Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 r~------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Jaðarleikhús á miðjunni Miðjan ogjaðarinn skilgreinast fremur af rekstrarformi og fjármögnunarleiðum en þeirri listrœnu starfsemi sem á sér stað. ~ S Aþessum áratug hef- ur orðið sú athyglis- verða breyting í leiklistarlífinu hér á landi að hið svokall- aða grasrótarhlutverk er orðið hluti af ásýnd stofnanaleikhús- anna; ekki einasta virðast þau sjálf líta á það sem skyldu sína að sinna nýsköpun heldur eru gerðar kröfur til þeirra um að sinna hinu óhefðbundna hlut- verki sem grasrótarstarfí er yf- irleitt ætlað. Með þessu er þeim samtímis gert að gegna hlut- verki hins djarfa könnuðar óþekktra listrænna lendna og að liggja spaklega við festar á lygnri heimahöfn hinnar borg- aralegu leiklistar. Þetta á að gerast með því að skipta liði; sumir fara í bátana og róa út í óvissuna, hinir verða um kyrrt og skemmta áhorfendum á bryggjunni. Svo er skipst á, því allir VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson verða að fá sitt tækifæri til að fara í óvissuferð út fyrir höfnina og damla þar daglangt og ef heppnin er með hreppir hópur- inn slæmt veður og fær spenn- andi forsmekk af raunveruleg- um hrakningum. Raunverulegt grasrótarleik- hús sem á norrænum málum er gjarnan nefnt „alternativt11 eða „fringe" upp á ensku hefur aldrei náð sér á strik hér á Is- landi. Með því er átt við að hér hafi ekki þrifist grasrótarleiklist nema skamman tíma í senn, óháð stofnanaleikhúsunum, sjálfstæði leikhópa hefur aldrei verið meira en svo að þeir hafa leyst upp og meðlimirnir horfið inn í stofnanirnar jafnskjótt og tækifærið hefur boðist. I vissum skilningi er það líka eðli gras- rótarinnar að vaxa upp og verða gleypt af þeim stóru en hafa kannski einhver áhrif á melt- ingu þeirra í framhaldinu. Ef benda ætti á eitt einkenni ís- lenskrar leiklistar umfram ann- að væri það einmitt þessi sí- fellda sókn að miðjunni. Jaðar- inn er kominn inn að miðju og miðjan út að jaðri áður en litið verður við. Hvernig á svo sem að halda sig á jaðrinum þegar stofnanaleikhúsin halda sig ekki á miðjunni? Auðvitað er það ekki eðli leik- listar fremur en annarra lista að skilgreina sig fyrst og halda sig svo innan markanna. Skapandi list sækir alltaf að mörkunum þó það sé ekki þar með sagt að í sókninni sé sjálfkrafa fólgin ný- sköpun eða endurnýjun. Stofn- analeikhúsin þrjú (Borgarleik- hús, Þjóðleikhús og Leikfélag Akureyrar) gangast reyndar svo upp í hinu tvöfalda hlutverki sínu að þau hafa reynt að kæfa hið afturhaldsama orð „Stofn- analeikhús" og ítrekað krafist þess að vera titluð „Stóru leik- húsin“ í umræðunni. Með tilvís- an til stærðar er áuðvitað átt við einingamar þrjár: mannskap, byggingar og fjárráð. Hvort það eru akkúrat þessar þrjár eining- ar sem gera leikhús „stór“ er svo annað mál. Áskrift að ein- ingunum þremur gerir þau eigi að síður að stofnunum, með allri þeirri skriffinnsku, innbyrðis valdabaráttu og afturhaldssemi sem einkennir fyrirbærið. Stærð, magn og gæði eru aðrar þrjár einingar sem leikhúsin hafa mælt sig við. Um tíma virt- ist sem hlutföllunum væri ávallt snúið á haus og