Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 11
FRÉTTIR
Hugmynd um golfæfingasvæði á fyrirhuguðum byggingarreit Landssímahússins í Laugardal
Félli vel að
annarri starf-
semi í dalnum
KOMIÐ hefur fram hugmynd um
að byggja sérstakt æfingasvæði
með „æfingastöðvum" fyrir kylfinga
í Laugardal til dæmis á þeim stað
þar sem fyrirhugað er að Lands-
símahús og kvikmynda- og veitinga-
hús rísi. Að sögn Harðar Þorsteins-
sonar, framkvæmdastjóra Golfsam-
bands íslands, hafa æfingasvæði
þessarar gerðar þann kost að taka
lítið pláss, rúma marga
en vera jafnframt mjög fullkomin.
Aðspurður kvað Hörður hug-
myndina ekki komna á það stig að
tímabært væri að leggja hana fyrir
borgarráð. „Það er stefna Golfsam-
bandsins að kynna golfíþróttina fyr-
ir almenningi og Laugardalurinn er
kjörin til þess að koma þar upp að-
stöðu til slíks. Við teljum að svæðið
austast í dalnum gæti verið heppi-
legur staður fyrir golfaðstöðu af
þessu tagi. Auk þess sem slík starf-
semi félli að annam í dalnum. Sem
stendur erum við bara að varpa
þessari hugmynd fram.“
Æfíngaaðstaða innanhúss
og utan æskileg
Æfingaaðstöðu kylfinga hérlendis
er verulega ábótavant, að sögn Harð-
ar. „Erlendis, til dæmis á Norður-
löndum, eru víða innihallir, fyrir vetr-
aræfingar, og svo æfingamiðstöðvar
með æfingastöðvum eða æfingaað-
staða við golfvellina. Hér er tilfinnan-
legur skortur á slíkri aðstöðu fyrir
kylfinga, ekki síst innandyra á vet-
uma.“
„Við látum okkur detta í hug að á
umræddu svæði gæti hvort tveggja
rúmast æfingaaðstaða, til dæmis að
sænskri fyrirmynd, og innihöll í
tengslum við hana. Það mætti til
dæmis ræða slíka æfingaaðstöðu í
samhengi við fjölnota hús hér í
Laugardalnum. Við kylfingar viljum
í það minnsta fá að vera með í um-
ræðu um fyrirhuguð íþróttamann-
virki. Það eru ýmsir möguleikar á
samnýtingu ólíkra íþróttagreina ef
þeir eru athugaðir frá upphafi,“
segir Hörður.
Hörður segir stærð svæðisins í
Laugardal duga. „Undir svona mið-
stöð þarf ekki nema nokkra hektara
og við teljum að hægt væri að koma
því fyrir þama. En auðvitað þarf
svæðið ekki að líta nákvæmlega eins
út og á myndinni. Það er náttúrlega
hægt að sníða það til eftir þörfum."
Hörður bendir á að reyndar séu
fordæmi fyrir golfiðkun í Laugar-
dal. 18. ágúst 1935 var haldið fyrsta
opinbera golfmótið á Islandi á sex
holu golfvelli sem lá meðfram
Reykjavegi, frá Sundlaugunum og
rétt upp fyrir Laugardalsvöll, þar
sem þau mannvirki em núna. Völl-
urinn vai- þó í upphafi lagður til
bráðabirgða og var aðeins notaður í
tvö ár.
1 Stutt högg með járnkylfum af mottum og grasteigum.
2 Löng og millilöng högg með járnkylfum. Högg með
trékylfum úr halla.
3 Löng högg með járn- og trékylfum.
4 Alls konar högg af mörgum teigum.
5 Löng högg með trékylfum.
6 Löng högg með járn- og trékylfum úr halla.
7 Stutt högg með járnkylfu.
8 Stutt högg yfir hindrun, t.d. sandglompu.
9 Löng högg með járnkylfu úr hallandi legu á snögg-
slegnu svæði.
10 Löng högg með tré- og járnkylfum að skotmarki.
11 Högg af öllum lengdum úr loðnu.
12 Stutt högg með járnkylfu yfir vatnstorfæru eða á flöt.
Isiandsflug með tvær ATR-vélar í innanlandsflugi næsta vetur
Stækkun Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar undirbúin
Bætir við fjórðu
ferð til Akureyrar
MEÐ nýrri vetraráætlun íslands-
flugs, sem tekur gildi 30. ágúst,
er ætlan forráðamanna fyrirtæk-
isins að auka þjónustu til tveggja
áfangastaða innanlands, Akureyr-
ar og Vestmannaeyja. Bætt verð-
ur við fjórðu ferðinni til Akureyr-
ar og nota á ATR-skrúfuþotuna til
Vestmanneyjaflugsins í einni af
þremur áætlunarferðum á dag.
Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri
Islandsflugs, segir markaðshlut-
deild Islandsflugs á fiugleiðinni til
Akureyrar vera um 30%. „Við höf-
um fundið fyrir eftirspurn við-
skiptavina okkar fyrir meiri tíðni á
þessari leið og því ákváðum við að
taka upp fjórðu ferðina á dag. Við
megum vel við una með 30% hlut
með þijár ferðir á dag til þessa en
við teljum okkur geta gert betur
og bætum því við fjórðu ferðinni
virka daga. Þá vildum við lfka
auka þjónustu við Vestmannaeyjar
og notum ATR-vélina í síðustu
áætlunarferðina á degi hverjum,"
segir Sigfús. Hann segir þetta
mögulegt þar sem ákveðið hafí
verið að nýta báðar ATR-skrúfu-
þofur félagsins hér heima í vetur.
