Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 *------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ólafur Sigurðs- I son fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 13. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Guð- mundsson, skóla- meistari Mennta- skólans á Akureyri, f. 3. sept. 1878, d. 10. nóv. 1949, og ih kona hans Halldóra Ólafsdóttir, f. 7. apríl 1892, d. 27. jan. 1968. Systkini hans eru: Þórunn, f. 30. júní 1917, ekkja, búsett í Lundúnum; Arnljótur, f. 18. des. 1918, d. 22. mars 1919; Örlygur, listmálari í Reykjavík, f. 13. febrúar 1920; Guðmundur Ingvi, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, f. 16. júní 1922 og Steingrímur, listmálari í Reykjavík, f. 29. apríl 1925. Hinn 15. maí 1948 kvæntist Ólafur Önnu Björnsdóttur, f. 25. nóvember 1920. Foreldrar hennar voru Björn Sigmunds- son, deildarstjóri á Akureyri, f. **-27. júní 1891, d. 18. janúar 1975, og kona hans Guðrún Gunnlaugsdóttir, f. 24. maí 1893, d. 27. febrúar 1973. Börn Ólafs og Önnu eru: 1) Halldóra, geðlæknir í Rcykjavik, f. 19. október 1948, gift Kjartani Mogensen, landslagsarkitekt, f. 14. desember 1946. Dóttir Hall- dóru og fyrri eiginmanns, Pét- urs Rasmussen, konrektors, er Anna Ingeborg, f. 21. janúar 1974. Dóttir Halldóru og Kjart- er Helga Kristín, f. 4. júní 1985. 2) Sigurður, mennta- skólakennari á Akureyri, f. 29. september 1951, kvæntur Klöru S. Sigurðardóttur, skrif- stofumanni, f. 25. júní 1952. Með Ólafi Sigurðssyni föðurbróð- ur mínum er genginn einn virtasti læknir landsins. Fyrir rúmri öld sagði ágætur maður, írskur, að á þeim tímum lifðu menn allt af nema dauðann. Honum hefði væntanlega þótt nóg um nú á dögum, enda framfarir orðið miklar og breyting- ar hraðar í læknisfræði síðan þessi orð féllu. Þau urðu að áhrínsorðum á Ólafi eins og þau verða á okkur Jýium. Hann lést á níræðisaldri eft- ír alllangt stríð að loknu farsælu og miklu lífshlaupi. Læknisævi hans varði rúmlega hálfa þessa öld, allt frá námi í læknadeild Háskóla Is- lands, framhaldsnámi við Duke-há- skólann í Norður-Karólínu til rúm- lega þriggja áratuga starfs hans sem yfirlæknis á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Starf hans og umhverfi ein- kenndist af sífelldum breytingum og faglegum nýjungum. Þetta um- rót með faglegri ögrun, nýrri þekk- ingu með bættri greiningu og með- ferð vandamála er eitt af því sem gerir starf læknis heillandi. Ólafur fór ekki varhluta af því. Meira þarf til. I starfi Ólafs komu þeir mannkostir hans vel í ljós sem prýða góða lækna. Þeir þurfa að hafa til að bera mikla faglega þekk- ingu byggða á vísindalegum grunni, góða þjálfun, og hafa rétt viðbrögð við hvers kyns vanda á hraðbergi. Þeir þurfa ekki síður að geta sýnt samhygð, samúð, geta talað við fólk án yfírlætis, geta tjáð sig um til- finningar þess og sínar eigin, geta tekið ákvarðanir sem byggja á sið- rænum grunni. Ólafur sameinaði raunvísindi og húmanisma flestum jnönnum betur. Ólafur hafði líka Stira til að bera. Hann kenndi öðr- um, og gerði það af lífi og sál. Hann var enda af miklum kennara kom- inn. Margir þeir sem voru undir hans handarjaðri minnast hans sem eins mesta kennara sem þeir höfðu í læknanámi og á kandidatsári. Ólafur var þó aldrei ráðinn kennari tjfci læknadeild. Hann kenndi ekki í Dóttir Signrðar og Ingibjargar Einars- dóttur, hjúkrunar- fræðings, er Matt- hildur, f. 20. nóv- ember 1972. Börn Sigurðar og fyrri eiginkonu, Hanne Frökjær Knudsen, sjúkraþjálfara, eru Mira Kolbrún, f. 25. febrúar 1981, og Ólafur Kim, f. 2. apríl 1988. Dóttir Olafs og Ástu Guð- rúnar Karlsdóttur, fulltrúa í Reykja- vík, f. 6. október 1926, d. 12. janúar 1992, er Ragnheiður, læknir og meinafræðingur í Wales, Bretlandi, f. 28. febrúar 1947. Hennar maður er Paul M. Smith, læknir. Börn þeirra eru Ásta Guðrún, f. 21. apríl 1978, og Karl Mapleston, f. 4. maí 1979. