Morgunblaðið - 25.08.1999, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.08.1999, Qupperneq 52
53 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 MÖRGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ferdinand Smáfólk Ég hitti áðan litlu rauðhærðu - Hún er svaka sæt.. - Sagði hún hvað? stelpuna niðri á leikvelli.. - Sagði hún eitthvað um mig? - Ég þoli þetta ekki... við áttum ánægjulegar samræður.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hægt að sækja tölvu- póst hvar sem er Svar við bréfí Harðar Torfasonar - „Kjaftstopp“ Frá Guðbjörgu Gunnarsdóttur: í MORGUNBLAÐINU, miðviku- daginn 4. ágúst sl., er bréf til blaðs- ins frá Herði Torfasyni undir fyrir- sögninni „Kjaftstopp". Þar segir hann frá viðskiptum sínum við Landssímann vegna notkunar á tölvupósti erlendis. Allt gekk vel í fyrstu en síðan segist Hörður hafa hætt að fá póst og fundist ein- kennilegt. Hann komst síðan að því að reynt hafði verið að senda hon- um póst sem skilaði sér ekki. Hann segist þá hafa skipt um netfang en það hafi ekki heldur gengið. Hörð- ur hafði þá samband við Landssím- ann þar sem hann fékk þau svör að þar sem „ég sé staddur í útlöndum megi ég senda rafpóst í gegnum fyrirtæki þeirra en ekki sækja hann þangað. Það sé regla hjá þeim“. í framhaldi af þessu telur Hörður að ef hann hefði ekki rætt við Landssímann áður en hann fór út hefði hann aldrei lent í þessum vandræðum, þá hefði enginn vitað að hann væri erlendis. Honum hafi verið neitað um aðgang að póstin- um vegna þess að hann var í út- löndum. Hann spyr hvemig standi á þessum reglum. Það er leitt til þess að vita ef Hörður hefur fengið rangar upp- lýsingar hjá starfsmanni Lands- símans en sennilegra er að um mis- skilning hafi verið að ræða. Regla sú sem Hörður segir starfsmann hafa nefnt er þveröfug við þá sem gildir. Þegar notandi er staddur er- lendis getur hann sótt tölvupóst til póstmiðlara Símans Internet hvernig sem hann tengist Internet- inu. Hins vegar er eingöngu hægt að senda tölvupóst með því að tengjast Símanum Intemet beint með hringingu. Þetta er almenn regla hjá internetveitendum og var sett til að koma í veg fyrir að menn gætu siglt undir fölsku flaggi og sent notendum raslpóst. Hjá sum- um veitendum, eins og t.d. Skímu, er hægt að fá viðbótarþjónustu til þess að senda tölvupóst þegar dvalið er í útlöndum. Þá getur not- andinn hringt í símanúmer á því svæði sem hann er staddur á og fengið tengingu en þarf ekki að hringja utanlandssímtal. Jafnframt er tryggt að einungis réttir aðilar fái aðgang að þjónustunni líkt og þegar hringt er beint. Landssíminn stefnir á að geta boðið slíka þjón- ustu núna í haust. Vandræðin sem Hörður lenti í hafa ekki með það að gera að Landsíminn hafi vitað um dvöl hans eriendis og að öllu jöfnu hefði hann átt að geta náð í póstinn sinn eins og í upphafí dvalarinnar. Vandamálið er tæknilegs eðlis og munu tæknimenn Símans Internet vinna að lausn á því til að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur. GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, upplýsinga- og kynningarmálum Landssímans. Réttdræpur? Frá Bryndísi Jónsdóttur: HUNDUR bítur barn í Kópavogi, foreldrarnir heimta að dýrið verði aflífað skv. frétt í DV. Enn einu sinni kemur í ljós þetta óskiljan- lega hundahatur í Islendingum. Mér varð hugsað þegar ég las í dagblaði í vor að stóðhestur hefði ráðist á stúlku í Mosfellsbænum: Ef þetta hefði verið hundur þá væri einhver búinn að hrópa drep- um hann. En, nei, hestar mega ráð- ast á fólk en hundar eiga að vera óskeikulir hvað sem yfir þá dynur. Það kom einu sinni íýrir að hundur beit barn sem þekkti hundinn vel og hafði oft leikið við hann. Enginn skildi neitt í neinu en hundurinn var aflífaður. Við kmfningu kom í ljós að blýantur stóð á kafi í eyra hundsins. Veslings dýrið var bara að verja sig. Ég er svo sannarlega ekki að mæla því bót þegar hundar bíta að tilefnislausu en ég held að við mættum stundum skoða málin aðeins betur. Ég þekki þetta mál í Kópavoginum ekki nógu vel til að dæma um það en getur verið að ræfils hundurinn hafi bara verið að passa garðinn sinn? Það hlýtur jú að vera lágmarkskrafa hundeig- andans að fá að vera í friði með hundinn sinn inni á sinni eigin lóð! Foreldrar, lítið ykkur nær, kennið börnunum ykkar að um- gangast hunda af þeirri virðingu sem þeir eiga skilið. Börnin ykkar hafa ekki rétt á því að vaða í ann- ama manna hunda, hamast í þeim, ögra þeim og jafnvel ógna þar til þeirra eina útgönguleið er að bíta frá sér. Hafið í huga að yfirgangur barnsins ykkar gagnvart hundin- um í næsta húsi eða næstu götu getur valdið því að heil fjölskylda þarf að syrgja ferfætta vininn sinn. Hundur er ekki leikfang, hann er lifandi dýr. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hann þoli hvað sem er. Alveg eins og fólk segir við börnin sín, labbaðu ekki fyrir aftan hestinn, hann gæti sparkað, þá á fólk að kenna börnunum sínum að nálgast ekki ókunnuga hunda nema spyrja eigandann leyfis, því... hann gæti bitið. BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR, Arnartanga 15, Mosfellsbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. I Ávaxtaði | [56 Avaxtaði peningana mína 3500% - Auðveldlega! -1- )
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.