látið að því liggja að mestu gæðin fengjust sjálfkrafa þar sem stærðin og magnið voru hvað minnst. Litlir leikhópar voru í uppáhaldi og stofnanaleikhúsunum var legið á hálsi fyrir ófrumlegar og hefð- bundnar sýningar. Mulningsvél afþreyingarinnar hefur afmáð þessi skO sem önnur og nú er nánast sama hvert litið er, litlir leikhópar og stóru leikhúsin stefna á sömu mið; aðsókn er eini mælikvarðinn sem beitt er á gæði sýningar og magnið og umfangið ræðst fyrst og síðast af því fjármagni sem er úr að spila hverju sinni. Miðjan og jaðarinn skilgreinast fremur af rekstrarformi og fjármögnunar- leiðum en þeirri listrænu starf- semi sem á sér stað. Hefð og tíska bítast um athyglina. Segja má að á jaðri íslensks leikhúslífs standi nú öflug einkarekin leikhús, sem veita stofnanaleikhúsunum harða samkeppni, ekki aðeins um áhorfendur heldur einnig um listamenn. Einkaleikhúsin tvö í Reykjavík, Iðnó og Loftkastal- inn hafa með góðum árangri haldið úti kraftmikilli starfsemi árið um kring og jafnframt náð þeirri stöðu að samstarf við þau er álitlegur kostur fyrir stofn- analeikhúsin. Það má jafnvel líta svo á að opinbert fé sem veitt er til stofnanaleikhúsanna dreifist með þessu hætti til einkaleikhúsanna ef gert er ráð fyrir að kostnaði við sýningar sé skipt á milli aðila í slíku sam- starfi. Á hinn bóginn undirstrik- ar þetta líka hversu samhliða er hlaupið; sýningar sem birtast í einu leikhúsanna eru þannig samsettar af mannskap og list- rænni sýn að ekki stangast á við stefnu neins hinna. Loftkastal- inn setur upp sýningar í sam- starfi við Þjóðleikhúsið eða var það Þjóðleikhúsið í samstarfi við Loftkastalann? Orðalagið virðist stundum skipta meira máli en innihaldið. Sömuleiðis hyggur Þjóðleikhúsið á samstarf við Iðnó í vetur og einnig boðar Iðnó framhald samstarfs við Leikfélag Akureyrar sem hófst í fyrravetur. Hið hefðbundna miðlæga hlutverk sem Þjóðleikhúsið gegnir í borgaralegu menning- arlífi okkar er óumdeilanlegt. Þar bera hin innri og ytri tákn vitni um menningarlegan og borgaralegan stöðugleika. Það er tímanna tákn að enginn dregur gildi þeirra í efa. Með samstarfinu við einkaleikhúsin breiðir Þjóðleikhúsið svo móð- urlega vængi sína yfir starfsemi þeirra, staðfestir hlutverk sitt sem miðpunkt hins íslenska leiklistarlífs og kemur í veg fyr- ir að brýmar falli milli miðjunn- ar og jaðarsins. Vafalaust eiga praktískar ástæður hér stóran þátt en einnig má líta svo á að stofnanaleikhúsin séu með þessu að fyrirbyggja að sú sér- kennilega staða komi upp að þau einangrist á „miðjunni" og hinu opinbera fjármagni verði talið betur varið á, jaðrinum". UMRÆÐAN Til varnar Rey kj avíkurflugvelli LOKSINS þegar sam- gönguyfirvöld landsins reka af sér slyðruorðið og manna sig í að gera nauðsynlegar endur- bætur á höfuðflugvelli innanlandsflugs á Is- landi, hefst enn eina ferðina upp söngur þeirra, sem aldrei hafa sett sig úr færi að út- hrópa staðsetningu vall- arins og starfsemina þar. Undimtaður sakn- ar þess mjög, að þeir aðilar sem gerst vita um rekstur flugvallarins og þær síauknu kröfur, sem gerðar eru til þeirra, sem völlinn nýta, skuli und- antekningarlítið ekki tjá sig um þessi mál opinberlega. Neikvæð