Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kosovo-Albanar í Orahovac vígreifír við vegartálma Staðráðnir í að líða enga Rússa nálægt sér Orahovac, Pristina, Genf. Reuters. Fór mun betur en á horfðist Taipei. Reuters. MINNSTU munaði að illa færi í gærmorgun þegar mikill eldur braust út í farþegarými taí- vanskrar farþegaþotu sem var í innanlandsflugi milli höfuðborg- arinnar Taipei og Hualien á Kyrrahafsströnd Taívans. Flug- mönnum vélarinnar tókst hins vegar að lenda vélinni og koma öllum farþegum frá borði áður en vélin varð eldinum að bráð. Á sjónvarpsmyndum mátti sjá hvar flugvélin, sem var af gerð- inni McDonnell Douglas MD-90, varð alelda eftir að hún nauð- lenti á flugvellinum í Hualien. Eldurinn mun hafa kviknað í handfarangursgeymslum í far- þegarýminu. Allir niutíu farþegar vélar- innar komust heilu og höldnu frá borði en að sögn UNI-flug- félagsins þurftu tuttugu og flmm á aðhlynningu lækna að halda, í flestum tilfellum vegna brunasára. Slysið varð einungis tveimur dögum eftir að MD-ll-vél taí- vanska flugfélagsins China Air- lines brotlenti á flugvellinum í Hong Kong í miðjum hitabeltis- stormi, með þeim afleiðingum að tveir fórust og meira en tvö hundruð urðu fyrir meiðslum. Flugmálayfirvöld í Taívan gáfu í skyn í gær að þau teldu flugmann MD-11-vélarinnar hafa gert mistök er hann ákvað að lenda á flugvellinum í Hong Kong því ljóst hefði verið að mótvindur væri of mikill til að lending gæti gengið áfallalaust. KOSOVO-Albanar, íbúar bæjarins Orahovac, hreyfðu sig í gær hvergi frá vegartálmum þeim sem þeir settu upp á öllum þeim sjö vegum sem liggja inn í bæinn, til að hindra að rússneskir hermenn gætu tekið sér þar stöðu sem friðargæzluliðar KFÖR í stað hollenzkra hermanna sem eiu á förum frá bænum. Lýstu bæjarbúar því yfir að vegartálmun- um yrði haldið við eins lengi og nauðsyn krefði. Fjöldi bæjarbúa Orahovac, sem er um 40 km suðvestur af héraðshöfuð- borginni Pristina, eyddi nóttinni við vegartálmana og sagðist myndu gera VISINDALEGUR ráðgjafi Sam- einuðu þjóðanna greindi frá því í gær, að júgóslavneski herinn hefði beitt eiturgasi í hernaði gegn skæruliðum aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-Albana í vor. Aubin Hendrickx, prófessor við rannsóknarstofnun í Gent í Belgíu, sagðist hafa rannsakað 20 liðsmenn Frelsishers Kosovo (KLA), sem hefðu verið yfirbugaðir af eiturgasi í sprengjuárás Serba. Hendrickx, sem er sérfræðingur í eiturefna- fræði og hefur sinnt verkefnum íyr- ir SÞ frá því árið 1984, fór til Alban- það eins lengi og þyrfti tii að halda Rússum íj'arri bænum. Sem fornir bandamenn Serba mæta Rússar mikilli tortryggni af hálfu Kosovo-Al- bana. Um 3.600 rússneskir hermenn eru meðal hinna 40.000 alþjóðlegu friðargæzluliða KFOR í Kosovo. Fj- andskapur í garð Rússa er sérstak- lega djúpstæður í Orahovac, en bær- inn var í vor vettvangur harðra bar- daga, er her Serba reyndi að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðum sjálfstæðissinnaðra Kosovo-Albana. Bæjarbúar halda því statt og stöðugt fram, að rússneskir málaliðar hafi barizt við hlið Serba. íu í maí sl. til að skoða menn sem talsmenn KLA sögðu hafa orðið fyr- ir eiturgasárásum. Eftir því sem fram kemur í nýjasta hefti vamar- málatímaritsins Jane’s Defence Weekly báru vottar að hafa séð hundruð KLA-manna sem þjáðust af einkennum eiturefnahemaðar. Sýni úr fórnarlömbunum voru rannsökuð frekar í Belgíu, sem staðfesti að um væri að ræða eitr- un af völdum gass, sem „NATO þekkti ekld“. Mun það verka á mið- taugakerfið og gera þá sem verða fyrir því „algjörlega brjálaða". Bernhard Keul, ofursti í þýzka hernum, sem hefur yfiramsjón með friðargæzlu í suðurhluta Kosovo, sagði í gær að viðræður væra hafn- ar milli málsaðila til að finna frið- samlega lausn á vandanum. Serbar streyma frá Kosovo Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, sagði í gær að nú stefndi í að meira eða minna allir serbneskir íbúai- Kosovo yfirgæfu héraðið. „Nú er nærri því svo komið, að Kosovo sé orðið „Serbalaust", sem er mjög dapurleg þróun,“ tjáði talsmaður- inn, Kris Janowski, fréttamönnum í Genf. „Hver flóttamannalestin rek- ur aðra.