Onnur hefur verið leigð til verk-
efna erlendis siðustu vetur. Þær
eru 46 sæta en Domier vélar, sem
Islandsflug notar einnig á innan-
landsleiðunum, taka 19 farþega.
Til Akureyrar verður flogið
alla virka daga kl. 7.40, 11.40,
15.40 og 18.40 og frá Akureyri kl.
8.45, 12.45, 16.45 og 19.45. Flugið
milli Akureyrar og Reykjavíkur
tekur 45 mínútur. Til Vestmanna-
eyja er farið á virkum dögum kl.
7.30, 12.15 og 17 og frá Eyjum kl.
8.15,13 og 17.45. Farið er á
Dornier tvær fyrstu ferðirnar en í
kvöldferðina á ATR-vél.
Islandsfiug hefur sfðustu árin
sinnt reglubundnu leigufiugi til
Kulusuk á Grænlandi og segir Sig-
fús mikla aukningu hafa orðið á
því. Á sfðasta sumri vom farþegar
þijú þúsund og í ár era þeir þegar
orðnir fimm þúsund en á þessari
flugleið er flogið á ATR-vélunum.
Morgunblaðið/Baldur Sveinsson
íslandsflug notar báðar ATR-
vélar sínar í innanlandsfluginu
í vetraráætlun sem tekur gildi
30. ágúst.
Ný stjorn skipuð
yfír flugstöðina
UTANRIKISRAÐHERRA hefur
skipað sérstaka stjórn honum til
ráðgjafar um framtíðarrekstur flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar á Kefla-
víkurflugvelli. Jafnframt telur ráð-
herra nauðsynlegt að huga að tekju-
öflun hennar þegar til lengri tíma er
litið. Ráðherra hefur einnig skipað
stjórn fyrir Fríhöfnina.
Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar skipa Gísli Guðmundsson for-
stjóri, formaður, Björn Theodórs-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri,
og Stefán Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri.
Þar sem tekjur Fríhafnarinnar
skipta verulegu máli fyrir rekstur
Andlát
RAGNHEIÐUR
SÆMUNDSSON
RAGNHEIÐUR
Sæmundsson, fædd
Jónsdóttir, hús-
freyja á Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi
Siglufjarðar í gær-
morgun, 85 ára að
aldri.
Ragnheiður
fæddist 2. janúar ár-
ið 1914 og ólst upp
að Hallgilsstöðum í
Hörgárdal. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Albína Pét-
ursdóttir og Jón St.
Melstað bóndi. Hún
var þriðja í röðinni af sjö systkin-
um.
Árið 1934 giftist Ragnheiður eft-
irlifandi manni sínum,
Sigurjóni Sæmunds-
syni, frá Lambanesi í
Austur-Flj ótum,
prentsmiðjueiganda og
fyrrverandi bæjar-
stjóra á Siglufirði. Þar
voru þau búsett allt
fram að andláti henn-
ar. Þau eignuðust tvö
börn.
Ragnheiður var
lengi stjórnarmaður í
Slysavarnafélaginu
Vörn og sat í stjórn
kvenfélags Sjúkrahúss
Siglufjarðar. Hún lék á
árum áður í fjölmörgum leikritum
með Leikfélagi Siglufjarðar og
söng lengi með kirkjukórnum.
og uppbyggingu flugstöðvarinnar
telur utanríkisráðherra ennfremur
nauðsynlegt að skipa ráðgefandi
stjórn fyrir Fríhöfnina. Hún á m.a.
að kanna allar hliðar framtíðar-
rekstrar hennar. Stjórnina skipa:
Sigurður Gils Björgvinsson hag-
fræðingur, formaður, Rúnar Bj. Jó-
hannsson, rekstrarhagfræðingur og
lögg. endurskoðandi, og Þórhallur
Jósepsson ráðgjafi.
Bygginganefnd skipuð
vegna stækkunar
Unnið er að undirbúningi að veru-
legri stækkun Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar til að mæta ört vaxandi
farþegafjölda. Gert er ráð fyrir að
hann nemi um 1.280 þúsund á þessu
ári og geti orðið 1.360 þúsund á
næsta ári. Einnig er nauðsynlegt að
ráðast í þessar framkvæmdir til að
tryggja að ákvæðum Schengen-
samningsins sé fullnægt.
Stækkuninni verður skipt í
nokkra áfanga en undirbúningur nú
miðast við 1. áfanga, sem á að vera
lokið vorið 2001. I þeim tilgangi að
hafa yfirumsjón með stækkun og
breytingum á flugfstöðinni hefur ut-
anríkisráðherra ákveðið að skipa
bygginganefnd, frá og með 24. ágúst
1999.
Formaður nefndarinnar verður
Benedikt Ásgeirsson, skrifstofustjóri
vaniarmálaskrifstofu utanríksráðu-
neytis, en með honum í nefndinni eru
Þórhallui- Arason, skrifstofustjóri
fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjár-
málaráðuneytis, Þorgeir Pálsson
flugmálastjóri, Björn Ingi Knútsson,
flugvallarstjóri, Ómar Kristjánsson,
settur forstjóri Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar, Jóhann R. Benediktsson,
sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
og Gunnar Olsen, stöðvarstjóri á
Keflavíkurflugvelli.