umræða Þar af leiðandi hefur nánast öll umræðan um Reykjavíkurflugvöll, svo lengi sem ég man, verið mjög neikvæð og ekki nema von, að stjórnmálamenn höfuðstaðarins leggi í flestum tilfellum misþunga áherslu á að losa höfuðstaðinn við þennan „bölvaða" flugvöll, sem aukinheldur er staðsettur í „hjarta“ borgarinnar. Jafnvel er nú talað um, að með brotthvarfi hans fáist ekki einungis landsvæði, sem nýta mætti til að byggja hús- næði fyrir þúsundir, jafnvel tug- þúsundir íbúa (ef nógu hátt er byggt), heldur skap- ist einnig nægilegt rými fyrir fjölmiðla- fyrirtæki og ýmiss konar aðra mikils- verða atvinnustarf- semi! Staðsetning miðsvæðis Flugvöllur sá er hér um ræðir var byggður af Bretum í seinni heimsstyrjöld- inni. Væntanlega réð nokkru um val þeirra, að einhver flugvallarmynd var þar fyrir. En þrátt fyrir margítrekaðar kannanir, hef- ur engin önnur heppilegri stað- setning fundist í eða við Reykjavík á þeim rúmu 50 árum, sem liðin eru síðan Bretar gáfu íslenskum yfirvöldum flugvöllinn. Ekki þarf að fjölyrða um gildi flugvallarins fyrir allt innanlandsflug og mikil- vægi þess að hann skuli vera stað- settur jafn miðsvæðis og raun ber vitni. Þegar rætt er um innan- landsflugið, láta þeir sem gegn nú- verandi staðsetningu hans eru, eins og eingöngu sé um að ræða hagræði fyrir dreifbýlisfólk, sem erindi á til höfuðborgarinnar. Sama gildir að sjálfsögðu um alla þá fjölmörgu höfuðborgarbúa, er njóta þess að fljúga vítt um land. Það er því höfuðkostur að flugvöll- Sveinn Aðalsteinsson Flug Ekki þarf að fjölyrða um gildi flugvallarins fyrir allt innanlands- flug, segir Sveinn Aðalsteinsson, og mik- ilvægi þess að hann skuli vera staðsettur jafn miðsvæðis og raun ber vitni. urinn sé staðsettur miðsvæðis. Fullyrða má að ef einhverntíma hefði hugsanlega verið réttlætan- legt að flytja flugvöllinn annað, hefði það átt að gerast með til- komu stærri flugvéla skömmu eftir seinni heimsstyrjöld. Sem betur fer bárum við gæfu til, að svo var ekki gert, þar eð með tilkomu sí- fellt fullkomnari og hljóðlátari flugvéla og öruggari aðflugs- og staðsetningarbúnaði, hafa þjóð- hagslegir kostir vegna staðsetn- ingar vallarins aukist, samfara minnkandi ónæði og slysahættu, sem af honum stafar. Vert er að minna á, að ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að minnka umferð um völlinn á um- Hugleiðing um umhverfísmat Umhverfismál Sá misskilningur virð- UMRÆÐAN um um- hverfismál hefur farið stöðugt vaxandi undan- farin ár og er almenn- ingur orðinn meðvitaðri um umhverfi sitt og af- leiðingar slæmrar um- gengi í því. Þessa stig- vaxandi umhverfis- hyggju síðari ára má að einhverju leyti rekja aftur til ársins 1987 þegar Gro Harlem Brundtlandt setti fram hugtakið um „sjálfbæra þróun“. í mjög einföldu máli felur hugtakið í sér að við sem nú byggjum jörðina berum skyldur gagnvart af- komendum okkar og eigum að sjá tiLþess að skilja við jörðina í það minnsta í sama ástandi eftir okkar dag eins og þegar við tókum við henni. Til þess að ná þessum mark- miðum þarf að hyggja að mörgum þáttum og einn stærsti þátturinn snýr að sjálfbærri nýtingu náttúru- auðlinda, þ.e. skynsamleg nýting þar sem ekki er