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ákureyri 1934 og læknaprófi frá Háskóla íslands 1941. Hann stundaði framhaldsnám í lyflæknisfræði við Duke University Hospital í Norður-Karolínu í Bandaríkjun- um 1943-1945 og á Hammersmith Hospital og fleiri sjúkrahúsum í Lundúnum 1949-1951. Hann var starfandi læknir á Akureyri 1945-1949 og 1951-1953 og yfirlæknir við lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 1954-1985. Ólafúr var heiðurs- félagi í Læknafélagi Akureyrar, Læknafélagi fslands og Félagi íslenskra lyflækna. Hann var formaður Iflarta- og æðavernd- arfélags Akureyrar frá stofnun þess 1964 til starfsloka. Útför Ólafs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fyrirlestrum, heldur tókst honum að flétta kennsluna í starfið og dag- leg störf urðu að sífelldri kennslu og uppeldi. Þannig á að kenna kúnstimar. Ólafur var víðsýnn, vel lesinn og vel heima í flestu. Eins og margra slíkra manna er háttur mótaðist af- staða hans til manna og málefna einatt af trú hans á hið jákvæða í fari hvers manns og í hverju máli. Því felldi hann ekki þunga áfellis- dóma. Hann kenndi okkur mann- rækt og mannskilning. Mér bar ekki sú gæfa að vera hjá honum í námi, en fór ekki varhluta af þess- um eiginleikum hans þegar við hitt- umst. Þetta fordæmi hans varð ýmsum að leiðarljósi og búa þeir að því. Með þakklæti fyrir það og frændsemina kveð ég hann að leið- arlokum. Sigurður Guðmundsson. Þegar Ólafur Sigurðsson föður- bróðir minn fæddist bjuggu for- eldrar hans við Kárastíginn í Reykjavík. Ein af fyrstu bernskuminningum Ólafs var afi hans og nafni, séra Ólafur Finnsson í Kálfholti, þar sem hann gekk um gólf í stofunni á Kárastígnum. Fyr- ir nokkrum árum ákváðu þeir föð- urbræður mínir Ólafur og Örlygur, ásamt föður mínum, Guðmundi Ingva, að vitja upprunans og fóru niður á Kárastíg. Þeir bönkuðu upp á hjá bráðókunnugu fólki sem þá bjó í íbúðinni og óskuðu eftir því að fá að skoða sig um. Það góða fólk sem bjó þá í íbúðinni við Kárastíg hleypti þessum þremur ókunnugu mönnum inn til sín, bara af því að foreldrar þeirra höfðu búið í íbúð- inni á stríðsárunum fyrri. Ekki hefði ég hleypt þeim inn. Mörgum kann að þykja þetta uppátæki þeirra bræðra skrítið, en það er mikið af skrítnu fólki í föðurætt minni. Þetta er geðríkt fólk, skemmtilegt, mikið talandi og óskaplega hávært. Ólafur skar sig svolítið úr þessum hóp, það var ekki hávaðanum fyrir að fara hjá honum, hann var rólegur, íhugull og athugull. Hann var víðlesinn og skipti þá ekki máli hvort um væri að ræða einhverja afkima heim- spekinnar eða enskar kvennabók- menntir samtímans. Hann hafði hlýja nærveru. Ólafur flutti sex ára gamall með foreldrum sínum frá Reykjavík til Akureyrar. Enda þótt hann færi síðar til náms í höfuðstaðnum og þaðan til Bandaríkjanna og Bret- lands sneri hann aftur heim til Akureyrar og vildi hvergi annars staðar vera. Hann var mikill Akur- eyringur. Hann sagði eitt