“ Samkvæmt upplýsingum sem UNHCR hafa fengið frá júgóslavneskum stjórnvöldum hafa 195.000 manns sem ekki eru Kosovo-Albanar flúið héraðið á síð- ustu mánuðum til Serbíu og Svart- fjallalands. í mesta lagi 30.000 Ser- bar séu nú eftir í Kosovo. Vestrænir stjórnarerindrekar í Pristina höfnuðu í gær tillögu sem stjómvöld í Belgrad höfðu lagt fram um afmörkun íbúðarsvæða Serba og Kosovo-Albana í Kosovo. Hug- myndin að baki tillögunni er að að- skilnaður þjóðernishópanna sé eina leiðin til að vemda serbneska íbúa héraðsins fyrir árásum Albana í hefndarhug. Erindrekarnir tjáðu Reuters að serbneska tillagan um svokallaða „kantóníseringu" Kosovo væri á skjön við alþjóðlega viðleitni til að skapa sameinað samfélag í Kosovo. 5000 kr. til höfuðs Clinton AFGANSKUR múslimi sem styður Talebana hefur heitið hverjum þeim, sem myrðir Bill Clinton Bandaríkjaforseta verðlaunum að upphæð fimm milljónir af- ganíur, and- virði tæplega 5200 króna. „Þetta er lít- ið, en að mínu mati er höfuð hans ekki meira virði,“ sagði Maulana Abdur Rahim Muslimdost, sem kennir ís- lömsk fræði í Peshawar í Pakistan. Hann sagðist hafa ákveðið að setja þetta fé til höfuðs Clinton sem svar við þeim fimm milljónum banda- ríkjadala, andvirði 360 millj- óna króna, sem bandarísk stjórnvöld hafa heitið þeim sem getur stuðlað að hand- töku hins meinta hryðjuverka- manns Osama bin Laden, sem dvelur í Afganistan undir verndarvæng Talebana. 22.000 hund- um lógað YFIR 22.000 villi- og óskila- hundar vora svæfðir í Bret- landi á síðasta ári, vegna þess að ekki tókst að finna þeim heimili. Þetta er 10% aukning frá fyrra ári, eftir því sem fram kemur í niðurstöðu könn- unar sem gerð var á vegum hundavinafélagsins National Canine League og birtar vora í gær. Talsmenn samtakanna segja þetta ekki sæma þjóð, sem eitthvað leggi upp úr því að vera álitin dýravæn. Heróínsmygl- hringur sagð- ur upprættur YFIRVÖLD í Kólumbíu hafa upprætt heróínsmyglhring, sem grunaður er um að hafa staðið að smygli að minnsta kosti hálfs tonns af eiturlyfinu til Bandaríkjanna. Tilkynn- ingin um handtöku 10 meintra meðlima smyglhringsins kom sama dag og sérskipaður ráð- gjafi Bills Clintons Banda- ríkjaforseta í eityrlyfjamálum, Barry McAffrey, hélt í leið- angur til Kólumbíu og þriggja nágrannalanda hennar, með það að markmiði að stuðla að samræmdu átaki stjórnvalda í þessum löndum til að skrúfa fyrir starfsemi eiturlyfjafram- leiðenda- og smyglara. I Kól- umbíu er talið að framleitt sé um 80% alls kókaíns í heimin- um og að heróínframleiðsla þar sé vaxandi. Neðanjarðar- lestarslys SJÖ manns slösuðust alvar- lega þegar tvær neðanjarðar- lestir lentu í árekstri í Köln í Þýzkalandi á mánudagskvöld. Um það bil 60 hlutu minni háttar meiðsl. Slysið varð með þeim hætti að lest, sem hefði átt að stanza, klessti aftan á aðra sem hafði numið staðar á neðanjarðarlestarstöð í mið- borginni. Fyrrnefnda lestin er af tilraunagerð, sem á sjálf- krafa að nema staðar ef önnur hemlar fyrir framan hana. Reuters Misvísandi svör um IRA gagnrýnd London. Reuters. SAMBANDSSINNAR á Norður-írlandi gagn- rýndu bæði bresk og írsk stjórnvöld harðlega í gær íyrir að hafa á mánudag gefið afar mis- vísandi skilaboð um það hvort þau teldu vopna- hlé írska lýðveldishersins (IRA) enn halda. Ken Maginnis, talsmaður Sambandsflokks Ulsters (UUP) í öryggismálum, sagði í gær að sjónvarpsviðtal við þau Mo Mowlam, N-írlands- málaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, og Da- vid Andrews, utanríkisráðherra Irlands, á mánudag hefði verið tómt klúður og að svör ráð- herranna hefðu raglað alla í ríminu. „Ég held að menn hljóti að skilja að hér á N- írlandi er fólk ringlað og jafnvel örvæntingar- fullt þegar það horfir á tvo ráðherra... klúðra sjónvarpsviðtali með þessum hætti,“ sagði Mag- innis í samtali á BBC í gær. Hvað telst vopnahlésrof? Andrews hafði á mánudag sagt að þau Mowlam hefðu komist að þeirri niðurstöðu að vopnahlé IRA héldi enn en Mowlam greip þá fram í fyrir honum og sagðist þurfa frekari upp- lýsingar áður en hún lýsti því yfir. Granur leikur á að IRA hafi staðið að morði á kaþólskum manni í Belfast í síðasta mánuði, og einnig að herinn hafi átt þátt í tilraunum til vopnasmygls frá Bandaríkjunum sem upp komst um íyrr í sumar. Maginnis lýsti óánægju sinni með að svo virt- ist sem öfgahópar á N-Irlandi kæmust upp með að skilgreina hvaða öfgaverk teldust vopnahlés- rof, og hvaða öfgaverk væra það ekki. Hann gekk þó ekki svo langt að fara fram á að Sinn Féin, stjórnmálaarmi IRA, yrði meinuð þátt- taka að friðarviðræðum í næsta mánuði vegna meintra vopnahlésrofa IRA. Júgóslavíuher beitti eiturgasi Lundúnum. Reuters. Bill Clinton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.