Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Yetrardagskráin í Iðnó
„Frjótt leikhús þar
sem allt er hægt“
Morgunblaðið/Jim Smart
Magriiís Geir Þórðarson, Ieikhússtjóri í Iðnó, segir nýja
Ieikárið hlaðið spennandi sýningnm.
„VE RKE FNASKRA okkar á síð-
asta starfsári, sem lauk formlega
núna í ágúst, virtist hitta í mark.
Frá því við opnuðum húsið hinn 13.
maí í fyrra hafa rúmlega 40 þúsund
manns komið í húsið og við höfum
staðið að tíu leikhúsuppsetningum
og bryddað á vinsælum nýjungum
eins og Hádegisleikhúsinu og Leik-
hússporti. Leikfélag Islands nýtur
ekki opinberra styrkja svo rekstur-
inn má auðvitað ekki við miklum
sveiflum í aðsókn en það er til
marks um árangurinn að fjórar sýn-
ingar frá síðasta leikári halda áfram
inn á nýja leikárið eftir að hafa
gengið fyrir fullu húsi,“ segir Magn-
ús Geir og segir nýja leikárið hlaðið
spennandi sýningum og ýmsum nýj-
ungum.
Áskrift með Iðnókorti
„Nýja leikárið einkennist af fleiri
og fjölbreyttari sýningum en á fyrra
ári. Við munum hafa mjög sterkan
hóp listamanna, marga af fremstu
leikurum þjóðarinnar og breiðari
hóp leikstjóra en áður. Jafnframt er
hópurinn mjög ólíkur innbyrðis,
sem ætti að tryggja meiri fjöl-
breytni í sýningunum. Við leggjum
áherslu á sterk og ólík leikrit frá
ýmsum löndum og ólíkum tímum,
bæði nútímaverk og sígild verk,
gaman og alvöru, hefðbundnar sýn-
é
SALURINN
VERTUMEÐ FRÁ BYRJUN
TÍBRA
Tónleikaröð á vegum Kópavogs
september - desember 1999
Sala áskriftarskírteina í SALNUM frá 25. ágást 1999
Upplýsingar í síma 570 0400 kl. 9.00 - 16.00 virka daga
ROÐ 1
12. sept. kl. 20.30
Píanótónleikar
Desire N'Kaoua píanó
Leikur verk eftir Chopin
3. okt. kl. 20.30
Píanótónleikar
Alain Lefevre píanó
Leikur verk eftir Liszt
Sérstakur styrktaraðili
Kanadíska sendiráðið
25. okt. kl. 20.30
Fiðla og píanó
Guðný Guðmundsdóttir fiðla
Gerrit Schuil píanó
Mozart, Karl O. Runólfsson
Saint Saens o.fl.
23. nóv. kl. 20.30
Píanótónleikar
Liene Circene píanó
Fjölbreytt efnisskrá
12. des. kl. 20.30
Jólabarokk -
Ath. ónúmeruð seeti
Camilla Söderberg flauta
Elín Guðmundsdóttir semball
Guðrún S. Birgisdóttir flauta
Martial Nardeau flauta
Peter Tompkins óbó
Snorri Örn Snorrason teorba
Svava Bernharðsdóttir fiðla
ROÐ 2
21. sept. kl. 20.30
Gítartónleikar
Einar Kristján Einarsson gítar
Leikur fjölþætta efnisskrá
28. sept. kl. 20.30
Kammertónleikar
Nína Margrét Grímsdóttir píanó
Blásarakvintett Reykjavíkur
Efnisskrá: Poulenc 100 ára
9. nóv. kl. 20.30
Kammertónleikar
Trio Parlando:
Rúnar Óskarsson klarinett
Héléne Navasse flauta
Sandra de Bruin píanó
Tónlist frá ýmsum tímum
9. okt. kl. 16.00
Ungir tónlistarmenn -
Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna
Judith Þorbergsson píanó
Rabe, Pergolesi, Mahler o.fl.