sinn að hann vildi hníga í mjúka mold Eyja- fjarðar. Honum varð að ósk sinni og lést á Akureyri 13. ágúst síðastlið- inn. Dauðinn átti ekki greiðan að- gang að honum. Ólafur spymti fast við fótum. Dauðastríðið heyr enginn fyrir okkur, en Ólafur var ekki einn. Ánna eiginkona hans var við hlið hans allan tímann, ásamt börnum þeirra Halldóru og Sigurði. Minning hans lifir. Þórunn Guðmundsdóttir. Ég var tengdasonur Ólafs Sig- urðssonar frá 1969 til 1976. Upphaf- ið var honum ekki að skapi. Haustið 1968 hafði dóttir hans, Halldóra, farið suður í læknanám við Háskóla Islands og strax í janúar sagði hún frá því að hún ætlaði að fara að búa - með útlendingi. Það er til marks um samband hans við dóttur sína að það þótti nauðsynlegt að við færum til Akureyrar til að við Ólafur kynntumst. Ólafur var fámáll maður við fólk sem hann þekkti lítið. Af fyrstu fundum okkar man ég aðallega að við sátum á „kontómum", hann við skrifborðið sitt og við hin í hæg- indastólum sem snem að því og þögðum. Ólafur var kurteis maður. Um sumarið fóram við Halldóra norður til að giftast. Ólafur átti að vera svaramaður og fór yfir skjölin, tók eftir að það vantaði vottorð læknis og sagði: „Nú gef ég hér vottorð um það að þú sért heill á geði, en strangt til tekið get ég ekki vitað það!“ og glotti við. Þá skildi ég í fyrsta sinn að bak við dökku, þungu brúnimar bjó líka maður með hátt þróaða kímnigáfu. Hlátur og jafnvel ærsl vora einkenni í fari Ólafs sem ég upplifði bara þegar hann var með bræðram sínum, Guð- mundi og Örlygi. Þegar þeir vora þrír saman var talað hátt og mikið hlegið. Annars var lestur yndi hans, bókmenntir og heimspeki. Hann hafði ávallt mikið dálæti á gáfum en mat hans á hverjir voru gáfumenn var ekki hefðbundið. Ólafur hugsaði lítið um veraldlega hluti. Þau 30 ár sem ég hef komið á heimili þeirra Önnu hefur fátt breyst og það litla sem gerðist var að framkvæði Önnu. Þó verður að játa að Ólafur hafði alltaf einstakt dálæti á stórum amerískum bílum, enda dvaldi hann nokkur námsár í Bandaríkjunum. Til marks um tregðu Ólafs við að hugsa um umhverfi sitt get ég nefnt að vor eitt var hringt suður til okkar Halldóra. Þetta var bróðir Önnu. Hann sagði: ;,Þið verðið að hafa samband við Ólaf og fá hann til að samþykkja að fá málara. Anna er búin að kaupa málningu og nú hótar hún að fara upp á þak og mála sjálf!“ Þegar leiðir okkar Halldóra skildi 1976 varð það til þess að dóttir okk- ar, Anna Ingeborg, ólst upp hjá Ólafi og Önnu. Kynni okkar Ólafs fengu nýjan blæ því nú heimsótti ég þau einn til að heilsa upp á dóttur mína. Þá var oft skrafað um bók- menntir og ég vona að Ólafur hafi haft gaman af. Ég get aldrei þakkað Ólafi nóg fyrir þátt hans í uppeldi Önnu og hve vel henni vegnar í dag. Hann var sérkennilegur maður eins og allt hans fólk en heimurinn væri mun fátækari ef hans líkar væra ekki. Pétur Rasmussen. Þegar Ólafur Sigurðsson læknir er kvaddur, koma upp í hugann margar góðar minningar liðinna áratuga. Þegar móðurbróðir minn Gunn- laugur Claessen læknir varð sex- tugur, sýndu starfsbræður hans hug sinn til hans með því að gefa honum amerískan bíl, þann fyrsta sem hann eignaðist á lífsleiðinni. Þrátt fyrir aldurinn tók hann öku- próf og varð fær um að njóta gjaf- arinnar undir stýri. Það breytti þó ekki því, að til lengri ferða var hann feginn að njóta aðstoðar frænda síns og því var það, að við vor eitt fyrir rúmri