gengið á auðlind- ina þannig að hún beri ævarandi skaða af (sbr. fiskveiðistjómun Is- lendinga). Umræðuna um „mat á umhverf- isáhrifum" (hér eftir talað um sem umhverfismat) má rekja mun lengra aftur en hugtakið um sjálf- bæra þróun. Þessi hugtök hafa þó átt samleið í seinni tíð og er talað um að eitt af markmiðum umhverf- ismats sé að stuðla að sjálfbærri þróun. Uppruni umhverfismats er í Bandaríkjunum, en þar vom fyrstu lögin sem kröfðust lögformlegs umhverfísmats sett árið 1969. Á næstu árum fóru margar þjóðir að fordæmi Bandaríkjamanna. Árið 1985 samþykkti Evrópusambandið lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda _ og fylgdum við Islend- ingar í kjölfarið hinn 1. maí árið 1994. Með þessari lagasetningu kom krafa um að framkvæmdaaðilar og stjórnvöld litu sér nær og huguðu að umhverfinu áður en þeir hæfu fram- kvæmdir, því erfitt er að græða sárin eftir á. Það stemmir vel við hugmyndafræðina sem liggur að baki umhverfismati, en þar er megináhersla lögð á að meta alla um- hverfisþætti áður en ákvörðun er tekin. Nokkrum stað- ai’vals- og/eða framleiðslukostum er velt upp og umhverfismats- skýi-slan er sett fram til að lýsa þáttum, sem taka verður tillit til þegar ráðist er í framkvæmdir. Þannig felst eitt af meginmarkmið- um umhverfismats í aðstoð við ákvarðanatöku þar sem umhverf- inu er komið fyrir í umræðunni ásamt öðrum þáttum. Því má ekki gleyma að umhverfísmat er að hluta tilkomið vegna þess að við arðsemismat á kostum hefur alltaf þótt erfitt að eiga við umhverfis- þætti sökum þess hversu huglægt mat þeirra er og erfitt að leggja peningalegt gildi á náttúruna. Áf þessum sökum var litið á umhverf- ismat sem andsvar við þessum fjár- hagslegu sjónarmiðum og leið til þess að koma umhverfinu fyrir inni í umræðunni. Fljótsdalsvirkjun og umhverfísmat í ljósi undangenginnar umræðu um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar sá undirritaður ist vera ríkjandi, segír Rúnar Dýrmundur Bjarnason, að umhverf- ismat sé eitthvað neikvætt. sig knúinn til þess að varpa nýju ljósi inn í þessa umræðu. Hingað til hefur spurningunni um hvort virkjunin þurfi að fara í lögformlegt umhverfismat eður ei verið velt fram og til baka. Undir- rituðum hefur fundist sá misskiln- ingur vera ríkjandi að umhverfis- mat sé eitthvað neikvætt og snúist eingöngu um það að koma í veg fyrir framkvæmdir sem koma til með að hafa áhrif á umhverfið. Þessum misskilningi verður að eyða því þvert á móti er tilgangur- inn með umhverfismati að gera öll- um grein fyrir þeim áhrifum á um- hverfið sem af framkvæmdinni munu stafa þannig að allir séu meðvitaðir um þau. Umhverfis- matsskýrsla á að leggja öll spilin á borðið og skýra út öll hugsanleg áhrif sem framkvæmdin kann hafa á umhverfið. Niðurstöðurnar á að kynna fyrir almenningi og ekkert má undan draga þegar um þjóðar- eign er að ræða. Hins vegar má ekki líta framhjá því að umhverfís- mat verður oftar en ekki pólitískt mál og efnahagslegir, félagslegir og pólitískir þættir virðast oft hafa meira vægi en umhverfisþættir, eins og reyndin hugsanlega er varðandi Fljótsdalsvirkjun. Af Rúnar Dýrmundur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.