Ath. breyttan tónleikatima
12. des. kl. 20.30
Jólabarokk -
Ath.ónúmeruð sceti
Flytjendur: Sjá Röð 1
ROÐ 3
7. sept. kl. 20.30
Við slaghörpuna
Á afmælisdegi Sigfiisar
Halldórssonar
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran
Bergþór Pálsson baritón
Jónas Ingimundarson píanó
17. okt. kl. 20.30
Við slaghörpuna -
Chopin vaka
Alina Dubik söngur
Karolina Styczen selló
Jacek Tosik-Warszawiak píanó
Sérstakur styrktaraðili
VISA ISLAND
13. nóv. kl. 16.00
Við slaghörpuna
Jónas Ingimundarson píanó
Beethoven og Chopin
Ath. breyttan tónleikatima
1. des. kl. 20.30
Við slaghörpuna
Öll einsöngslög Emils
Thoroddsen
Þorgeir Andrésson tenór
Loftur Erlingsson baritón
Jónas Ingimundarson píanó
12. des. kl. 20.30
Jólabarokk -
Ath. ónúmeruð sceti
Flytjendur sjá Röð 1
ISLANDSBANKI
VISA
wmumm
„Þetta er í rauninni
fyrsta heila leikárið
sem við kynnum með
þessum hætti,“ segir
Magnús Geir Þórðar-
son, leikhússtjóri í
Iðnó, sem eftir fyrsta
starfsárið í húsinu er
sannarlega ánægður
með árangurinn og
bjartsýnn á framhaldið.
ingar fyrir börn og fullorðna auk
spunasýninga og verðum í samstarfí
við fjölda ólíkra aðila um fram-
leiðslu sýninganna. Séreinkenni
leikhússins í Iðnó, Hádegisleikhúsið
og Leikhússportið, halda áfram og
loks bjóðum við væntanlegum
áhorfendum að kaupa Iðnókortið,
gerast áskrifendur að sex sýningum
á sannkölluðum vildarkjörum,“ seg-
ir Magnús Geir.
OIl verk Shakespeares
Fyrirhugaðar eru allt að átta
kvöldsýningar og verður fyrsta
frumsýningin hinn 24. september.
„Það er leikritið Frankie og Johnny
eftir Terence McNally í leikstjórn
Viðars Eggertssonar. Óviðjafnanleg
ástarsaga, Ijúfsár og fyndin, með
Halldóru Bjömsdóttur og Kjartani
Guðjónssyni.“ Næsta frumsýning
verður í lok desember á rússnesku
leikriti, Stjörnur á morgunhimni
eftir Alexander Galin. „Sögusviðið
er Moskva árið 1980. Dálítið önnur
mynd af Rússlandi en sú sem við
eigum að venjast úr leikritum
Tsékovs frá aldamótunum," segir
Magnús Geir. „Um leið og ólympíu-
eldurínn er borinn til borgarinnar
húkir hópur undirmálsfólks í köld-
um kumbalda svo það særi ekki
ímynd Moskvuborgar. Á einni nóttu
fylgjumst við með vonum, þrám og
ástum þessa fólks sem hefur verið
svikið um þátttöku í ólympíugleð-
inni.“ Þetta leikrit hefur gengið í
fimmtán ár samfellt í Malí-leikhús-
inu í St. Pétursborg en um frum-
flutning þess er að ræða hér á landi
í þýðingu Árna Bergmann. Fimm
konur og tveir karlar leika og leik-
stjóri er Magnús Geir og segir hann
að meðal leikenda verði nokkrar af
sterkustu leikkonum landsins en of
snemmt sé að skýra frá nöfnum
þeirra. „Þessi sýning er sett upp í
samstarfi við Leikfélag Akureyrar
og verður sýnd fyrir norðan sam-
hliða því að hún er sýnd hér í Iðnó.“
Shakespeare eins og hann leggur
sig nefnist breskt leikrit sem slegið
hefur í gegn bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum og ratar nú upp á
fjalimar í Iðnó. „Þetta er svakalega
fyndið verk þar sem farið er á hljóð-
hraða í gegnum öll verk Shakespe-
ares. Gísli Rúnar Jónsson þýðir,
María Sigurðardóttir leikstýrir og
þrír af þekktustu leikurum okkar af
yngri kynslóð leika. Frumsýning er
áætluð í lok febrúar." Grísk klassík
birtist á fjölunum í leikriti
Evrípídesar Medeu í nýrri leikgerð
Þóreyjar Sigþórsdóttur og Ingu
Lísu Middleton. „Hilmar Oddsson
leikstýrir en þetta verður eins kon-
ar fjöl-miðlaverk þar sem listamenn
úr ýmsum áttum nýta möguleika
ólíkra miðla á spennandi hátt. Þetta
er samstarfsverkefni Leikfélags Is-
lands og leikhópsins Fljúgandi fiska
og verður á dagskrá Reykjavíkur,
Menningai’borgar 2000. Frumsýn-
ing er áætluð um páskana." Magnús
Geir bendir á að leikmyndina að
Medeu hanni arkitektinn Steve
Christer sem þekktari er fyrir
hönnun á Ráðhúsi Reykjavíkur og
Hæstaréttarhúsinu. „Hugmyndir
hans fyrir sýninguna á Medeu eru
geysilega spennandi." Þá segir
Magnús Geir að fleiri kvöldsýningar
séu fyrirhugaðar en „...við viljum
halda möguleikum okkar opnum og
geta stokkið á hugmyndir og nýtt
okkur þá stöðu að vera ekki þung-
lamaleg stofnun heldur frjótt leik-
hús þar sem allt er hægt.“
Hádegisleikliús og barnaleikrit
Tvö ný verk eru á dagskrá Há-
degisleikhússins. Hið fyrra nefnist
Leikir og er eftir Bjarna Bjamason,
eitt af verðlaunaleikritunum úr leik-
ritasamkeppni Iðnó frá í fyrra.