hálfri öld urðum sam- ferða norður á Akureyri, ég til vinnu á Hjalteyri en hann til að sækja heim tryggðarvin sinn Sig- urð skólameistara. Meistari lét ekki þar við sitja að fagna gesti sínum í hlaði, heldur lét aka sér á móti hon- um allar götur vestur á miðja Öxna- dalsheiði. Varla voru bílarnir stoppaðir er þeir mættust þegar vinirnir vora roknir út og föðmuðust þarna á miðjum veginum í Giljareitum aust- anverðum. Nokkrum árum síðar fórum við hjónin til London þar sem ég hugð- ist nema sjórétt. Fljótt lágu leiðir okkar hjóna og þeirra Ólafs Sig- urðssonar og Ónnu Björnsdóttur konu hans saman. Tóku þau okkur með slíkum hætti að ég efast ekki um að þar naut ég vináttu þeirra Gunnlaugs og Sigurðar. Varð, er frá leið, nær daglegur samgangur milli þeirra kvennanna en við Ólaf- ur sáumst um helgar. Á þeim áram var þátturinn „út- varp til útlanda" í ríkisútvarpinu eftir hádegi á laugardögum. Ut- sendingin var svo veik, að okkar út- varp náði henni ekki en útvarp þeirra Önnu og Ólafs það öflugra að greina mátti orðaskil ef eyrað var lagt þétt upp að. Varð sá sem það gerði að endursegja hinum fréttirn- ar. Raunin varð því sú að flesta laugardaga sátum við hjá þeim Ólafi og Ónnu, þáðum veitingar og auk þess var gripið í spil því að Ólafur var góður brids-maður og liðstyrkur barst heimilinu, sem var Jóhann heitinn Finnsson tannlækn- ir frá Hvilft, sem þar var við fram- haldsnám í sinni grein. Öll þáðum við veitingar af rausn þeirra hjóna. Þó var ekki úr miklu að moða því að gjaldeyrisyfirfærslur vora skornar við nögl auk þess sem gengið hrapaði í mars 1950 úr 26,22 pundum í 45,70 pund sem nærri gerði út um framhald á námsdvöl okkar Ólafs beggja. Þarna var upphaf vináttu okkar og þeirra hjóna Ónnu og Ólafs sem aldrei hefur skugga á borið. Það er svo einkennilegt að stund- um er eins og fjarlægðin viðhaldi vináttunni, sérstaklega ef hún er ræktuð. Það var alltaf tilhlökkun á leið norður að hitta Önnu og Ólaf. Ólafur gat verið þungur á brún en brosið var breitt. Sérstaklega var honum gleði að ræða um menn og ættir þeirra og á því sviði stóðu honum fáir á sporði. Sagt var um Sigurð skólameistara að hann mæti menn að einhverju eftir því hverra manna þeir væru. Ólafur hafði ánægju af því að rekja ættir manna og meta hvaða eiginleikar væra ríkjandi í ætt þeirra án þess að meta þá til góðs eða ills. Engum, sem til þeirra hjóna þekkja, getur dulist hvert gæfuspor það var fyrir Ólaf að eignast hana Ónnu en þeim sem best þekkja til sýnist að betri konu hefði hann ekki getað eignast, svo annt sem henni hefur alla tíð verið um að gera hon- um vegferðina sem farsælasta. Við Benta kveðjum Ólaf með þakklæti fyrir vináttu hans og tryggð og vottum Önnu og börnum þeirra okkar dýpstu samúð. Valgarð Briem. Á kveðjustund viljum við, læri- sveinar Ölafs Sigurðssonar yfir- læknis, minnast hans nokkram orð- um. Við eigum það sameiginlegt að Ólafur varð mikilvægur áhrifavald- ur í lífi okkar. Hann átti stóran hlut að máli þegar við völdum okkar starfsvettvang á Akureyri. ÓLAFUR SIGURÐSSON Eftir að hafa orðið sér úti um staðgóða framhaldsmenntun í Bandaríkjunum og Bretlandi varð Ólafur Sigurðsson árið 1951 fyrstur lækna til að stunda sérgreinina lyf- lækningar á Akureyri. Þegar fyrir dyram stóð að flytja í nýja bygg- ingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri var hann síðla árs 1953 ráðinn yfirlæknir þar til að koma á fót