómi er maður sem tengir saman Strauss og geimskip mað- ur hárfínna tilfínninga sem hann kemur til skila á óvenjulegan og frum- legan hátt. Ég ímynda mér að þessi maður hafi verið allt að því fáránlega feiminn og mjög erfiður í mannlegum samskiptum, enda lifði hann allt öðru lífi en við flest. En það er allt önnur saga.“ FRIÐRIK: „En hann spilaði ekki fótbolta svo það er ljóst að það vantaði nokkrar blaðsíður.“ Stirður, enda ekki í boltanum - Nú eru þrjár myndir sýndar eftir Ingmar Bergman í tengslum við nýja heimildarmynd Gunnars Bergdahl um leikstjórann. FRIÐRIK: „Bergman er risaeðla síns tíma. Hann er sá kvikmynda- leikstjóri á Norðurlöndum sem hef- ur náð mestri dreifingu á heims- vísu. Hér heima þótti enginn maður með mönnum nema hann færi í Hafnarfjörðinn að sjá Bergmans- mynd en í mínum huga eru bara nokkrar myndir sem standast tím- „Dr. Strangelove", „Space Odyss- ey: 2001“ og „Clockwork Orange“. Líklega hef ég þó oftast séð „The Shining" sem mér finnst alveg frá- bær. Fyrst þegar ég sá hana sætti ég mig reyndar ekki við ákveðna hluti í tengslum við draugagang. Sem íslenskur...“ FRIÐRIK: „... draugabani!" HILMAR: „Já, eða bara venjuleg- ur íslendingur sem hefur kynnst draugum af eigin reynslu fannst mér ákveðnir hlutir ekki ganga upp - eins og að draugur geti frelsað mann og opnað læstar dyr. En síð- an þegar ég samþykkti það sá ég að myndin er algjört snilldarverk.“ FRIÐRIK: „Þú vanmetur nú al- veg mátt íslensku drauganna. Grettissaga, sem fjallar um fyrsta draugabanann sem sögur fara af, sýnir ljóslega kraft norrænna drauga." - Helstu höfundareinkenni Ku- bricks? HILMAR: „Það fyrsta sem kem- ur upp í hugann er tæknileg full- komnun, jafnvel fullkomnunar- árátta. Það er jákvætt ef leikstjór- inn nær því besta úr viðfangsefninu en á hinn bóginn getur áráttan ver- - Hver finnst ykkur vera helstu höfundareinkenni Kusturica? PRIÐRIK: „Hann er mikill húmoristi. Hefur svartan húmor sem við Is- lendingar kunnum vel að meta. Hann er líkur ná- grönnum sínum í Svart- fjallalandi þar sem matar- venjur eru líkar og við eig- um að venjast, t.d. borða Svartfellingar bæði svið og skyr. Það hafa verið viðrað- ar kenningar um að þangað eigi Islendingar rætur sín- ar að rekja.“ HILMAR: „Svartfelling- ar eða bara Skaftfellingar." Hann hlær en bætir við al- varlegri í bragði að Kust- urica sameini margt af því besta frá mjög mörgum af stærstu leikstjórum þess- arar aldar á sinn persónu- lega hátt. „En mér finnst Kusturica líka greinilega vera mikill rokkari,“ segir Hilmar. „Þótt hann sé með öðruvísi tónlist skynjar maður rödd rokkarans í gegnum myndirnar hans. Það er gífurlegt fjör í myndum hans, fjör sem er kannski litað hálfgerðri ör- væntingu. FRIÐRIK: „Hann er líka knattspyrnumaður - sem segir mjög mikið um manninn." HÍLMAR: „Þessir eiginleikar Kusturica standa manni nærri og þess vegna finnst mér mjög viðeig- andi og skemmtilegt að fá að mæta honum á knattspyrnuvellinum á laugardaginn." FRÍÐRIK: „Þetta er hrikalega sterkt lið,“ segir Friðrik. „Kust- urica var í landsliðsklassa á sínum tíma og þessir tónlistarmenn í No Smoking Band eru allir góðir fót- boltamenn. Það er verst að maður er að taka upp kvikmynd þessa dagana svo það er enginn tími til að æfa sig.“ Draugabanar af ýmsum þjóðernum - En ef við snúum okkur að Ku- brick og myndum hans. HILMAR: „Sérstaða hans fólst í því að hann gerði mjög sjaldan myndir og í hvert skipti tókst hon- um að velja þema eða aðferð sem náði hámarksathygli. Það er mikil dulúð sem umlykur Kubrick því hann var einrænn maður og lokaði sig talsvert frá umheiminum. Ég held mikið upp á myndir eins og Kvikmyndahátíd í Rcykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.