„Þetta er eiginlega einþáttungur í
þremur þáttum og fjallar um karla í
konuleit og konur í karlaleit. Hver
þáttur lítur á eitt stig í sambandi
hins dæmigerða íslenska pars,“ seg-
ir Magnús Geir. Leikstjóri verður
Hilmir Snær Guðnason og leikend-
ur Jóhanna Vigdís Amardóttir og
Sveinn Þór Geirsson. Fmmsýning
6. október. Kona með hund er ný
leikgerð á þessari þekktustu smá-
sögu Antons Tsékovs. Leikstjóri
verður Guðjón Pedersen og fram-
sýning er fyrirhuguð í lok janúar.
,Áuk þess verða sýningarnar tvær
frá fyrra ári í Hádegisleikhúsinu,
Leitum að ungri stúlku og Þúsund
eyja sósa, teknar upp aftur, enda
komust færri að en vildu,“ segir
Magnús Geir og segir Hádegisleik-
húsið hafa slegið algjörlega í gegn.
„Það er greinilegt að fólk kann vel
að meta þennan möguleika að geta
notið stuttrar og skemmtilegrar
leiksýningar undir léttum málsverði
í hádeginu. Þetta er skemmtilegt
uppbrot á annars venjulegum degi.“
Þá verður bömunum boðið upp á
sýninguna Gleym-mér ei og Ljóni
kóngsson, sem framsýnd verður í
september. „Einstaklega lífleg og
skemmtileg sýning sem kemur
hingað í september í Iðnó eftir að
hafa vakið verðskuldaða athygli í
sumar.“
Björk verður með
„Það er okkur í Iðnó sönn ánægja
að bjóða leikhópinn Perluna vel-
kominn í Iðnó. Leikhópurinn er
skipaður þroskaheftum einstakling-
um á öllum aldri og hefur á undan-
fömum 16 árum áunnið sér virðingu
og aðdáun fyi-ir sýningar sínar.
Akveðið hefur verið að leikhópurinn
komi a.m.k. þrisvar á vetri með sýn-
ingar sínar í Iðnó og mig langar sér-
staklega að geta þess að vemdari
hópsins er Björk Guðmundsdóttir
og hún mun taka þátt í einni sýn-
ingu hópsins í vetur með einhverj-
um hætti. Þá era væntanlegar
gestasýningar frá ólíkum aðilum
hérlendum og erlendum," segir
Magnús Geir og segir þó ekki allt
upptalið sem verður á dagskránni í
vetur þvi haldið verður áfram með
Leikhússportið á mánudagskvöld-
um. „Það er þrjátíu manna hópur
leikara sem tekur þátt í keppninni í
vetur en keppt verður um hinn eft-
irsótta Freska-leikhússportsbikar.
Þá verða haldnir tveir Tjarnardans-
leikir þar sem öllu er tjaldað til og
hljómsveit, glæsimatseðill og róm-
antík era einkennisorð Tjarnardan-
sleikjanna. Því má heldur ekki
gleyma að Iðnó er fjölbreytt og lif-
andi hús alla daga, allan daginn.
Hér er rekið rómað veitingahús sem
er opið öll kvöld og í hádeginu.
Kaffihúsið Iðnó er einnig alltaf opið
og nýtur mikilla vinsælda," segir
Magnús Geir, sem hyggur ótrauður
á rekstur leikhússins í Iðnó annað
árið í röð.