lyflækningadeild, hinni einu á landinu utan Reykjavíkur. Þegar stöðuheimildum fjölgaði hafði Ólafur lag á því að laða til samstarfs við sig góða og vel menntaða lækna. Hann hafði óskor- aða forystu um þróun og vöxt deild- ar sinnar, og þegar stækka þurfti sjúkrahúsið vegna þess að starf- semi þess var að sprengja utan af sér húsnæðið var Ólafur ásamt yfir- lækni handlækningadeildar aðal- hvatamaður þeirra framfara. Bygg- ingaráætlunin þótti af stórhug gerð og kom það í hlut Ólafs að taka fyrstu skóflustungu að nýbygging- unni árið 1973. Undir forystu Ólafs Sigurðssonar óx og dafnaði lyflækningadeild FSA í takt við tímann. Allt til starfsloka hans á sjúkrahúsinu árið 1985 var deildin ávallt sambærileg að gæðum við það besta sem fannst í höfuðborginni. Samhliða yfirlæknisstarfi rak Ólafur lækningastofu á Akureyri sem hann sinnti eftir vinnutíma á deildinni. Þeir sem nutu þjónustu hans virtu hann og bára til hans traust. Ráð hans þóttu skýr og fest- ust vel í minni fólks. Hann gaf sér góðan tíma til að hlusta og takast á við allan vanda sem sjúklingurinn sagði honum frá, þótt sumt félli strangt til tekið utan fræðasviðs hans. Fólkið fann að Ólafur hafði mikinn áhuga á því og fjölskyldu- högum þess. Vegna þessa átti hann auðveldara með að setja heilsu- vanda í víðara samhengi en al- mennt tíðkaðist meðal lækna. Hann hafði glöggan skilning á því hvemig ákveðinn heilsuvandi getur verið fjölskyldubundinn þótt ekki sé arf- bundinn. Hann skildi hvernig hlut- skipti einstaklings gat ráðist af beinni og óbeinni stjórnsemi ein- hvers annars í fjölskyldu hans. Áð- ur en geðlæknar og sálfræðingar settust að á Akureyri kom sér vel að Ólafur var fróður um aðferðir sállækninga og kunni að beita þeim. Nærgætni hans og spyrjandi af- staða til viðfangsefnisins hjálpaði honum að ná árangri á þessu sviði. Hann var opinn fyrir öðram skýr- ingartilgátum en þeim sem heyra til lífefnafræði og lífeðlisfræði. Það vakti athygli samstarfsmanna hans og nemenda að hann notaði ákveðna stund á degi hverjum til lesturs rita í læknisfræði sér til við- haldsmenntunar. I dagsins önn á lyflækningadeOd FSA var Ólafur Sigurðsson af- burðakennari og einstakur í sinni röð. Um leið og hann sýndi fræðun- um og læknisstarfinu auðmýkt og virðingu ýtti hann á beinan og óbeinan hátt undir sjálfstraust nemenda sinna. Þegar læknakandi- datar og læknanemar vora ný- komnir til starfa hlýddi Ólafur þeim í smáatriðum yfir hvernig þeim hefði verið kennt að meðhöndla ákveðna sjúkdóma fyrir sunnan. Lét hann sem hann væri stóram fróðari eftir þær frásagnir. Honum tókst með kennslu sinni að gera það almenna og algenga að verðugu, næstum hátíðlegu viðfangsefni. Hann kenndi ungum læknum og læknanemum fágaða framkomu við sjúkrabeð að breskum hætti. Hann lagði áherslu á að læknirinn ynni traust og virðingu sjúklings og að- standenda hans með því að taka vanda þeirra alvarlega, gefa sér góðan tíma, hlusta með athygli og skoða vel. Hann hvatti nemendur sína til að mynda sér strax vinnutil- gátu á grundvelli sjúkrasögu og læknisskoðunar. Áður en niðurstað- an var sett á blað var þá gjarnan flett hratt upp í fræðunum til upp- rifjunar. Það var góð umbun fyrir verkið ef Ólafur gat daginn eftir staðfest bráðabirgðasjúkdóms- greiningu nemandans skriflega. Á lyflækningadeild FSA var ekki talað niðrandi um fjarstadda lækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.